Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 ítfúm FOLK ■ BORUSSIA Mönchenglad- bach og Schalke léku á miðvikudag í vestur-þýsku bikarkeppninni. Schalke féll úr úrvalsdeildinni í fyrra og var Gladbach talinn mun sigurstranglegri aðilinn í viðureign liðanna á miðvikudag. Úrslitin komu því mjög á óvart, en Schalke sigraði með tveimur mörkum gegn einu. ■ ALAN Hansen fyrirliði Liverpool leikur ekki með liðinu gegn Wimbledon um góð- gerðaskjöldinn í dag. Hansen gekkst undir uppskurð á hné í kjöl- far meiðsla sem hann varð fyrir í vináttuleik við Atletico Madrid á Spáni í síðustu viku. Meiðslin eru alvarlegri en áætlað var í fyrstu og Iíkur eru á að Hansen verði frá keppni í allt að þrjá mánuði. ■ MICHAEL Laudrup, danski landsliðsmaðurinn hjá Juventus, verður áfram hjá félaginu í kjölfar þess að Ian Rush hefur verið keypt- ur aftur til Liverpool. Áður hafði stjóm Juventus lýst því yfír að lið- ið hefði ekki lengur not fyrir Laudr- up. Hann hafði fengið tilboð frá Liverpool og Manchester United, en ekki haft áhuga. Laudrup hefur dvalið undanfarið heima í Dan- mörku þar sem hann hefur æft með sínu gamla félagi Bröndby ásamt bróður sínum Brian. ■ IAN Rush leikur ekki með Liverpool í dag á Wembley í leikn- um um góðgerðarskjöldinn vegna veikinda undanfarið, en talið er að hann verði tilbúinn í slaginn um næstu helgi þegar deildarkeppnin byijar og Liverpool mætir Charl- ton. I EINN lítill bókstafur getur oft breytt miklu. Sagt var frá því í blað- inu í fyrradag að Ólafur H. Jóns- son fyrrum landsliðsfyrirliði yrði flokksstjóri handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Seoul. Þetta er að sjálfsögðu rangt. Það er Ólafur Jónsson, fyrrum leikmaður Víkings og fýrirliði landsliðsins sem verður flokksstjóri, en ekki Valsarinn gamli. Beðist er velvirð- ingar á þessu. ■ PÉTUR Ormslev, fýrirliði Fram, þurfti að fara út af í lands- leik íslendinga og Svía á fimmtu- daginn. Gömul meiðsli á ökkla tóku sig upp, og er óvíst að hann geti spilað með félögum sínum í 1. deild- inni gegn KR á sunnudagskvöldið. Nafni hans Pétursson hjá KR hef- ur einnig verið óheppinn í sumar. Veikindi háðu honum lengi fram eftir sumri, en að undanfömu hefur hann átt við meiðsli að stríða, hefur ekki getað æft og verður tæplega með á morgun. ■ STEINAR Ingimundarson mun örugglega ekki spila með Leiftri í næstu umferð, því hann er meiddur í ökla og nára. Þá er Þorvaldur Jónsson, markvörður Leifturs, meiddur í öxl, en það hefur ekki aftrað honum frá því að keppa fram að þessu, og mun að líkindum ekki heldur gera gegn ÍBK á sunnudaginn. Það er að von- um slæmt fyrir Leiftur að vera á Steinars í leiknum, því leikurinn gegn ÍBK er hálfgerður úrslitaleik- ur um hvort liðið það verður, sem fellur niður í aðra deild. ■ FORMAÐUR tennissam- bands íslands heitir Guðný Eiríks- dóttir en ranglega var farið með nafn hennar í blaðinu fyrir skömmu. ■ FIMMAN, keppni flmm hér- aðasambanda á Norður- og Vest- urlandi í fijálsum íþróttum, hefur verið frestað frá deginum í dag til morguns. Keppendur á mótinu hafa því ekki tök á að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og mun það hafa valdið sumum þeirra mikl- um vonbrigðum. GOLF / NORÐURLANDAMOTIÐ Hressandi að leika í norðangolunni - sögðu dönsku landsliðsmennirnir eftir að hafa leikið 18 holur í gær Morgunblaðiö/Björn Blöndal Finnsku stúlkurnar fengu hálsbólgu við komuna en eru óðum að ná sér. NORÐMAÐUR sló fyrsta högg- ið á Norðurlandamótinu í golfi, sem hófst klukkan 8 á Hólms- velli í Leirunni í morgun. Leikn- ar verða 72,holur í karla- og kvennaflokki og lýkur mótinu á morgun. íslensku kylfingarnir léku ekki á aðalvellinum í gær, en voru þess í stað á æfinga- vellinum. Veðurútlitiðer gott og sagði Logi Þormóðsson, mótsstjóri, að spáð væri norð- an golu og heiðskíru veðri. Því væri útlit fyrir að veðurguðirnir ætluðu að verða mótshöldur- um og keppendum hliðhollir. Dönsku og norsku liðin komu síðast til landsins og voru bæði við æfíngar í gær. Herbert Fredriksen, liðsstjóri danska liðsins, sagði að völlurinn Björn væri sérlega Blöndal skemmtilegur og skrifar undir þau orð tóku dönsku kylfíngarnir. Þeir sögðu að það væri hressandi að vera úti og leika golf í norðan golu og tæru lofti. Golan væri ekki vandamál hjá þeim, því á golfvöllum í Danmörku væri oft vindasamt. Danimir sögðu að setja mætti út á flatimar á vellinum. Þær væru hægar og tvær væru afleitar. Dönsku karlmennimir eiga titil að veija og sagði Fredriksen að mikil barátta yrði hjá sínum mönnum til að ná góðum árangri, því fjórir efstu menn yrðu sendir til keppni á heimsmeistaramótið í Svíþjóð í næsta mánuði. Karl Semb, forseti norska golf- sambandsins, var sammála Danan- um um að völlurinn væri skemmti- lega hannaður og líkti honum við skosku golfvellina við sjávarsíðuna. Semb sagði að vindurinn gæti eflaust orðið vandamál hjá norska liðinu, því norskir golfvellir væry yfírleitt umluktir tijám, sem veittu gott skjól. Hann vildi samt vera bjartsýnn og sagði að lið sitt stefndi ótrautt að sigri í mótinu. Á fimmtudag var haldið formót á Hólmsvelli og þá voru leiknar níu par þijú holur. Liðsstjóri norska kvennaliðsins, Anna Dönnestad, gerði sér þá lítið fyrir og fór holu í höggi. Sagði hún að þetta væri í þriðja sinn, sem hún hefði náð þess- um árangri. Sigurvegarar urðu Gísli Sigurðsson, GK, Gylfi Kristinsson, GS, og Lasse Tilander frá Finn- landi. Veitt voru sérstök verðlaun fyrir að vera næst holu eftir upp- hafshögg og náðu tveir keppendur af 90 fyrir utan Dönnestad að vera nær en 150 sm frá holu. BIKARÚRSLIT / KNATTSPYRNA KVENNA Morgunblaöið/Einar Falur Valur og ÍA leika til úrslita í bikarkeppni kvenna á sunnudag. Það verður eflaust hart barist í leiknum líkt og þessi mynd úr deildarleik liðanna í sumar ber með sér. Tímamótaleikur! Valur og ÍA leika til úrslita á aðalleikvangi ÞAÐ má segja að viss tímamót verði mörkuð í sögu kvenna- knattspyrnu hér á landi á sunnudag. Þá ferfram bikarúr- slitaleikur milli Vals og ÍA og verður hann leikinn á aðalleik- vanginum í Laugardal. Leikur- inn hefstkl.17. Þetta er í fyrsta skipti sem kvennalið íslenskra félagsliða fá aðalleikvanginn í Laugardal til afnota. Hingað til hafa úrslitaleikir í kvennabikarkeppninni verið á óháðum félagavöllum eða á Val- bjamarvelli í Laugardal sem á stundum hefur varla þótt boðlegur neðri deildum karlaknattspymunn- ar. Á hinn bóginn hefur ekki þótt tiltökumál að úrshtakeppni yngri flokka fari fram á aðalleikvangin- um. Liðin sem leika til úrslfta Valur og ÍA hafa undanfarin ár verið í hópi sterkustu liða í íslenskri kvennaknattspymu. Þrátt fyrir að íslandsmótið í sumar hafi verið jafnari en oft áður eru þessi tvö lið vel að því komin að leika til úrslita í bikarkeppninni. Síðasta sumar urðu Valsstúlkur bikarmeistarar, en lentu í öðru sæti í Islandsmótinu eftir harða keppni við IA sem stóð uppi sem íslandsmeistari. Þessi lið léku einn- ig til úrslita í bikamum og sigraði Valur með tveimur mörkum gegn engu. Nær IA bikamum? í sumar hefur Valur þegar tryggt sér íslandsmeistaratitilinn þegar tvær umferðir séu eftir af mótinu. ÍA háir harða keppni við Stjömuna og KR um annað sætið. Það verður því spennandi að sjá hvort liðin deili aftur með sér titlum, eða hvort Valur vinni tvöfalt líkt og sumarið 1986. Þess má geta að þrátt fyrir að hafa leikið fjórum sinnum til úrslita um bikarinn, hefur ÍA aldrei staðið uppi sem sigurvegari, og þykir víst mörgum tími til kominn að bikarinn hafni á Skaganum. íþróttir um helgina Laugardagur: Tveir leikir verða í 2. deild karla í knattspyrnu kl. 14.00. ÍBV og FH mætast í Vest- mannaeyjum og í Laugardal eigast við Þróttur og Tinda- stóll.Þá verður leikið í 3. og 4. deild. Norðurlandamót í golfi hefst í dag - sjá umfjöllum annars staðar. Flugleiðamótið í hand- knattleik hefst með þremur leikjum. Sjá nánari umfjöllum annars staðar. Sunnudagur: Fjórir leikir verða í 1. deild karla í knattspyrnu. Völsung- ur-KA, ÍBK-Leiftur, KR- Fram og Þór A.-Valur. Allir leikimir heljast kl. 19.00. Þá leika Valur og ÍA til úrslita í bikarkeppni KSÍ kl. 17.00. Sjá nánari umfjöllun hér á síðunni. Norðurlandamótinu í golfi lýkur á sunnudag. Nokkrir leikir verða í Flug- leiðamótinu í handknattleik - sjá annars staðar í blaðinu. Reykjavíkurmaraþon hefst kl. 12.00 í Lækjargötu. Mánudagur: Einn leikur í 1. deild karla í knattspyrnu. Víkingur og ÍA leika kl. 19.00. Flugleiðamótið í hand- knattleik heldur áfram. Sjá nánar umfjöllun annars stað- ar. Bikarmeistarar Bikarkeppni í kvennaknatt- spymu fer nú fram í áttunda skipti í sumar. Fyrstu þijú árin sem keppt var sigruðu Breiðabliksstúlkur, en þær voru með illsigrandi lið á þeim ámm. Síðustu fjögur árin hef- ur bikarinn hins vegar fallið í skaut Valsliðsins. Þær leika nú til úrslita fimmta árið í röð. í A hefur líka leikið fjórum sinnum til úrslita en þær hafa ekki enn unnið bikarinn hver svo sem raunin verður á sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.