Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 Fundur fulltrúa Norður- og Suður-Kóreu: Fundartíminn fór í þras um dagskrá Panmunjon. Reuter. LÍTILL árangur varð af fundi fulltrúa þjóðþinga Norður- og Suður- Kóreu í landamæraþorpinu Panmunjon í gær. Sendinefndimar ákváðu þó að hittast aftur í dag. í fundinum tóku þátt fímm fulltrú- ar frá hvoru ríki. Þeir ræddust við í nær þijár stundir en miðaði Htt með dagskrármálin því tíminn fór svo til allur í þras um dagskrána og hversu ijölmennur sameiginlegur fundur þjóðþinganna síðar í mánuðinum ætti að vera. „Ég er hvorki bjartsýnn né svart- sýnn en það á eftir að útkljá heilmik- inn ágreining," sagði Park Jun-kyu, leiðtogi suður-kóresku sendinefndar- innar. Deilt um fundarstærð Pundurinn í gær er hinn fyrsti sinnar tegundar í þijú ár. Tilgangur viðræðnanna var að undirbúa stærri fund, sem fram færi í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, 26. águst. Á honum yrði rætt um hugsanlega þátttöku Norðanmanna í Ólympíu- leikunum og skref ( átt að samein ingu kóresku ríkjanna. Fulltrúar Norður-Kóreu héldu því til streytu að Pyongyang-fundinn sætu allir 655 fulltrúar í Æðstaráði landsins og allir þingmenn þjóðþings Suður-Kóreu, 299 menn. Einnig 100 fulltrúar óbreyttra borgara af öllum sviðum þjóðlífsins af Kóreuskagan- um öllum. „Með þessum hætti endur- speglum við vilja fólksins betur," sagði Chun Kum-chol, leiðtogi norð- ur-kóresku sendinefndarinnar. Sunnanmönnum leist ekki á hug- myndina og sögðu að fundur af þessu tagi fengi litlu áorkað. „Hér sitjum við aðeins 10 saman og afrekum lítið. Dettur mönnum þá í hug að rúmlega þúsund manna fundur verði skili árangri?," sagði Park við norð- ur-kóresku fulltrúana. ursríkur. Lagði hann til að Pyong- yang-fundinn sætu ekki fleiri en 10 þingmenn frá hvoru ríki. Lítið minnst á Ólympíuleikana Dijúgur tími fundarins fór í skoð- anaskipti um þá tillögu Norðan- manna að sameiginlegi þingfundur- inn fjalli um hugsanlegan griðarsátt- mála ríkjanna. Sunnanmenn sögðu að mál af þessu tagi væru verkefni ríkisstjóma landanna en ekki þinga þeirra. Aðeins var lftillega minnst á Ólympíuleikana á fundinum, en fyrir- fram hafði verið búizt við að fundur- inn myndi snúast um þá. „Þeir eru ekki aðeins fþróttahátíð, heldur ná- tengdir möguleikanum á sameiningu [kóresku ríkjanna]," sagði Chun Kum-chol. Park Jun-kyu sagði að sökum þess hve stutt væri í setningu leikanna væri erfítt að gera sér í hugarlund að málamiðlun um skiptingu leik- anna tækist. „Eins og nú er komið teljum við eina möguleikann á sam- starfí um leikana þá að ykkar íþrótta- menn og okkar taki sameiginlega þátt i þeím,“ sagði Park. f byijun vikunnar höfnuðu Norðanmenn til- lögu Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) um að íþróttamenn kóresku ríkjanna gengju sameiginlega inn á ólympíuleikvanginn í Seoul við setn- ingar- og lokaathöfn leikanna. Of breitt borð É Pundurinn í gær fór fram f húsi sem er nokkrum metrum norðan við afvopnunarlfnuna á landamærum ríkjanna. Sendinefndimar hittust fyrir utan húsið og heilsuðust þar með handabandi. Þegar nefndar- menn voru komnir að fundarborðinu og hugðust hefja fund með því að takast aftur f hendur urðu þeir nokk- uð vandræðalegir. Borðið reyndist alltof breitt til þess að þeir næðu taki og fór því tilraun sú út um þúfur. Gröf Mohammads Zia-ul-Haqs, forseta, tekin við hlið Faisal ar í Islamabad. Útför hans verður gerð í dag. Reuter •moskunn- '&mpíua Engin bilun í flugvél Zia samkvæmt svarta kassanum: I eamoln. 1 ' ^ ---------*------------------------------------------- Flugvallarstarfsmenn í Bahawalpur handteknir Son Zia grunar að Sovétmenn hafi ráðið föður hans af dögum Islamabad. Reuter. BLÖÐ í Pakistan skýrðu frá þvi í gær að starfsfólk flugvallarins í Bahawalpur hafi verið hand- tekið, en þaðan fór flugvél Mo- hammads Zia-ul-Haqs, forseta, i hið örlagarika flug sl. miðviku- dag. Flugvélin splundraðist i lofti rétt eftir flugtak. Zia og helztu yfirmenn pakistanska hersins týndu lífí. I gær sagðist Ijaz ul- Haq, sonur Zia, fullviss um að faðir hans hafi verið ráðinn af dögum, jafnvel af Sovétmönnum, eins og hann komst að orði. Útför Zia fer fram í dag. Hann verður grafínn fyrir framan Faisal- moskuna í Islamabad. Fulltrúar 50 erlendra ríkja verða viðstaddir út- forina. George Shultz, utanríkisráð- herra, verður fulltrúi Bandaríkja- stjómar og Vytautas Astraukas, varaforseti, fulltrúi Sovétríkjanna. Fjölmiðlum í Pakistan hafa látið í ljós óánægju og þótt erlendu fulltrú- amir ekki nógu tignir. Vestrænir stjómarerindrekar svöruðu því til að menn hefðu aðeins haft tvo daga til stefnu vegna þess siðs í ríkjum múhameðstrúarmanna að greftra menn inna tveggja til þriggja daga frá andláti þeirra. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins í Nýju Dehlí vísaði harðlega á bug gmnsemdum um að Indveijar hefðu grandað flugvél Zia-ul-Haqs. „Þessar ásakanir eru algjörlega til- hæfulausar og afar illkvittnar," sagði talsmaðurinn. Allskonar kenningar eru á lofti í Islamabad um hveijir kynnu að hafa ráðið Zia af dögum, ef í ljós kemur að sú var raunin. Embættis- menn nefndu m.a. Afgani og Sovét- menn. Vestrænir stjómarerindrek- ar sögðu hins vegar að Sovétmenn hefðu tæpast haft nokkum ávinning af því að koma Zia fyrir kattamef. Erindrekamir eru almennt þeirrar skoðunar að Zia hafi verið brugguð launráð af sínum eigin mönnum. Þeir segja að viðkomandi hafi þurft að hafa aðgang að upplýsingum um ferðir Zia, sem venjulega hvíli mik- il leynd yfír. Rannsókn á orsökum sprenging- arinnar í flugvél Zia stendur enn yfír og eru bandarískir sérfræðing- ar komnir heimamönnum til aðstoð- ar. Brezka útvarpið BBC sagði í gær að við rannsókn á flugrita flug- vélarinnar, svokölluðum svarta kassa, hafí fengizt staðfest að at- vikið verði ekki rakið til bilana í flugvélinni, hún hafi verið í stakasta lagi. George Bush og kona hans, Barbara, ásamt Dan Quayle, varaforseta- efni repúblikana, og Marilyn, konu hans á flokksþingi repúblikana. Ræða Bush á flokksþingi repúblikana: Ahersla lögð á skoðana- mun frambjóðendanna New Orleans. Reuter. GEORGE Bush, varaforseti Bandaríkjanna, beindi mjög spjótum sinum að mótframbjóðandanum, Michael Dukakis, í ræðu sem hann flutti á flokksþingi repúblikana á miðvikudagskvöld eftir að hann var útnefndur frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum. Hann kvað mikinn mun á frambjóðendunum og veittist að Dukakis fyrir stefnu hans í öryggismálum og andstöðu hans við dauðarefsingu. Hann sagðist mótfaliinn skattahækkunum og ætla að fylgja efnahags- stefnu núverandi stjórnar, sem hefði leitt til meiri velmegnnar en nokkru sinni í sögu Bandaríkjanna. George Bush nefndi Dukakis aldrei á nafn í ræðu sinni, heldur vísaði til hans sem „andstæðings- ins.“ Hann lagði ríka áherslu á að mikill munur væri á frambjóðend- unum og mikið væri í húfí fyrir Bandaríkjamenn í komandi kosn- ingum. „Heimsmynd andstæðings míns byggist á því að Banda- ríkjanná bíði aðeins hæg og lang- vinn hnignun, óumflýjanlegt hrun sem eitthvert sögulegt afl valdi. Hann lítur á Bandaríkin sem hvert annað land í nafnakalli Sameinuðu þjóðanna, einhvers staðar á milli Albaníu og Zimbabwe," sagði Bush. „í mínum augum eru Bandaríkja- menn leiðandi - einstök þjóð með sérstakt hlutverk í heiminum." Bush líkti Dukakis óbeint við tæknikrata sem gæti komið því til leiðar að lestamar færu af stað á réttum tíma en vissi ekki hvert þær færu. Hann sakar andstæðingana um að hafa rangtúlkað efnahags- lega ávinninga Bandaríkjastjómar. „Þeir kenna efnahaginn við sviss- neskan ost. Þannig gæti það að vísu litið út frá sjónarhóli blindu músanna þriggja. En þegar þær voru við völd voru aðeins göt og enginn ostur." Varaforsetinn sagði að efnahags- legir ávinningar Bandarílqastjómar væm miklir; á valdatíma hennar hefðu verið sköpuð fleiri ný störf en nokkru sinni fyrr og meðaltekjur Bandaríkjamanna hefðu aldrei verið eins miklar. Hann sagði að sautján milljónir nýrra starfa hefðu verið sköpuð á síðustu fímmárum. „Tak- mark mitt er: þijátíu milljónir nýrra starfa á næstu átta árum,“ bætti hann við. í ræðunni gerði Bush frekari grein fyrir stefnu sinni. Hann kvaðst meðmæltur dauðarefsingu og sagðist ætla að beita sér gegn smygli og sölu eiturlyfja. Hann sagði að nemendur ættu að fá að biðja í bamaskólum landsins, hefðu þau hug á því, og mælti gegn fóst- ureyðingum. Úmhverfísmál fengu sinn skerf í ræðu Bush og hann sagðist ætla beita sér gegn allri mengun. Hann kvaðst ætla að bæta hag aldraðra og fatlaðra, og sagði að vanda hús- næðislausra þyrfti að leysa. Hann sagði ennfremur að hann myndi fylgja þeirri stefnu sem Bandaríkjastjórn hefur fylgt í ut- anríkismálum. Hann muni beita sér fyrir frekari afvopnun stórveldanna og því að efnavopn verði algerlega upprætt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.