Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 23 Kveðja dr. Magna eftirdr. Benjamín H.J. Eiríksson Mér þykir mjög leiðinlegt að geta ekki leitt alveg hjá mér kveðju til mín, frá dr. Magna Guðmundssyni, sem birtist í Morgunblaðinu hinn 18 þ.m. í kveðjunni eru fullyrðingar um sögulegar staðreyndir sem ég kemst ekki hjá að leiðrétta. x Það er alrangt, að þegar ég flutti heim frá Bandaríkjunum hafi ég/ fengið fyrirheit um stöðu seðla- bankastjóra. Það eina sem um var samið var það, að ég yrði efnahags- ráðunautur ríkisstjómarinnar, sem var nýtt embætti. Og með það var ég alveg ánægður. Ég hafði í Alitsgerð minni lagt til að stofnaður yrði sérstakur seðla- banki, þjóðbanki. Þetta hafði dr. Lundberg, sænskur hagfræðingur sem hingað kom á kreppuárunum til þessa að vinna fyrir Rauðku, einnig gert. Ástand peningamál- anna var ekki gott og fyrirkomulag og stjóm peninganna ekki upp á það bezta. Seðlaútgáfunni hafði verið holað niður hjá Landsbankan- um þegar hún var tekin af íslands- banka. I Landsbankanum voru tengsl viðskipta og stjómmála þess eðlis, að málinu varð ekki komið í höfn gegn vilja stjómenda hans, þrátt fyrir góðan vilja stjómmála- foringjanna. Þá varð það og heldur ekki til þess að efla framgang málsins, að ég lýsti þeirri skoðun minni bemm orðum, að vísu í einkaviðræðum, að þótt ég væri hvetjandi þess að seðlabanka yrði komið á fót, þá vildi ég að þetta yrði gert vegna nauðsynjar þjóðarinnar, ekki minnar. Ég taldi þjóðinni misboðið með því að stofnaður yrði seðla- banki handa mér, og gat ekki hugs- að mér að taka þátt í slíku. Þegar seðlabankinn var svo loks- ins stofnaður, þá var staða seðla- bankastjóra auglýst til umsóknar. Það sótti aðeins einn, Vilhjálmur Þór. Forseta lýðveldisins var valið þar með mjög auðvelt, en hann veitti stöðuna. Þannig varð seðla- bankamálinu þá komið í gegn: Með því að gera forstjóra SÍS að seðla- bankastjóra. Bankinn var því kom- inn á legg, svo að ég mátti vel við una. Frá viðskilnaði mínum við Fram- kvæmdabankann hefi ég þegar að nokkru greint opinberlega, og ástæðulaust fyrir mig að fara að ræða það í þessu sambandi. Það sem dr. Magni segir um það mál stendur á höfði, svona tímanlega talað. Höfundur var áður um árabil ráðunautur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og síðar banka- stjóri Framkvæmdabanka íslands. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Starfsmenn Landgræðslunnar stika út fyrir landgræðslugirðingu á Vatnsleysuströnd. Landgræðslusvæðið á Suðurnesium stækkað Vogum. U A VEGUM Landgræðslunnar og Sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum eru að hefjast fram- kvæmdir á Vatnsleysuströnd við nýja landgræðslugirðingu, sem er áframhald á fyrri samvinnu þess- ara aðila um landgræðslu á Suður- nesjum. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri segir girðingu þessa lið í því að létta beitarálagi á Reykjanesskag- anum, en töluverð umQöllun hefur verið undanfarið um slæmt ástand gróðurs á nokkrum stöðum á Reykja- nesskaga, verst er þó ástandið á Krýsuvíkursvæðinu. Síðastliðið vor var unnið meira að landgræðslumálum á Suðumesjum en nokkru sinni fyrr og taka öll sveit- arfélögin virkan þátt í því upp- græðsluátaki, einnig gáfu íslenskir aðalverktakar 5 milljónir króna til landgræðslustarfa á Suðumesjum, Byggingaverktakar Keflavíkur hafa einnig styrkt þetta landgræðsluverk- efni mörg undanfarin ár. „Gróðurfar innan landgræðslu- svæðisins hefur tekið heilmiklum framfömm við friðunina, sérstaklega þau svæði sem bprið hefur verið á og sáð grasfræi. Á nokkmm stöðum er farinn að sjást viðir á hinu friðaða landgræðslusvæði og við vonum að á næstu ámm fái þetta friðaða land- græðslusvæði að taka á sig það yfir- bragð, sem við teljum að þar hafi ríkt fyrr á öldum. Og auðvitað von- umst við til að svæði þetta verði kjarri vaxið í framtíðinni," sagði Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri. Forsvarsmenn Landgræðslunnar vonast til þess að á næstu ámm verði unnt að taka til friðunar og upp- græðslu stærra svæði á Reykjanes- skaga. Verkstjóri við girðingarfram- kvæmdirnar, sem em að hefjast á Vatnsleysuströnd, er Greipur Sig- urðsson landgræðsluvörður í Haukadal í Biskupstungum. - EG Á nokkrum stöðum er farinn að sjást víðir á friðaða landgræðslusvæð- inu á Suðurnesjum og er vonast til að svæðið verði kjarri vaxið í framtíðinni. CHRVSUER SYNING SDAG CHRYSLER SLÆR í GEGN Á ÍSLANDI. Viðtökur íslendinga hafa verið hreint frábærar við hin- um amerísku Dodge og Chrysler bílum, sem eru lang söluhæstir amerískra bíla á íslandi. Enda er verðið ein- stakt og allur aukabúnaður innifalinn f verðinu. CHRYSLER LE BARON J-COUPE '88 Einn með öllu, 2,2 1 Turbo. Verð k.r. 1.496.000.- DODGE SHADOW, ES TURBO '88 "SrfSportlegur, hlaðinn aukabúnaði, 2,2 1 Turbo. Verð kr. 942.900.- • M DODGE ARIES Mikið fyrir peningana, 2,2 1. Verð frá kr. 708.200.- SÝNING í DAG FRÁ KL. 1-5 JÖFUR - ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI 2* SÍMI 42600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.