Morgunblaðið - 31.08.1988, Síða 2

Morgunblaðið - 31.08.1988, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988 Samstaðaum vaxtalækkun hjá bönkum - segir Jóhannes Nordal bankastjóri JÓHANNES Nordal seðla- bankastjóri segir að nokkuð góð samstaða sé meðal Seðlabank- ans og viðskiptabanka og spari- sjóða um lækkun nafnvaxta um þau 10-12% sem ríkisstjórnin hefur lagt til að yrði. Fundir um málið milli fulltrúa fyrr- greindra aðiia eru hafnir og sagðist Jóhannes bjartsýnn á að samkomulag næðist í dag. „Það var gott hljóðið í mönnum á fyrsta fundi okkar og þar kom fram að þeir telji þessa 10-12% lækkun nafnvaxta raunhæfa," segir Jóhannes Nordal. „Það sem við erum að ræða um er nánari útfærsla á lækkun einstakra vaxta. Markmiðið er að ljúka þess- ari vinnu fyrir 1. september." í máli Jóhannesar kemur fram að menn geri sér ljósa þá stað- reynd að nafnvextir hafa hækkað í kjölfar hækkandi verðbólgu. Þeg- ar hún næst niður skapast skilyrði til þess að lækka vextina eins og nú er verið að gera. Morgunblaðið/RAX Myndin var tekin eftir undir- skrift samningsins sem háð er fyrirvara um samþykki borgar- yfirvalda. F.v. Ami Vilhjálmsson, Bragi Hannesson, Benedikt Sveinsson og Davíð Oddsson. Borgarráð: Afgreiðslu Grandamáls- ins frestað SAMNINGUR um sölu hluta- bréfa borgarsjóðs í Granda hf. sem undirritaður var á mánu- dag með fyrirvara um samþykki borgarráðs var lagður fram á fundi ráðsins i gærdag. Fulltrúar allra flokka lögðu fram bókanir en engar umræður urðu um málið. Samkomulag náð- ist um að fresta afgreiðslu þess til næsta fundar. Gert er ráð fyrir að samningurinn verði tekinn til umræðu 15. september á fyrsta fundi borgarstjómar eftir sum- arfrí. Sjá bókanir borgarráðsmanna á bls. 37 Morgunblaðið/Kr.Ben. Mjöltankar fluttir til Grindavíkur Grindavík. FLUTNIGASKIPIÐ Tec Vent- ure kom með þennan óvenju- lega farm til Grindavíkur í gærkvöldi þegar skipið kom með tvo 1200 tonna mjöltanka til Fiskimjöl og Lýsi hf. frá Noregi. Þeir ásamt vélum og tækjum sem einnig eru í farm- iniun er afgangurinn af fiski- mjölsverksmiðjunni sem keypt var frá Vigholmen í norður Noregi í fyrra. Tankamir verða reistir ofan við Svíragarðinn í Grindavíkur- höfn til hliðar við fiskimjöls- verksmiðjuna en með tilkomu þeirra verður öll útskipun á mjöli einfaldari þar sem mjöl- inu verður dælt í flutningaskip- in. Kr.Ben. Reglugerð um afslátt af skattskuldum: Gert ráð fyr- ir breytingnm BJARNI Sigtryggsson blaða- fulltrúi fjármálaráðuneytisins segir að ætið hafi verið gert ráð fyrir því að reglugerð um af- slátt af skattskuldum, myndi kalla á lagabreytingu, og rikis- stjórnin hefði þegar veitt heim- ild fyrir slíku. Ríkisendurskoðun hefur komist að því að samkvæmt gildandi lög- um sé ekki heimild fyrir reglugerð um afslátt af gömlum skattskuld- um. Bjami Sigtryggsson sagði að ijármálaráðherra hefði kynnt drög að þessari reglugerð á ríkisstjóm- arfundi fyrir tveimur vikum og hefði þar fengið heimild til að vinna áfram að málinu, með laga- breytingum ef með þyrfti. Til greina kom að setja bráða- birgðalög sl. föstudag um gildi- stöku reglugerðarinnar en af því varð ekki. Bjarni sagði ekki útilok- að að óskað yrði eftir setningu bráðabirgðalaga um gildistökuna en líklegast væri að stjómarfmm- varp yrði iagt fram í upphafí næsta þings. Verðstöðvunin: Margir leita úrskurð- ar Verðlagsstofnunar Sölufélag garðyrkjumanna frestar grænmetisuppboðum „SÍMINN var rauðglóandi f allan dag. Talsvert var um að neytendur hringdu til okkar með ábendingar og kvartanir. Kaupmenn og heildsal- ar hringdu einnig mikið og voru mest að spyija hvemig þeir ættu að hegða sér í hinum ýmsu tilvikum," sagði Guðmundur A. Sigurðsson, viðskiptafræðingur Verðlagsstofnunar, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Það eru mörg jaðartilvik og ýmsar uppákomur í tengslum við verðstöðvunina og leitað var eftir þvi að fá úrskurði hjá okkur. Menn taka því verðstöðvunina nyög alvarlega og bókstaflega eins og við gerum." „Við höfum svarað mönnum þann- ig að um algera verðstöðvun sé að ræða. Það hafa hringt hingað inn- flytjendur vegna vörutegunda, sem hafa ekki verið til í svo og svo lang- an tíma en eru nú komnar aftur á miklu hærra innkaupsverði. Og þeir spyija hvemig þeir eigi að haga sér í þeim tilvikum. Við svörum þeim þannig, að þeir verði skilyrðislaust að selja þær á sama verði og þær voru áður. Þeir verði að skerða sína álagningu, en að öðrum kosti ekki selja vöruna," sagði Guðmundur. Hann sagði að ekki hefði verið hægt að fylgja eftir ábendingum fólks nægjanlega vel fram að þessu, en það verði gert fullum fetum. Meirihluti verðgæslumanna á vegum Verðlagsstofnunar hafí unnið að verðkönnunum og þeir fari í þetta verkefni um leið og tími gefíst í vik- unni. Að sögn Guðmundar má búast við að stofnunin geti birt verðkann- anir í lok þessarar viku. Leyfí fékkst frá fjármálaráðuneyt- inu fyrir allt að átta stöðugildum í viðbót á meðan verðstöðvunin stend- ur yfír, en að sögn Guðmundar hefur gengið erfiðlega að manna þær stöð- ur. „Það hefur verið leitað úti um allar trissur að fólki og ég á von á því að þetta fari að skýrast," sagði Guðmundur. „Við höfum ákveðið að fresta upp- boðum á grænmeti þar til verðstöðv- un lýkur," sagði Hrafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garð- yrkjumanna, í samtali við Morgun- blaðið. „Verðlagsstofnun hefur sagt að vegna verðstöðvunarinnar megum við ekki telja niður frá hærra verði en boðið var á föstudaginn. Það er því í rauninni tilgangslaust að bjóða upp þegar þak er komið á verðið," sag$i Hrafn. „Verðstöðvunin kemur sér mjög illa fyrir garðyrkjubændur, sérstak- lega ylræktarbændur sem framleiða grænmeti, þar sem verð á fram- leiðslu þeirra hefði að öllu óbreyttu hækkað með minnkandi framboði í september," sagði Hrafn. „Tekjutap garðyrkjubænda vegna verðstöðvunarinnar yrði því meira en annarra, auk þess sem uppboðs- markaðurinn er óstarfhæfur vegna hennar. Við höfum því óskað eftir að verðmyndun á grænmeti á öllum sölustigum verði veitt undanþága frá ákvæðum bráðabirgðalaganna. Verðstöðvunin veldur því einnig að við verðum af þeirri veigamiklu reynslu að sjá verðþróunina á upp- boðsmarkaðinum í september þegar innflutt grænmeti fer að keppa við innlent," sagði Hrafn. „Við viljum að þeir byiji að telja niður verðið frá því sem það var á síðasta uppboði. En þeir virðast hafa sett gólf á verðið. Það erum við ekki sáttir við,“ sagði Guðmundur. Verð- lagsstofnun mun ræða þessi mál við Sölufélagið. Að sögn Guðmundar mun Verð- lagsstofnun ekki skipta sér af físk- mörkuðunum, þar sem þar væri mest um vinnsluvöru og útflutnings- vöru að ræða. Drög að hallalausu fjárlagafrumvarpi Strandaglóparnir 1 Héðinsfirði: Hópurinn gerði vart við sig HÓPURINN sem er einangrað- ur í Héðinsfirði hafði samband við lögregluna á Siglufirði I gærkvöldi í gegnum farsíma og liður ölium vel að sögn lög- regiunnar. Ákveðið var að fólk- ið hefði samband við lögregl- una aftur í dag, og i framhaldi af því yrði ákveðið hvað gert verður. AÐ sögn lögreglunnar verður athugaður sá möguleiki að sækja fólkið sjóleiðis, en það hefur ekki verið unnt, þar sem mikið brim f Héðinsfírði hefur komið í veg fyr- ir lendingu í fjörunni þar. Ef það takist ekki á næstu dögum sé sá möguleiki fyrir hendi, að björgun- arsveitarmenn gangi yfir Hests- skarðið milli Siglufjarðar og Héð- insfjarðar og fylgi hópnum sömu leið til baka. Það er þó háð því að stytti upp vegna hættu á skriðuföllum. Sennilegast er því að hópurinn, fjórir fullorðnir og §ögur böm, þurfí að bíða uns sjó- leiðin verður fær. Hópurinn fór til Héðinsfjarðar á föstudaginn til þess að veiða í Héðinsfjarðarvatni. Hefur lög- reglan eftir fólkinu að það hafí þó orðið lítið úr þeirri fyrirætlan, eftir úrhellið og vindinn. Það geti því ekki stytt sér biðina eftir því að komast til byggða með því að renna fyrir silung. DRÖG að hallalausu fjárlaga- frumvarpi liggja nú fyrir í fjár- málaráðuneytinu og ræddu odd- vitar stjómarflokkanna saman um drögin í gær. Efnahags- nefnd ríkisstjórnarinnar fundar um fjárlagadrögin í dag og þau verða síðan lögð fyrir ríkis- stjómarfund á fimmtudag. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins era niðurstöðutölur þessara fjárlagafmmvarps- draga í kringum 70 milljarðar, en niðurstöðutölur núgildandi fjárlaga vora 63 miiljarðar. Fyrstu áætlanir í sumar bentu til þess að fjárlagafrumvarp næsta árs yrði með allt að þriggja millj- arða halla. Eftir að ráðuneyti lögðu fram óskalista um fjárveit- ingar jókst hallinn talsvert en und- anfama daga hefur verið unnið að fjárlögum í samræmi við þá stefnu ríkisstjómarinnar að þau verði hallalaus og verulega sé dregið úr útgjöldum. Starfshópar einstakra ráðu- neyta og Fjárlaga- og hagsýslu- stofnunar hafa meðal annars skil- að tillögum um hagræðingu í rekstri fjárfrekra málaflokka og stofnana innan ríkiskerfísins. Kostakaup gjaldþrota EIGENDUR verslunarinnar Kostakaupa í Hafnarfirði hafa óskað eftir gjalþrotaskiptum. Þessi ákvörðun var tekin á hlut- hafafundi í fyrirtækinu. Versluninni var þegar lokað og misstu um 25 starfsmenn fyrirvaralaust vinnu sína. Að sögn Hákons Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Kostakaupa, er ástæðan fyrir því að óskað var eft- ir gjaldþrotaskiptum gífurlega hár fjármagnskostnaður og hörð sam- keppni í matvöruversluninni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.