Morgunblaðið - 31.08.1988, Síða 15
FisksölubQl frá Jacques, sem heitir því að varan sé ávallt fersk.
— þrír belgískir togarar stunda enn veiðar við ísland
Fiskneysla Belga er ekki mikil
í samanburði við neyslu þjóða í
Norður-Evrópu. Þeir borða árlega
sem svarar 17 kílóum á mann.
Ef miðað er við venjulega neyslu
borða Belgar físk rúmlega einu
sinni í viku árið um kring. Það
sem hugsanlega greinir þá helst
frá íslendingum eru aldalangar
hefðir í matreiðslu á físki; gagn-
stætt því sem við íslendingar vilj-
um trúa þá borða Belgar líklega
að jafnaði betri fisk en við eigum
að venjast. Auðvitað er hægt að
fá vondan físk í Belgíu en hann
er þá verðlagður í samræmi við
það.
íslenskur fiskur
eftirsóttur
Þriðjudaginn 16. ágúst fór
fréttaritari á stúfana að fylgjast
með uppboði á físki af íslandsmið-
um í belgíska bænum Oostende,
við Ermarsund. Samkvæmt samn-
ingi sem gerður var á milli íslend-
inga og Belga árið 1975 fengu
tilteknir tólf belgískir togarar
veiðiheimildir á Islandsmiðum.
Samningurinn gerir ráð fyrir
6.500 tonna ársafla og þar af
1.500 tonnum af þorski. Af þeim
tólf togurum sem veiðileyfi fengu
í upphafí stunda nú þrír veiðar
við Island. Umræddan þriðjudag
átti að bjóða upp físk úr togaran-
um Henry Jeanine 0216 frá Oost-
ende. Togarinn lauk átján daga
veiðiferð til íslands daginn áður.
Fiskmarkaðir í Belgíu eru þrír,
í Zeebrugge, Niewpoort og Oost-
ende eins og áður sagði. Markað-
urinn í Oostende er sá eini sem
býður reglulega upp á físk af ís-
landsmiðum. En að jafnaði landa
togaramir þaðan einu sinni I viku,
venjulega á mánudögum. Af aug-
ljósum ástæðum hafa þessir
markaðir dregist mjög saman og
var ekki annað að sjá en að upp-
boðið þennan þriðjudag kæmist
hæglega fyrir í þriðjungi þess
húsnæðis sem markaðinum er
ætlað. Fyrstu sex mánuði þessa
árs var landað rúmlega tvö hundr-
uð þúsund tonnum minna en sama
tímabil árið áður. Þorskaflinn var
sjö þúsund tonnum minni en
fyrstu sex mánuði 1987 og af flat-
físki ýmiss konar var landað rúm-
lega sjötíu þúsund tonnum minna
miðað við sama tímabil í fyrra.
Fiskkaupmenn á uppboðinu
sögðu að töluverð eftirspum væri
Fiskur seldur á markaðnum í Oostende.
kr. en hæsta verð 40.00 kr. ís-
lenski fiskurinn úr Henry Jeanine
seldist allur og meðalverð var
52.46 BF eða 61.90 krónur. Með-
alverð á fískmörkuðum á íslandi
var þennan sama dag 3Ö.99 krón-
ur eða rúmlega 26 BF. Samkvæmt
því má með æmum einföldunum
segja að áhöfn og útgerð Heniy
Jeanine 0216 hafí að meðaltali
fengið tæplega meðalverðið á ís-
landi fyrir flutninginn af íslands-
miðum eða 30.91 kr. Að sjálf-
sögðu er þessi samjöfnuður að
miklu leyti út í hött Alis voru
boðin upp 381 tonn á fslandi (á
suðvesturhominu) en einungis
86,9 tonn í Oostende.
Hvað verður um fisk-
inn?
Það voru helst fískkaupmenn
og dreifiaðilar sem sóttu uppboðið
þennan ágústmorgun í Oostende.
Margir þeirra hafa aðstöðu f hlið-
arhúsnseði út frá uppboðssvæð-
inu, vel í hjólbörufæri. Allar stærri
verslunarkeðjur f Belgíu eiga full-
trúa á þessum uppboðum og
nokkrar þeirra hafa aðstöðu til
að vinna fískinn á staðnum. Þama
vom einnig mættir fískkaupmenn
sam aka út um borg og bý með
bjölluhljómi og tónlist að selja
fólki fisk úr kælibílum. Sumir
kaupa lítið, eina körfu eða tvær,
aðrir kaupa meira. Oostende er
mikill ferðamannabær, þar koma
oft á dag Ermarsundsferjur með
fjölda breskra ferðamanna innan-
borðs. í stað þess að þeim
standi til boða franskar kartöflur
(„belgískt spaghetti") á hverju
götuhomi einbeita götusalamir
sér að allskonar smáréttum úr
sjávarfangi. Síld, smokkfískur og
kræklingur í kramarhúsum með
sósum f öllum lit- og bragðtil-
brigðum er skemmtileg tilbreyting
f foreldrahúsum frönsku kartafln-
anna.
Til að forvitnast um örlög þess-
ara Qarskyldu ættingja eða a.m.k.
þjáningarbræðra frá norðurslóð-
um fylgdi fréttaritari í humátt á
eftir einum fískkaupendanna.
Hann reyndist reka fískbúð á
hafnarbakkanum og ljóst var að
þangað komu vandlátir neytendur
að kaupa sér nýjan fisk f soðið.
Eftir nokkra bið fyrir utan búðar-
gluggann var fslenski þorskurinn
lagður út sem snyrtilegt flak. Nú
kostaði hann ekki lengur 70 BF
(82.60 kr.) kflóið heldur 198 BF
(233.64 kr.). Fréttaritari sneri
haria glaður frá og þótti sýnt að
þorskurinn væri greinilega metinn
að verðleikum f þessu húsi.
TEXTI OG MYNDIR:
Krístófer Már Kristinsson
í „kaffivagni" við höfnina f
Oostende.
um á íslandi 25.24 kr. f Hafnar-
fírði, 33.94 kr. í Reylgavík og
33.79 kr. á Suðumesjum. Á upp-
boðsmarkaðinum í Oostende var
verð á þorski frá 46 BF (54.28
kr.) upp í 73 BF (86.14 kr.). Á
íslandi var verð á þorski 26.50
eftir fiski af íslandsmiðum. Venj-
an er sú að íslenski-fískurinn er
alltaf boðinn upp fyrst enda kom-
inn lengst að. Þennan morgun
voru boðin upp 34,2 tonn af
íslenskum fiski. Að vísu verður
því ekki neitað að þar kenndi
ýmissa grasa og margt af því sem
boðið var upp langt utan við þær
skilgreiningar á mannamat sem
íslendingar eiga að venjast.
Tindabikkjur, skötur, háfar og
ýmislegt annað, sem fer eða fór
yfírleitt út um lensportin á
íslenskum skipum, ef þessar teg-
undir á annað borð slseddust með
þorskinum eða ýsunni, vom þama
til sölu. Sérstaklega er neysla
Belga á ferskri skötu tortryggileg
í augum íslendings sem trúir því
að hún sé óæt nema úldin.
Verð í Oostende
og Reykjavík
Að sögn þeirra sem standa að
fískmarkaðinum í Oostende var
uppboðið þennan þriðjudag á eng-
an hátt sérstakt. Framboð og verð
var eins og við mátti búast á þess-
um árstíma. Alls vom boðin upp
86,9 tonn fyrir 6.181.628 BF.
Meðalverð var 71.15 BF á kfló.
Miðað við gengið þennan um-
rædda dag vár heildarverðmæti
aflans á uppboðinu 7.294.321
íslensk króna og meðalverð fyrir
kíló 83.96 krónur. Þennan sama
dag var meðalverð á fiskmörkuð-
Fiskur af Islandsmið-
•»
um á uppboði í Belgíu
75 ár á sama steini
Litla hafmeyjan átti afmæli 23. ágiíst síðastliðinn
Kaupmannahðfn. Frá Grfmi Friðgeiruyni fréttaritara Morgnnblaðsins.
ER þetta nú allt og sumt, segir maður ósjálfrátt þegar mað-
ur sér litlu hafmeyjuna i fyrsta skipti. Þar sem hún situr
þaraa í fjörunni, annars hugar á sporðinum, er erfitt að
skilja að hún skuli hafa orðið tákn fyrir Kaupmannahöfn og
reyndar Danmörku alla, meira að segja á fjarlægustu hlutum
jarðar.
Jafíivel þó að Kaupmannahafn-
arbúar taki varia lengur eftir högg-
mynd Edvard Eriksens, er gripið
til frægðar hennar þegar mikið ligg-
ur 'við. Til dæmis þegar selja á
danskar vörur erlendis er hún jafn
gild auglýsing og sjálft Tívolí,
danska knattspymulandsliðið og
glaða mjólkurkýrin Karólína sem
er tákn danskrar mjólkurvöru.
Svo vinsæl er hafmeyjan orðin
eftir þessi 75 ár á steini sínum að
litlar eftirmyndir hafa verið settar
upp vlða um heim svo sem í Bras-
ilíu, Japan, Indonesíu, Hong Kong,
Mexíkó og Thailandi.
Fyrir nokkrum árum svívirti
óþekktur skemmdarvargur haf-
meyjuna með því að saga höfuð
hennar af. Á sínum tíma var það
forsíðuefni blaða um allan heim.
Síðan horfum við aðeins á eftirmynd
haftneyjunnar en ekki á þá uppr-
unalegu, en það hefur síst dregið
úr vinsældum hennar.
Leiðin liggur niður á Löngulínu
til að sjá litlu hafíneyjuna og oft
er hún það eina sem menn þekkja
af Kaupmannahöfn áður en þangað
er komið. Vegna þessa er hún fast-
ur liður á dagskrá skoðunarferða
um borgina.
Þriðjudaginn 23. ágúst síðastliðinn
var haldið upp upp á 75 ára af-
mælið með hátíðarhöldum sem
hæfðu dömu á þessum virðulega
aldri, sem þar að auká á rætur sínar
að rekja til ævintýris. Á afínælinu
gafst að heyra og sjá lúðrasveit,
skrúðgöngu, fallbyssuskothríð,
þjóðdansa og hátíðarræðu yfírborg-
arstjóra Kaupmannahafnar. For-
maður ferðamála og fulltrúar versl-
unar- og menningarsambanda við
erlend ríki héldu dásemdarræður
og vottuðu meyjunni virðingu sína
með nærveru sinni.
Hátfðinni lauk með leik sinfóníu-
hljómsveitar Tívolís sem kom sigl-
andi að hafmeyjunni og lék verk
úr ballettinum um litlu hafmeyjuna,
sem ásamt sögu H.C. Andersens
varð kveilqan að höggmynd Edvard
Eriksen, en kona hans sat fyrir.
Þess má geta í lokin að Eriksen-
ættin hefur stórhagnast á haf-
meyjunni litlu, hver sá sem notar
mynd hennar á einhvem hátt, t.d.
á eldspýtustokkum, klútum eða eft-
irmyndum, greiðir ákveðið gjald og
það safnast svo sannarlega þegar
saman kemur.