Morgunblaðið - 31.08.1988, Side 22

Morgunblaðið - 31.08.1988, Side 22
22_________________MORGUNBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988__ Um vanda refaræktarinnar Svar til Egils Jónssonar eftirLeifKr. Jóhannesson Egill Jónsson alþm. skrifar grein í Morgunblaðið 23. ágúst sl. og birt- ir m.a. fjölda mynda af ýmsum mönnum og skrá yfír stjórnir og ráð hinna ýmsu stofnana er tengj- ast landbúnaðinum. Ekki er ástæða til að hirða um það að leiðrétta þær villur og rang- færslur, sem þar koma fram, en ekki verður komist hjá því að víkja að og leiðrétta ýmislegt, sem kemur fram í téðri grein um málefni refa- bænda. Er það gert í trausti þess, að menn vilji heldur hafa það, sem sannara reynist. Verður nú vikið að efni greinar- innar. Egill getur þess réttilega að mik- ill vandi steðji núna að refarækt- inni. Verðfall á refaskinnum hafi orðið mikið á undanfömum 2—3 árum og verðið haldið áfram að falla eftir því sem á leið. Þetta hafí verið staðfest fyrir um átta mánuðum. Síðan segir greinarhöfundur: „Á þessum sama tima hafa mál- efni refabænda verið til umræðu, nefndir og stjómir unnið að tiliögum á ýmsum sviðum þessara mála — en að mestu án nokkurs umtals- verðs árangurs. Að undanfömu hefur einkum verið fjallað um skuldir refabænda sem safnast hafa við þau erfiðu rekstrarskilyrði sem að framan eru greind og þá hvemig unnt sé að breyta þeim í föst lán. En það er forsenda þess að annan vanda í loðdýrabúskap sé unnt að leysa. Það sem sérstaklega vekur at- hygli í þessari umræðu eru sífelldar yfírlýsingar um að ekki sé hægt að „bjarga öllum refabændum" og hafa loðdýrabændur sjálfir ekki verið eftirbátar annarra í þessum eftium. Þessi málatilbúnaður hefur verið Stofnlánadeild landbúnaðar- ins kærkomið tækifæri til að ná fram í þjóðfélagsumræðunni nei- kvæðu viðhorfi gagnvart þeim vanda, sem hér er við að fást, en þannig hefur deildinni tekist að styrkja afstöðu sína gagnvart mál- eftiinu. Til að rökstyðja þetta nánar minni ég á að áður en 40 refabænd- um var tilkynnt að þeir væru orðn- ir gjaldþrota var frétt um það kom- ið á framfæri í Ríkisútvarpinu. Eft- ir framkvæmdastjóra deildarinnar héldu síðan samskonar fréttir áfram að birtast í dagblöðum. Fyrir fáum dögum birtist svo frétt í Ríkisút- varpinu þar sem framkvæmdastjóri Stofnlánadeildarinnar lýsir yfír að skekkjur kunni að leynast í mati deildarinnar á eignum refabænda og sú almenna skýring gefin að bændur landsins láti ekki meta fast- eignir sínar til að komast hjá greiðslu fasteignagjalda." Svo mörg voru þau orð. Það er með öllu óskiljanlegt að slengja því fram, að Stofnlánadeild- inni hafí verið það kærkomið tæki- færi til að fá fram neikvæða um- ræðu um málefni refabænda. Mér er fullkunnugt um að stjómarmenn Stofnlánadeildar hafa haft fullan vilja til að reyna að leysa vanda þessarar búgreinar og er þar enginn undanskilinn. Verður vikið nánar að því síðar hvað deildin hefur ver- ið beðin um að gera og hvað hún hefur gert. Eftir §árhagslega úttekt á stöðu refabænda, sem gerð var af deild- inni, kom í ljós, sem engan átti að undra, að staða þeirra var mjög erfið, einkum þeirra sem búa ein- göngu með ref. Við mat á eignum þeirra, sem gert var af Bygginga- stofnun landbúnaðarins á sama hátt og gert var þegar lausaskuld- um bænda var breytt í föst lán árið 1984 og 1985 og reyndar við eldri skuldbreytingar þá kom í ljós að veð voru fullnýtt hjá allmörgum refabændum. Að beiðni Sambands íslenskra loðdýraræktenda til deildarinnar var þessum bændum tilkynnt um stöðu þeirra og ekki væri möguleiki til skuldbreytinga. Stofnlánadeildin myndi þó færa afborganir á lánum hjá viðkomandi mönnum aftur fyrir og ekki krefja um greiðslu fyndu þeir einhveijar leiðir til úrlausnar sínum málum. Stofnlánadeildin hefur aldrei gef- ið út yfírlýsingu um að umræddir bændur væru gjaldþrota, heldur aðeins að ekki væri til veð fyrir skuldbreytingu. Það er annarra túlkun, að um gjaldþrot sé að ræða. Sem betur fer eru nokkrir þessara bænda með litlar lausaskuldir og hafa ekki verri rekstrarstöðu en aðrir. Leifur Kr. Jóhannesson „Það er á sumum að heyra, að skuldbreyting fyrir refabændur sé einhver allsherjar lausn. Gott er ef satt er. Því miður er hún aðeins eins og deyfilyf nema að hægt sé að tryg-gja rekstargrund- völl fyrir greinina.“ Það getur vel verið að greinar- höfundur sé svo óskeikull að honum yfirsjáist aldrei neitt. Svo hefur verið á honum að skilja að engar skekkjur gætu komið fram í mati á eignum. Stofnlánadeildin hefur til stuðnings mati sínu stuðst við fasteignamatið. Því miður vantar í það mat ýmsar eignir svo sem end- urbyggingar og stækkanir, og hús, einkum þau nýrri. Sumar þessar eignir eru ekki á skrá hjá Bygginga- stofnun landbúnaðarins. Að sjálf- sögðu ber að leiðrétta slíkt þegar það hefur komið í ljós og hefur ævinlega verið gert. Um skattsvik eða þess háttar í sambandi við þessi mál, þá er það ekki hlutverk Stofn- lánadeildar að fjalla um þau og engar slíkar yfírlýsingar frá deild- inni komnar um það. Ekki er ástæða til að eyða frekari orðum á slíkar aðdróttanir svo fráleitar sem þær eru. Greinarhöfundur víkur að í þrem- ur liðum, matsreglum matsaðila og heimildum til skuldbreytinga. Skal nú vikið að því nánar. 1. Greinarhöfundur gagmýnir, að Byggingastofnun landbúnaðar- ins skuli falið að meta eignir bænda á jörðum því hún sé ekki óvilhöll stofnun þar sem hún sé kostuð að mestum hluta af Stofnlánadeildinni. Því er til að svara, að eftir því sem best er vitað þá leggur hver stofnun, sem annast lánveitingar að sjálf- sögðu mat á það veð sem lánað er út á. Verður vart séð að það sé eðlilegra á annan hátt. Skammt er að minnast harðrar umræðu í þjóðfélaginu um að ákveðnir starfsmenn hefðu ekki gætt þess að veð væru fyrir áhvflandi lánum og ekki stóð á því að sakfella ætti þá fyrir að- gæsluleysi. Þess skulu menn minnast. Rétt er að upplýsa það, að þegar deildin veitir lán til jarðakaupa þá er krafíst mats á viðkomandi jörðum af þar til dómkvöddum óvilhöllum mönn- um. Við athugun á síðustu 25 mötum frá dómkvöddum mats- mönnum kemur í ljós að mat Byggingastofnunar landbúnað- arins liggur um 20% yfír mati hinna dómkvöddu manna, en það er það mat, sem stofnunin not- aði við mat á eignum refa- bænda. Það er sem sagt stað- reynd að mat B.L. er hærra, en óvilhallra dómkvaddra manna. Varla er því hægt að væna B.L. um það, að hafa af lántakendum í veðhæfni. Þegar í ljós kom, að allmargir refabændur höfðu ekki veð til frekari skuldbreytinga ákvað stjóm Stofnlánadeildar að breyta fymingarreglum á úti- húsum á jörðum þessara bænda og fyma þau ekkert fyrstu 5 árin og meta þau á nývirði, en fyma refabúrin um 15% á ári. B.L. hefur nú framkvæmt þetta mat og það eykur veðhæfni verulega eða um 30% og gerir það að verkum, að flestir refa- bændur geta notið þess, að fá skuldbreytingu. Þetta kann að orka tvímælis og víst er að geng- ið er út á ystu nöf, en þetta sýnir þó að stjóm deildarinnar skilur vel vanda refabænda og vill í fullri alvöru taka þátt í að leysa þeirra mál. 2. Heimildir til skuldbreytinga. Stofnlánadeild landbúnaðarins hafði ekkirétt til skuldbreytinga á lausaskuldum bænda fyrr en með breytingu á lögum deildar- innar frá 18. apríl 1986. Með þeirri lagabreytingu jrfírtekur deildin lausaskuldalán bænda við Veðdeild Búnaðarbanka ís- lands, sem veitt voru samkvæmt sérstökum lögum á áranum 1962,1969,1979 og 1984. Pjall- ar lagabreytingin aðallega um yfírtöku þessara lána, en auk þess er deildinni heimilað að breyta í föst lán lausaskuldum bænda vegna búrekstrar. í síðustu málsgrein laganna segir svo: „Ákvæði laga nr. 45/1971, um Stofnlánadeild landbúnaðar- ins, gilda um allar lánveitingar og lánskjör á lánum vegna lausa- skulda bænda". Hver era svo ákvæði laga um Stofnlánadeild landbúnaðarins nr. 45/1971. Þau era þannig: „Upphæð lána má að jafnaði vera allt að 60% kostnaðarverðs, eins og meðal- kostnaður sambærilegra fram- kvæmda er talinn ár hvert. Heimilt eró, ef sérstaklega stendur á, að veita hærri lán eða allt að 70%, ef ástæða þykir til að örva ákveðna framleiðslu- grein á einstökum landsvæðum eða aðrar ástæður mæla sér- staklega með auknum stuðningi við viðkomandi framkvæmdir. Njóti framkvæmdir framlags samkvæmt j arðræktarlögum, lækkar lánsupphæðin sem svar- ar framlaginu. Um ákvörðun lána skal stjóm deildarinnar hafa hliðsjón af því, hve mikil önnur veðlán hvíla á eigninni og skal eigi veita lán, ef ástæða er til að ætla, að búrekstur á jörð- inni fái ekki staðið undir auknum lánum...“ í þessum lagaákvæðum kem- ur skýrt fram hveijar lagaheim- ildir eru til lánveitinga. Stjóm Stoftilánadeildar ákvað að nýta heimild í lögum um 70% lán þar sem ljóst var að lítið rými var til skuldbreytinga, ef miðað væri við 60%. Það þarf engan að undra þó þröngt geti verið um veð hjá refabændum þar sem lánveiting- ar til framkvæmda hafa verið um 60% af kostnaði auk annarra lána, sem tekin hafa verið og greiðslum afborgana verið frest- að. í þeim starfshópum, sem fjölluðu um vanda refabænda á Flugdagur á Patreksfirði Patreksfirði. FLUGDAGUR var haldinn á vegum flugklúbbsins Byrs á Patreksfjarðarflugvelli sunnu- daginn 21. ágúst. Flugklúbbur- inn samanstendur af félögum frá Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal. Þrátt fyrir að veður væri ekki sem best heppnaðist dagskráin mjög vel og var flugsýning frá Vamarliðinu á Keflavíkurflugvelli þar stærsta atriðið. Dagskráin byijaði með því að Orion-kafbátaleitarflugvél flaug lágflug inn fjörðinn og yfír flug- völlinn tvær ferðir. Þá flugu fjórar F-15 orrastuþotur yfír völlinn í hópflugi og að því loknu kom Herkúles-flugvél og þyrla og tók þyrlan eldsneyti úr Herkúles-vél- inni á flugi. Að því loknu var sýnd björgun á þyrlunni þar sem maður var hífður upp í þyrluna af vellin- um. Þegar þessari sýningu var lokið var þyrlan til sýnis fyrir almenning og var mikill fengur fyrir yngstu kynslóðina að fá að fara upp í svona verkfæri. Veðrið var frekar leiðinlegt þennan dag og kom það í veg fyr- ir að sá fjöldi flugvéla sem búist var við kæmi á staðinn. Aðeins komu fjórar vélar að. Talsvert af fólki fylgdist með sýningunni sem mun vera ein stærsta sem herflug- vélar frá Keflavík hafa haldið utan Reykjavíkursvæðisins. - Fréttaritari Þyrluflugmaður býr sig undir að hífa mann upp í þyrluna af vellinum. Lýður Sörlason á nýju rakarastofunni í Nóatúni. Ný rakarastofa í Nóatúni LÝÐUR Sörlason hefur opnað lagsins ásamt Páli Sigurðssyni. nýja rakarastofu að Nóatúni Sú stofa hefur nú verið lögð nið- 17 í Reykjavík. ur. Lýður rak um tíu ára skeið Á nýju stofunni verður veitt rakarastofuna í húsi Eimskipafé- öll venjuleg hársnyrtiþjónusta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.