Morgunblaðið - 31.08.1988, Side 24
24
MORGUNBLaÐIÐ, MIÐVIKIJDAGUR 31. ÁGÚST 1988
Skólagjöld í Bandaríkjunum:
íslendingar og Anierík-
anar, „ekki það sama“
eftirKristin
Steinar Sigríðarson
Sigurbjörn Magnússon, stjórnar-
formaður Lánasjóðs íslenskra
námsmanna, ritaði skemmtilega
grein í Morgunblaðið þann tuttug-
asta og annan ágúst síðastliðinn
þar sem hann, að eigin mati eflaust,
rífur til grunna grein mína sem
birtist hér í blaðinu vikuna áður
undir yfirskriftinni, „Höfum við efni
á að senda fólk í ódýra skóla."
Þetta kom mér svo sem ekkert
á óvart því ég átti nú von á að Sigur-
bjöm myndi einhvem veginn reyna
að vetja stefnu sjóðsins. Formaður-
inn segir í grein sinni að ég hafi
dregið upp villandi mynd af aðstæð-
um námsmanna í skólagjaldalönd-
um, en ég vil í þessari stuttu grein
minni reyna að leiðrétta staðhæf-
ingar Sigurbjamar, sem eru ekki
bara villandi heldur hreinlega út í
hött.
Tölur Sigurbjamar
eru villandi
Sigurbjöm segir að samkvæmt
tölum frá College Board (samtök
skóla) í Bandaríkjunum, séu skóla-
gjöld fyrir fyrrihlutanám í 61,4%
tilvika undir $5.000, sem er há-
markslán sem LÍN veitir til þeirra
hluta.
Þessar tölur gætu verið hárréttar
hjá Sigurbimi. Gallin er bara sá að
þessar tölur eiga við um Banda-
rílqamenn en ekki útlendinga.
Þannig er mál með vexti að skóla-
gjöld eru oft lægri fyrir Bandaríkja-
menn en útlendinga og oft er það
svo að ef fólk fer í skóla í sama
fylki og það býr í þá eru skólagjöld
nær engin.
Þær tölur sem ég gaf upp í
fyrri grein minni, þ.e. að meðal-
skólagjöld í bandarískum ríkis-
skólum væru $6.500 en í einka-
skólum $9.100, eru komnar frá
Fulbright-stofnuninni og eiga við
um erlenda námsmenn i Banda-
ríkjunum. Þær eru því réttari en
tölur Sigurbjarnar.
Mér finnst því forkastanlegt af
stjóm lánasjóðsins að miða lán sín
við marklausar tölur því ég efast
ekki um að Sigurbimi er fullkunn-
ugt um staðreyndir málsins. Að
minnsta kosti fara starfsmenn
sjóðsins ekki í launkofa með sína
vitneskju.
Sigurbjöm telur það einnig
ámælisvert, að ég minnist ekki einu
orði á þá staðreynd að LÍN lánar
að fullu fyrir skólagjöldum í fram-
haldsnám þ.e. mastemám. Það er
allt gott og blessað, en í þessari
umræddu grein minni fjallaði ég
um fyrrihlutanám. Þannig að
framhaldsnám var þar undanskilið.
Sú staðreynd að LÍN iánar að
fullu fyrir skólagjöldum í fram-
haldsnám breytir því ekki að skóla-
gjaldalán í fyrrihlutanám þurfa að
hækka svo námsmenn geti haldið
áfram námi.
Sigurbimi ætti líka að vera full-
kunnugt um að til að komast í fram-
haldsnám þarf fyrst að ljúka fyrri-
hluta og þar sem LIN lánar aðeins
fyrir skólagjöldum í nám sem ekki
er hægt að stunda á íslandi, er
fyrrihlutanám jafn mikilvægt og
framhaldsnám. Þess vegna þarf að
hækka þessi lán án tafar.
Hefur námsmönnum
fjölgað?
Sigurbjöm mótmælir einnig
harðlega að verið sé fæla fólk frá
námi í skólagjaldalöndum á þeim
forsendum að námsmönnum sem
fara til Bandaríkjanna hefur fjölgað
um 248% síðan 1978.
Það ætti ekki að koma nokkmm
manni á óvart að þeim hafi fjölgaði
svo mikið, því árið 1978 voru lán
til skólagjalda svo til engin. Þau
komu ekki til sögunnar fyrr en fjór-
um árum seinna, eða með nýrri lög-
gjöf sem Alþingi samþykkti árið
1982.
Þegar þau lög voru samþykkt
vom Iánin raunhæf en margt hefur
breyst síðan þá. Skólagjöld í Banda-
rílqunum hækka að meðaltali um
10% á ári en það gera lán sjóðsins
ekki. Skólagjaldalán vom hinsvegar
lækkuð úr $6.000 í $5.000 árið
1986.
Þess vegna hefur bilið á milli
lána lánasjóðsins og raunvemlegra
skólagjalda stöðugt breikkað og
með 30% hækkun dollarans síðustu
mánuði hefur það orðið óbrúanlegt
nema með aðstoð fjársterkra ætt-
ingja og em þeir ekki í hverri fjöl-
skyldu.
Þess vegna væri gaman að sjá
fjölgun námsmanna í Bandaríkjun-
um á milli áranna 1985 og 1988.
Ég efast ekki um að hún sé nei-
kvæð.
Það besta borgar sig
Ég vil endurtaka það sem ég
Kristinn Steinarr Sigríðarson
sagði áður að það getur aðeins orð-
ið landi og þjóð til hagsbóta að
íslenskir námsmenn hljóti þá bestu
menntun sem völ er á. Það er einn-
ig nauðsynlegt að námsmenn flykk-
ist ekki allir á einn stað því það
myndi aðeins valda stöðnun í öllum
deildum þjóðlífsins sem er hættu-
legt fyrir jafn einangraða þjóð sem
íslendingar em.
Auðvitað kostar allt peninga en
er ekki verið að byija á öfugum
enda með því að byija spamaðinn
hjá LÍN. Er ekki menntun ungs
fólks undirstaðan í þeirri framtíð
sem blasir við?
Það ætti hveijum manni að vera
ljóst að lán til skólagjalda verða að
hækka ella munu námsmenn
hrökklast heim í stómm stíl. Myndi
það ekki borga sig fyrir þjóðfélagið
að fólk lyki námi í stað þess að
koma hem réttindalaust, vegna
lágra skólagjaldalána, eftir að hafa
eytt þó nokkmm fjárhæðum í nám
sem engum nýtist?
Það er ekki verið að biðja um
stórkostlegar upphæðir, t.d. myndi
nægja að hækka lánin í uppruna-
legt horf þar sem $6.000 em há-
márkslán og láta þau síðan fylgja
meðalhækkun skólagjalda í hveiju
landi. Það myndi samt vera fyrir
neðan meðalskólagjöld i ríkisskól-
um, en það myndi gefa námsmönn-
um einhveija möguleika.
Ég skora því aftur á stjóm lána
sjóðisins að breyta þessu hið snar-
asta. Það er hægt og til þess þarf
aðeins viljann til að sjá málið í réttu
ljósi, kannski þá geta námsmenn
haldið utan með þá vissu að þeir
geti klárað þetta námsár stóráfalla-
laust.
Höfundur er nemi í fatahönnun
við Parson School of Design íNew
York-borg.
Komposition eftir Þorvald Skúla-
son ’er mynd septembermánaðar
í Listasafni íslands.
Mynd
september-
mánaðar í
Listasafni
Islands
í Listasafni íslands fer viku-
lega fram kynning á mynd mán-
aðarins. Mynd septembermánað-
ar er oliumálverk Þorvaldar
Skúlasonar, Komposition (Höfn-
in), frá árinu 1938 og var mál-
verkið keypt til safnsins sama ár.
Þorvaldur Skúlason fæddist árið
1906 og nam við Statens Kunst-
akademi í Osló og síðar við einka-
skóla Marcel Gromaire í París. Þor-
valdur var einn helsti brautryðjandi
íslenskrar nútímalistar. Hann lést
árið 1984.
Leiðsögnin „Mynd mánaðarins"
fer fram í fylgd sérfræðings alla
fímmtudaga kl. 13.30 og er leið-
sögnin ókeypis.
Listasafn íslands er opið alla
daga nema mánudaga kl. 11—17
og er veitingastofa hússins opin á
sama tíma.
(Fréttatílkynning)
ISLAND ER VEL KYNNTI
PERSAFLÓARÍKINU OMAN
í VIKURITINU Times of Oman, sem gefið er út í Oman
og dreift m.a. til Sameinuðu furstadæmanna, Kuwait og
fleiri ríkja við Persaflóa, birtist þann 11. ágúst s.l., lofsam-
leg grein um ísland. Þar er saga lands og þjóðar rakin í
stuttu máli og lýst því sem helst ber fyrir augu ferða-
manna. Undir greinina skrifar Sue Ormrod, og lætur hún
afar vel af landinu, náttúrufegurð þess og gestrisni íslend-
inga,
I greininni, sem nefnist „Töfrar
íslands", er rakin saga lands og
þjóðar, sagt frá eldgosinu í Vest-
mannaeyjum og landnáminu. Seg-
ir höfundur að ekki sé að undra
þó landnámsmenn hafi nefnt
landið ísland, tilgangurinn hafí
augljóslega verið að halda fjölda
nýrra landnema í skefjum svo nóg
landrými væri fyrir þá sem þegar
höfðu sest að.
Loftslaginu segir hún vera milt,
en sumur svöl og veður og vindar
óstöðug og síbreytileg. Hún lýsir
gróðurfari landsins og segir tré
vera munað sem aðeins sé að finna
í Reykjavík og telur vafasamt að
takast megi að græða landið upp
á ný, sökum hins umhleypingas-
ama veðurfars og sauðfjárbeitar.
„ísland nútímans er gjörbreytt
frá því sem var fyrir stíð og ljós-
árum fjarri íslandi 19.aldar“ segir
í greininni. En einnig er bent á
hversu vel okkur hafi tekist að
varðveita tungu og menningu.
íslendingar státi af heimsins al-
mennustu lestrarkunnáttu og ekki
sé óalgengt að finna meðal þeirra
„myndhöggvara í netagerð,
The míigic of íceland
bændur sem yrkja, sjómenn sem
mála og syngjandi bakara."
Greinarhöfundi þykir einkar
athyglisvert hversu margar bóka-
búðir og bókaforlög séu í
Reykjavík og hversu mörg dag-
blöð komi hér út. „Maður fær það
á tilfinninguna að ekki sé nóg
með að allir íslendingar lesi bæk-
ur, heldur skrifi þeir þær líka all-
ir“ segir hún.
í grein sinni lýsir Sue Ormrod
því sem ber fyrir augu ferða-
mannsins, allt frá komunni til
Keflavíkur, Reykjavíkurborg og
ferð jrfir hálendið. Hún segir frá
göngu á Mýrdalsjökul og gistingu
í Landmannalaugum. Hallorms-
staðarskóg segir hún vera vel
þess virði að heimsækja, jafnvel
þó maður búi hinu megin á hnett-
inum. Höfuðstað Norðurlands er
lýst sem menntasetri og miðstöð
menningar og lista, landbúnaðar
og iðnaðar. Sagt er frá fískveiðum
og fuglaskoðun við Mývatn, þar
sem gestir séu sérstklega vel-
komnir og geti fengið gistingu á
sveitaheimilum sem sé tilvalin leið
til að kynnast landi og þjóð.
Vikuritið Times of Omiui birti nýlega þessa grein um Island, þar
sem greinarhöfundur fer fögrum orðum um land og þjóð.
Vestfirðir og Vesturland fá
einnig sína umfjöllun, þar sem
segir m.a að „einmanalegt og
mikilfenglegt þverhnípi Látra-
bjargs geti lostið mann yfirþyrm-
andi tilfinningu fyrir smæð
mannsins."
Að lokum er getið næturlífs
Reykjavíkurborgar, sem sé
skemmtilegt og Islendingar sagðir
vinsamlegir, opnir og gestrisnir.
„En samt sem áður,“ segir Sue,
„hefur heimurinn enn ekki upp-
götvað eða lært að meta ósnortna
náttúru landsins, en líffræðingar,
jarðfræðingar og ákveðinn þjóð-
flokkur sérvitra heimshomaflakk-
ara hafi haldið landinu, með fjöll-
um, jöklum, hverum, og fossum,
laxi og silungi, göngum og klifri,
hreinasta loftinu og ómenguðustu
borg heims út af fyrir sig.“
íslandskynningu Times of
Oman lýkur sfðan með því að les-
endur eru boðnir „Velkomin til
Islandl", eins og þar stendur.