Morgunblaðið - 31.08.1988, Side 28

Morgunblaðið - 31.08.1988, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988 Finnland: Reuter Björgunarmenn grannskoða svæðið þar sem ítalska þotan stakkst ofan í áhorfendaskarann á flugsýning- unni i Ramstein í Vestur-Þýzkalandi á sunnudag. Flugslysið í Ramstein: Þýzkir læknar gagn- rýna björgunarstarf Bonn. Reuter. VESTUR-þýzkir læknar gagnrýndu í gær björgunaraðgerðir eftir flugslysið í Ramstein-flugstöðinni og sökuðu aðstandendur sýningar- innar um fyrirhyggjuleysi. ítalskar sýningarþotur rákust saman með þeim afleiðingum að ein þeirra stakkst ofan í áhorfendaskarann. í gær var tilkynnt að tala látinna væri komin í 49 og að 50 manns, sem hlotið hefðu annars og þriðja stigs brunasár, væru milli heims og helju. Meðal hinna látnu voru að minnsta kosti sex Bandaríkja- menn. „Það er auðvelt að vera vitur eftir á, en maður verður að spytja sig hvers vegna engar hjálparsveit- ir voru á staðnum," sagði Wolfgang Herbig, yfírlæknir á sjúkrahúsi í Kaiserslautem, en þangað voru margir hinna slösuðu fluttir. „Það skortir ekki sjúkrabfla og hjálparlið á kappaksturskeppnum eða knatt- spymuleikjum. Hættan er þó ekki minni á flugsýningum," sagði hann. Embættismenn sögðu að hinum mest slösuðu hefði verið komið í sjúkra'hús á innan við einni,klukku- stund. Vörubflar bandaríska hers- ins, sem hefur bækistöðvar í Ram- stein, hefðu verið notaðir til flutn- inganna, einnig einkabflar, þyrlur og sjúkrabílar. „Hraðinn er ekki endilega það bezta,“ sagði Herbig. „Þeir hrúguðu mönnum upp á bflpalla og óku þeim á brott. Það hefði kannski verið rétta leiðin í stríði en við hefðu kosið að staðið hefði verið að björguninni með öðr- um hætti," sagði Peter Wresch, læknir á slysadeildinni í Ludwigs- hafen. Bandarískir embættismenn vísuðu gagnrýni á björgunarað- gerðir á bug og báru lof á björgun- armenn. „Það er ekki hægt að ætl- ast til þess að menn geri ráð fyrir að rúmlega 300 manns slasist. Ef mönnum byði í gmn að slíkt mundi gerast þá myndu menn aflýsa sýn- ingu. Fánar voru hafðir í hálfa stöng á opinberum byggingum í Vestur- Þýzkalandi í gær og samúðarkveðj- ur vegna hinna látnu héldu áfram að streyma víðs vegar að úr heimin- um. Frá árinu 1982 hafa á annað hundrað manns beðið bana í slysum á flugsýningum í Vestur-Þýzkal- andi. Dönsk yfírvöld settu í gær bann við þátttöku danskra hervéla í flug- sýningum heima og erlendis. Itölsk blöð gagnrýndu í gær Valerio Zan- one, vamarmálaráðherra, fyrir að hætta ekki við frekari sýningarferð- ir listflugsveitar ítalska hersins. Auðveldasta sýningaratriðið Yfirmaður listflugsveitarinnar sagði í gærkvöldi að flugvélarnar hefðu verið að framkvæma eitt auðveldasta sýningaratriði sitt þeg- ar þrjár þotanna rákust saman með fyrrgreindum afleiðingum. „Líkur á árekstri við útfærslu þessa atriðis eru hverfandi," sagði Diego Rani- eri, ofursti. Ranieri fylgdist með sveitunum af jörðunni. „Eg veit ekki hver or- sökin var en flugmaðurinn, sem flaug þvert á stefnu hinna, kom of snemma inn yfír sýningarsvæðið og var í sömu hæð og hinar flugvél- amar. Umbætur í skatta- málum sýna styrk ríkisstj órnarinnar Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttantara Morgunblaðsins. RÍKISSTJÓRN Harris Holkeris hefur sýnt pólitískan styrk sinn með því að knýja fram ákvarðanir um kjaramál, fjárlög og endur- skipan skattheimtu á aðeins einni viku. Stjómmálaskýrendur í Finn- landi benda á að samvinna jafnaðarmanna og hægrimanna í ríkis- stjórn virðist ganga betur en hjá samsteypustjómum jafnaðarmanna og miðflokksmanna en slíkar stjórair vom við lýði i hálfa öld. Stjórnarflokkarnir náðu samkomulagi í lok siðustu viku um breyt- ingar á skattheimtu er stefna að lækkun tekjuskatts og einföldun á skattakerfinu. Breytingamar urðu að visu ekki eins róttækar og hægri menn lögðu upphaflega til en hins vegar virðast allir ráð- herrar sammála um breytingarnar. Hægrimaðurinn Harri Holkeri, sem er forsætisráðherra, og Erkki Liikanen, fjármálaráðherra úr flokki jafnaðarmanna, hafa báðir sagt að samkomulagið um skatta- lagabreytingamar sé sögulegur viðburður. Liikanen orðaði þetta þannig að samsvarandi breytingar séu ekki gerðar nema á 20 - 25 ára fresti. Að sögn hans voru breyt- ingamar nauðsynlegar þar sem undanþágur í skattkerfinu voru orðnar svo flóknar að erfítt var að sjá til þess að réttlæti væri fram- fylgt. Með nýja kerfínu er stefnt að því að allar tekjur verði skatt- skyldar og þannig á að verða hægt að lækka almennan tekjuskatt. Fjárlög ríkisins gera ráð fyrir því að skattar fyrir árið 1988 verði jafnháir og 1987 og þykir það mik- il breyting þar sem venjan hefur verið sú að þeir hækka. Stjómmálaskýrendur telja að breytingamar séu ekki eins róttæk- ar og búast hefði mátt við. Gildi þeirra felist í því að þær sýni vilja jafnaðarmanna og hægrimanna til að vera saman í stjóm. Paavo Vay- rynen, formaður Miðflokksins og leiðtogi stjómarandstöðunnar, seg- ist telja líklegt að stjómin muni sitja út kjörtímabilið og flokkamir tveir reyni að mynda samsteypu- stjóm aftur að loknum næstu þing- kosningum 1991. Þetta yrði áfall fyrir Váyrynen, sem áðyr hefur átt stjómarsamstarf við jafnaðarmenn og hugðist mynda stjóm með hægrimönnum eftir síðustu kosn- ingar. Þótt efnahagsráðstöfunum sé lokið í bili á stjóm Holkeris eftir að kljást við önnur verkefni sem reyna mikið á samstarfshæfni flokkanna. Ríkisstjómin þarf að fínna leiðir til að minnka viðskipta- hallann og ákveða þarf meginlínur í afstöðunni til samskipta Finna við Evrópubandalagið (EB). Rolf Kull- berg seðlabankastjóri . álítur að helsta vandamál þjóðarbúsins sé sívaxandi innflutningur á neyslu- vömm og sá viðskiptahalli sem hann veldur. Stóriðjufyrirtæki þrýsta á og vilja aukna samvinnu við EB. I sumar hefur verið rædd sú hug- mynd að færa klukkuna aftur Um eina stund svo að fínnskur stað- artími verði sá sami og í París og Brussel. Mismunurinn núna, ein klukkustund, er ekki svo mikill að hann skipti sköpum en talsmenn breytingarinnar ítreka gildi þess að skrifstofutími verði sá sami í landinu og Brussel. Stjómin þarf fljótlega að glíma við endurskoðun ákvæða stjómar- skrárinnar um forsetakosningar. Hægrimenn hafa oft lýst því yfir. að þeir vilji leyfa þjóðinni að kjósa sé forseta í beinum kosningum. Jafnáðarmenn eru á hinn bóginn ánægðir með þær breytingar sem gerðar voru fyrir síðustu kosning- ar. Þa var horfíð frá þeirri hefð að forsetinn væri kosinn af sérstök- um, þjóðkjömum kjörmönnum en svo hafði verið frá stofnun lýðveld- isins 1917. Síðast voru kosningam- ar beinar en þar sem enginn fékk hreinan meirihlutá voru kjörmenn látnir ráða úrslitum. Jafnaðarmenn hafa verið tregir til að samþykkja meiri breytingar en núverandi for- seti er jaftiaðarmaður þótt borgara- legir flokkar hafi meirihluta á þirgi. 0 Israel: Palestmumenn hefja allsherjarverkfall JerusaJem. Reuter. ÍSRAELSIR hermenn skutu að minnsta kosti á einn palestínskan mótmælanda í gær þegar Palestínumenn hófu tveggja daga alls- heijarverkfall á hernumdu svæðunum til að mótmæla brottvisun palestínskra andófsmanna. ísraelsstjórn átaldi Perez de Cuellar, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, fyrir að hafa notað orðið Palestína yfir hernumdu svæðin. Starfsmenn sjúkrahússins al-Itti- had í Nablus, stærstu borg Vestur- bakkans, sögðu að tveir Palestínu- menn hefðu komið á sjúkrahúsið með skotsár. Þeir kváðust ekki vita hvort hermenn hefðu skotið á mennina. Talsmaður hersins sagði að einn Palestínumaður hefði særst af völdum byssukúlu, auk þess sem skotið hefði verið gúmmíkúlum á þijá til viðbótar. Óeirðir brutust út í Nablus eftir að herinn aflétti útgöngubanni í borginni. Annarsstaðar á Vestur- bakkanum þar sem útgöngubanni var aflétt fór allshejjarverkfallið friðsamlega fram. Utgöngubann var enn í gildi á Gaza-svæðinu. Binyamin Netanyahu, leiðtogi Likud-flokksins, sagði að flokkur hans myndi grípa til harðra aðgerða kæmist hann til valda eftir kosning- amar í nóvember. Hann sagði að meðal annars þyrfti að tæma flótta- mannabúðimar á Gaza-svæðinu og flytja íbúana eitthvert annað. Enn- fremur þyrfti að „taka um þúsund leiðtoga Palestínumanna á hem- umdu svæðunum úr umferð", en hann vildi ekki segja hvaða aðferð yrði' beitt. ísraelskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Perez de Cuellar hafí talað um „ástandið í Palestínu“ á blaðamannafundi í Genf á mánu- dag. „Við getum ekki 'sætt okkur við notkun orðsins „Palestína" í þessu sambandi," sagði talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins, Alon Liel. Hann sagði að Israelar myndu mótmæla þessu innan Sam- einuðu þjóðanna. Skriðið yfir húsþökin Reuter Fastagestir á brezkri bjórkrá að nafni Svanurinn nutu dýrra veiga í góðviðrinji í hádeginu í gær en skyndilega rauf risastór sovézk herflutningaflugvél kyrrðina. Hún var af gerðinni AN-124 og er þar um að ræða stærstu þotu heims. Skreið hún rétt ofan við húsþökin í aðfluginu að flugvellinum í Famborough í Englandi þar sem mikil flugsýning fer fram um næstu helgi. A sýningunni verða einnig tvær fullkomnustu orrastuþotur Sovétmanna, MIG-29, og er það í fyrsta sinn sem þær verða til sýnis í NATO-ríki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.