Morgunblaðið - 31.08.1988, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 31.08.1988, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988 Kjöthneyksli í Vestur-Þýskalandi: Ólöglegnm lyfjum dælt í alikálfana ZOrích, frá Ónnu Bjarnadóttur, fréttarítara Morgfunblaðains. NEYTENDUR ætlast til að kálfakjöt, sem kostar sitt, sé ljóst og meyrt. Kálfaræktendur vilja að dýrin stækki á sem skemmstum tíma til að auka veltuna. Lyf og efnarík mjólkurfæða uppfylla kröfur beggja hópanna. En ræktendum hættir til að ganga of langt. Vestur- þýskum neytendum varð ekki um sel þegar forsíðufréttir birtust um efnamagnið og lyfjategundirnar sem sumir bændur dæla í ali- kálfa til að þyngja þá og gera sem safaríkasta. í upphafi var flett ofan af tveimur stórbokkum sem stunduðu ólöglegar lyfjagjafir í norðvesturhluta Sambandslýðveldisins en síðan hafa samskonar starfshættir út um allt Vestur-Þýskaland komið í ljós. Ríkisstjórnin hefur nú lagt til að stærð alibúa verði takmörkuð og Rita SUssm- uth, heilbrigðisráðherra, segir að það verði að auka eftirlit og sam- hæfa reglur Evrópubandalagsþjóðanna varðandi kjötmeti. Reuter Tunglmyrkvi í Japan Deildarmyrkvi sást í Japan aðfararnótt sunnudags. Myndin er samsett úr mörgum sem teknar voru með vissu millibili alla nótt- ina við Osaka kastala. Pravda lýsir spill- ingu Tsjúrbanovs Yfirvöld í Nordrhein-Westfalen gerðu 14.000 kálfa úr kálfabúi Fel- ix Hyings upptæka í bytjun ágúst. Stórum hluta kálfanna var slátrað og kjötið selt í hundamat en eigand- inn var handtekinn. Alikálfar ná- granna hans, Bemhards Waggers, Svíar elta enn óboð- inn kafbát Stokkhólmi. Reuter. SKIP sænska flotans vörpuðu djúpsprengjum í Stigfirði á vest- urströndinni í gær eftir að mæl- ingar gáfu til kynna að óboðinn kafbátur leyndist þar. Að sgn talsmanns flotans báru sprengingamar engan árangur og var leit að kafbátnum haldið áfram. Stigfjörður er norður af Gautaborg. „Kafbátsferða hefur orðið vart á þessum slóðum, bæði af hálfu hers- ins og almennra borgara, síðustu daga," sagði Per Brissman, majór í sænska flotanum. Svíar tóku þá stefnu í sumar að reyna fremur að sökkva kafbátum, sem gerðust óboðnir í lögsögu þeirra, í stað þess að knýja þá upp á yfírborðið. í júnímánuði gerði flotinn árang- urslausar tilraunir til þess að klekkja á meintum óboðnum kaf- bátum í sænskri lögsögu. vom einnig rannsakaðir. Ólögleg efni fundust líka í þeim. Efnin gætu skaðað kjötætur Mennimir em báðir forríkir stór- kálfaræktendur sem hafa áður legið undir gmn um að dæla of miklum lyfjum í alikálfa. Wagger var fyrst nefndur í þessu sambandi árið 1981 og kæra gegn honum hefur setið föst í kerfinu síðan 1985 en Hying slapp við dóm árið 1986 vegna skorts á sönnunargögnum. Báðir sprautuðu hormónaefnum, eins og östradiolbenzoat, testoster- on-cypionat og testosteron-propion- at, í dýrin. Þetta em náttúruleg efni sem dýr og menn framleiða sjálf og em þess vegna torfundin við eftirlit. Þau auka vöxt dýranna. Vísindamenn em ekki á eitt sáttir um hættuna sem kjötætum stafar af þeim en þau gætu hugsanlega valdið krabbameini. Þeir em hins vegar sannfærðir um að efnið clen- buterol, sem fannst í kálfum Wagg- ers og kallað er „tískuefni fjóss- ins“, sé skaðlegt mönnum. Það er tilbúið efni sem er notað gegn astma og gefíð bömum og dýmm sem fæðast fyrir tímann. Það hrað- ' ar vexti kálfa, sérstaklega læranna, en stórir skammtar geta skaðað hjarta neytenda kálfakjöts. Farlama á 150 dögum Kálfaeldi á sér nú til dags næst- um eingöngu stað á stómm búum, eins konar kálfaverksmiðjum, þar sem vaxtarhraðinn er settur ofar öllu. Fjósin taka um 300 og allt upp í 10.000 kálfa. Þeir alast upp í hörðum, dimmum, 60x160 sm stór- um básum og komast aldrei í snert- ingu við aðra kálfa eða náttúmna yfirleitt. Þeim er eingöngu gefin mjólkurfæða, svo að kjötið haldist Ijóst, og fá aldrei tækifæri til að jórtra, eins og kúm er lagið. Þeir fá fúkkalyf og róandi lyf í ríkum mæli strax frá fæðingu til að koma í veg fyrir sjúkdóma og stressr Þrátt fyrir það em þeir sagðir svo tauga- veiklaðir að það má alls ekki koma þeim á óvart. Annars má búast við að þeir farist úr hjartaslagi. Þeim er slátrað 120 til 150 daga gömlum. Þá em þeir orðnir 150 til 200 kíló og alveg farlama. Þeir em næstum blindir, geta ekki gengið — þeir fá aldrei tækifæri til að læra það — og em togaðir á eyrunum í bílinn sem ekur þeim til slátrarans. Talið er að meðalkálfí séu gefnir 50 rúm- sentimetrar af efnum, í föstu formi eða með sprautu, á sinni skömmu ævi. Ótal reglur og fyrirmæli gilda um lyfjagjafír við dýraeldi. Það er heimilt að dæla í þau ýmsum efnum en það á að gera það í hófí og hætta því nokkm áður en skepnun- um er slátrað og kjötið selt til mann- eldis. Kjötræktarmönnum hættir við að bijóta þessar reglur. Það er erfítt að sanna nokkuð á þá nema efnin fínnist í dýmnum eða spraut- usár sjáist, það er eins og að leita að nál í heystakki, að reyna að fínna þau. Sumir alibændur em svo vark- árir að þeir sprauta skepnumar við halann eða augnatóftina svo að farið sjáist ömgglega ekki. Dýralæknar, fóðursalar, slátrar- ar og kjötiðnaðarmenn em í vitorði með kálfaframleiðendum sem hafa orðið uppvísir að ólöglegum lyija- gjöfum. Athæfí „kjötmafíunnar" kom illa við vestur-þýska neytend- ur. Þeir hafa á undanfömum ámm mátt kyngja frostlegi í borðvíni, geislavirku grænmeti og ormum í físki. Nú bætast óþverraefni í kálfa- kjöti við. Spum eftir kjötinu dróst verulega saman eftir að fréttir þess- ar spurðust og kálfaeldi var spáð erfiðleikum næstu árin. Heimild: Der Spiegel. Moskvu. Reuter. JÚRÍ Tsjúrbanov, tengdasonur Brezhnevs, fyrrum Sovétleið- toga, kemur fyrir rétt í Moskvu á mánudag ásamt átta háttsett- um embættismönnum lögregl- unnar i Úzbekístan. í grein í Prövdu, málgagni kommúnista- flokksins, er fjallað um þetta mesta spillingarmál sem komið hefur fyrir sovéska dómstóla síðan Míkhail Gorbatsjov, leið- togi Sovétrílg'anna, komst til valda. Fyrirsögn greinarinnar er „Tengdasonur og guðfeðúr hans - saga um „glæsilegan feril““ og hún gefur ljóta mynd af spillingu og valdamakki i sovéska valdakerfinu. Tsjúrbanov er lýst sem metnaðar- gjömum og valdaþyrstum manni sem orðið hafí leiksoppur valdamik- illar Úzbek-mafíu eftir að hafa kvænst einkadóttur Brezhnevs, Galínu, árið 1971. „Hann er meðal- maður með meðalhæfileika, sem ávann sér aðeins frama vegna þeirra miklu tækifæra sem honum buðust," segir um Tsjúrbanov, sem naut vemdar Brezhnevs og var gerður að hershöfðingja. í greininni beinast spjótin að mörgu leyti frekar að misnotkun valdsins almennt á Brezhnev- tímunum en Tsjúrbanov sjálfum. Talið er að þetta séu fyrstu réttar- höldin yfír nánum vandamanni Brezhnevs. Saksóknari ríkisins, Alexander Sbojev, sagði nýlega að Tsjúrbanov hefði játað sekt sína og tekið yrði tillit til þess hversu samvinnuþýður hann hefði verið við rannsóknina. Sovéskir embættismenn sem hafa verið dæmdir fyrir spillingu hafa hlotið dauðadóma, en yfirvöld sögðu nýlega að dauðarefsingin yrði af- numin nema vegna morða af ásettu ráði og álíka glæpa, en ekki er vit- að hvort Tsjúrbanov eigi dauðadóm yfír höfði sér. Heimspekingaþing í Bretlandi: Hafa allir kettir þriár rófur? St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frímannsyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÁTJÁNDA heimsþing heimspekinga var haldið í borginni Brigh- ton í síðustu viku og lauk síðastliðinn laugardag. Viðfangsefni þingsins var heimspekilegur skilningur á manninum. Þingið sátu um þúsund heimspekingar, víðs vegar að úr veröldinni. Á þinginu voru flutt 200 erindi spekinga til að varpa ljósi á rök á 100 málstofum. Stærstu sendi- nefndimar voru frá Bandaríkjun- um, 180, frá Bretlandi, 100, og frá Sovétríkjunum, 70. Sir Karl Popper andmælti nauðhyggju í erindi sínu og Sir Alfred Ayer rökstuddi raunhyggju en þeir eru tvímælalaust í hópi þekktustu heimspekinga nú á dögum. Halsbury lávarður, forseti Kon- unglega heimspekifélagsins, sagði í setningarræðu, að heimspeking- ar yrðu að beita dæmum í kennslu sinni og röksemdum sem hæfðu bömum nútímans, t.d. mætti Iáta Mikka mús halda fram sjónarmið- um Aristótelesar og Andrés önd skoðunum Ludwigs Wittgen- steins. Af þessum athugasemdum spunnust nokkrar rökræður á þinginu um fræg heimspekileg dæmi. Það er fom aðferð heim- sín, að beita dæmum. Fom-gríski heimspekingurinn Herakleitos sagðist ekki geta stigið í sömu ána tvisvar. Fræg spuming úr miðaldaheimspeki er: „Hvað geta margir englar komist fyrir á títu- pijónshaus?" írski heimspeking- urinn Berkeley kældi aðra hönd- ina á sér en hitaði hina og stakk þeim síðan báðum í volgt vatn. Óll þessi dæmi em til þess að varpa ljósi á heimspekilegar nið- urstöður. Berkeley vildí leiða I Ijós eðli skynjanlegra eiginleika, Herakleitos hvemig hlutir héldust samir og óbreyttir í síbreytilegri veröld og miðaldaheimspeking- amir vom að leiða í ljós einkenni óefnislegra vera. Dæmi og dæmi- sögur em líka notuð í skáldskap til að draga ályktanir. Argentín- ska skáldið Borges segir sögu af manni sem skrifar sögu, sem í em öll sömu orðin og í sögunni af Don Kíkóta, höfundur Lísu í Undralandi, Lewis Carroll, beitir dæmisögum mjög hugvitsamlega. Dæmin sýna líka að heimspekileg- ar ráðgátur em sprottnar úr eðli- legum, óbrotnum skilningi á tungumálinu og heiminum. Hvað er t.d. rangt við þessa rökfærslu: „Allir kettir hafa fleiri rófur en enginn köttur. Enginn köttur hef- ur tvær rófur. Þess vegna hafa allir kettir þijár rófur.“? Ákveðið var að halda næsta þing heimspekinga í Moskvu að fimm ámm liðnum. Kenýa-búar sóttust einnig eftir að halda þing- ið en lutu í lægra haldi. Sama dag og ákveðið var að næsta þing yrði í Moskvu hélt Sir Karl Pop- per erindi sitt. Hann andmælti þeirri heimsmynd að framtíðin réðist af fortíðinni eins og í sögu- legri efnishyggju Karls Marx og vélhyggju René Descartes. Sov- éska sendinefndin missti hins veg- ar af erindi Poppers, því að hún ákvað að bregða sér frá þennan eftirmiðdag. Dr. Julius Tomin, heimspeking- ur og andófsmaður frá Tékkósló- vakíu, lagðist eindregið gegn því að næsta þing yrði haldið í Moskvu. Hann neyddist til að hjóla frá Oxford til Brighton þar sem hann átti ekki fyrir lestarfar- inu. Hann varð síðan að mæta í síðustu viku hjá fulltrúum félags- málaráðuneytisins, sem greiða honum atvinnuleysisbætur, sem svarar rúmlega fímm þúsund krónur á viku. Þeir hafa svipt hann bótunum vegna þess að hann gerir óeðlilegar kröfur til þeirra starfa, sem hann er reiðubúinn að sætta sig við. Þeir féllust ekki á þau rök hans að besta leiðin fyrir hann til að útvega sér vinnu væri að sitja á bókasafni Oxford- háskóla. Frestað var að kveða upp úr- skurð í málinu í tvær vikur. Upp á Tomin mætti snúa fleygum orð- um Descartes: „Ég hugsa, þess vegna er ég til“, og segja: Ég hugsa, þess vegna er ég blankur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.