Morgunblaðið - 31.08.1988, Page 32

Morgunblaðið - 31.08.1988, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988 jn*Ygi Útgefandi tnftftifrft Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83Ó33. Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Biðraðir húsnæðiskerfisins Ifrétt í Morgunblaðinu síðast- liðinn sunnudag er sagt: frá því að Stig Malm, formaður sænska alþýðusambandsins, sé talinn hafa beitt áhrifum sínum til þess að fá úthlutaðri íbúð til dóttur sinnar. Með því var henni hleypt fram fyrir eitt hundrað þúsund ungmenni sem eru á bið- lista og þurfa að bíða í fjögur til fímm ár eftir íbúð í Stokk- hólmi. Skömmtunarkerfi, hvort sem er í húsnæðismálum eða á öðrum sviðum, býður upp á að sumu fólki sé hyglað á kostnað ann- arra, vegna tengsla sinna við t.d. stjómmálamenn, háttsetta emb- ættismenn eða aðra áhrifamenn. Slíkt kerfí bitnar fyrst og fremst á þeim sem ekki hafa aðstöðu til að ota sínum tota og verða að bíða þangað til röðin kemur að þeim í kerfínu. Það hlýtur því að vera ærið umhugsunarefni þegar ljóst er, eins og fram kom í fréttaskýr- ingu í Morgunblaðinu í gær, að nú bíða átta þúsund manns eftir afgreiðslu á húsnæðislánum hjá Húsnæðisstofnun ríkisins. Stofti- unin annar engan veginn hinni miklu eftirspum eftir húsnæðis- lánum og má búast við því að biðraðimar haldi áfram að vaxa á næstunni. Biðtími eftir lánum er alltaf að lengjast og er nú að verða 3-4 ár. Lögin um Húsnæðisstofnun ríkisins frá árinu 1986 em með miklum vanköntum. Lögunum hefur tvisvar verið breytt frá því þau vom fyrst sett en ástandið er samt það sem raun ber vitni. í mars 1987 var staðan þannig hjá Húsnæðisstofnun að loka þurfti húsnæðiskerfínu fram að ársbyijun 1988 þar sem fjár- magn stofnunarinnar var á þrot- um. Sú staðreynd að ástandið var engu betra, jafnvel verra, áður en nýju lögin tóku gildi, breytir engu um þá staðreynd, að núverandi húsnæðiskerfí er verulega gallað ef ekki ónýtt. Biðröðin langa ætti að vera besta vitni þess. Það er á hinn bóginn jákvætt að nú er starfrækt ráðgjafarstöð á vegum Húsnæðisstofnunar. Þeir em allt of margir sem hafa reist sér hurðarás um öxl og lent í fjárhagslegum vandræðum vegna þess að geyst var farið út í fbúðarbyggingu eða íbúðar- kaup. Skynsamleg ráðgjöf ætti að geta komið í veg fyrir mistök af því tagi. Við fjárfestingu í húsnæði sem endranær skiptir miklu að menn sníði sér stakk eftir vexti. Sé stuðlað að því með ráðgjafarstofnun Húsnæðis- stofnunar kemur starfsemi henn- ar sér vafalaust vel fyrir marga. Nefnd á vegum félagsmála- ráðherra vinnur nú að gerð fmm- varps um nýtt húsnæðislánakerfi sem ætlunin er að leggja fram á Alþingi í haust. Er stefnt að því að nýja kerfíð verði komið í fram- kvæmd á næsta ári. Margar leið- ir hafa verið reyndar í þessu efni til að þjóna því markmiði, að af hálfu hins opinbera sé fólki auð- veldað að eignast eigið þak yfír höfuðið. Biðraðimar sýna að núverandi skömmtunarkerfí leið- ir til óæskilegs ástands. Á hinn bóginn veitir það þeim sem em að ráðast í húsbyggingar öryggi sem er mikils virði. Ef unnt er að sníða af vankantana án þess að skapa óvissu yrði af því mikil bót. Aurskriður á Ólafsfirði Asunnudag var lýst yfír hættuástandi á Ólafsfírði eftir að tvær stórar aurskriður féllu á bæinn. Auk þess féllu margar minni skriður beggja vegna fjarðarins. „Aldrei áður hefur neitt gerst í líkingu við þessi ósköp. Engan gmnaði að þetta gæti gerst," sagði Sigurður Bjömsson, formaður Almanna- vamanefndar, í fréttasamtali við Morgunblaðið. Atburðir af þessu tagi minna okkur enn einu sinni á þær hættur sem fylgja því að búa í návígi við íslenska náttúm. Við getum alltaf búist við nátt- úmhamfömm á borð við þessar. Sem betur fer urðu engin slys á mönnum á Ólafsfirði en eigna- tjón var vemlegt. Er talið að það geti numið allt að tugum milljóna króna. Viðlagasjóði var komið á fót til að bæta tjón sem þetta. Samkvæmt lögum á sjóðurinn að bæta það tjón sem skriðuföll valda á fasteignum, bmna- tryggðu lausafé, ræktuðu landi og lóðum, samgöngumannvirkj- um, hitaveitum o.fl. Endurreisn- arstarfíð mun vonandi hefjast fljótlega og bæjarlífíð á Ólafs- fírði verða samt við sig á ný. Bæjarbúar og yfírvöld á Ólafs- fírði hafa bmgðist með ábyrgðar- kennd og áræðni við afleiðingum ofsarigninganna um helgina. Þarf enginn að efa að Ólafsfírð- ingar muni af festu og fyrir- hyggju vinna að endurreisn og uppbyggingu þegar veðri slotar. Lenging skóla- dags - af hverj u? eftir Ingu Jónu Þórðardóttur Fyrir nokkm sendi samstarfs- nefnd ráðuneyta um fjölskyldumál frá sér áfangaskýrslu um skóla- og dagvistunarmál. Nefnd þessi var skipuð af forsætisráðherra til að gera úttekt og tillögur, sem miðuðu að því að styrkja stöðu fjölskyld- unnar og auka velferð bama. Skyldi nefndin beina athygli sinni að fimm málaflokkum: Skólamál- um, dagvistarmálum, lífeyris- og tryggingamálum, skattamálum og sveigjanlegum vinnutíma. Breyttar aðstæður Á síðustu tuttugu til þrjátíu ámm hefur orðið gjörbreyting á aðstæð- um fjölskyldunnar hér á landi. Þar veldur mestu um að flestar konur vinna nú utan heimilis að meira eða minna leyti. Þegar bomar em sam- an tölur frá. 1960 og 1984 kemur í ljós að 1960 em einungis 30% allra kvenna úti á vinnumarkaðin- um, en 1984 er sú tala komin upp i 70% (sjá mynd). Auk þess má benda á að 1960 hverfa konur af vinnumarkaði á því aldursskeiði þegar bameignir em tíðastar. Þess- ara áhrifa gætir mun minna árið 1984. Konur í dag virðast því ekki hætta að vinna úti meðan börnin em lítil. Hins vegar ber að gæta þess að tölur þessar em einungis miðaðar við fjölda þeirra kvenna, sem vinna utan heimilis, óháð lengd vinnutíma. Því kemur ekki fram hversu margar em í hlutastörfum á þeim tíma sem um ræðir. Ennfremur er vert að vekja at- hygli á, að hver kona fæðir nú mun færri böm en var árið 1960, en þá fæddi hver kona að meðaltali 4 böm. Árið 1984 fæddi hver kona að meðaltali einungis 2 böm og reikna má með að þessi tala haldi enn áfram að lækka. Á þessu tímabili hefur fíölskyld- um einstæðra foreldra jafnframt fjölgað töluvert. Árið 1964 vom þær 3.600 talsins, en rúmum tuttugu ámm síðar em þær orðnar 7.500. Þessar staðreyndir er rétt að hafa í huga þegar fjallað er um aðstæð- ur fíölskyldna. Sex klukkustunda skóladagur Ein þýðingarmesta tillaga nefnd- arinnar í skólamálum er lenging skóladags. Tillagan miðar að því að skóladagur gmnnskólabarna verði lengdur í áföngum, mest fyrir yngstu bömin. Nefndin telur það æskilegt markmið að allir njóti skóladvalar a.m.k. 6 klukkustundir á dag, þar með er talið kennslu- stundir, stundahlé og matarhlé. En lítum nánar á hvers vegna þessi tillaga er gerð og hver er tilgangur hennar. Skóladagur gmnnskólanema er misjafnlega langur eða frá 22 kennslustundum á viku fyrir 7 og 8 ára böm upp í 35 kennslustundir á viku fyrir 13—15 ára. Yngstu bömin dvelja því að jafnaði 3—4 klst. á dag í skólanum. Skóladagur sex ára bama er enn styttri, þar sem kennsla er heimil allt að einni vikustund á hvem nemenda. Víðast hvar er raunin sú að sex ára nem- endur em 2—3 klukkustundir á dag í skóla. Stuttur skóladagur yngstu bekkja gmnnskóla og forskóla hef- ur því víða leitt til erfiðleika fyrir útivinnandi foreldra. Litlir mögu- leikar em á gæslu fyrir böm eftir að skólatíma lýkur. Margir skólar hafa þó bmgðist við þessu með sérstökum viðvemtíma utan kennslu - skólaathvarfi. Ennfremur hafa ýmis sveitarfélög nýtt tóm- stundaheimili til að mæta betur þörfum fjölskyldunnar í þessu sam- bandi. Hópur bama fær auk þess inni á skóladagheimilum utan kennslu. í Reykjavík hafa 5,6% bama á aldrinum 6—10 ára aðgang að skóladagheimilum og mun það vera hæsta hlutfall á landinu. Atvinnuþátttaka foreldra, fjöldi einstæðra foreldra, stuttur skóla- dagur bama og öryggisleysi sem honum fylgir em staðreyndir sem horfast verður í augu við og bregð- ast við. 90 15-19 20-24 25-29 30-34 35-39 40^4 45-49 50-54 55-59 60-64 65-69 70-74 >75 ALDUR 19 1960 E3 1984 Atvinnuþátttaka kvenna 1960 og 1984 eftir aldursflokkum. Selfoss: Gæðavörur úr dönsku dam aski sýndar í fyrsta sinn Dúldögð borð voru á sýningunni með þar sem áyndir voru dúkar í mismunandi litum og með þeim mynstrum sem fáanleg eru. Selfossi. FYRSTA opinbera sýningin sem haldin er hér á landi á vörum frá Georg Jensen Damask í Dan- mörku var á Selfossi 28. og 29. ágúst. Fyrirtækið hefur ofið damask í 500 ár og vörur frá því eru þekktar fyrir gæði. Algengt er að dúkar, sængurverasett og handklæði verði erfðagripir á einkaheimilum. Á sýningunni á Selfossi vom dúkar, sængurverasett, handklæði og fleiri vömr. Bómullin í damask- inu er frá Egyptalandi og það er ofíð þannig að jafn mikið er í ívaf- inu og uppistöðunni, en fyrirtækið er þekkt fyrir sérlega góðan vefnað. Við framleiðslu damasksins er mikið lagt upp úr hönnun og lita- samsetningu og umboðsmaður Ge- org Jensen Damask á íslandi, Ragn- heiður Thorarensen, sagði að lista- menn teldu það mikla upphefð að fá verkefni hjá fyrirtækinu. Hún sagði vömmar frá fyrirtækinu ekki seldar í verslunum heldur beint til kaupenda frá fyrirtækinu eftir pöntun hjá umboðsmönnum. Dúk- amir em fáanlegir í 14—16 munstr- um og 3—4 litum. Georg Jensen Damask er lítið fyrirtæki í bænum 'Kolding í Dan- mörku og á sér 500 ára sögu. Sér- stök áhersla er lögð á gæði vömnn- ar, notagildi hennar og listræna verðleika. — Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.