Morgunblaðið - 31.08.1988, Side 46

Morgunblaðið - 31.08.1988, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988 að að ræða en að rjúfa stjórnarsam- starfíð. Vandinn er að mestu heimatilbúinn Sá vandi sem við er að etja í efnahagsmálum er að mestu leyti heimatilbúinn þótt nokkurt verðfall hafí orðið á erlendum mörkuðum að undanfömu og þróun gengis hafi verið fremur óhagstæð. Nefna má að þrátt fyrir að búist hafí ver- ið við minni hagvexti iðnríkja á þessu ári virðist hann hins vegar ætla að reynast svipaður á þessu ári og í fyrra og aðeins nokkru minni á næsta ári. Þá var einnig almennt gert ráð fyrir aukinni verðbólgu á meðal helstu iðnríkja, þ.e. að verðbólgan verði 3,5% á þessu ári og 3,75% á því næsta, í samanburði við 3% verðbólgu á síðast ári. Flest bendir til þess að vaxtahækkun Banda- ríkjamanna til að slá á þenslu þar í landi muni ná að halda verðbólgu í skeijum. Olíuverð virðist ætla að haldast svipað og það hefur verið. Verðmæti útflutningsframleiðslu sjávarafurða var rúmlega 40 millj- arðar króna á síðastliðnu ári og hefur farið stöðugt vaxandi frá ár- inu 1983. Á þessu ári stöndum við hvorki frammi fyrir verðhmni á erlendum mörkuðum né skyndileg- um hækkunum erlendra aðfanga atvinnuveganna. Eftir langvarandi hallarekstur fyrri ára var hagnaður í sjávarútvegi árin 1986 og 1987. Því miður hefur ekki tekist að nýta þessa stöðu til varanlegra hagsbóta fyrir sjávarútveginn. Ljóst er að hlutfall launatekna af þjóðartekjum er nú með hæsta móti og augljós merki eru þess að rekstrarafgangur fyrirtækja sé minni en oft áður. Eigi að síður hafa fyrirtæki farið út í erfiðar fjár- festingar og lántökur sem þau eru að sligast undan og það þótt þeim mætti vera ljós að verðtrygging lána skapaði allt aðrar aðstæður á lánamarkaði en tíðkaðist fyrir nokkrum árum þegar fyrirtæki gátu vænst þess að lánin brynnu upp í verðbólgunni. Lítill árangur af fyrri aðgerðum Meðan tekjur útflutningsfyrir- tækja hafa staðið í stað hafa inn- lendir kostnaðarliðir hækkað veru- lega eins og að framan greinir og veikt mjög rekstar- og greiðslu- stöðu þeirra. Þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur gripið til með jöfnu millibili til að laga stöðu þessara fyrirtækja hafa ekki skilað tilætluðum árangri og nú er svo komið að verulegur halli er í helstu greinum útflutnings og hætta á stöðvun margra fyrir- tækja með tilheyrandi atvinnuleysi. Gegn slíku duga aðeins mjög rót- tækar aðgerðir. Enn skortir á framkvæmd fyrri ákvarðana Það er á hinn bóginn ekki til að auka bjartsýni manna á árangur væntanlegra aðgerða ríkisstjórnar- innar að fyrri aðgerðir hafa ekki náð árangri og í sumum tilvikum hafa ekki enn verið framkvæmd úrræði sem lofað hefur verið til að bæta stöðu atvinnulífsins. Má þar nefna að í október á síðastliðnu ári samþykkti ríkisstjórnin m.a. að ein- staklingum og fyrirtækjum yrði heimilað að eignast erlend verð- bréf, að heimildir til að fjárfesta í atvinnufyrirtækjum erlendis yrðu týmkaðar og að ríkisábyrgðir á skuldbindingum fjárfestingarlána- sjóða yrðu afnumdar. Allt hefði þetta stuðlað að auknu jafnbvægi í efnahagslífinu. Ekkert af þessu hefur verið framkvæmt. Þá er og ljóst að aðgerðir til að stemma stigu við erlendri skuldasöfnun hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Úrslitatilraun um framtíð stjórnarinnar Af framansögðu er ljóst að nú verður að gera úrslitatilraun um hvort ríkisstjómin nær samstöðu um raunhæfar aðgerðir. Framtíð stjórnarsamstarfsins ræðst af því hvemig til tekst. Tillögur SUS um aðgerðir Hér fara á eftir tillögur ungra sjálfstæðismanna um aðgerðir sem tryggt geta aukinn stöðugleika og jafnvægi í þjóðarbúskapnum: • Niðurskurður verði fram- kvæmdur á ríkisútgjöldum upp á 4 milljarða króna. Þetta verði gert með verulegri fækkun ríkisstarfs- manna, endurskipulagningu og hagræðingu í heilbrigðis-, trygg- inga- og menntamálum; uppskurði í landbúnaðarkerfinu og með því að auka sjálfstæði og ábyrgð ríkis- stofnana vegna rekstrar og fram- kvæmda. Ungir sjálfstæðismenn vísa í tillögur sínar um ráðdeild í ríkisrekstri sem lagðar hafa verið fram við fjárlagagerð áranna 1986 og 1988 en þar er að finna ítarlega lýsingu á því með hvaða hætti unnt væri að ná fram mjög verulegum samdrætti í útgjöldum ríkissjóðs. • Þegar ríkið hefur gengið á und- an með svo góðu fordæmi er nauðsynlegt að sveitarfélög endurmeti framkvæmdir sínar með það fyrir augum að draga úr þenslu. • Brýnt er að draga mjög veru- Iega úr erlendri skuldasöfnun. Afnema verður ríkisábyrgð á Samband ungra sjálfstæðismanna: Aðhald og sparnaður er eina rétta leiðin Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi ályktun: Ungir sjálfstæðismenn hafa um árabil hvátt til aðhalds og sparnað- ar í opinberum útgjöldum og þá ekki hvað síst í undangengnu góð- æri þegar öll rök mæltu með því að auknar tekjur þjóðarinnar yrðu nýttar til þess að greiða niður er- lendar skuldir. Öndvert við þessa stefnu hafa ríkisútgjöld verið aukin og sjóðum eytt. Þetta er alvarleg- asta meinsemd í efnahagslífi Islend- inga og þungur áfellisdómur yfir stjómarstefnu síðustu ára. Nú er enn svo komið að beita verður mjög róttækum efnahags- legum aðgerðum til að ráða niður- lögum verðbólgunnar. Ungir sjálf- stæðismenn fallast á að aðstæður séu með þeim hætti að nauðsynlegt sé að kanna til hlítar hvort niður- færsluleiðin sé framkvæmanleg þótt lögbinding launa, verðlags og vaxta sé í andstöðu við hugsjónir sjálfstæðismanna. Ef slík stefna festist í sessi felur hún í sér aftur- hvarf til hafta- og skömmtunar- stjómar og meðalið reyndst þá verra en meinsemdin. Ungir sjálf- stæðismenn leggja áherslu á að niðurfærslan verður að ná til allra þátta efnahagslífsins og tryggja verður að hún leiði ekki til launa- misréttis. Af þessum sökum var mikilbægt að sú stefna forsætisráð- herra varð ofan á í ríkisstjóminni að freista þess að ná samstöðu við Blaðbemr samtök launþega um efnahagsað- gerðir. Niðurfærslan er skammtíma- lausn sem hvílir á því að samhliða henni verði gerðar ráðstafanir til að tryggja jafnvægi og stöðugleika í efnahagslífínu til frambúðar. Fmmskilyrði árangurs í baráttunni við verðbólguna er að dregið verði mjög vemlega úr ríkisútgjöldum. Útlit er fyrir að fjárlagahallinn verði um tveir milljarðar króna á þessu ári og jafnvel enn meiri á næsta ári. Úr þeirri stöðu er aðeins ein leið fær: Niðurskurður ríkisútgjalda sem nemur fjómm milljörðum króna. Slíkur niðurskurður getur einn tryggt að greiðsluafgangur verði á fjárlögum og stuðlar þannig að minni þenslu í efnahagslífinu. Niðurskurður ríkisútgjalda er einn- ig forsenda þess að kjör launafólks verði ekki enn skert með aukinni skattheimtu. Þetta er fordæmið sem beðið er eftir og án þess verður ekki unnt að gera kröfur um samdrátt og sparnað hjá sveitarfélögum, fyrir- tækjum og einstaklingum. Þjóðarhag ofar flokkadráttum Vandi ríkisstjómarinnar er í eðli sínu tvíþættur: í fyrsta lagi er um að ræða stjónrmálalegan vanda og í öðm lagi erfiðleika í efnahags- og atvinnumálum. Hinn stjóm- málalegi vandi felst í ósamkomulagi ríkisstjórnarflokkanna um úrræði og útfærslu þeirra en það er for- senda árangurs að víðtæk samstaða og einhugur náist í ríkisstjórn og meðal þjóðarinnar allrar um nauð- synlegar aðgerðir. Stjóm Sambands ungra sjálf- stæðismanna telur brýna nauðsyn bera til að sjálfstæðismenn fylki liði til stuðnings fomstu Sjálfstæðis- flokksins í núverandi ríkisstjórn. Þriggja flokka stjórn hvílir á svo veikum samstarfsgmnni að án ótví- ræðs stuðnings þeirra flokka sem að henni standa leysir hún engan vanda. Ungir sjálfstæðismenn hvetja því alla aðila ríkisstjórnar- innar til að setja niður ágreining sinn og freista þess að ná samstöðu um raunhæfar aðgerðir í efnahags- og atvinnumálum. Náist ekki fuli- komin samstaða er um ekkert ann- Látbragðsleikur frá Finn- landi í Norræna húsinu LEIKSÝNING verður í Norræna húsinu á miðvikudag og fimmtu- dag, sem nefnist PIC & NIC, og kemur hún hingað á vegum finnska ferðaleikhússins TOT- EM. Þarna koma fram þau Margret von Marthens og Timo Sokuras, en þeim til aðstoðar er bamabókahöf- undurinn góðkunni, Christina And- ersson, sem einnig ætlar að skrifa um leikförina í finnsk blöð. Hópur- inn heimsækir einnig Grænland og veitti finnska menntamálaráðu- neytið þeim styrk til fararinnar. Þau Margret og Timo bregða sér þarna í gervi tveggja persóna, þeirra Pic og Nic. Pic er þögull og smámunasamur reglumaður, sem tekur hlutina hátíðlega, en Nic er hirðulaus og skrafhreifin ruglu- kolla, sem lætur vaða á súðum. Þegar þessi ólíku hjú hittast, fer ekki hjá því að ýmislegt skrítið taki að gerast. Það er óþarfi fyrir fólk að ótt- ast, að það skilji ekki það sem fram fer, því að leikararnir tjá sig ein- göngu með látbragði og hefur sýn- Timo Sokuras og Margret von Marthens í hlutverkum Pic og Nic en verkið um þau verður sýnt í Norræna húsinu á miðvikudag og fimmtudag. ingin hlotið einróma lof fyrir að vera í senn mannleg, hlý og fyndin. Sem fyrr segir verður sýnt í Norræna húsinu kl. 14.00 miðviku- daginn 31. ágúst og er sú sýning ætluð fyrir börn, og fimmtudaginn 1. september kl. 20.30. (Fréttatilkynning) Sínmr 35408 og 83033 VESTURBÆR Fálkagata KOPAVOGUR Víðsvegarum bæinn SELTJNES Fornaströnd Barðaströnd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.