Morgunblaðið - 31.08.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 31.08.1988, Blaðsíða 51
formúlur, sem nota þyrfti í hvers kyns bankastarfsemi, enda varð hann frægur meðal þeirra, sem skynbragð báru á, fyrir að forrita flóknar formúlur í færri RPG-skip- unum en aðrir fundu ráð til. Þegar Reiknistofa bankanna var stofnuð 1973, varð hann að sjálf- sögðu fulltrúi Utvegsbankans í samstarfsnefnd bankanna um reiknistofuna. Hann var formaður þeirrar nefndar um árabil, þar til hann lét af störfum í bankanum fyrir aldurs sakir, en þá gerðist hann lausráðinn starfsmaður RB í hálfu starfi. Til þess lágu þær orsakir, að þá voru enn notuð — og eru reyndar sum enn í dag — í reiknistofunni tölvukerfi, sem hann hafði skipulagt og forritað til afnota fyrir bankana. Við gátum einfaldlega ekki án hans verið, þessi kerfí þurftu sitt viðhald og þar sem þau höfðu verið unnin til bráðabirgðanota, var handbóka- gerð skorin við nögl. Það var reyndar sérkennileg þversögn í fari Gunnlaugs, því að hann sjálfur tileinkaði sér allar nýj- ungar með lestri handbóka, sótti aldrei námskeið, taldi leiðbeinendur oft fara rangt með en handbækum- ar sjaldan. I þeim handbókum, sem hann samdi, klikkti hann út með því að benda bankamönnum á að hafa samband við höfundinn, ef þeir fyndu eitthvað í kerfinu, sem þeir ekki skildu. Gunnlaugur var alla tíð félags- lyndur maður, réðst gjarnan til for- ystu, enda til forystu fallinn. Hann var um áraraðir í stjórn Starfs- mannafélags Útvegsbanka íslands, var eitt ár formaður Sambands íslenskra bankamanna, og hann var einn af stofnendum Skýrslutækni- félags Islands, 'endurskoðandi þess frá byrjun og meðan kraftar entust og var gerður heiðursfélagi þess á 20 ára afmæli félagsins á þessu ári. Eg gat þess hér að framan, að Gunnlaugur hefði unnað eigin for- feðratali. Honum þótti vænt um það að hann var af góðu bergi brotinn. Faðir hans, Guðmundur Bjöms- son landlæknir, prófessor og al- þingismaður og skáldið Gestur, var einn af fyrirferðarmestu mönnum í íslensku þjóðlífí á fyrsta fjórðungi þessarar aldar, eldheitur baráttu- maður íslensks þjóðemis og tungu, og hvers kyns framfaramála. Hann var elstur 15 barna Bjöms Leví Guðmundssonar bónda á Marðarnúpi í Vatnsdal og konu hans Þorbjargar ljósmóður Helga- dóttur í Gröf í Víðidal, Vigfússonar á Syðri-Löngumýri í Svínadal, Bjömssonar þar Jónssonar. Bjöm Leví, sem talinn var fram- úrskarandi snyrtimenni i búskap, var sonur Guðmundar verðlaunaðs smiðs á Síðu í Víðidal og Ytri- Völlum á Vatnsnesi Guðmundsson- ar á Húki í Miðfirði Bjömssonar á Skarfshjóli í Miðfírði Guðmunds- sonar. Með Bimi á Skarfshóli þrýt- ur vitneskju um beinan karllegg Gunnlaugs. Er lítið um Bjöm vitað, en Páll Kolka getur þess í Föðurtún- um til marks um mannfellinn í Mið- fírði í Móðuharðindum, að í hallær- inu dó Bjöm og böm hans öll, nema Guðmundur, sem sennlega var þá farinn að heiman. Hólmfríður kona Bjöms Guð- mundssonar á Skarfshóli í Miðfirði var dóttir Jóns Dalabónda á Fremri-Fitjum Jónssonar á Úti- bleiksstöðum 1703, Snorrasonar og konu hans Elínar á Fremri-Fitjum, sem var Halldórsdóttir og Agnesar Bjamadóttur bónda á Svertings- stöðum í Miðfirði 1703, sem drukknaði 1709 í Miðfjarðará og var smiður góður. Bjami faðir Ag- nesar var sonur Vilhjálms Stranda- sýslumanns (Galdra-Vilka) á Þór- oddsstöðum í Hrútafírði, d. 1675, Amfínnssonar prests á Stað í Hrútafirði, Sigurðssonar á Staðar- felli Arnfínnssonar, Guðmundsson- ar, en fyrri kona Sigurðar á Staðar- felli og móðir sr. Arnfinns var Helga, systir Hrólfs sterka á Álf- geirsvöllum Bjamasonar. Móðir Agnesar var Elín Eiríksdóttir á Núpi í Miðfírði Jónssonar á Núpi Eiríkssonar, Egilssonar frá Geita- skarði Jónssonar. Margrét, móðir Gunnlaugs, var iöi T3ÚDÁ it. HUOAUUMvani .aioAjaMuaaoií MÖRGÚNBLAÐIÐ, MIÐVIKÚDÁGÚR^3Í7XGUST 1988 05 51 seinni kona Guðmundar landlæknis. Hún var dóttir Magnúsar lands- höfðingja Stephensen Magnússon- ar, sýslumanns Stephensen, Stef- ánssonar amtmanns Stephensen Olafssonar stiftamtmanns í Viðey Stefánssonar prests á Höskulds- stöðum Ólafssonar prófasts á Hrafnagili Guðmundssonar bónda á Siglunesi Jónssonar prinna prests á Siglunesi Jónssonar. Móðir Margrétar var Elín Steph- ensen, f. Thorstensen, landshöfð- ingjafrú í Reykjavík Jónasdóttir sýslumanns á Eskifírði Thorsten- sen,-Jónssonar landlæknis Thorst- ensen, Þorsteinssonar á Holti á Ásum Steindórssonar, Þorlákssonar á Stóruborg Guðmundssonar á Stóruborg Þorlákssonar Þórðarson- ar á Marðamúpi Þorlákssonar prests á Mel Hallgrímssonar á Eg- ilsstöðum í Vopnafirði Þorsteins- sonar Sveinbjarnarsonar prests í Múla (Bama-Sveinbjarnar) Þórðar- sonar. Móðir Elínar var Þórdís á Eski- fírði Thorstensen, f. Melsted, Páls- dóttir amtmanns Melsted, Þórðar- sonar prests á Völlum í Svarfaðar- dal Jónssonar prests á Völlum Hall- dórssonar lögréttumanns á Seylu Þorbergssonar sýslumanns á Seylu Hrólfssonar sterka lögréttumanns á Álfgeirsvöllum Bjamasonar lög- réttumanns í Skagafirði Skúlasonar sýslumanns í Húnavatnsþingi Guð- mundssonar prests Skúlasonar Loftssonar ríka hirðstjóra á Möðru- völlum, Guttormssonar í Þykkva- skógi Ormssonar lögmanns á Skarði Snorrasonar lögmanns á Skarði Narfasonar prests á Kolbeinsstöð- um Snorrasonar prests á Skarði (Skarðs-Snorra) Narfasonar prests á Skarði Snorrasonar prests og lög- sögumanns á Skarði d. 1170, Hún- bogasonar á Skarði Þorgilssonar. Móðir Þórdísar var Anna Sigríður Melsted í Reykjavík Stefánsdóttir amtmanns, lögmanns og konferenz- ráðs á Möðruvöllum Þórarinssonar sýslumanns á Grund í Eyjafírði Jónssonar sýslumanns í Grenivík Jónssonar Fljótaráðsmanns í Tungu í Fljótum Sveinssonar prests á Barði Jónssonar á Siglunesi Guðmunds- sonar á Siglunesi Jónssonar prests prinna. Móðir Önnu Sigríðar var Ragn- heiður á Möðruvöllum Vigfúsdóttir Schevings sýslumanns á Víðivöllum Hanssonar Schevings klausturhald- ara á Möðruvöllum Lárussonar Schevings sýslumanns á Möðruvöll- um Hanssonar Schevings sóren- skrifara í Bergen Lárussonar Sche- vings prófasts í Skevinge á Sjálandi Hanssonar. Móðir Ragnheiðar var Anna á Víðivöllum Stefánsdóttir alsystir Ólafs stiftamtmanns í Viðey, sjá hér að framan. Móðir Önnu var Ragnheiður maddama á Höskuldsstöðum Magn- úsdóttir á Espihóli Bjömssonar sýslumanns á Espihóli Pálssonar sýslumanns á Þingeyrum Guð- brandssonar biskups á Hólum Þor- lákssonar prests á Mel Hallgríms- sonar, sjá hér að framan. Móðir Ragnheiðar var Sigríður á Espihóli Jónsdóttir biskups á Hólum (Bauka-Jóns) Vigfússonar sýslu- manns á Stórólfshvoli Gíslasonar lögmanns í Bræðratungu Hákonar- sonar sýslumanns í Klofa Ámason- ar sýslumanns á Hlíðarenda Gísla- sonar lögréttumanns á Hafgríms- stöðum í Tunguseit Hákonarsonar lögréttumanns á Höskuldsstöðum í Reykjadal Hallssonar á Vindheim- um á Þelamörk Finnbogasonar gamla í Ási í Kelduhverfi Jórissonar langs, sem féll í Grundarbardaga 1361. Móðir Sigríðar var Guðríður bisk- upsfrú á Hólum Þórðardóttir prests í Hítardal Jónssonar prófasts í Hítardal og skólameistara í Skál- holti, . Guðmundssonar lögréttu- manns á Hvoli í Saurbæ d. 1595 Jónssonar á Hvoli í Saurbæ Þórðar- sonar. Móðir Guðríðar var Helga madd- ama í Hítardal Árnadóttir lögmanns á Leirá Oddssonar biskups í Skál- holti Einarssonar prests og skálds í Heydölum Sigurðssonar prests í Grímsey Þorsteinssonar prests á Völlum eða bónda á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal Nikulássonar príors á Möðruvöllum, sem síðast getur 1522, Þormóðssonar. Móðir Helgu var Þórdís á Leirá Jónsdóttir þingskrifara á Sjávar- borg Jónssonar á Ökrum Grímsson- ar lögmanns á Ökrum Jónssonar ráms sýslumanns Þorgeirssonar. . Móðir Þórdísar var Sigríður á Sjávarborg Þorgrímsdóttir í Lög- mannshlíð Þorleifssonar á Núpum í Aðaldal Þorgrímssonar á Núpum Þórðarsonar. Móðir Sigríðar var Þórdís í Lög- mannshlíð Jónsdóttir lögréttu- manns á Svalbarði á Svalbarðs- strönd Magnússonar lögréttumanns í Rauðskriðu í Reykjadal Þorkels- sonar offícialis í Laufási Guðbjarts- sonar flóka prests í Laufási Ás- grímssonar prests á Bægisá Guð- bjartssonar. Móðir Þórdísar var Ragnheiður á rauðum sokkum Pétursdóttir lög- réttumanns í Djúpadal Loftssonar Islendings á Staðarhóli Ormssonar hirðstjóra á Staðarhóli og Víðidals- tungu Loftssonar ríka Guttorms- sonar sjá hér að framan. Móðir Ragnheiðar á rauðum sokkum var Sigríður í Djúpadal Þorsteinsdóttir á Reyni í Mýrdal Helgasonar lögmanns á Ökrum í Blönduhlíð Guðnasonar. Móðir Sigríðar var Ragnheiður á Reyni í Mýrdal, Krossi í Landeyjum og Stóradal undir Eyjafjöllum (þrígift) Eiríksdóttir á Skarði á Landi, sem var á lífí 1438, Kráks- sonar gamla í Skarði Jónssonar, en hér þrýtur beinan kvenlegg, því að ekki er vitað um konu Eiríks í Skarði Krákssonar. Guðlaugur G. Bjömsson var hamingjumaður í einkalífi sínu. Hann kvæntist 7. febrúar 1950 Margréti, dóttur Jóns Leví Guð- mundssonar gullsmiðs og konu hans Júlíu Kristjánsdóttur. Áttu þau tvær dætur, Margréti og Júlíu. Ekki kynntist ég Margréti konu Gunnlaugs, en það fann ég, hve djúpur harmur var að honum kveð- inn við missi hennar, en hún lést á afmælisdegi hans, 7. mars 1975, aðeins 55 ára gömul, og oft kom þar tali hans, að maður fyndi ást þá og virðingu, sem hann bar til konu sinnar. Sama er að segja um ást hans á dætmm sínum og barnabörnum, sem vom honum yndi. Ég flyt þeim systmm og fjöl- skyldum þeirra samúðarkveðjur mínar og bið þess, að almættið sefí trega þeirra. Eftir standa minningar, og ég finn, hvað ég er miklu ríkari að eiga þessar minningar um þann mæta mann, Gunnlaug G. Bjömson, heldur en ég væri, ef ég hefði ekki átt hann að vini og samstarfsmanni. Þórður Sigurðsson UuKmS NYIUNCIMATARGERÐ ^T>mSTEIKARASTEINAR í '' NOKKRUM STÆRÐUM HÖNNUN • GÆÐI • ÞJÓNUSTA KRISTJAN SIGGEIRSSON HF. AFSLATTUR i GJAFAVÖRUDEILD Laugavegi 13 — 101 Reykjavík - S. 91 -625870 GJAFAVÖRUDEILD EUROCARD - KORTHAFAR ! Teppabúðin hf. býður ykkur sérstakan auka - afslátt fyrstu 15 daga mánaðarjj: 10% AFSLÁTTUR sé kaupverðið greitt í einu lagi með EUROCARD 5% AFSLÁTTUR ef greitt er með 2 mánaðarlegum afborgunum eða fleiri og á það að sjálfsögðu" um hina rómuðu EUROKREDIT samninga með jöfnum greiðsium í allt að 11 mánuði. Teppabúðin hf. er gólfefnamarkaður. TEPPI MOTTUR STÖKTEPPI TEPPAFLÍSAR GÓLFDÚKAR PARKET FLÍSAR TEPPABÚÐIN GÓLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRaUT 26, 108 REYKJAVÍK, S. 91-681950 OG 91-84850
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.