Morgunblaðið - 31.08.1988, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 31.08.1988, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGtjST 1988 59 Þessir hringdu . . íslendingar þurfa tveggja flokka kerfi Kjósandi á Suðurlandi hringdi: „Eins og ástandið er í f|ármál- um þjóðarinnar í dag, hljóta menn að sjá að svona samsteypustjóm eins og situr núna getur aldrei komið sér saman um alvöru að- gerðir. Þess vegna tel ég, að við kjósendur þyrftum að hafa skýr- ari valkosti þegar við göngum að kjörborðinu. Ég held að tveggja flokka kerfi myndi leysa mikinn vanda í því sambandi. Ef flokk- arnir væru bara tveir, þá gætu stjómmálamennirnir ekki alltaf kennt samstarfsflokkunum um mistökin heldur yrðu sjálfir að axla ábyrgðina. Aðeins annar flokkurinn væri við völd í einu, svo kjósendur gætu í kosningum dæmt hann af verkum hans .“ komum hafði borðið verið skreytt sérstaklega af þeim sökum. Einn- ig var okkur boðið upp á Irish coffee eftir matinn. Svona þjón- ustu er maður ekki vanur hér á landi.“ Myndavél fannst á Jökuldal Myndavél fannst við þjóðveginn á Jökuldal þann 7. ágúst. Upplýs- ingar í síma 97-13826. Klámfenginn texti 3252-8090 hringdi: „Ég var að hlusta á „Óskalög sjómanna" og heyrði þar lag eftir Gylfa Ægisson. Eg er hrædd um að einhvem tímann hefði verið lokað fyrir svona lag í ríkisútvarp- inu, því textinn er á mjög lágu plani og í raun argasta klám. Mér fínnst leiðinlegt að þetta lag skuli leikið í þættinum, ekki síst sjó- mannanna vegna.“ Afburða þjónusta í Naustinu Guðrún hringdi: „Ég vil þakka starfsfólki Naustsins fyrir afburða góða þjónustu. Við hjónin förum ekki oft út að borða, en fómm þó þang- að laugardaginn 27. ágúst af sér- stöku tilefni. Ég minntist á það þegar ég pantaði og þegar við Eru framsóknarmenn hissa á efnahags ástandinu? Austurbæingur hringdi: „Það er alveg dæmalaust hvað framsóknarmenn eru alltaf hissa á því ófremdarástandi sem ríkir í efnahagslífí okkar íslendinga. Það er einkum undarlegt í ljósi þess, að þeir bera meiri ábyrgð á því hvemig komið er en nokkur annar flokkur. Framsóknarflokk- urinn hefur átt aðild að ríkisstjóm nær óslitið síðan 1971 og eins og kunnugt er fór verðbólgan fyrst úr böndunum um það leyti. Það er því þýðingarlaust fyrir foiystu- menn flokksins að telja fólki trú um að ástandið komi þeim á óvart.“ Pípa fannst í Elliðaárdal Reykjarpípa fannst í Elliðaár- dal nálægt Hólahverfí síðasta laugardag. Upplýsingar í síma 75005. Bleikur bangsi týndist Bleikur bangsi týndist á Njáls- götu fyrir rúmri viku. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 651828. Of hátt aldustakmark á tónleika Maxi Priest Virðulegi Velvakandi Eins og margir vita, þá kom Maxi Priest hingað til lands, til tón- leikahalds í Broadway. En viti menn. Aðdáendum hans var mis- munað, því eins og flestum er kunn- ugt er 20 ára aldurstakmark á þann skemmtistað. erum gráti næst og getum ekki annað en lýst óánægju okkar með þetta. Við vitum að í öllum vínveitinga- húsum er aldurstakmark, en hefði ekki verið hægt að lækka aldurstak- markið á þessa tónleika? Við erum mjög óánægðar og þessir yfírmáta „hressu“ skemmtanastjórar ættu að hugsa málið betur, næst þegar þeir fá jafn góðan söngvara til að koma fram í Broadway. Þetta var ekki nógu sniðugt. Tveir aðdáendur. Lokun endurhæfingardeildar Því spyijum við: Hvers eiga yngri aldurshópamir að gjalda? Fólk get- ur nú langað til að sjá manninn og hlýða á tónlist hans þó það hafi ekki náð tvítugsaldri. Hvers vegna var ekki hægt að hafa aldurstak- markið 16 ár, að minnsta kosti annað kvöldið? Við urðum himinlifandi er við fréttum af komu þessa stórkostlega söngvara, en duttum fljótlega niður úr skýjunum er við uppgötvuðum að við værum ekki velkomnar á tónleikana vegna aldurs okkar. Við Frábærar viðtökur á Mðhúsum Kæri Velvakandi! Ég er hér stúlka úr Reykjavík og langar til að þakka fólkinu á Miðhúsum í Hvolhreppi fyrir frá- bærar viðtökur og góða umsjá. Þau leigðu mér hest í 3 daga og fóru með mér í útreiðartúra og sýndu mér mjög fallegt landslag, sem ég hreifst mikið af. Það er mjög gaman að ferðast þarna og því mæli ég með að fara þarna og skoða hvort sem farið er á bíl eða á hesti. Ég vil þakka þeim öllum fyrir skemmtilega helgi, en sérstak- lega vil ég þakka leiðsögumönnun- um Lárusi Ág. Bragasyni og Þor- valdi G. Ágústssyni fyrir góðar samverustundir og gangi ykkur allt í haginn. Þökk fyrir birtinguna, Steinunn Ketilsdóttir. Nokkuð hefur verið rætt um lok- un deildar 11 á Kleppsspítala í blöð- um undanfarið. Við starfsfólk deild- arinnar viljum því gera grein fyrir okkar sjónarmiðum. Deildinni hefur verið vel stjómað og það er ljóst að samvinna innan hverrar stofnunar er mikils virði, ekki síst með tilliti til spamaðar. Snemma í vor var okkur tilkynnt, að deild 33-C yrði lokuð í 6 vikur vegna viðgerðar og sinnti deild 11 þeirri starfsemi á meðan, sem er móttaka og umönnun bráðveikra sjúklinga. Var þá hafínn undirbúningur að útskrift þeirra skjólstæðinga okkar sem hægt var. En að hluta til starf- aði endurhæfíngardeildin áfram, með vistmenn sem komu daglega til vinnu í útihóp. Þar er meðal annars unnið við bílaþvott, hellu- steypu, kartöflurækt, ýmis smærri verkefni og þjónustu fyrir spítalann undir leiðsögn starfsmanna. Laun fyrir þessa vinnu miðast við hæfni hvers og eins að mati verkstjóra. Endurhæfíng er einnig í gangi innan deildar, þar sem vistmenn sjá um ræstingu og fleira, meðal ann- ars sitt persónulega hreinlæti, svo sem herbergi og þvotta. Starfsfólk og vistmenn hafa svo unnið ýmis- legt til fjáröflunar, og ágóðinn hef- ur síðan verið notaður í ferðalög og fleira fyrir vistmenn. í blaðaviðtali við Tómas Helga- son yfírlækni segir, að deild 11 hafi lokað í byijun júní. Þetta er rangt að okkar mati, því eins og fyrr segir var 33-C rekin með starfsfólki deildar 11 til 20. júlí. Einnig segir Tómas þetta vera eina af 5 endurhæfingardeildum Klepps- spítalans. Að sjálfsögðu fær hver einstaklingur stuðning til sjálfs- bjargar á öllum deildum, en við vit- um ekki um neina, sem starfar á sama hátt og deild 11. Starfsfóik deiidar 11, Kleppsspítala. Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim, serrC glöddu mig á 85 ára afmœli mínu 14. ágúst si, meÖ heimsóknum, heillaskeytum og gjöfiim. Guö blessi ykkur öll. Þorgeröur Vilhjálmsdóttir, Múla, Vestmannaeyjum. Tilleigu á Suðurlandsbraut 14, vesturenda, erverslunar- húsnæðiá götuhæð, stærð ca 82 fm. Húsnæðið er laust nú þegar. Til greina kemur að ieigja með lager- húsnæði ibakhúsi, stærð ca 56 fm. Upplýsingar gefurJón V. Guðjónsson, framkvæmda- stjóri, ísíma 68 12 00 á skrifstofutíma. Sfcrmerkjum ölglös Sérmerkjum ölglös með skemmtilegum teikningum eða eftir ykkartillögum! Höfðabakki 9 Reykjavík s. 685411
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.