Morgunblaðið - 31.08.1988, Page 61

Morgunblaðið - 31.08.1988, Page 61
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988 61 jafn mikið á sig og atvinnumenn af því þeir fá ekki borgað. Áhuga- menn eru sjálfboðaliðar og ef þú býður þig fram til að gera eitthvað þá verður þú að gera það vel.“ Hef áhyggjur af landsllAinu Hvernig líst þér á íslenska landsliðið? „Ég neita því ekki að ég hef áhyggjur af liðinu. Nú vantar ennþá um 40% af þeim leikmönnum sem boðið var á æfingar. Ég hika ekki við að sparka þeim út sem ætla ekki að leggja sig alla fram. Það verður að ákveða hvenær sumar- fríið er tekið og hvenær alvaran tekur við. Ég læt ekki bjóða mér að einn sé í fríi, annar í útlöndum, þriðji að veiða og sá fjórði í fjall- göngu. Ef það gerist þá verðum við áfram bara ferðamenn á alþjóðleg- an mælikvarða. Ég mun skrifa þessum landsliðs- mönnum bréf og ef þeir mæta ekki næst þá verða þeir ekki með. Það er ekki hægt að fela sig á bak við það að vera „bara áhugamaður." Ég vil að menn leggi á sig mikla vinnu ef þeir ætla á annað borð að vera með. Næstu markmið eru sigur í und- ankeppninni í Möltu og þriðja sæti í Pólar-bikamum. Það verður erfitt, en við munum stefna að því.“ Nú hefur KR misst nokkra góða leikmenn. Hvernig líst þér á Uðið? „Ekki segja mér hve marga leik- menn KR hefur misst. Ég vil ekki heyra um það. Ég veit einnig lftið um möguleika liðsins. Ég hef ekki séð hin liðin og þau hafa ekki séð mig. En það er ekki hægt að byija á því að barma sér yfír öllum þeim leikmönnum sem við höfum misst. Það er alltaf hægt að tapa og ef menn bytja strax að tala um tap er það sama og uppgjöf. Ég set alltaf stefnuna á 1. sætið. íslenskir leikmenn hafa góða boltatækni, hræðilegar sendingar, undirstöðuatriðin misjöfn, sum þarf að laga en önnur eru góð. Ahuginn er hinsvegar mjög mik- ill og hefur mikið að segja fyrir mig. Þegar ég kom heim af æfingu með KR sagðist konan mín ekki hafa séð mig jafn ánægðan í mörg ár. Ég var gífurlega ánægður með að geta bara útskýrt hlutina einu sinni, leiðrétt mistökin og í lok æfingarinnar gerðu allir þetta rétt. Ég hef verið víða, en aldrei verið hjá krökkum sem eru svo fljótir að læra. Það er dásamlegt að kenna skynsömu fólki og þess vegna kom ég hingað." Hver er munurinn á islenskum liðum og ungverskum? „Önnur lið í Evrópu hafa það fram yfír íslendinga að geta leikið gegn fleiri þjóðum. Það þarf ekki annað en að hoppa upp í rútu og keyra nokkur hundruð kílómetra. Við höfum hugmyndir um að reyna að fá lið sem eru á leið til Evrópu frá Bandaríkjunum til að stoppa hér og spila gegn okkur. Ég er jafnvel tilbúinn til að nota persónuleg tengsl mín til að fá lið hingað þvf ef við leikum ekki gegn öðrum liðum þá tökum við ekki framförum." Verðum aðfá Pétur Hveijir eru möguleikar íslenska landsliðsins á alþjóðleg- um vettvangi? „Við eigum möguleika á að kom- ast framar á köi-fuknattleikssviðinu ef FIBA samþykkir lög sem heimila NBA-leikmönnum að leika með landsliði sínu. Þá fáum við Pétur Guðmundsson. Ég hef talað við hann og Pétur segist vera tilbúinn. Það er hinsvegar erfitt að segja hvort þetta verður samþykkt. Aust- ur-Evrópu þjóðir, Asía og Banda- ríkin eru á móti. En ef þetta verður samþykkt þá gjörbreytist íslenska liðið. Þá myndum við ekki tapa oft- ar fýrir Dönum. En með eða án Péture er tak- markið það sama. Ná íslandi af botninum og ég held að mér takist það því eg held að íslendingar eigi ekki heima á botninum.“ Dr. Laszlo Nemeth Fullt nafn: Lásló Németh. Fæðingardagur: 25. október 1951, í Búdapest. Starf: Þjálfari KR og íslenska landsliðsins í körfuknattleik. Menntun: Dr. í þjálfunarfræði frá Háskólanum í Búdapest. Ferill sem leikmaður: Lék með Honved Búdapest og liði Háskól- ans í Búdapest. Lék 12 landsleiki með ungverska landsliðinu. Ferill sem þjálfari: Þjálfaði Csepel i 1. deild á Ungveijalandi 1977-1984. Þjálfaði Qadsia í Kúvæt 1985-1988. Þjálfaði landslið Kúvæt 1987-88. Titlar: Bikarmeistari með Csepel 1984. Tvöfaldur meistari með Qadsia 1985, 1986 og 1987. b FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR / LANDSKEPPN! Eggert og Pétur ekki með til Luxemborgar Þrír nýliðar úr HSK í íslenska landsliðshópnum LANDSKEPPNI íslendinga og Luxemburgara ífrjálsum íþróttum fer fram um næstu helgi í Luxemburg. í fyrra mættust þessar þjóðir í keppni hór heima og fóru íslendingar þá með sigur af hólmi; hlutu 109 stig gegn 92 stigum gest- anna. Luxemburgarar báru því þá við, að þeir væru ekki með sitt sterkasta lið, en nú snýst dæmið sennilega við, því fslenska liðið verður án tveggja ólympíufara; þeirra Eggerts Bogasonar og Póturs Guð- mundssonar. rír nýliðar vefða í íslenska fijálsíþróttalandsliðinu, sem fer til Luxemburgar og eru þeir allir úr HSK. Nýliðamir eru Andrés Guðmundsson, sem keppir í kúlu- varpi í stað Péture, Friðrik Lareen, sem keppir í 4x400 metra boð- hlaupi, og Unnar Garðarsson, sem keppir í krínglukasti í stað Eggerts. Að sögn Ágústs Ásgeiresonar, formanns FRÍ, báðust þeir Eggert og Pétur undan þátttöku í lands- keppninni, vegna þess, hvemig þeir hafa hagað æfingum sínum fyrir Ólympíuleikana í Seoul. „Eggert segist ekki vera tilbúinn, til að keppa strax, því undirbúning- ur hans hefur allur miðast við þátt- tökuna í Seoul," sagði Ágúst. „Hann telur sig ekki vera kominn í nógu góða æfingu, til þess að geta tekið neina áhættu um þessar mundir. Hann mun þó að líkindum keppa á æfingamóti í Reykjavík í næstu viku. Pétur telur sig hins vegar ekki mega við því að missa fjóra daga úr undirbúningi sínum fyrir leikana, og þess vegna baðst hann undan þátttöku að þessu sinni," sagði Ágúst Ásgeireson að lokum. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR / SPJÓTKAST íris náði þriðja lengsta kasti sínu frá upphafi ÍRIS Grönfeld, spjótkastari og ólympfufari úr UMSB, virðist vera aö ná sór aö fullu eftir að hafa hlotið slæm meiðsl f öxl snemma í sumar. A frjáls- íþróttamóti í Borgarnesi á laugardag kastaði hún 59,40 metra, sem er þriðja lengst kast hennar í ár. E g reikna með að það séu svona tvær vikur þar til ég hef náð fullum styrk,“ sagði íris eftir kastið í Borgamesi. Það þýð- ir að hún ætti að vera komin í sína fyrri æfíngu þegar á hólminn verður komið í Seoul. íris setti tvisvar ísl.andsmet á mótum í Noregi i maí, kastaði fyret 61,04 og viku seinna 62,04 sem mun vera um þrítugasta bezta spjótkastsafrekið í heimin- um í ár. Nokkru seinna meiddist hún síðan í öxl, sem er afdrifaríkt fyrir spjótkastara. Hún hefur tek- ið miklum framförum frá í fyrra, þegar hún kastaði lengst 56,54. Islandsmetið hennar stóð í vor í 59,12 metrum. Árangur hennar í Borgamesi sl. laugardag er því jafnframt þriðja bezta kast henn- ar frá upphafi. ■ ÞRÍR handknattleiksmenn úr Stjörnunni, þeir Einar Einarsson, Hafsteinn Bragason og Gylfi Birgisson, eru nú staddir hjá stór- veldinu Gummersbach í Vestur Þýskalandi, þar sem þeir æfa með liðinu í eina viku. Með þeim er þjálf- arí Stjörnunnar, Gunnar Einars- son, sem mun fylgjast með þjálfun og kynna sér aðstæður hjá félaginu. ■ FJÓRIR- íslenzkir golfmenn tóku þátt í belgísku unglingamóti í síðustu viku. Karen Sævarsdótt- ir, GS, lék hringina tvo á 164 högg- um samtals en Ragnhildur Sigurð- ardóttir, GR á 167 höggum. Þær urðu í 8. sæti af 10 í keppni milli þjóða í kvennaflokki. í einstaklings- keppninni komust þær báðar í 32 manna úrelit en voru slegnar út þar. Siguijón Arnarsson, GR, lék á 157 höggum samtals og Eiríkur Guðmundsson, GR, lék á 166 höggum. Þeir urðu í 10. sæti af 16 í keppni þjóða í karlaflokki. Sigur- jón sigraði í dragkeppni, sem allir keppendur tóku þátt í og haldin var samhliða mótinu. íslendingar hafa undanfarin ár tekið þátt í þessu móti en árangurinn nú var betri en áður. ■ LAJOS Detari, næstdýrasti knattspymumaður heims, fer í skurðaðgerð á vinstra hné í Svíþjóð í vikunni. Ekki er ljóst hvenær hann verður búinn að ná sér eftir aðgerð- ina en lið hans Olympiakos á fyreta leik í grísku deildinni 11. september. ■ ÞRÓTTUR og ÍBK gerðu í fyrrakvöld 1:1 jafntefli eftir fram- lengdan leik á Valbjamarvelli í úr- slitum íslandsmótsins í eldri flokki í knattspymu. Því þarf að fara fram nýr ieikur og verður hann í Sand- gerði á sunnudaginn klukkan 14. ■ TERRY Venables stjóri Tott- enham í Englandi hefur leitað log- Gunnar Elnarsson. andi ljósi að góðum vamarmanni upp á síðkastið. Venables hefur víða spuret fyrir en alls staðar feng- ið sama svarið; viðkomandi leik- menn eru ekki til sölu. Talið er líklegt að hann bjóði næst í Peter Shirtiiffe hjá Charlton. Sá er metinn á 500.000 pund og er talið að Charlton sé reiðubúið að láta hann fara. fl COLIN Clarke, markaskorar- inn mikli hjá Southampton, vill fara frá félaginu. „Ég vil leika fyr- ir sterkara félag. Southampton verður aldrei það sterkt að það geti unnið meistaratitilinn,“ sagði Clarke. Hann er metinn á 750.000 pund. Talið er West Ham geri til- boð í hann, en Clarke skoraði ein- mitt gegn West Ham á laugardag- inn er Southampton sigraði Lund- únaliðið 4:0 í deildinni. fl DEAN Saunders skoraði sig- urmark Oxford í leiknum gegn Hull, 1:0, í ensku 2. deildinni í fyrrakvöld. Þetta var fyrsti sigur liðsins síðan Mark Lawrenson tók við stjóminni fyrir sex mánuðum. Útsendarar frá þremur félögum, QPR, Luton og Chelsea vom á leiknum til að fylgjast með Saund- ers, sem er framheiji. En Law- renson sagði eftir leikinn að hann færi hvergi. „Saunders er ekki til sölu,“ sagði stjórinn. SKOTFIMI Birglr setti heims- met Bætti 15 ára gamalt met í ná- kvæmisskotfimi BIRGIR Sæmundsson, úr Skot- félagi Reykjavikur, setti nýtt glæsilegt heimsmet í nákvæm- isskotfimi á heimsmeistara- mótinu í skotfimi sem nú stendur yfir í Ohio í Banda- ríkjunum. Birgir sýndi mikið öryggi og munaði aðeins 0,691 cm á milli þeirra skota sem fjærst voru. m Inákvæmisskotfimi er mæld fjarlægð á milli þeirra kúlna sem fjæretar eru. Birgir skaut 10 sinn- um af rúmlega 200 metra færi og aðeins munaði 0,691 cm. Gamla heimsmetið, sem var sett 1963 og er því orðið 15 ára gamalt, var 0,774 cm. Þess má geta að sá sem hafnaði í öðru sæti á mótinu var með 0,975 og munurinn því tölu- verður. Birgir sagði að skilyrði til keppni hefðu ekki verið góð; nokkur vindur og það hefði truflað keppendun Þess má geta að Birgir smíðar sínar byssur sjálfur og sér um nánast allt sem við kemur keppni. Hann keppir einnig í nákvæmisskotfimi með veiðibyssum, en keppni í þeirri grein hefst á fostudaginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.