Morgunblaðið - 04.09.1988, Side 27

Morgunblaðið - 04.09.1988, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1988 27 Breti í Bandaríkjun- um sýnd í Stjömubíói STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýn- ingar á nýrri, bandarískri gam- anmynd sem hlotið hefur nafnið Breti í Bandaríkj unum (Stars and Bars). Myndin segir frá ólýsanlegnm Atriði úr kvikmyndinni Breti í Bandaríkjunum sem sýnd er í Stjörnubíói. ævintýrum Breta nokkurs, sem flyst til Bandaríkjanna í von um skjótan framan. Vinnuveitandi hans sendir hann til suðurríkjanna til að kaupa ómetanlegt málverk eftir Renoir en ýmiss ljóns eru í veginum, þ. á m. ofbeldissinnaður sonur eigandans og hálfsturluð systkini. Aðalhlutverkin eru í höndum Daniels Day Lewis, Harry Dean Stanton og Joan Cusack. Leik- stjóri er Pat O’Connor. Starfsmenn Pósts og síma: Vanefndum á launagreiðsl- ummætt með hörku ÞRTÚ félög starfsmanna hjá Pósti og síma hafa sent frá sér ályktun „vegna hugmynda stjórnvalda um vanefndir á lau- nagreiðslum til starfsmanna Pósts og síma.“ Orðrétt er ályktunin þannig: „Póstmannafélag íslands, Félag íslenskra símamanna og Félag há- skólamenntaðra starfsmanna hjá Pósti og síma fordæma ábyrgðar- lausar hótanir Jóns Baldvins Hannibalssonar, fjármalaráðherra, um að greiða ekki gjaldfallin og samningsbundin laun, en það er rof á þeirri friðarskyldu sem hafa ber í heiðri á gildistíma kjarasamnings. Geri stjómvöld alvöru úr slíkum hótunum nú eða síðar verður því mætt af fullri hörku. Við slíkar aðstæður hljóta félögin að velta fyrir sér hvort stjómvöld telji sig geta komist af án þeirrar þjónustu sem Póstur og sími veitir." Alþýðubandalagið: Barátta gegn herstöðvum brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar Á RÁÐSTEFNU Alþýðubanda- lagsins um íslensk utanrikismál var samþykkt ávarp þar sem segir að barátta gegn herstöðvum á íslenskri grund og þátttöku ís- lands í hernaðarbandalagi sé nú sem fyrr brýnasta sjálfstæðismál þjóðarinnar. Alþýðubandalagið á Austurlandi og Norðurlandi eystra gekkst fyrir ráðstefnunni sem var haldin á Hallormstað og bar nafnið „íslands - herstöð eða friðarsetur“. Hana sátu um 70 manns. í fréttatilkynningu frá Alþýðu- bandalaginu segir að flutt hafí verið framsöguerindi um afvopnunarmál, hemaðarstöðuna á Norður-Atlants- hafi, geislavirkni í höfunum, kjam- orkuvetur og baráttuna gegn her- stöðvum og hemaðarbandalögum. í ávarpi ráðstefnunnar kemur meðal annars fram að baráttan gegn herstöðvum á íslenskri grund og þátttöku íslands i hemaðarbandalagi sé nú sem fyrr brýnasta sjálfstæðis- mál þjóðarinnar. Áukin hemaðarum- svif hér á landi og í Norðuhöfum séu í hróplegu ósamræmi við batnandi horfur í alþjóðamálum. í ávarpinu er enn fremur flallað um hættuna af auknum vigbúnaði á sjó og þess kraflst að íslensk stjómvöld beiti sér fyrir því á alþjóðavettvangi að við- ræður heQist um afvopnun á höfun- um. Einnig er bent á ísland sem vænlegan fundarstað fyrir slíkar við- ræður. FLUTTUR IHAMRABORGINA ✓ Utvegsbankinn við Digranesveg í Kópavogi er fluttur í nýtt húsnæði. Nýju heimkynnin eru í Hamraborginni. Rétt hinum megin við hæðina. Utvegsbankinn í Hamraborg býður viðskiptavini sína velkomna á nýjan stað í hjarta Kópavogs. úo - op Utvegsbanki Islands hf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.