Morgunblaðið - 04.09.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 04.09.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1988 Hver og einn er ævintyrí Það er mikið ævintýri að kynnast nýju fólki. Sumirláta ekki niikið yfir sér og þykjast lítið hafa gert markvert um ævina, aðrir tala af hita um stóra sigra og margháttaða lífsreynslu. Leggi maður eyrun við og púslar saman þeim upplýsingabrotum sem fólk gefur manni, er niðurstaðan óhjákvæmilega sú að allir eigi sína merkilegu og áhuga- verðu sögu, litríkan minningabrunn full- an af skoðunum, upplifunum ogreynslu. Við erum öllparturaf heildinni, íraun hvert öðru lík ímeginatriðum. Þaðsem berá milli er oftast nær hvemig aðlög- un okkarað ríkjandiþjóðfélagsmynstrí gengur, hvort við komumst áfram og upp í metorðastigum afýmsu tagi, stöndum ístað eða förumjafnvel afturá- bak. En öll erum við bræður ogsystur á henni móðurjörð ogættum að reyna að lifa samkvæmtþví, ísátt og samlyndi. Vestmanna- eyjum er aðalatvinnugreinin útgerð. fiskur og aftur fiskur. Fjögur stór frystihús eru rekin og önnur smærri líka. Ég heimsótti eitt þeirra stóru ásamt Sigurgeiri ljósmyndara. Klukkan var langt gengin níu um kvöldið og hafði verið unnið á vökt- um stanslaust frá fjögur um nótt- ina. Við hittum fyrir Sigrúnu Olgu Gísladóttur, 25 ára, sem fæddist á Patreksfírði, en fluttist til Eyja 1967. Hún var að klára að „pakka“ ýsu ásamt stöllu sinni Drífu Gunn- arsdóttur. Eftir að Sigurgeir hafði smellt mynd af þeim stöllum fengu stúlkumar leyfi hjá verkstjóranum til að fara í stutt kaffihlé. Ég byij- aði á því að spyrja Sigrúnu hvort hún hefði mikið unnið við fisk- vinnslu. — Ég starfaði mikið í fískvinnslu þegar ég var yngri. Meira og minna, alltaf þegar tími gafst frá skólan- um. Allt frá fermingu. Núna er þetta bara hlutastarf hjá mér. Ég er gjaldkeri í pósthúsinu hér í bæ. Ég veit ekki hvað ég starfa mikið í fiski í vetur. Það fer eftir því hvað mikill tími gefst fyrir utan hinn hefðbundna vinnutíma. Ég er ein- stæð móðir. Er það ekki basl? — Jú, það er nú óttalegt basl. Annars er gott að vera með börn hér í Vestmannaeyjum. T.d. ef maður þarf að fara eitthvað þá er auðvelt að fá bamapíu. Hvað er gert sér til dægrastytt- ingar hér í Eyjum? — Það er lítið hægt að gera. Hér er ekki einu sinni kvikmyndahús lengur. Því var lokað. Það leigja sér allir videó eða horfa á Stöð tvö. Maður fer einna helst á böll um helgar. Það er dansstaður hér sem heitir Skansinn og Gestgjafínn, en það er pöbb sem er opinn alla daga vikunnar. Það er dáldið mikið fyll- erí á mannskapnum, en það er eðli- legt. Lítið annað hægt að gera. Er veturinn kaldur hér í Eyjum? — Yfirleitt er veturinn góður. Það snjóar minna hér heldur en annars staðar á landinu. Verst að það er lítið að gerast hér á vetuma. Er þá farið suður til Reykjavíkur? — Já, maður fer alltaf annað slagið suður. Ég dvaldi fyrir sunnan í vetur vegna þess að ég var í Póst- og símaskólanum. Skólinn var í tvö skipti. 6—7 vikur í senn. Kemstu af með þau laun sem þú hefur? — Já, ég kemst af, en þetta er erfitt hjá mörgum. Það þarf að bæta kjör þeirra lægstlaunuðu. Launin em skammarlega lág í mörgum tilfellum. Ég er betur sett en margir aðrir, sagði Sigrún Olga að lokum. Ég kvaddi frystihúsið Frostverk ásamt Sigurgeiri ljósmyndara. Þeg- ar við gengum út glumdi yfír öllum vinnusölunum gamli góði Frank Sinatra. Og þarna hamaðist fólkið við að pakka ýsu og Frankie söng gamla slagarann „New York, New York“. Kaldhæðnislegt, í orðsins fyllstu merkingu, eða hvað? Hér er ekki einu sinni kvikmyndahús lengur. Því varlokað. Það leigja sérallir videó eða horfa á Stöð tvö. SIGRÚN OLGA GÍSLADÓTTIR ÍÍ UMSJÓN STEINUNN ÁSMUNDSOÓTTIR OG ARI GÍSLI BRAGASON Það er dáldið mikið fylleríá mannskapnum, en það er eðlilegt. Lítið annað hægt að gera. SIGRÚN OLGA GÍSLADÓTTIR ii 99 „Það er orðið nokkuð mikið um að ungir menn séu í lykilstöðum í atvinnulífinu og ég tel það eðlilegt. Þarna á sér stað ákveðin end- urnýjun þar sem yngri kynslóðin fær tækifæri til að sýna hvað íhenni býr. “ MAGNÚS ÞORSTEINSSON ~ 99 Þegar þetta skeði um nóttina voru allir sam- an. Fjölskyldan var öll heima. Flestirkomu aftur en ekki allir. ______PÁLL PÁLSSON___ ii mánuði hafa sjónvarpsbylgjur frá Egilsstöðum flætt yfir fjöll og dali á austanverðu fslandi og smogið inn í litla, ferhyrnda hreyfímyndakassa í stofum Austfirðinga, þeim til af- þreyingar og ánægju. Sá sem stendur fyrir þessari sjón- varpsbyltingu er, á meðal annarra, Magnús Þorsteinsson, 28 ára gam- all Egilsstaðabúi, hluthafi og fram- kvæmdastjóri Austfirska sjónvarps- félagsins hf. Ég leit inn á skrifstofu félagsins um miðjan ágústmánuð og bað Magnús að segja aðeins frá sjálfum sér og störfum sínum í þágu fjöl- miðlunar. Nýir vendir sópa best Mitt aðalstarf er að vera skrif- stofustjóri Kaupfélags Héraðsbúa og sjónvarpsmálin því unnin í tóm- stundum. Ég fékk mína menntun í Sam- vinnuskólanum á Bifröst og vann svo næstu tvö árin eftir próf í hinum ýmsu deildum hjá Sambandinu, var svokallaður flakkari sem þýðir að ég var yfirleitt ekki Iengur en tvo mánuði í hverri deild. Eftir þetta fór ég til Englands og vann fyrir sama atvinnuveitanda og áður á skrifstofu í London í þijú ár. Því næst kom ég hingað til Egils- staða og tók við núverandi starfi mínu, sem ég hef gegnt í fjögur ár. Þetta er tiltölulega umfangsmik- ið starf, vegna þess að þetta er með stærri kaupfélögum á landinu og því nóg að gera. Það er orðið nokkuð mikið um að ungir menn séu í lykilstöðum í atvinnulífinu og ég tel það eðlilegt. Þarna á sér stað ákveðin endurnýj- un þar sem yngri kynslóðin fær tækifæri til að sýna hvað í henni býr. Nýir vendir sópa best og það er mjög jákvætt að fá inn yngri menn í bland við þá eldri að sjálf- sögðu og að nýta þeirra reynslu. Það er mikilvægt að læra af öðrum því það er svo miklu fljótlegra að láta segja sér til, heldur en að vera alltaf að læra af eigin mistökum. Það sem er að ske á líðandi stundu Það hefur búið með mér ákaflega lengi að hafa áhuga á útvarpi, sjón- varpi og útsendingarmálum yfír- leitt. Sem strákur var ég með litla ólöglega útvarpsstöð og á Bifröst var ég viðloðandi útvarpsstöðina þar. Eftir að hugmyndin um sjón- varpsstöð fór að þróast, hefur verið afskaplega spennandi að vinna að þessum málum af alvöru. Það sem við gerum fyrst og fremst er að senda út efni sem við fáum frá .Stöð 2. Svo bætum við inn í okkar eigin dagskrá sem hefur hingað til verið fjörutíu og fimm mínútna þáttur á viku. Það er mest umfjöll- un um austfirsk efni og viðtöl við fólk úr þessum landshluta, við höf- um reynt að fara nokkuð víða um. Einnig fléttum við inn í einhveiju gamanefni ef því er að skipta. Ann- ars hefur ekki verið nein föst eða ákveðin stefna í þáttagerðinni hjá okkur, meira svona tekið inn það sem er að ske á líðandi stundu. Galdramenn í upphafi gekk nokkuð brösulega að koma þessu heim og saman enda er í raun ákaflega flókið mál að senda út mynd og hljóð, til þess þarf mjög flókin og margslungin tæki. Við erum mjög fáir sem vinn- um eitthvað í þessu og burðarásinn er tæknimaðurinn okkar, Benedikt Vilhjálmsson, sem er hinn mesti galdramaður og heldur þessu gang- andi öllu saman. — Aðstandendur félagsins hafa lagt þó nokkra fjármuni í reksturinn og vissulega er nokkur áhætta því fylgjandi eins og hjá öðrum fyrir- tækjum. En ef maður hefur ekki trú á því sem maður er að gera, þá borgar sig engan veginn að *vwnnrie\ bytja, maður er þá dæmdur til að tapa. Þessi sjónvarpsstöð virkar ná- kvæmlega eins og í Reykjavík, við erum með áskriftargjöld og þvíumlíkt. Við tökum við því efni sem að okkur er rétt frá Stöð 2 og kaupum það á ákveðnu verði. Svo er því dreift um okkar landsfjórð- ung og það er verkefni sem er alls ekki lokið enn. Við erum að þróa nýja tækni sem hefur aldrei verið notuð áður til að koma efninu til fjarlægra staða sem eru afskekktir og erfitt að nálgast. Til dæmis erum við nýlega komnir af stað á Vopna- fírði og gerum þar með hluti sem enginn hélt að hægt væri að fram- kvæma. Aðferðin byggist á því að á efstu fjallatoppa eru settir litlir endurvarpar sem ganga fyrir raf- hlöðum, sem aftur eru hlaðnar með þeirri orku sem fæst þarna uppi, þ.e. sól og vindi. Hefðbundin dreif- ing eins og hjá Ríkissjónvarpinu byggist á feiknalega dýrum aðal- sendi, eins og er t.d. hér á Gagn- heiði, sem sendir út með geysimiklu afli og nær á þessa fjarlægu staði með kröftunum einum saman. Við höfum ekki peninga til að gera þess háttar hluti og verðum því bara að vera sniðugir og bjarga okkur á eigin spýtur. Við ætlum að nýta okkur þessa tækni við Seyðisfjörð og Fáskrúðs- §örð í náinni framtíð og höldum að nú sé þetta allt saman að kom- ast í almennilegt horf. Auðvitað eru alltaf ákveðnir byijunarörðugleikar sem te§a þegar menn eru að fást við nýja hluti, en tíminn mun leiða í ljós hvort þetta gengur upp. Sjónvarpslega séð eru Austfirðir og Vestfirðir eitt erfiðasta svæði sem hægt er að glíma við því það eru ekkert nema fjöll og dalir á víxl. Þetta gengur þó ótrúlega vel og í haust verðum við líklega búnir að spanna svæðið allt frá Vopna- firði og yfir til Fáskrúðsfjarðar. Markmiðið er að ná alveg yfir í Höfn i Hornafirði á endanum. Ég veit nú ekkj hversu langan tíma það tekur, það fer mikið eftir því hvað Póstur og sími getur fyrir okkur gert því við erum þeim mjög háðir. En stöðugt er unnið við að koma þessu áfram og þetta er virkilega skemmtilegt verkefni fyrir alla sem að því standa. A Austurlandi beijumst við eins og annars staðar við að halda fólki og ég tel að það sem við erum hér að fást við gæti verið gott innlegg í þá baráttu, í þá veru að Aust- firðingar séu ekki afskiptir. Varla mögnleiki á að nokkur sé innfæddur Egilsstaðir eru um margt mjög sérstakur bær á íslandi, vegna þess að hann hefur byggst upp á rétt rúmum fjörutíu árum. Það er ekki lengra síðan að fyrsta húsið var byggt hérna. Ég á einmitt annað af tveimur fyrstu húsunum, keypti það núna um daginn og finnst skringilegt að það skuli vera elst þó ekki sé það eldra en raun ber vitni. Egilsstaðir byggja líka á allt öðr- um grunni en allflest pláss önnur, vegna þess að það gegnir fyrst og fremst því hlutverki að þjónusta þá sem búa hér í kring. Því verður lífið hér nokkuð öðruvísi, menn vinna reglulegan vinnutíma og hafa tæki- færi til að skipuleggja sínar tóm- stundir. Sem er mjög heppilegt því hér er slíkur aragrúi félaga að það er ekki viðlit að sinna öllu því sem maður hefði kannski áhuga fyrir. Semsagt engin félagsleg deyfð á Egilsstöðum. Mér finnst ákaflega gott að búa hér, maður er miðsvæðis, veðrið er k
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.