Morgunblaðið - 04.09.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.09.1988, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1988 ______J t Jarðarför móður okkar og ömmu, INGIBJARGAR BENEDIKTSDÓTTUR frá Breiðuvík, Hverfisgötu 98, Reykjavfk, fer fram frá nýju kapellunni í Fossvogi þriðjudaginn 6. sept. kl. 1 50°- Þorbjörg Jónsdóttir, Erla Jónsdóttir, HaukurJónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, JÓHANNA MARÍA JÓHANNESDÓTTIR, Miklubraut 88, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 5. september kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Skúli Sigurjónsson, Karl Sigurjónsson, Vigfúsína Clausen, Slgrún Clausen. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON skipstjóri, Hrafnistu f Hafnarf irði, verður jarðsunginn þriðjudaginn 6. september kl. 13.30 frá Foss- vogskirkju. Margrót Ingvarsdóttir, Kristján Kristjánsson, Unnur Kristjánsdóttir, Vilborg 1. Kristjánsdóttir, Ríkarður Guðjónsson, Ingvar Kristjánsson, Erla Nilsen, Gíslfna Kristjánsdóttir, Guðjón Oddsson, börn og barnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma, GUÐRÚN JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR, Efstaleiti 12, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 5. september kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagiö. Gunnar Þ. Gunnarsson, Gunnar Ingi Gunnarsson, Brynhildur Sch. Thorsteinsson, Hjördfs G. Thors, Ólafur Thors, Ólafur Þór Gunnarsson, Linda Róbertsdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Rafn Ben. Rafnsson og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eigin- manns míns, KRISTMANNS DAN JENSSONAR, Hamarsgötu 3, F.h. vandamanna, Fáskrúðsfirði. Elsa Guðrún Hjaltadóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför SKARPHÉÐINS HALLDÓRSSONAR fyrrverandi sparisjóðsstjóra. Kristfn Sigurbjörnsdóttir, Gunndís Skarphéðinsdóttir, Ragnar H. Bjarnason, Guðrún Skarphéðinsdóttir, Leifur E. Ægisson, Gunnar Skarphéöinsson, Harpa Hanssen, Sigrún Skarphéðinsdóttir, Sigurður G. Ringsted, barnabörn og barnabarnabörn. t Við þökkum innilega alla þá samúð og vináttu sem okkur hefur verið sýnd við andlát og útför systur okkar, ÁSTRÍÐAR GUÐRÚNAR BECK. Hans Jakob Beck, Steinunn Marfa Beck, Sigrfður Jóhanna Beck. t Þökkum auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför EGILS SIGURÐSSONAR, Alafossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks og lækna Borgarspítalans og Ála- foss hf. Aðstandendur. Jóhanna M. Jóhannes- dóttir — Minning Fædd 17.janúar 1911 Dáin 29. ágúst 1988 Að kvöldi 29. janúar sl. komu þau boð norður yfir heiðar, að kona sem ég þekkti vel, Jóhanna María Jóhannesdóttir, en þekkti þó ekki, hún amma mín, væri dáin. Þessi góða kona sem alltaf sýndi mér sömu elsku, þó ég afar sjaldan heimsækti hana. Svo ættrækin manneskja var hún, að aldrei gleymdi hún afmælisdegi eða öðr- um merkisdegi síns fólks, ekki held- ur mínum dögum. Föður minn missti ég ungur, er hann fórst með togaranum Júlí, árið 1959. Þá missti hún amma þó meira, því ásamt syni sínum missti hún eiginmann sinn, með sama skipi. Minningin um föður minn er ekki mikil, óljós skuggi af manni sem kom í heimsókn til að líta á strák- inn sinn, oftar en ekki færandi stór- ar gjafír. En strákurinn, hann skreið bak við stól, var feiminn við þennan ókunna mann, sem alltaf var úti á sjó. Bæði þá og síðar reyndi amma að bæta mér föður- missinn; reyndi af fremsta megni að gera það fyrir mig sem í hennar valdi stóð. En ég hélt áfram að skríða bak við stól. Nú er of seint að koma fram og taka við þeim kærleik sem hún vildi svo gjaman veita mér, eins og öðrum sínum ástvinum. Hún amma var ávallt tilbúin að gleðjast með mér þegar tilefni gafst og ekki síður yeita mér styrk í sorg, þá er ég þurfti þess með. Hún þekkti sorgina og erfíðleika af ýmsu tagi, þó var hún ætíð hress og kát og vorkenndi síst of öllum sjálfri sér. Nú þegar amma er dáin get ég aðeins beðið guð að varðveita hana, því víst er, að sé líf handan þessa lífs þarf hún ekki að kvíða þeirri vist. Megi hún hvíla í guðs friði. Birgir Sigmundsson Á morgun verður til moldar bor- in Jóhanna María Jóhannesdóttir sem lést á krabbameinslækninga- deild kvenna á Landspítaianum þ. 29. ágúst sl. Jóhanna fæddist á Oddsflöt í Grunnavík, dóttir Margr- étar Sigmundsdóttir, sem síðar bjó um áratuga skeið í Bolungarvík, og Jóhannesar Jóhannessonar. Hún ólst upp hjá móðurforeldrum sínum, Elínu Amórsdóttur og Sigmundi Hagalínssjmi. Það eru áratugir síðan Grunnavík í jökulfjörðum f Norður-ísafjarðar- sýslu fór í eyði með breyttum bú- skapar- og atvinnuháttum; í kjölfar lýðveldistökunnar tíndu bæir þar tölunni einn af öðrum. Fólkið sem ólst þar upp bar sterk- ar taugar til sveitarinnar og þannig var um Jóhönnu, fyrir henni var Grunnavík helgur staður og til upp- eldis síns þar sótti hún sína lífsspeki og lífstrú. Fólkið þar var alið upp við erfiðar aðstæður og oftast nokkra fátækt, en samheldnin og samhjálpin sat í fyrirúmi auk bjart- sýni og trú að lífið og hið góða í samferðarmanninum. Af þessum rótum mótaðist Jó- hanna þó hún flyttist ung til Isa- fjarðar og síðan til Reykjavíkur þar sem hún bjó lengst af; síðustu árin á Miklubraut 88 þar sem hún hélt heimili með syni sínum, Skúla Sig- utjónssyni. Onnur böm hennar eru dætumar Vigfússína og Sigrún og synimir Karl og Sigmundur, en Sig- mundur fórst með togaranum Júlí ásamt eiginmanni hennar, Magnúsi Guðmundssyni. Einnig ól hún upp sonarson sinn, Finnboga Karlsson. Á Miklubraut, sem og öðmm stöðum sem hún bjó á, hélt hún í heiðri siði og venjur frá æskustöðv- unum. Þar var alltaf opið hús og svo gestkvæmt að oft var sofíð í öllum homum, því ætti einhver ættingi, vinur eða fjarskyldur frændi erindi til Reylqavíkur var Miklubrautin oftast fýrsti og síðasti áningarstaður. Og þá notaði Jó- hanna tækifærið til að kalla á ætt- ingjana sem á höfuðborgarsvæðinu bjuggu í mat eða kaffí og ef hún hefði ekki gert það er ömggt að margt af fólkinu hennar þekktist ekki. Öll böm og ungviði löðúðust að henni og þyrfti einhver að koma bami í pössun var ömggt pláss og mjög vinsælt á Miklubrautinni. Oft var þröngt í búi hjá Jóhönnu, en aldrei var þó svo þröngt að hún gæti ekki rétt bágstöddum hjálpar- hönd eða liðsinnt. Væri afmæli, ferming eða ein- hver merkisdagur í ættinni gátum við gengið að því vísu að hún kæmi í heimsókn, gæti hún það ekki vissi fólk að það myndi heyra frá henni, oftast hlýlegt símtal, og ef ekki náðist þannnig þá kom símskeyti. Væri einnhver um skemmri eða lengri tíma á sjúkrahúsi kom hún ávallt með sína léttu lund, glaðværð og bjartsýni sem hafði hressandi og bætandi áhrif á líðan allra sem kynntust henni og umgengust hana. Og ekki breyttist hún við að ganga í gegnum þann erfíða sjúk- dóm sem að lokum bar hana ofur- liði, lundin, bjartsýnin og kjarkurinn óbilaður allt til enda. Einn sið tók hún snemma upp, það var að gefa öllum bamabömunum sína fyrstu skeið og fínnst þeim hún enn sinn mesti dýrgripur. Eitt það síðasta sem hún gerði var að sjá svo til að það yngsta fengi sína skeið. Þegar við nú kveðjum hana í hinsta sinn koma upp í hugann t Þökkum samúð og vinarhug vegna andláts föður okkar, tengda- föður og afa, GUÐMUNDAR KR. SÍMONARSONAR, Holtsgötu 12, Reykjavik. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Landspítalans og Karlakórsins Fóstbræðra. Hulda Guðmundsdóttlr, Kristján Benjamínsson, Gyða Guðmundsdóttir, Haraldur Baldursson, Adolf Guðmundsson, Erla Þórðardóttir og barnabörn. LEGSTEINAR j; MÓSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sfmi 681960 þessar ljóðlínur eftir Einar Bene- diktsson: Gengið er valt þar fé er falt, fagna skaltu í hljóði. Hitt verður alltaf hundraðfalt, sem hjartað galt úr sjóði. Dóttir, börn, barnabörn og barnabarnabarn á Akranesi. Ef þú sérð gamla konu, þá minnstu móður þinnar sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann og fómaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. (Davíð Stefánsson) Enga konu í veröldinni hef ég elskað jafn heitt og móður mína sem ég kveð nú með söknuði. Mamma var fædd á Oddsfljót í GrUnnuvík í Norður-ísafjarðarsýslu. 13 ára fluttist hún til ísafjarðar með Ömmu sinni og afa, en til Reykja- víkur árið 1930 þar sem hún bjó til æfiloka. Mamma varð fyrir mikilli sorg í febrúar 1959 er togarinn Júlí fórst, er þar missti hún son sinn og einn- ig eiginmann og held ég að það sár hafí aldrei gróið meðan hún lifði. Mamma var mjög ljóðelsk kona og held ég að ég megi fullyrða að hún hafi kunnað flest öll ljóð Davíðs Stefánssonar utanbókar á sínum yngri árum. Sonur Þegar við komum að vestan til Reykjavíkur var það alltaf okkar fyrsta verk að hringja í ömmu. Að láta hana vita að við værum komn- ar á áfangastað og allt hefði geng- ið vel. Hún bauð þá oftast bamabömum sínum og ijölskyldum þeirra til veislu. Áttum við þá góðar stundir á Miklubrautinni með henni ömmu. Við eigum margs að minnast frá þessum stundum. En hæst ber þó örlætið og góðvildina sem þessi lífsreynda kona sýndi okkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Blessuð sé minning hennar. Jóhanna otr Intribjörg Blómastofii FriÖfinns Suöuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. ’ t« « *■■*«( * 4 * * * «
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.