Morgunblaðið - 04.09.1988, Page 22

Morgunblaðið - 04.09.1988, Page 22
Bænasöngurinn rann saman við öskur í vígvélum Rætt við Ragnar Ragnarsson um kynni hans afAfganistan Afganistan þekkja margir aðeins úr fréttum enda hefur landið verið lokað ferðamönnum í tæp níu ár, eða frá því að sovéskar hersveitir gerðu innrás í landið á jólum árið 1979. í Kabúl, höfuðborg landsins, þar sem ekki hefur verið barist hafa erlendir opinberir starfsmenn aðsetur. Ragnar Ragnarsson er einn þeirra sem komust óáreittir til og frá Afganistan þegar ófriðurinn í landinu stóð sem hæst en faðir hans, Ragnar Guðmundsson, starfaði þar á vegum Sameinuðu þjóðanna í rúm tvö ár. Ragnar kynntist Afganistan á ófriðartímum, stríðshijáðri þjóð en hugrakkri sem aldrei lét bugast. Hann segir frá reynslu sinni sem hann telur ómetanlega. Morgunblaðið/KGA Ragnar Ragnarsson. Ragnar er íslendingur í húð og hár en hefur þó aldrei verið hér búsettur. Fæddur í París fyrir 21 ári og bjó þar til tíu ára aldurs en þá flutti fjölskyldan til Thailands og var þar í tæp tvö ár. Fluttist þá aftur til Parísar og var þar til ársloka 1985 uns foreldrar Ragnars héldu til Afganistan en hann hafði þá hafið nám í hag- fræði og alþjóðlegum stjómmálum við London School of Economics í Lundúnaborg. Ragnar kom a dög- unum í stutta heimsókn til íslands og spjallaði þá við blaðamann. „Eg var byijaður í námi í London þegar foreldrar mínir fluttust til Afganistan í nóvember 1985. Því hef ég aldrei búið þar í lengri tíma, en á þeim rúmu tveimur árum sem þau höfðu aðsetur í Kabúl var ég hjá þeim á sumrin og um jól,“ seg- ir Ragnar. „Það var merkileg reynsla að koma til Afganistan í fyrsta sinn. Ég hafði aldrei áður komið til lands þar sem stríðsástand var ríkjandi og var forvitinn að kynnast því af eigin raun. Það sem ég tók fyrst eftir fyrir utan her- mennina og skothvellina voru hin mörgu þjóðarbrot í landinu og ólfk menning þeirra." Fljótur að venjast sprengjuhljóðunum „Það var aldrei barist í Kabúl þó að aðalflugvöllurinn væri þar og hermenn væru sífellt á vappi um borgina," heldur Ragnar áfram. „Samt sem áður var útgöngubann frá klukkan tíu á kvöldin til sex á morgnana. Einu sinni sprakk sprengja skammt frá húsi foreldra minna en slíkt var fátítt. Aðalátök- in voru í um 50 km fjarlægð frá borginni og heyrðist iðulega í eld- flaugum og sprengjum. Síðasta skiptið sem ég kom til Kabúl höfðu átökin færst nær borginni og mátti oft sjá mikinn reyk stíga upp frá fíöllunum sem umkringja hana. í fyrstu átti ég erfítt með að venjast skothvellunum og hermönnum á öllum götuhomum. Og ég verð að viðurkenna að það setti að mér dálítinn ótta. En svo vandist ég þessu ótrúlega fljótt, einbeitti mér að því að láta þetta ekki á mig fá. Undir lokin var þetta orðinn sjálf- sagður hlutur í huga mínum og ég hætti að kippa mér upp við spreng- ingar og hvin í eldflaugum. Lét sem Ungur Afgani íbygginu á svip. Þessir stórmyndarlegu krakkar voru ófeimnir við að láta mynda sig. Aldraður teppasali á bazar í Kabúl. ég tæki ekki eftir því enda ekki hægt annað ef maður ætlar sér að dvelja í landi eins og Afganistan. Stundum hittust útlendingamir sem störfuðu í Kabúl í garðveislum. Þá stóð maður kannski í hrókasamræð- um við fólk á meðan þyrlur sveim- uðu yfír okkur og hækkaði bara raustina þegar sprengingamar urðu of háværar!" Sovétmenn hafa sem kunnugt er lýst því yfir að í febrúar á næsta ári eða jafnvel fyrr verði allur her- afli þeirra á brott úr Afganistan, en þegar hafa um 50 þúsund her- menn yfirgefið landið. Ragnar segir opinberar tölur hermanna í landinu hafa hljóðað upp á 120 þúsund en þeir hafi vafalaust verið fleiri í raun. „Það kom mér nokkuð á óvart þeg- ar Sovétstjóm tilkynnti að kalla ætti hersveitir landsins til baka. Að vísu hafði mikið verið talað um það en ég hélt að það myndi drag- ast eitthvað. Að mínu mati hefðu Rússar getað dvalið lengur í landinu en þtjár aðalástæður em fyrir því að þeir ákvaðu að hörfa. Fyrst ber að nefna umbótastefnu Gorb- atsjovs, perestrojka. Þá var vaxandi óánægja meðal almennings í Sov- étríkjunum vegna vera Sovétmanna í Afganistan. Þá hafa Sovétmenn eytt geysimiklu fjármagni í þetta stríð og Gorbatsjov þótti mál til komið að nota fjármuni í annað s.s. endurbætur á efnahagslífi og um- bætur á sovéska stjómkerfinu." Samheldin þjóð á ófriðartímum „Fyrst eftir innrásina í Afganist- an bjuggu frelsissveitimar yfír fá- brotnum vopnum. Eftir því sem á leið komust þær yfir fullkomnari vopn og undir lokin vora þær komn- ir með Stinger-eldflaugar. Mestur fjárstyrkurinn kom frá Banda- ríkjunum og Kína en einnig Saudi- Arabíu og auðvitað Pakistan. Án aðstoðar þessara ríkja hefðu þeir fengið litlu áorkað í stríðinu við hersveitir Sovétmanna og afganska stjómarherinn. Eflaust hafa sífellt fullkomnari vopn frelsissveitanna átt sinn þátt í því að Sovétmenn ákvaðu að kalla heim hersveitir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.