Morgunblaðið - 04.09.1988, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 04.09.1988, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1988 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Læknaritari Óskum að ráða læknaritara til starfa nú þegar. Góð vélritunar- og íslenskukunnátta nauð- synleg. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 8 sept. nk. merkt: „Læknaritari - 4362“. Þjálfari íþróttafélagið Ösp vantar þjálfara í vetur í eftirtaldar íþróttagreinar: Borðtennis, sund, fótbolta, frjálsar íþróttir og innanhúss-hokky. Upplýsingar í síma 39964. Járniðnaðarmenn Óskum að ráða vana járniðnaðarmenn. Þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar veitir Ásgeir í síma 641199. Sindrasmiðjan hf. Lögfræðingur með málflutningsréttindi óskar eftir fram- tíðarstarfi hjá traustum vinnuveitanda. Fyrirspurnir sendist auglýsingadeild Mbl. fyr- ir 9. sept. nk. merktar: „Lögfræðingur - 4363“. Pökkun - framtíðarvinna Óskum að ráða nú þegar duglegan starfs- kraft til pökkunarstarfa. Vinnutími frá frá kl. 7.30-16.00 mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 7.30-14.45 föstu- daga. Upplýsingar á staðnum fyrir hádegi. Hreinn hf., Hyrjarhöfða 6, sími 674030. Vöruafgreiðsla Fóðurvöruafgreiðsla Sambandsins óskar eft- ir að ráða ábyggilegan og traustan starfs- mann til frambúðarstarfa. Starfið felur í sér m.a. nótuútskrift, símavörslu, aðstoð við af- greiðslu bíla og fleira. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af vöruafgreiðslu. Nánari upplýsingar veitir sölustjóri á staðn- um. Fóðurvöruafgreiðsla Sambandsins, Sundahöfn, sími685616. ISAL Tölvunarfræðing- ar/kerfisfræðingar Óskum að ráða tölvunarfræðing eða kerfis- fræðing til starfa á viðskiptasviði tölvudeildar okkar. Æskileg er reynsla í forritun og kerfissetn- ingu, sérstaklega í COBOL og RPG. Nánari upplýsingar veitir ráðningarstjóri í síma 52365. Umsóknum óskast skilað í pósthólf 224, Hafnarfirði, fyrir 12. september nk. Umsóknareyðublöð fást hjá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavík og Bóka- búð Olivers Steins, Hafnarfirði. íslenska álfélagið hf. Vélfræðingur Fyrirtækið er lítið en traust og vel þekkt inn- flutnings- og þjónustufyrirtæki, sem flytur inn og þjónustar skipavélar og skyldan búnað. Umsækjandinn skal vera vélfræðingur eða vélstjóri og hafa góða reynslu af meðhöndlun skipavéla, hafa þægilega framkomu og þjón- ustulund. Tungumálakunnátta æskileg. Starfið felst í sölu, ráðgjöf og leiðbeiningum varðandi varahlutaþjónustu fyrirtækisins. Góð laun í boði. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. sjwspjúmm n/r BrynjolfurJónsson • Nóatun 17 105 Rvik • simi 621315 • Alhliöa raöningaftjonusta • Fyrirtækjasala • Fjarmalaraðgjof fyrir fyrirtæki „Au pair“ - New York „Au pair“ óskast til Bandaríkjanna. Upplýsingar í síma 75372. Melanóra hf. Blómabúðin Melanóra hf. óskar að ráða starfsfólk hið fyrsta. Aðallega er um að ræða kvöld- og helgarvinnu. Æskilegt er að við- komandi hafi einhverja reynslu í faginu. Upplýsingar í símum 611222 og 611263. Afgreiðslustörf Óskum eftir að ráða í eftirtalin störf í verslun okkar: 1. Sælgætissala. 2. Kjötafgreiðsla. 3. Bakarí. 4. Kassar. 5. Grænmeti. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri á skrif- stofu Miklagarðs, sími 83811. /MIKUG4RÐUR MARKADUR VIÐ SUND k-rista HÁR& SNYRTISTOFA Viljum ráða hárgreiðslu- og/eða hárskera- svein til starfa sem fyrst. Vinnutími er sveigj- anlegur. Hafðu samband við Hönnu Kristínu í síma 689977 eða heima í síma 689979. SEBASTIAN Skrifstofustarf Starfskraftur óskast til almennra skrifstofu- starfa, eftir hádegi. Góð vélritunarkunnátta áskilin. Upplýsingar á staðnum. Sigurplast hf., Dugguvogi 10, Reykjavík. Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar eftir að ráða í stöðu framkvæmda- stjóra umsýslu- og fjármáladeildar hjá stofn- un verklegra framkvæmda. Krafist er mennt- unar og/eða reynslu á sviði viðskipta. Stjórn- unarreynsla ásamt mjög góðri enskukunn- áttu nauðsynleg. Umsóknir berist varnarmálaskrifstofu utanrík- isráðuneytisins, ráðningardeild, Brekkustíg 39, Njarðvík, eigi síðar en 20. september nk. Nánari upplýsingar veittar í síma 92-11973. Starfsfólk óskast í eftirfarandi störf: • Við uppvask á leirtaui. • Við eldhússtörf. Vaktavinna. Góð laun í boði. Einnig óskast framreiðslunemar í Hallargarðinn. Upplýsingar á staðnum milli kl. 13.00 og 15.00 daglega. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI Atvinna Óskum að ráða strax, eða eftir nánara sam- komulagi, til framtíðarstarfa: ★ Hjúkrunarfræðinga ★ Sjúkraliða ★ Starfsfólk á legudeild Húsnæði til staðar. Upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra í síma 94-4500 eða -3014 alla virka daga frá kl. 8.00 til 16.00. D Reiknistofa bankanna óskar að ráða kerfisfræðing/forritara Æskilegt er, að umsækjendur hafi háskóla- próf í tölvunarfræði, viðskiptafræði eða tæknifræði og/eða umtalsverða reynslu við kerfissetningu og forritun. Við bjóðum fjölbreytt og umfangsmikil verk- efni á sviði bankaviðskipta, sveigjanlegan vinnutíma og tryggjum nauðsynlega við- bótarmenntun, sem eykur þekkingu og hæfni. Umsóknarfrestur er til 18. september nk. Allar nánari upplýsingar um starfið veitir for- stöðumaður kerfisdeildar reiknistofunnar. Umsóknir berist á þar til gerðum eyðublöð- um, er fást hjá Reiknistofu bankanna, Kalk- ofnsvegi 1,150 Reykjavík, sími (91) 622 444.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.