Morgunblaðið - 04.09.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.09.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1988 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÁSDÍSI INGÓLFSDÓTTUR LIFSINS LESIN UR GENUM Aðferð líkamans til að geyma upplýsingar um einkenni einstaklingsins. Mannslikaminn hefur að geyma um 10 trilljón frumur. í kjarna hverrar frumu eru litningar . . . . . . sem innihalda upp- undna þræði sem gerð- ir eru úr. .. . . DKS keðjum sem undnar eru upp um- hverfis eggjahvítuefni. Gen er tiltekin lengd af DKS-keðjunni. Líffræði: * Atak í nmnnerfðafræðirannsóknum ERFÐAFRÆÐINGAR hafa löngum orðið að styðjast við erfða- fræði dýra þar sem mannerfðafræðinni eru ýmis takmörk sett. Maðurinn lifir lengi og eignast fá afkvæmi auk þess sem kynblöndun manna er háð siðfræðilegu mati. Á undanförnum árum hefur þó mannerfðafræðinni fleygt fram enda áhugi manna á erfðafræði ein af leiðum hans til að leita að sjálfum sér og uppruna sínum. Alþjóðlegu samstarfsátaki sem lýst hefur verið sem „líffræðilegri samsvörun við tunglferðir, aðeins töluvert notadrýgri“ mun verða hleypt af stokkunum i næsta mánuði. Ætlunin er að reyna að skrá erfðamengi mannslíkamans. Samstarfið hefst á sama tíma og fyrsti fundur „Hugo“, mann- erfðamengjasamtakanna (Human Genome Organisation), sem stofnuð hafa verið í tengslum við rannsókn- imar, verður haldinn. Markmiðið sem keppt er að með samstarfi sér- fræðinga um alian heim er að ráða sögu lífsins, auka skilning manna á öllum lífverum og koma á fót upplýsingabanka sem geri vísinda- mönnum kleift að ráða við fjöldann allan af sjúkdómum sem hrjáð hafa mannkynið. Sir Walter Bodmer, einn hinna fyrstu sem gerði sér ljósa þýðingu alþjóðlegs átaks við rann- sóknir á erfðamengjum, telur að kortlagning erfðamengja séu „þýð- ingarmestu notin sem hægt er að hafa af iíffræði í dag, nokkuð sem veitir okkur aðgang að handbókinni um manninn". Sir Walter, sem starfar við kon- unglegu krabbameinsrannsóknar- stofnunina í Bretlandi, segir að átakið muni leiða til þess að: - aðferðir verði fundnar til að meðhöndla þá 4.000 arfgengu sjúk- dóma, sem þekktir eru, frá Cystic Fibrosis til andlegs vanþroska. Genasamsetning innan við þriggja prósenta þessara sjúkdóma er þekkt. - skilningur fáist á þvi hvað gerir fólk móttækilegt fyrir veikleikum á borð við háan blóðþrýsting, hjarta- sjúkdóma, krabbamein og sykur- sýki. - starfsemi heilans verði betur þekkt en nú er. - hægt verði að skoða sameinda- starfsemi mannsltkamans þannig að vísindamenn geti skilið aftur- virknina sem stjómar starfsemi í frumum mannslíkamans. - innsýn fáist í mesta leyndardóm lifsins, á hvem hátt ein okfruma verður að mannveru úr 100 milljón milljónum frumum. EB veitir fé til rannsóknanna Rannsóknir sem miða að þvi að ráða erfðamengi mannsins hafa farið fram víða um heim í hartnær tvo áratugi. Nú hefur verið stofnuð í Bretlandi ráðgjafamefnd fyrir erfðamengjarannsóknir, undir stjóm Sir Walters og dr. Dai Rees, formanns breska rannsóknarráðs- ins í læknisfræði. Þessi stofnun mun að öllum iíkindum taka þátt f sam- eiginlegum rannsóknum á erfða- mengjum sem verið hafa í undir- búningi síðustu tvö árin á vegum framkvæmdanefndar Evrópu- bandalagsins. Nefndin veitti nýve- rið 10 milljónum punda (780 millj- ónir ísl. kr.) til þessara rannsókna. Með tilkomu „Hugo", munu evr- ópskir vísindamenn vinna ásamt með félögum slnum í Bandaríkjun- um, Japan og Sovétrfkjunum að því að ráða í erfðamengi mannsins. Sovéska visndaakademían verður virkur þátttakandi í þessum rann- sóknum og fyrirhugað er að leggja til að stofnsett verði „Rannsóknar- stofnun mannsins" á hennar veg- um. Átakið felst í því að safnað verð- ur saman meiri gögnum en gert hefur verið við nokkrar aðrar líffræðirannsóknir í heiminum fyrr og síðar. öflugur tölvubúnaður er nauðsynlegur til að geyma og vinna úr öllum þeim upplýsingum sem safnað verður á einn stað. Tölvur verða ekki einungis notaðar til að geyma upplýsingar heldur hafa verða þróuð forrit sem gera vísinda- mönnum kleift að bera saman og finna genasamstöfur. Ný tegund tölva, sem í daglegu tali eru nefnd- ar „tauganetið", hafa þegar verið prófaðar í Los Alamos ríkisrann- sóknaretofunni í Nýju-Mexíkó. For- ritið er hannað eftir mannsheilanum og býr yfir sérstaklega góðum hæfi- leika til að þekkja aftur mynstur eða ferli atburða. Byltíng I landbúnaði Dr. Peter Goodfellow, hjá rann- sóknarstofnun landbúnaðarins i Bandaríkjunum, segir að erfða- Hvernig má finna gallaða litninga ábyrga fyrir sjúkdómum. THE ' BgOK 'LIFE : : VOIUME mwmk / V Litning er hægt að hugsa sér sem bindi í sögu iífsins sem inniheldur þúsundir blaðsíðna, þ.e. gena. Aðeins fáeinar blaðsíður í hverju bindi innihalda gagnlegar upplýsingar, spurningin er hvaða blaðsíður það eru og hverjar eru upplýsingarnar sem þær hafa að geyma? Sagan er of löng til þess að hægt sé að lesa hana í striklotu. Nútíma erfðafræði gerir kleift að finna þær blaðsiður sem méli skipta. Til dæmis blaðsiðurnar sem bera ábyrgð á sjúkdómnum Cystic fi- brosis. Þekktar blaðsíður A, B, C og D, sem hver um sig felur í sér upplýsingar um ákveðin einkenni einstaklingsins, eru notaðar tii aö finna geniö sem veldur sjúkdómn- um. Cystic fibrosis patients i 4 ♦ Normal patients & t ♦ Genið X, sem veldur sjúkdómnum, gengur i arf frá kynslóð til kynslóðar ásamt öðrum heilbrigðum genum. Meö þvi aö skoða ættar- tré komust vísindamenn að því að geniö X, sem veldur sjúkdómnum, erfist alltaf með einkenni sem genið A veldur. Því ályktuðu þeir að genln AogX væru á svipuðuum stað í bókinni. Til þess að finna Cystic fibrosis- genið var bókin klippt niöur í smærri einingar. Efnafræðileg greining gerði samanburð á einingunum og á þann hátt var hægt að finna X blaðsfðuna og fjarlægð hennar frá A. Að lokum var X blaðsíðan les- in orð fyrir orð til að finna upplýsingar um hvað genið gerír i líkamanum, með það fyrir augum að finna lækningu á sjúkdómnum. mengjarannsóknimar muni einnig verða til þess að ryðja brautina fyr- ir rannsóknir á erfðamengjum hús- dýra og nytjaplantna, sem gætu orðið til þess að meiriháttar umbæt- ur yrðu gerðar á sviði landbúnaðar- framleiðslu. Mýs eiga eftir að hafa mikla þýðingu við þessar rannsóknir. Ástæðan er sú að erfðamengi músa er svipað erfðamengi mannsins og genin sem skipta mestu máli em hin sömu, grundvallargen eru lítt breytileg frá einni dýrategund til annarrar. Sir Walter segir að hægt verði að nota mýs til að prófa gen sem greind verði við erfðamengja- rannsóknimar. „Mannlegar“ mýs, sem hafa gen úr mönnum, munu fá sömu sjúkdóma og þá sem htjá manninn. Þannig er hugsanlegt að bera kennsl á þau gen sem sjúk- dómnum valda. Samanburður á erfðamengjum ólíkra dýrategunda mun varpa Ijósi á uppmna mannsins. Dr. Larry Deaven, starfsmaður rannsóknar- stofnunarinnar f Los Alamos, segir að það muni leysa stórkostlegar gátur um þróun mannsins. Þessar griðarlega umfangsmiklu rannsóknir, sem em svipaðar að umfangi og bygging kjamorkuvers, hafa gefið ímyndunarafli vísinda- manna byr undir báða vængi. Sam- anburðurinn við kjamorkuver er ekki út í bláinn því lfkt og slfk orku- framleiðsla geta rannsóknimar reynst tvíbentar. Margir óttast að verði niðurstöðumar léttvægar fundnar verði það til þess að fjár- framlög til Hffræðirannsókna drag- ist saman. Þeir spyija einnig hversu mikið sé hægt að læra þar sem aðeins B% af erfðamengjum virðast fela f sér gen. Tilgangur hinna gen- anna virðist að þvf best verður séð lítill; afgangur af ónothæfum gen- um sem haftiað hefur verið gegnum þróunarsöguna. Viðskipta- og lögfræðilegar spumingar vakna einnig í tengslum við rannsóknimar. Er hugsanlegt að fá útgáfurétt á röð erfðamengja mannsins og ef svo er hveijir gætu fengið þann rétt? Hver á að hafa einkarétt á erfðamengjum? Verður að setja á stofn erfðamengjamið- stöð? Hveijir ættu að eiga aðild að og stjóma slíkri miðstöð ef hún yrði að vemleika? Misnotkun erfðamengja Yfírmenn rannsóknarráðs Bandaríkjanna segjast telja að erfðamengi mannsins eigi „að vera almenningseign og því ekki hægt að fá útgáfu- eða einkarétt á þeim“. Þeir kveðast líta svo á að notkun erfðamengja verði það sem valdi deilum og erfiðleikum. Þetta er vert að íhuga nánar, segir f umsögn framkvæmdanefndar Evrópu- bandalagsins til rannsóknaraðila. Upplýsingar af þessu tagi segir EB „munu koma einstaklingum að góðu gagni til að gefa þeim vísbendingar um heilsufar og hættur. Á hinn bóginn er varað við því að t.a.m. atvinnurekendur og tryggingarfé- löggætu misnotað slíkar upplýsing- ar. Sem dæmi um misnotkun og mismunun á mönnum gætu læknar hugsanlega tekið að sér að gera genakort til þess að finna þá ein- staklinga sem hættara er við hjartaáföllum eða öðrum sjúk- dómum f því skyni að skera úr um hversu há tryggingaiðgjöld þeim bæri að greiða. Annað sem varðar notkun erfða- mengja er réttur fjölskyldna til að ákveða eiginleika barna sinna. Þetta er vandamál sem læknar glfma við, þ.e. hvaða arfgengu sjúk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.