Morgunblaðið - 04.09.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.09.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGURÍ4. 8EPTEMBER 1988 Afmæliskveðja: Sr. Jón Kr. Isfeld Áttræður verður sr. Jón Kr. ís- feld mánudaginn 5. september. Hann er fæddur 5. september 1908 í Haga í Mjóafírði á Austur- landi. Foreldrar hans voru Jens Kristján ísfeld, bóndi á Skálanesi í Seyðisfírði Guðmundsson bóndi á Hesteyri í Mjóafírði Guðmundsson- ar og kona hans, Júlía Sigríður Steinsdóttir Jónssonar. Jón ísfeld ólst upp með foreldrum sínum og fór snemma að vinna fyr- ir sér heima og við róðra, til að afla sér íjár til náms. Hann hneigð- ist til lesturs bóka þegar á unga aldri og síðan náms. Þegar í skóla bar á hneigð hans til ritstarfa í skólablaði er þótti lofa góðu um þessa hluti. Þá var hann námsmað- ur á Alþýðuskólanum á Eiðum 1920—26. Hann settist síðan í Menntaskólann á Akureyri og varð stúdent 1932. í Kennaraskólann fór hann og lauk þaðan prófí 1934 og jafnhliða því prófí í heimspeki við háskólann. Jón ísfeld lagði nú fyrir sig kennslu er honum var alla æfí hug- leikin. Hann varð farkennari í Loð- mundarfírði 1934—37 og síðan stundakennari við Bama- og ungl- ingaskólann á Seyðisfirði eitt ár. En þó honum félli vel kennslustarf- ið og að umgangast bömin höguðu örlögin því þannig að hann yfírgaf kennsluna í bili. Jón hafði alla æfí verið trú- hneigður maður og guðrækinn. Hóf hann nú að lesa guðfræði við há- skólann og lauk þaðan prófí 1942. Hann var vígður til prests að Hrafnseyri 29. júní 1942. Þá festi hann ráð sitt og kvæntist 25. júlí sama ár Auði Halldórsdóttur frá Nesi í Loðmundarfirði kennara Pálssonar frá Tungu í Fáskrúðsfírði Þorsteinssonar og konu hans, Hólmfríðar Bjömsdóttur frá Dölum í Fáskrúðsfírði Stefánssonar, sem er nú nýlega önduð 103 ára. Má segja að ráðahagur sr. Jóns væri honum auðnuvegur, því hjóna- band þeirra hefur ávállt verið með ágætum. Auður, kona sr. Jóns, hef- ur verið honum stoð í störfum hans og heimili þeirra listrænt og hlý- legt. Þau hjón, sr. Jón ísfeld og frú Auður, eignuðust son, Hauk Halldór Kristján, kennara hér í borg, kvænt- ur Kristfnu Guðmundsdóttur kenn- ara. Sr. Jóni ísfeld féll preststarfið vel í Hrafnseyrarprestakalli og síðan í Bíldudalsprestakalli í 19 ár, lengst af á Bfldudal og prófastur í Barðstrandarprófstsdæmi 1955—61. Hann var árvakur prest- ur í því að koma góðu til leiðar, einkum æskulýðsmálum. Gæslu- maður bamastúkunnar Vorboðans á Bfldudal ámm saman. Þetta hafði góð áhrfí á hina uppvaxandi kyn- slóð en sr. Jón hefur verið um ára- tugi „goodtemplar". Þá gaf hann út safnaðarblað ámm saman, sem hann nefndi Geisla. Sr. Jón var í stjóm Prestafélags Vestfjarða frá 1946—61, þar af formaður 1954. Félagið gaf út ágætt tímarit sem hét Lindin. Sr. Jón starfaði í Slysa- vamafélaginu Sæbjörgu og var for- maður þess lengi. Sr. Jón kom víða við í sínu æfístarfí og Bflddælingar eiga góðar minningar um hann. Árið 1961 fékk hann Æsustaða- prestakall í Langadal og þjónaði því í 9 ár. Flutti hann þá frá sjónum inn til landsins. Þá var byggt nýtt prestsetur í Botnastaðalandi er var hjáleiga frá Bólstaðarhlíð. Var prestsetrið nefnt Bólstaður. Það er nærri þjóðleiðinni norður í land. Komu þar ekki ósjaldan sóknarböm hans frá VestQörðum, en þau prestshjón vom gestrisin og vin- mörg og em enn. Sr. Jón er mikill félagshyggju maður og starfaði meðal annars í karlakór Bólstaðar- hlíðar. Viltu hressa upp á líkama og sál? Ef svo er skaltu kanna hausttilboð okkar á Hótel Örk. Við bjóðum þriggja til fimm daga hressingar- dvöl, frá sunnudagi til föstudags á mjög hagstæðu verði. Hjá okkur getur þú horfið frá annríki hvers- dagsins, slakað á og notið lífsins. Innifalið í verði: Morgun- og hádegisverður, sund og sauna, heitir pottar, læknisskoðun, þolmæling, sjúkra- þjálfun, nudd, leirböó, vixlböó, leijkfími, Ijósogsnyrti- meðferð. Á Hótel Örk er eín besta aóstaða á landinu til hvíldar og hressingar. Pantanir og nánari upplýsingar í síma 98-34700. Verö frá kr. 11.100. Njóttu lífsins á Hótel Örk. Verið velkomin. Sr. Jóni var veitt 1971 Hjarðar- holtsprestakall í Dölum og sat í Búðardal. Hann var prófastur þar samtímis í tvö ár er hann þjónaði þar. Sr. Jón kenndi jafnan við skóla í prestaköllum hans. Þá hefur hann ritað greinar í mörg þau tímarit er gefín vom út í héruðum hans. Að rita og semja hefur honum verið tamt alveg frá því að harin var í Eiðaskóla. Hann hefur samið skáld- sögur fyrir böm og fullorðna, frá- sagnir um merkilega atburði, hefur þetta verið gefíð út og náð hylli. Er sr. Jón lét af embætti settist hann að í Kópavogi, var hann jafn- an árlega lengri eða skemmri tíma og var hann kvaddur til að þjóna þeim brauðum er vom prestlaus. Kona hans fylgdi honum eins og ævinlega í starfinu. Á þessum ámm fóm þau líka til útlanda sér til gagns og skemmtunar. Sr. Jón ísfeld gekk í Félag fyrr- verandi sóknarpresta og hefur starfað þar alla tíð er hann var í bænum. Hann ritar skíra og góða hönd, hefur því komið í hans hlut að vera ritari félagsins. Eins og aðrir meðlimir hefur hann oft hald- ið erindi, einnig flutt messur á Gmnd. Nú að síðustu hefur hann jafnan þjónað fyrir altari er guð- fræðingar hafa prédikað. Hin síðari ár hafa þau hjón verið búsett í Boðahlein 18, sem em vemdaðar íbúðir á vegum Hrafnistu í Hafnarfirði. Fyrir hönd félags fyrrverandi sóknarpresta óska ég frú Auði og sr. Jóni ísfeld til hamingju með daginn og óska þeim allrar Guðs blessunar, og þakka samstarfið í gegnum árin. Afmæiisbamið og kona hans, Auður, taka á móti gestum á heim- ili sonar síns og tengdadóttur í Melseli 1 eftir kl. 16 á afmælis- daginn. Pétur Þ. Ingjaldsson Dodge Ram Van LE 250, árg. ’87,8 cyl, 318 sjálfsk., cruisecontrol, veltistýri, loftkæling, lúxus-innrétt- ing, 2-12 manna dekurbíll. Ekinn aðeins 17 þús km. Bein sala. Sími 33835, Jón. DÖMUR OG HERRAR Nú drífið þið ykkur í leikfimi! 47 Síðasta námskeið fynr sumarfrí Tímar við allra hæfi Námskeiðin hefjast 12. septem Leikfimi fyrirkonuráöllum aldri. Hressandi, mýkjandi, styrkjandi ásamt megrandi æfingum. Karlmenn Hinir vinsælu herratímar eru í hádt inu. Þarftu að missa 1S kíló? Sértímar fyrir konursem vilja léltast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær, sem þjást af vöðvabólgum. Frábær aðstaða Ljósalampar, gufuböð og sturtur. Kaffi ogsjónvarp í heimilislegri setustofu. Innritun og frekari upplýsingar alla virka daga frá kl. 13-22 ísíma 83295. Júdódeild Ármanns Ármúla32.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.