Morgunblaðið - 04.09.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 04.09.1988, Blaðsíða 60
HIGH POWER BATTERY SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Staldrað viðá bryggjunni Morgunblaðið/Ami Sæberg Þetta ungfa ísfirska hjólreiðafólk þarf líklega að búa sig betur ef skroppið er niður á bryggju um helgina. Nú er norðaustanstrekkingur á ísafirði en hafði birt til í gærdag og viðraði loks sæmilega til beijatinslu. Rannsókná voveiflegu mannsláti Rannsóknarlögreg’la ríkisins hóf í gær rannsókn á láti ungr- ar konu, sem fannst á heimili sínu í Kópavogi í gærmorgun. Þegar Morgunblaðið hafði síðast fréttir í gær var rannsóknin á frumstigi og þær upplýsingar einar fengust hjá Rannsóknarlög- reglunni að skýrslutökur vegna mannslátsins, sem borið hefði að með voveiflegum hætti, væru ekki hafnar. II HRESSAHDI. FRÍSKA BRACÐ Skólakerfið: Tíu nemend- ur á hvern starfsmann HLUTFALL nemenda og starfs- mannfl við ríkisrekna skólakerfið var nálægt 10 á móti 1 árið 1985 og fer minnkandi. Árið 1960 var "^HÉKtta hlutfall 20 á móti 1. Þetta kemur fram í skýrslu Jóns Torfa Jónassonar, dósents við Félags- visindadeild Háskóla íslands, um hugsanlega þróun í skólamálum hér á landi næstu 25 árin. í skýrslunni er því spáð að þetta hlutfall verði komið í 6 á móti 1 árið 2010. Skráðir nemendur frá forskóla og upp úr eru nálægt 65.000. Við skólakerfið vinna rúmlega 6.500 manns. Auk kennara og annars starfsliðs skólanna eru með í þessum tölum þeir sem vinna við stjómkerfi og stofnanir, svo sem menntamála- ráðuneytið, fræðsluskrifstofur, Námsgagnastofnun, Lánasjóð íslenskra námsmanna o.fl. í forskóla og skyldunámi á íslandi eru nú tæplega 42.000 nemendur og er hver árgangur um 4.300 manns. í framhaldsskólum eru um 16.000 nemendur. Og á háskólastigi rúm- lega 6.500 nemendur, þar af rúmlega 2.000 í lánshæfu námi erlendis. Á timabilinu 1965—80 hefur Qöldi nemenda 1,7 faldast, en jafnframt hafa útgjöld á hvem nemanda nærri þrefaldast miðað við fast verðlag. Sæsniglar fráKaliforn- íu í tílraunaeldi í Grindavík Grindavik. ÞÚSUND lifandi sæeyru, sem eru sæsniglar, komu frá eidis- stöð í Kaliforníu i gærmorgun til tilrauneldisstöðvar Hafrann- sóknarstofnunar í Grindavík þar sem reynt verður að ala dýrin í sölustærð við íslenskar aðstæður og á íslensku fóðri. Helsti mark- aður fyrir sæsnigla er i Japan. Að sögn Ingvars Nielssonar verkfræðings sem hefur haft veg og vanda af tilrauninni með styrk frá Rannsóknarráði ríkisins lifir sæsnigillinn í Kyrrahafinu á þara við 15 gráðu hita og því er kjörið að kanna hvort hann lifir hér við jarðhitann og á íslenskum hrossa- þara. „Dýrin em fengin frá eldisstöð Abalone Unlimited Ine. í Kalifomíu og hafa fengið heilbrigðisvottorð frá Rannsóknarstofu fiskiðnaðarins Hleri féll af hjólabúnaði Flugleiðaþotu: Málmþreyta olli óhappinu Eftirlit hert með Boeing 727-flugvélum MÁLMÞREYTA olli því að hlerí yfir hægra aðalhjóli Boeing 727- þotu Flugleiða brotnaði af f lendingu við Heathrow-flugvöII f Lund- ónnm f maf sfðastliðnum. Flugvélaverksmiðjunum og öllum eigend- um Boeing 727-þota hefur verið tilkynnt um niðurstöður rannsókn- ar flugslysanefndar á atvikinu. Flugleiðir hafa hert eftirlit með hjólabúnaði þota þessarar tegundar f eigu félagsins. Hlerinn, sem er annar tveggja slfkra er hylja hægra aðalhjól vélar- innar á flugi, féll í húsagarð í smá- bænum Pinner í grennd Lundúna 2. maí síðastliðinn. Flugleiðaþotan, TF-FLG, var í aðflugi að Heath- row-flugvelli. Hlerinn olli smávægi- legum skemmdum á girðingu, en engin meiðsli urðu á mönnum. Um borð í Flugleiðaþotunni voru 72 farþegar og sjö manna áhöfn. Engar skemmdir urðu á vélinni og var farþegunum engin hætta búin af óhappinu. Blaðafulltrúi Boeing- verksmiðjanna sagði i samtali við Morgunblaðið eftir atvikið að hler- inn gæti ekki laskað vélina þótt hann brotnaði af. Hlerinn væri það neðarlega á flugvélinni og svo þungur að hann félli beint til jarðar. Þegar hjólin eru sett niður ýtir armur frá hjólaleggnum hleranum niður, þannig að hann fellur undir vænginn. Armurinn situr í festing- um á hleranum og það voru þær sem reyndust hafa brotnað. Við það feyktist hlerinn upp og brotnaði af hjörunum. Smásjárrannsókn Iðntækni- stofnunar leiddi f ljós að sprunga hafði myndast í festingum hlerans við arminn vegna málmþreytu. Við- haldsdeild Flugleiða hafði í einu og öllu fylgt fyrirmælum verk- smiðjanna við skoðanir á hleranum, en þau eru viðurkennd af flugmála- stofnun. Nú hefur eftirlitið verið aukið. í svonefndri C-skoðun, sem fer fram á tólf mánaða fresti eða eftir hverj- ar 3.500 flugstundir, verður leitað að sprungum í festingunum með nákvæmum mælitækjum. Þau greina skemmdir sem ekki er hægt að finna með berum augum. Eftir sem áður verður hjólabúnaðurínn kannaður af viðhaldsmönnum fyrir hveija flugferð. í Kalifomíu. Þau eru mjög sterk en við höfum vandað til alls búnað- ar varðandi flutninginn og gengið frá öllum atriðum varðandi eldið í stöðinn hér í Grindavík eins og nútímaþekking frekast leyfír á þessu sviði," sagði Ingvar, og bætti við að tilraunin væri fyrst og fremst hugsuð með arðsemissjónarmiðið í huga en Japanir era tilbúnir að greiða frá þrjú þúsund til sex þús- und krónur fyrir kílóið af lifandi sæsniglum á markaði í Tókýó. Hér er staddur Hugh W. Staton stjómarformaður Abalone Unlimi- ted Inc. til að fylgja dýranum eftir og sagðist hann reikna með að eft- ir sex mánuði yrði hægt að segja til um hvort þetta eldi væri mögu- legt. Dýrin era í sóttkví í tilraunaeldis- stöðinni í Grindavík og er allt frá- Morgunblaðið/Kr.Ben. Ingvar Nielsson og Hugh W. Stat- on virða fyrir sér sæsniglana. rennsli klórblandað og öryggis gætt. Kr.Ben Ólafur V Noregskon- ungnr kemur á morgun ÓLAFUR V Noregskonungur er væntanlegur í opinbera heim- sókn til landsins á morgun, mánudag. Forseti íslands, norsku sendi- herrahjónin á íslandi og íslensku sendiherrahjónin í Osló era meðal þeirra sem taka á móti Noregskon- ungi á Reykjavíkurflugvelli klukkan 11. Konungur snæðir hádegisverð á Bessastöðum og býður Norð- mönnum sem búsettir era hérlendis til móttöku á Hótel Sögu milli kl. 16 og 17.30 síðdegis. Vigdís Finn- bogadóttir heldur kvöldverðarboð á morgun á Bessastöðum til heiðurs Noregskonungi. Heimsókninni lýk- ur á fímmtudag. Sjá bls. 1, 4 og 5 i blaði b.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.