Morgunblaðið - 04.09.1988, Page 60

Morgunblaðið - 04.09.1988, Page 60
HIGH POWER BATTERY SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Staldrað viðá bryggjunni Morgunblaðið/Ami Sæberg Þetta ungfa ísfirska hjólreiðafólk þarf líklega að búa sig betur ef skroppið er niður á bryggju um helgina. Nú er norðaustanstrekkingur á ísafirði en hafði birt til í gærdag og viðraði loks sæmilega til beijatinslu. Rannsókná voveiflegu mannsláti Rannsóknarlögreg’la ríkisins hóf í gær rannsókn á láti ungr- ar konu, sem fannst á heimili sínu í Kópavogi í gærmorgun. Þegar Morgunblaðið hafði síðast fréttir í gær var rannsóknin á frumstigi og þær upplýsingar einar fengust hjá Rannsóknarlög- reglunni að skýrslutökur vegna mannslátsins, sem borið hefði að með voveiflegum hætti, væru ekki hafnar. II HRESSAHDI. FRÍSKA BRACÐ Skólakerfið: Tíu nemend- ur á hvern starfsmann HLUTFALL nemenda og starfs- mannfl við ríkisrekna skólakerfið var nálægt 10 á móti 1 árið 1985 og fer minnkandi. Árið 1960 var "^HÉKtta hlutfall 20 á móti 1. Þetta kemur fram í skýrslu Jóns Torfa Jónassonar, dósents við Félags- visindadeild Háskóla íslands, um hugsanlega þróun í skólamálum hér á landi næstu 25 árin. í skýrslunni er því spáð að þetta hlutfall verði komið í 6 á móti 1 árið 2010. Skráðir nemendur frá forskóla og upp úr eru nálægt 65.000. Við skólakerfið vinna rúmlega 6.500 manns. Auk kennara og annars starfsliðs skólanna eru með í þessum tölum þeir sem vinna við stjómkerfi og stofnanir, svo sem menntamála- ráðuneytið, fræðsluskrifstofur, Námsgagnastofnun, Lánasjóð íslenskra námsmanna o.fl. í forskóla og skyldunámi á íslandi eru nú tæplega 42.000 nemendur og er hver árgangur um 4.300 manns. í framhaldsskólum eru um 16.000 nemendur. Og á háskólastigi rúm- lega 6.500 nemendur, þar af rúmlega 2.000 í lánshæfu námi erlendis. Á timabilinu 1965—80 hefur Qöldi nemenda 1,7 faldast, en jafnframt hafa útgjöld á hvem nemanda nærri þrefaldast miðað við fast verðlag. Sæsniglar fráKaliforn- íu í tílraunaeldi í Grindavík Grindavik. ÞÚSUND lifandi sæeyru, sem eru sæsniglar, komu frá eidis- stöð í Kaliforníu i gærmorgun til tilrauneldisstöðvar Hafrann- sóknarstofnunar í Grindavík þar sem reynt verður að ala dýrin í sölustærð við íslenskar aðstæður og á íslensku fóðri. Helsti mark- aður fyrir sæsnigla er i Japan. Að sögn Ingvars Nielssonar verkfræðings sem hefur haft veg og vanda af tilrauninni með styrk frá Rannsóknarráði ríkisins lifir sæsnigillinn í Kyrrahafinu á þara við 15 gráðu hita og því er kjörið að kanna hvort hann lifir hér við jarðhitann og á íslenskum hrossa- þara. „Dýrin em fengin frá eldisstöð Abalone Unlimited Ine. í Kalifomíu og hafa fengið heilbrigðisvottorð frá Rannsóknarstofu fiskiðnaðarins Hleri féll af hjólabúnaði Flugleiðaþotu: Málmþreyta olli óhappinu Eftirlit hert með Boeing 727-flugvélum MÁLMÞREYTA olli því að hlerí yfir hægra aðalhjóli Boeing 727- þotu Flugleiða brotnaði af f lendingu við Heathrow-flugvöII f Lund- ónnm f maf sfðastliðnum. Flugvélaverksmiðjunum og öllum eigend- um Boeing 727-þota hefur verið tilkynnt um niðurstöður rannsókn- ar flugslysanefndar á atvikinu. Flugleiðir hafa hert eftirlit með hjólabúnaði þota þessarar tegundar f eigu félagsins. Hlerinn, sem er annar tveggja slfkra er hylja hægra aðalhjól vélar- innar á flugi, féll í húsagarð í smá- bænum Pinner í grennd Lundúna 2. maí síðastliðinn. Flugleiðaþotan, TF-FLG, var í aðflugi að Heath- row-flugvelli. Hlerinn olli smávægi- legum skemmdum á girðingu, en engin meiðsli urðu á mönnum. Um borð í Flugleiðaþotunni voru 72 farþegar og sjö manna áhöfn. Engar skemmdir urðu á vélinni og var farþegunum engin hætta búin af óhappinu. Blaðafulltrúi Boeing- verksmiðjanna sagði i samtali við Morgunblaðið eftir atvikið að hler- inn gæti ekki laskað vélina þótt hann brotnaði af. Hlerinn væri það neðarlega á flugvélinni og svo þungur að hann félli beint til jarðar. Þegar hjólin eru sett niður ýtir armur frá hjólaleggnum hleranum niður, þannig að hann fellur undir vænginn. Armurinn situr í festing- um á hleranum og það voru þær sem reyndust hafa brotnað. Við það feyktist hlerinn upp og brotnaði af hjörunum. Smásjárrannsókn Iðntækni- stofnunar leiddi f ljós að sprunga hafði myndast í festingum hlerans við arminn vegna málmþreytu. Við- haldsdeild Flugleiða hafði í einu og öllu fylgt fyrirmælum verk- smiðjanna við skoðanir á hleranum, en þau eru viðurkennd af flugmála- stofnun. Nú hefur eftirlitið verið aukið. í svonefndri C-skoðun, sem fer fram á tólf mánaða fresti eða eftir hverj- ar 3.500 flugstundir, verður leitað að sprungum í festingunum með nákvæmum mælitækjum. Þau greina skemmdir sem ekki er hægt að finna með berum augum. Eftir sem áður verður hjólabúnaðurínn kannaður af viðhaldsmönnum fyrir hveija flugferð. í Kalifomíu. Þau eru mjög sterk en við höfum vandað til alls búnað- ar varðandi flutninginn og gengið frá öllum atriðum varðandi eldið í stöðinn hér í Grindavík eins og nútímaþekking frekast leyfír á þessu sviði," sagði Ingvar, og bætti við að tilraunin væri fyrst og fremst hugsuð með arðsemissjónarmiðið í huga en Japanir era tilbúnir að greiða frá þrjú þúsund til sex þús- und krónur fyrir kílóið af lifandi sæsniglum á markaði í Tókýó. Hér er staddur Hugh W. Staton stjómarformaður Abalone Unlimi- ted Inc. til að fylgja dýranum eftir og sagðist hann reikna með að eft- ir sex mánuði yrði hægt að segja til um hvort þetta eldi væri mögu- legt. Dýrin era í sóttkví í tilraunaeldis- stöðinni í Grindavík og er allt frá- Morgunblaðið/Kr.Ben. Ingvar Nielsson og Hugh W. Stat- on virða fyrir sér sæsniglana. rennsli klórblandað og öryggis gætt. Kr.Ben Ólafur V Noregskon- ungnr kemur á morgun ÓLAFUR V Noregskonungur er væntanlegur í opinbera heim- sókn til landsins á morgun, mánudag. Forseti íslands, norsku sendi- herrahjónin á íslandi og íslensku sendiherrahjónin í Osló era meðal þeirra sem taka á móti Noregskon- ungi á Reykjavíkurflugvelli klukkan 11. Konungur snæðir hádegisverð á Bessastöðum og býður Norð- mönnum sem búsettir era hérlendis til móttöku á Hótel Sögu milli kl. 16 og 17.30 síðdegis. Vigdís Finn- bogadóttir heldur kvöldverðarboð á morgun á Bessastöðum til heiðurs Noregskonungi. Heimsókninni lýk- ur á fímmtudag. Sjá bls. 1, 4 og 5 i blaði b.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.