Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 2
2 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988
Vinn þú og bið
Fyrir siðaskipti störfuðu til lengri
tíma átta eða níu munkaklaustur
og tvö nunnuklaustur á Islandi.
Þijú munkaklaustranna og bæði
nunnuklaustrin tilheyrðu reglu heil-
ags Benedikts en fímm eða sex
klaustur voru af reglu heilags
Ágústínusar. Markmið allra klaust-
urreglanna var að sameinast Kristi
í eins ríkum mæli og unnt var.
Voru einkunnarorð heilags Bene-
dikts „Vinn þú og bið“. Nunnuk-
laustrin tvö voru að Stað í Reynis-
nesi (Reynisstað) í Skagafírði, reist
1296 og að Kirkjubæ á Síðu, reist
1186. Við siðaskipti lagðist allt
klausturhald af á Islandi og hófst
ekki aftur fyrr en undir lok síðustu
aldar. Engar munkareglur hafa
verið hérlendis eftir það og hefur
munkum fækkað meira en nunnum.
Þijár systrareglur eru hér núna;
vinnureglumar St. Jósefsreglan í
Reykjavík og Garðabæ og Frans-
iskusystur í Stykkishólmi. I Hafnar-
fírði er íhugunarregla Karmel-
systra.
Ifyrstar komu til Iandsins fjórar
St. Jósefssystur árið 1896. Systum-
ar hérlendis urðu flestar um 40.
Þær hafa unnið að kennslu og
hjúkrunarstörfum, reistu m.a.
Landakotsspítala og sjúkrahús í
Hafnarfirði. Þær starfræktu einnig
skóla í Hafnarfírði. Á síðustu ámm
'nefur fækkað mjög í reglunni og
eru systumar nú aðeins sextán hér-
lendis. Þær hafa látið af spítala-
rekstri og skólahaldi og eru ellefu
þeirra sem eftir eru búsettar á
hvíldarheimili reglunnar í Garðabæ.
Hinar búa á Bárugötu í Reykjavík.
Regla St. Jósefssystra er opin, syst-
umar vinna úti og fá sumarfrí og
leyfí til að heimsækja ættingja sína.
Þær ráða hvaða störf þær vinna
og hvar þær vinna, svo fremi sem
það hlíti reglum klaustursins. Sama
má segja um St. Fransiskusystum-
ar í Stykkishólmi sem komu til
landsins 1935. Þær reka sjúkrahús
og bamaheimili í samvinnu við ríki
og sveitarfélag. St. Fransiskusystur
hérlendis em nú sautján talsins;
íjórtán í Stykkishólmi og þijár í
Reylqavík. Fækkað hefur í reglunni
á Vesturlöndum en hér hefur verið
svipaður fjöldi frá upphafi, þar sem
systur að utan bætast sífellt í hóp-
inn.
Þriðja reglan er Karmel-reglan í
Hafnarfírði, sem er ein af ströng-
ustu reglum kaþólsku kirkjunnar.
Fyrstar komu til landsins systur frá
Hollandi árið 1939 en í mars 1984
komu 16 systur frá reglunni í Póll-
andi. Að sögn príorinnu Elísabetar,
hefur fjölgað í reglunni erlendis á
sama tíma og fækkar í annars kon-
ar reglum. Mikil fjölgun hefur verið
í reglunni í Póllandi auk þess sem
aðsókn hefur aukist í Bandaríkjun-
um og Vestur-Evrópu. Þrjár sýstur
hafa bæst í hópinn, frá Póllandi en
þær eru allar á reynslutíma. Hám-
arksfjöldi nunna í Karmelklaustri
er 21, svo stutt er í að klaustrið í
Hafnarfírði verði fullskipað en fleiri
Karmelsystur hafa óskað inngöngu
í klaustrið. Móðir Elísabet sagði vel
hugsanlegt að bæta öðm klaustri
við hérlendis. Það mætti hugsan-
lega reisa á Norðurlandi. I Svíþjóð
er Karmelklaustur sem í em systur
frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku.
Aðalköliun systranna er bænin en
þær reyna einnig að sjá fyrir sér
með garðrækt og handavinnu.
Klaustrið er lokað; systumar fara
ekki út nema þær þurfí á læknis-
þjónustu að halda og almenningi
er ekki hleypt inn í þann hluta sem
þær dveljast jafnan í. Hugsanlega
munu þær þó koma út til að fagna
Jóhannesi Páli páfa II, sem er vænt-
anlegur til landsins á næsta ári.
Það er þó háð því að hann bjóði
þeim að fara út úr klaustrinu.
Fjórar íslenskar
nunnur
Islensku nunnumar fjórar vom
allar St. Jósefssystur. Sú sem fyrst
íslenskra kvenna helgaði sig klaust-
urlífí eftir siðaskipti var Steinunn
Bjamadóttir. Hún var fædd að
Vatnshomi í Skorradal árið 1863,
dóttir Bjöms Eyvindssonar bónda
og konu hans, Sólveigar Björns-
dóttur. Að loknu burtfararprófi frá
Kvennaskólanum í Reykjavík hélt
hún til Bandaríkjanna til hjúkmnar-
náms. Þar kynntist hún kaþólskri
trú, sem varð til þess að hún gekk
í reglu St. Jósefssystra og tók sér
nunnunafnið María Hilda. Hún var
send til Danmerkur og þar bjó hún
lengst af en starfaði um skeið við
St. Jósefsspítalann í Reykjavík.
Systir Hilda þótti vinnusöm og vel
verki farin. Hún lét eftir sig nokkr-
ar eigur hérlendis. Stofnaði Björn
bróðir hennar sjóð, svonefndan
Steinunnararf árið 1922. Hann var
afhentur Landsspítalanum og er
enn til. Systir Hilda andaðist í Árós-
um í Danmörku 1921.
Næst var Halldóra Marteinsdótt-
PERLA MARÍA THERESA
TORFADÓTTIR NEMI
Finn frid
hjá Karmel-
systrunum
Klausturlíf á rétt á sér. Ég er
alveg viss um að fyrr eða síðar
mun íslensk kona ganga í klaustur,"
segir Perla María Theresa
Torfadóttir, 14 ára
grannskólanemi. Perla, sem er
kaþólsk, dvelst oft um helgar í
Karmel-klaustrinu í Hafnarfirði við
bænir auk þess sem hún aðstoðar
.systumar þar við verkin. „Ég fínn
frið hjá þeim og þar fæ ég mitt
trúarlega uppeldi. Til að verða
nunna þarf fyrst og fremst
köllunina. Ég er ekkert viss um að
mín köllun sé að ganga í klaustur,"
segir Perla.
Perla tók kaþólska trú þegar hún
var 11 ára og um leið nafnið María
Theresa. „Þetta var einfaldlega mín
eigin hugdetta," segir hún en ekkert
skyldmenna hennar er kaþólskt.
Perla með
yngri
systkinum
sínum; Fríðu og
Ásgeiri.
Árið áður kynntist hún
Karmel-nunnunum fyrir tilviljun og
fór þangað fyrst með vinkonum
sínum, sem búa nú í Stykkishólmi.
Þar fékk hún hugmyndina um að
gerast kaþólsk. „Þegar ég sá þær
fyrst bak við rimlana, vorkenndi ég
þeim ofsalega. En nú skil ég köllun
þeirra. Það var eitthvað sem togaði
í xnig og ég sótti meira og meira
til þeirra. Eg fer ég yfírleitt ein til
þeirra en það kemur fyrir að
vinkona mín fer með mér. Hún er
lúterstrúar en sækist eftir því sama
ogég.“
Karmelnunnur em innilokaðar
og eyða langmestum tíma sínum í
bænahald. Perla segir
Karmel-regluna höfða meira til sín
en aðrar reglur, t.d. St.
Jósefsregluna, sem miðar fyrst og
fremst að líknar- og
kennslustörfum. „Mér finnst
þægilegt að vera ein. Bænin og
þögnin heilla mig meira en
líknarstörf."