Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 ÉG ER. RAR A SPÁNVERJI Líklega er það svo að við erum að mótast meira og minna langt fram eftir aldri. Það er í raun ekkert undarlegt; bæði er það að breytingar og framfarir eiga sér hvarvetna stað og svo erum við sífellt að kynnast fólki víðsvegar að og sprottnu úr mismunandi jarðvegi. Þegar ég var beðin að festa á blað einskonar lýsingu á einhveijum þeim sem ég teldi að hefði áhrif á mig á lífsleiðinni, kom strax nafn fram í hugann — Antonio Corveiras. Enginn má skilja þétta svo að þessi maður hafi verið afgerandi áhrifavaldur í mínu lífi, heldur fannst mér hann sérstakur persónuleiki og hafði að auki þau áhrif á mig að ég fékk nær óstöðvandi áhuga á spönsku, spánskri sögu og bókmenntum og raunar öllu sem tengist Spáni og rómönsku Ameríku. Að vísu var sá áhugi vaknaður löngu fyrr, en fyrir tilstilli Antonios jókst hann til mikilla muna. Antonio Díaz Corveiras kom hingað til lands árið 1976. Ekki veit ég fyrir víst ástæðuna fyrir þeirri ákvörðun hans að koma til íslands nema þá, að hann langaði til að læra íslensku. Okkar fyrsti fundur var í Lindargötuskólanum þar sem hann kenndi spönsku á kvöldnámskeiði. Ljóslifandi 16. aldar maður IVIftWWLÝSlWC ANTONIO eftir Ellý Vilhjálmsdóttur Við fyrstu sýn fannst mér hann harla ævintýra- lagur á að líta; smávaxinn og fíngerður og með geysimikið hár og skegg, svart og ■■■■■ hrokkið. Mér datt strax í hug andlit, sem ég hafði séð í alfræðiorðabókinni minni, Pequeno Larousse. 0g mikið rétt, var bara ekki Francisco de Toledo kominn þama íjóslifandi. En sá maður var uppi á 16. öld og dvaldi löngum í Perú þar sem hann var mikill ráðamaður. En það er nú önn- ur saga. Antonio er fríður maður, og eru það einkanlega augun sem vekja athygli, stór, skær og dökkbrún. Það sem Mannlýsing er heiti á greinaflokki sem hérfer af staö i Sunnudagsblaðinu. Undir þessu heiti mun fólk, sem biaöið leitar til, rita persónulegar lýsingar af eftirminnilegum mönnum sem viökomandi hefur kynnst ó líf sleiöinni. mér er minnisstæðast frá þessari fyrstu kennslu- stund var hversu fallegt mál hann talaði. Ég hafði aldrei heyrt spönsku talaða svona fallega fyrr, enda ekki komist í tæri við marga Spánveija um dagana. Röddin var sérstaklega hljómfögur og það var unun að hlusta á hann útskýra námsefnið. Svona spönsku ætla ég einhverntíma að tala, hugs- aði ég, alveg uppnumin. Þrátt fyrir góða kennsluhæfileika, fallega rödd og þá dásamlegu spönsku sem Antonio talaði, kom hans eðlislæga hlédrægni samt greinilega fram. Hann horfði á okkur nemendurna í í stofunni sínum fallegu, rannsakandi augum, og það var erfitt að gera sér í hugarlund hvað hann var að hugsa. Næstu árin komst ég betur og betur að því hvemig Antonio hugsaði. Við vorum tvær vinkon- ur (ásamt öðrum), sem sóttum tíma hjá honum af og til í nokkur ár, og þá kynntumst við ýmsu í fari hans, sem var hulið í upphafi kynna okkar. Hin ýmsu andlit Antonio gat verið ljúfur sem lamb, og svo heill- andi og skemmtilegur að við stöllur þóttumst ekki hafa kynnst öðru eins. „Ástin mín, ég elska þig,“ hvíslaði hann einu sinni upp úr þurru í miðri kennslustund. Við Kristín vinkona mín hrukkum við. Hvað meinti maðurinn? Var hann nú búinn að næla sér í kvenmann, hugsuðum við. „Er þetta ekki rétt,“ spurði hann þá og brosti kankvíslega. Antonio var sem sé að æfa sig í íslensku! En hann vildi helst aldrei segja neitt á íslensku nema vera alveg öruggur um að það væri rétt. Jú, jú, þetta var alveg rétt, og hann æfði sig nokkrum sinnum í viðbót með ýmsum tilbrigðum og raddblæ, og ekki vantaði leiktilburðina. Við Kristín, og auðvitað aðrir viðstaddir, skemmtum okkur konunglega. Antonio var svo spaugilegur. En svo minnist ég annars tíma þar sem umræðu- efnið var af öðrum toga. Antonio var mikill og eldheitur þjóðemissinni og honum sveið sárt kúgun og hverskonar ofbeldí. I fyrrgreindum tíma bar Chile á góma, og þá var ekki að sökum að spyija. Hann umhverfðist. Hann þekkti fólk sem hafði upplifað hörmungar þegar Salvador Allende var steypt af stóli. „A ég að segja ykkur hvað böðlarn- ir gerðu? Viljið þið heyra það? Þið hafið öll séð rottur, gráðugar og ógeðslegar, stórar rottur. Böðl- amir tóku hungraðar rottur og tróðu þeim í kon- .ur! Þið vitið vel hvar! Viljið þið heyra meira? Heyra um ópin og blóðlyktina? Horrible!" Antonio titraði og augun loguðu. Við Kristín hnipruðum okkur saman og vissum ekki okkar ijúkandi ráð. Óskuðum þess heitast að hann hætti þessum viðurstyggilega reiðilestri. Svona gat hann verið, og þá var hann ekki spaugilegur. Hann átti það til að koma manni á óvart á enn annan hátt. Einu sinni þuldi hann fýrir okkur nöfn helstu hjólreiðakappa heims og mettíma þeirra í hinum ýmsu keppnum eftir árum, og raunar var hann hafsjór hins margvíslegasta fróð- leiks. Stundum reyndi hann að stríða okkur. Það skal tekið fram að flestir nemenda hans samferða mér, voru konur. „Ellý, færðu oft höfuðverk? en þú Kristín?...! og svona hélt hann áfram. Við botnuðum ekkert í honum frekar en fyrri daginn og enga skýringu fengum við á þess- um spumingum. Nokkru seinna, þegar ég hitti hann á fömum vegi, spurði ég hvað hann hefði átt við með þessum yfirheyrslum. „Elly, giftar konur fá aldrei höfuðverk, bara þær sem sofa ein- ar. Tengo mis fantasmas sobre el sexo“ (ég hef mínar hugmyndir um kynlíf). Nú dámaði mér ekki, þama brást vini mfnum Ántonio bogalistin. En velsæmisins vegna veigraði ég mér við að ræða málið nánar. Alltaf jafn furðulegur. Mótsagnir Um tíma var Antonio organisti við Hallgríms- kirkju en hann var ágætur orgelleikari og vel menntaður á því sviði. Þegar hann var spurður hvort hann væri ekki kaþólskur var svarið tákn- rænt fýrir hann: „Ég er bara Spánveiji.“ Og svo var bara ekki orð um það meir. Raunar varð hann hálf staður ef hann var spurður persónulegra spurninga, enda þótt hann ætti það til að spyija aðra í þaula. En þá sagðist hann vera að fræðast um land og þjóð. Antonio var oftar en ekki mótsagnakenndur. En það gerði hann einnig sérstakan og áhugaverð- an. Maður vissi raunar aldrei hvar maður hafði hann. Ef til vill var það vegna þess hversu gjörólík- ur hann var hinum dæmigerða Islendingi að ég átti erfítt með að skilja hann. Á margan hátt var Antonio listfengur maður. Hann hafði mikinn áhuga á ljósmyndun og hafði næmt auga fyrir hinu myndræna. Samt gat hann verið dálítið grófur á því sviði. Það var einskonar uppreisnarandi í honum sem náði stundum yfir- höndinni á ýmsum sviðum. Hann hafði geysimikinn áhuga á ritstörfum og var sískrifandi. Árið 1976 kom út lítið kver eftir hann, Gradus ad Parna Sum, og seinna annað með ljósmyndum frá heimahéraði hans, Asturias á Norður-Spáni. Perfectionisti Þrátt fyrir að Antonio væri dálítið sveiflukennd- ur persónuleiki, þá var hann í eðli sínu „perfec- tionisti“ - allt sem hann gerði varð að vera fullkom- ið. Hann skrifaði eins og hann talaði, óaðfinnan- lega. Skriftin var smá, afar falleg og jöfn. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og erfitt að fá hann til að breyta þar um. Ekki fannst honum allt par gott sem hann varð vitni að hjá okkur, enda kannski engin furða. Eyðslusemi og fjármunasóun gekk út í öfgar að hans viti, og einnig bar stundum á því að honum fyndist framhjá sér gengið í ýmsu vegna þess að hann væri útlendingur. Við þráttuðum stundum um þetta, og ég benti honum á, að fyrst honum fyndist allt svona ómögulegt hér, þá ætti hann endilega að drífa sig heim, þar væri hann ekki útlendingur. En við svona athugasemdir varð hann öskureiður og fannst þær undirstrika útlendinga- hatrið. Aldrei mátti minnast á blessaðan kónginn á Spáni án þess að svipurinn á Antonio dökknaði — og til þess að segja nú ekkert vafasamt er best að segja að hann hafí ekki verið konungssinni. Hulinn heimur afhjúpaður Ég mun verða Antonio ævinlega þakklát fyrir allt það sem hann kenndi mér og fyrir að hafa opnað augu mín fyrir heimi sem mér var hulinn áður. Það var stórkostlegt að hlusta á hann segja frá Federico García Lorca, skáldinu góða, og ekki síður þegar fjallað var um kólumbíska rithöfundinn Gabriel García Marquez, sem síðar hlaut svo Nób- elsverðlaun fyrir skáldskap sinn. Antonio kynnti fyrir okkur nemendum sínum bók Marques sem hlotið hefur nafnið „þúsund ára einsemd" (Cien anos de soledad) og útskýrði svo margt í henni, sem annars hefði verið erfitt að skilja. Til dæmis hvernig hugmyndafræði fólksins, sem sagan snýst um, er margslungin í sínum einfaldleika — hið raunverulega og áþreifanlega tvinnast svo eðlilega saman við það sem við Vesturlandabúar teljum óraunverulegt og óáþreifanlegt, að úr verður áhri- faríkt samhengi. Það var stórkostlegt. Þrátt fyrir alla sína hæfileika og gáfur, er eins og Antonio hafi átt erfitt með að finna sér fastan sess í lífinu. Hann hefur ferðast heimshorna á milli og kynnst menningu og máli hinna ýmissa þjóða. Islensku talar hann afar vel og er víða heimá ' íslenskum bókmenntum. Um þessar mundir dvel- ur hann í sinni heimaborg og stundar kennslu. Ég á þá ósk heitasta Antonio til handa, að hann fái að vera Spánveiji í friði með sínar „fantasm- as“ um menn og málefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.