Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 35
* r- m ii n h i a ii <n vct m n i a i (n t ir!s ■ n MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 35 C að þar haslar ungur leikstjóri, Guðjón Petersen, sér í fyrsta sinn völl innan veggja Þjóðleikhússins. Þá er Ofviðri Shakespeares í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar tilhlökkunarefni og verður að hrósa Þjóðleikhúsinu fyrir svo frumlegt val. Sjö íslensk og fjögur erlend verk eru býsna góð hlutföll. Leikfélag Reykjavíkur Leikfélag Reykjavíkur leggur einnig net sín víða fyrir áhorfendur; Sveitasinfónía, Hamlet, Síamstv- íburamir Chang og Eng, nýtt bamaleikrit eftir Olgu Guðrúnu Amadóttur, Þijár systur Tsékhovs. Söngleikurinn í ár er Maraþondansinn sem á að sýna á Broadway. Þetta er menningarlegur sam- setningur og vissulega forvitnilegur - söngleikurinn er meira að segja um eitthvað - og nú þegar er ljóst að Sveitasinfónían hefur fallið í kramið. Þó má hafa í huga að verkið er hið eina af léttara taginu sem býðst á þessum haustdögum í leik- húsunum. Það sýnir að LR tekið rétta ákvörðun á réttum tíma hvað samkeppni um hylli áhorfenda varðar. Það er hálfur sigur. Leikfélag Akureyrar Þriðja atvinnuleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, hóf sitt leikár með íslenska verkinu Skjaldbakan kemst þangað líka eftir Áma Ibsen. Sú sýning mun reyndar væntanleg í leikför hingað suður fljót- lega á Litla svið Þjóðleikhússins. í kjölfar Skjald- bökunnar fýlgir svo átakaverkið Hver er hræddur við Virginíu Wolf og síðast farsinn Blúndur og blásýra er líða tekur á leikárið. Þama ræður greini- lega hófsemin ferðinni; ekki skal miklu til kostað í ytri umgjörð leiksýninganna á Akureyri í vetur en það segir að sjálfsögðu ekkert um hin innri og varanlegri gæði. Hver er hræddur við Virginíu Woolf með Helga Skúlason og Helgu Backmann í aðalhlutverkum verður hiklaust tromp hins nýja leikhússtjóra á Akureyri í vetur og sannarlega ástæða til að binda vonir við þá sýningu. Emil í Kattholti skemmtir svo bömunum frá jólum og er þar örugglega veðjað á réttan hest hvað vinsældir varðar. Að öllu samanlögðu verður útkoman nokkuð hagstæð leikhúsunum. Tíu íslensk verk og tíu er- lend. Bamaleikritin eru fjögur og ný íslensk verk frumsýnd á þessu leikári eru fimm talsins. IVIYNDLIST/Hvert stefnir í nútíma myndlist? Eins og fljót í mörgumfarvegum Myndlistin er undir sömu sökina seld og margt annað í samtí- ðinni; öll boð berast svo hratt, að eitthvað sem nær að vékja hina ör- þreyttu athygli, er óðar á hvers manns vitorði. Sölumennskan, auglýsingamar og fjölmiðlarnir heimta ekki endi- lega eitthvað gott, heldur umfram allt: Eitthvað nýtt. eftir Gísla Listin er í þeirri Sigurðsson hættu að verða sambærileg við hátízku fataiðnaðar- ins, sem gefur út boðorð sín vor og haust um ráðandi liti og breytingar á pilsfaldinum. Það hefur verið kennimark á nýbylgjum í myndlist á síðari hluta þessarar aldar, að þær standa stutt. í bandarísku tímariti um listir var sú skoðun viðruð ekki alls fyrir löngu, að popplistin, sem fram kom um 1960, væri eina nýsköpunin í myndlist á síðari hluta aldarinnar; allt annað væri reist á einhveiju því, sem búið væri að gera. Popplistin gekkyfirleitt fljótt yfir; svo fljótt hér á Islandi til dæmis, að hennar varð fremur lítið vart og ekki náði hún innúr dyrunum á Listasafni Islands. Hún virðist svo til liðin tíð í sinni upprunalegu mynd. Myndlistin hefur síðustu áratug- ina verið eins og fljót sem fellur í ótal farvegum; sumar kvíslamar vatnslitlar eins og nýraunsæi, ofur- raunsæi, naumhyggja ofl. Á áttunda tugnum varð konceptlist, sem nefnd hefur verið hugmyndalist, mikils ráðandi og fýrirferðarmikil í lista- skólum og sýningarstöðum. Hug- myndin þótti skipta öllu máli; hand- verkið engu. En þessi stefna, sem byggði meira á ljósmyndum, sam- röðun hluta og jafnvel rituðu máli en teikningu og málun, þótti samt afskaplega leiðigjöm til lengdar. Þessvegna þótti gleðileg tilbreyting, þegar nýja málverkið svonefnda spratt upp á Ítalíu og í Þýzkalandi um 1980. Úr þessari hreyfingu varð vatnsmesta og kröftugasta kvíslin í þessu myndlistarfljóti, en hefur nú líkt og Skeiðará fyrrum, dreift sér vítt um sanda. Að þessi hreyfing átti sér upptök í Þýákalandi, var eðlilegt. Expres- sjónísk, þ.e. gróf og tjáningarrík aðferð með frásagnarlegu innihaldi, hefur löngum staðið þýðverskum listamönnum hjarta nærri. Þar áttu þeir sína hefð og að auki höfðu sum- ir þessara manna lifað sína bam- æsku í hörmungum stríðsins. ítalski skólinn með Sandro Chia, Cucci og Clemenmte í broddi fylkingar var ljóðrænni og sneri athyglinni á nýjan leik að goðfræðilegu innihaldi. Hér hafði verið snúið á Bandaríkjamenn; þeir áttu ekki lengur fmmkvæðið, en eignuðust engu að síður frægðar- menn undir þessu nýja merki, menn eins og David Salle og Julian Schna- bel. En það er fýrst og fremst heill hópur af Þjóðveijum, sem nýbylgjan hefur skolað uppá síður listasögunn- ar. Þar á meðal eru menn eins og Baselitz, Immendorf, Middendorf, Penck, Salomé, Lúpertz og Anselm Kiefer, sem telja verður sérstæðast- an þessara listamanna. Nú er á síðasta snúningi stór yfirlitssýning á verkum hans, sem farið hefur borg úr borg í Bandaríkjunum og fengið dæmafáar viðtökur. M.a. kallaði þekktur bandarískur listfræðingur hann „ Michelangelo vorra tíma“ og þótti sumum það að vonum full há- stemmt. Um þennan merka lista- mann skrifar Bragi Ásgeirsson grein, sem birtast mun í Lesbók á næstunni. Liðintíð að mestu: Þýzka nýbylgjan meðan hún stóð uppásitt villtasta. Málverk eftir Elviru Bach. linguaphone L-f f VWff * tungumálanámskeiðin Þú víkkar syónde/War/ir/ng/nn Þér gengur betur i skolanum þú nírð lengra í viðskiptum ■ fnt f\/rir bvriendur sem lengra komna. uxti°p» fS' Skemmtilegt nám sem þu y Þú getur valið um 34 tungumál. íslenskur námsvisir fylgir. Hljóðfærahús Reykjavíkur LAÚGAVEGI96 - SÍMI 13656 ..Nú á tveimur hæðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.