Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 18
18 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988
■ tvö ár hefur óháð rann-
sóknamefnd undir forsæti Anthony
Cowgills hershöfðingja rannsakað
þessar ásakanir og nú lokið starfi
sínu og hreinsað Macmillan af sök.
Nefndin segir að „enginn annar
brezkur forsætisráðherra hafí sætt
eins þungum ásökun-
um“, vísar þeim alger-
lega á bug og kveðst mm
hafa haft upp á mikil- HKINvð|A
vægum skjölum, þar
sem fullyrt var að ertir Guðm
hann hefði eyðilagt
eða stungið undir stól til að leyna
ábyrgð sinni. Tolstoj stendur hins
vegar fast við fullyrðingar sínar,
en vili ekkert annað segja um álit
nefndarinnar.
Umræddir atburðir gerðust á
brezka hemámssvæðinu í Aust-
urríki, þegar Macmillan var sér-
stakur fulltrúi stjómar sinnar á
Miðjarðarhafssvæðinu og tengiliður
hennar og Miðjarðarhers Banda-
manna á Italíu, sem var undir for-
ystu Alexanders marskálks. í lok
stríðsins fékk Macmillan einnig
málefni Mið-Evrópu til meðferðar,
en hann kom að aðeins lítillega við
sögu rússnesku og júgóslavnesku
fanganna og hafði engan þátt átt
í að móta þá stefnu, sem leiddi til
framsals þeirra. Tolstoj segir hins
vegar í bók sinni:
„Sönnunargögn gefa til kynna
að Harold Macmillan hafí blekkt
ríkisstjóm sína og vin sinn, Alex-
ander marskálk, með hjálp eins
manns eða tveggja, og jafnvel her-
menn þá sem fengu þetta hræðilega
verkefni."
„Enn er alit á huldu um hvað
vakti fyrir Macmillan," skrifaði
Tolstoj. „Fitlað hefur verið við skjöl,
önnur skjöl hafa verið eyðilögð og
í 40 ár hefur verið reynt að hylma
yfír þetta mál af ótrúlega mikilli
hugvitssemi... Astæðumar fyrir
gerðum Macmillans í maí 1945 eru
þó e.t.v. ekki það sem er ískyggileg-
ast, heldur það sem við tók, því að
allt bendir til þess að KGB hafi vit-
að hvemig í öllu lá allan þann tíma
sem hann var landvamaráðherra,
utanríkisráðherra og forsætisráð-
herra [þ.e. eftir 1951].“
Ófriðarský
Aðalatriðin í frásögn Tolstojs eru
ekki vefengd. Í maí 1945 stjómaði
Charles Keightley hershöfðingi
sókn V stórfylkis (corps) Áttunda
hers Breta til Klagenfurt, höfuð-
staðar Kámten í Suður-Austurríki.
Á því svæði var tæp ein milljón
manna, sem höfðu flúið yfir landa-
mærin frá Balkanskaga á undan
Rauða hemum og skæruliðum Tító.
Fjöldi annarra flóttamanna reyndi
að ryðjast inn í Austurríki, en var
stöðvaður.
Júgóslavar gerðu kröfu til hluta
Kámtens og Tító hafði sent þangað
her. Hann beið eftir átyllu til innrás-
ar og um tíma leit út fyrir að stríð
milli Breta og Júgóslava mundi
skella á. Rússar höfðu fjölmennt
hemámslið austast í Austurríki og
Bretar vildu ekki styggja þá. V
brezka stórfylkið, sem var skipað
50.000 mönnum, átti fullt í fangi
með að ráða við ástandið.
Tæplega 400.000 þýzkir her-
menn höfðu flúið inn á svæði V
stórfylkisins. Þangað flúðu einnig
svokallaðir „Tsétnikar", skæruliðar
sem höfðu barizt með serbneska
konungssinnanum Draza Mihailovic
hershöfðingja, andstæðingi Títós.
Slóvenskir „þjóðvarðliðar" og leif-
amar af her leppríkis Króata höfðu
líka flúið yfír landamærin.
Meðal flóttamannanna voru einn-
ig 40-50.000 Rússar sem höfðu
barizt með nazistum, aðallega fv.
stríðsfangar. Þeir voru kallaðir
„kósakkamir" og með þeim vom
konur og böm. Um 4.000 þossara
Rússa höfðu barizt í borgarastríð-
inu í Rússlandi 1917-1920 en flúið
MACMILLAN:
Fær uppreisn æm
Halldórsson
SÍÐUSTU mánuðina áður en
Harold Macmillan,
forsætisráöherra Breta
1957-1963, lézt í desember
1986 var hann sakaður um
að hafa borið ábyrgð á því
að rússneskir og
júgóslavneskir
andstæðingar kommúnista
voru afhentir Stalín og Tító í
stríðslok 1945 og teknir af
lífi. Hór var um að ræða
stríðsfanga, sem voru
„fórnarlömb
Jalta-samnings" Churchiils,
Roosevelts og Stalíns. Því
nafni nefnist kunn bók eftir
Níkolaj Tolstoj greifa,
afkomanda
skáldsagnahöfundarins
Leos Tolstojs, og
ásakanirnar gegn Macmillan
komu aðallega fram i annarri
bók eftir hann, „Ráðherrann
og fjöldamorðin" (The
Minister and the
Massacres), 1986.
OG FJOLDAMORDIN
HreinsaÖur af
ásökunum um að
hafa ofurselt
kósakka Stalín
til Vestur-Evrópu áður en bolsévík-
ar fóm með sigur af hólmi og vom
kallaðir „kósakka-leiðtogamir" eða
„hvítliðar“. Her Tolbúkhíns sovét-
marskálks í Júgóslavíu vissi að
gömlu hvítliðamir höfðu leitað hæl-
is í Klagenfurt og vildi fá þá fram-
selda.
Fangar framseldir
BOK TOLSTOJS
„Þyngstu ásakanir sem brezkur
forsætisráðherra hefur orðið fyrir." Til
hægri: Tolstoj ber vitni í
Demjanjuk-réttarhöldunum, 1987.
Samkvæmt Jalta-sammngnum
frá 11. febrúar 1945 áttu Bretar
að afhenda alla sovézka borgara,
sem þeir frelsuðu. Á sama hátt átti