Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 er TIMARIT IJM LISTIIi . . . og þú eignast á einu bretti öll heimilistæki sem þig vantar. Þetta er einstakt boö — betra en íslenskir raftækjasalar hafa boðið til þessa. Ótrúlegt, segirðu? Vissulega. En við erum einmittað bjóða þetta núna hjá Rafbúð Sambandsins. Skilmálarnir? Engin útborgun við afhendingu. Engin greiðsla fyrr en einum mánuði eftir að gengið er frá kaupum. Greiðslum jafnað niður á næstu 24 mánuði, þannig að heildarupphæðin sem keypt er fyrir nái minnst 100 þúsund krónum. Því segjum við: Gríptu tækifærið meðan það gefst og hafðu samband við okkur í Rafbúð Sambandsins strax. 0SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 6879(0-68 12 66 KiftchenAid Fnqor fVIBO SINGER (Brtiihiipdit KiftchenAid U.þ.b. Kr. (BrillhlllMllt KiftchenAid *¥♦ Fngor Kitche VÍSINDI /Erverib að kollvarpa hefð- hundnu þróunarkeðjunni? Stökk í stökk- breytingum Samkvæmt nútímakenningum þróunarfræðinnar eru stökk- breytingar (þ.e. skyndilegar breyt- ingar sem verða á erfðaefni lífvera) handahófskenndir ferlar sem engin leið er að segja fyrir um. Þeir eru óháðir ástandi lífveranna og um- hverfinu sem þær lifa í. Nýlega hafa vísindamenn við Harvard-háskól- ann sagt frá niður- stöðum tilrauna sem virðast ósamrýmanlegar þess- ari grundvallarhugmynd sameind- alíffræðinnar. Niðurstöðumar benda til þess að gerlar geti breytt erfðaefni sínu í þeim tilgangi að auka lífslíkur sínar undir ákveðnum óhagstæðum kringumstæðum. Nútíma líffræði telur að þróun fyrir tilstuðlan náttúruvals sé í meginatriðum stýrt af tveimur óháðum þáttum sem eru tilviljunar- kenndar breytingar erfðaefnis ann- ars vegar og síðan val náttúmnnar á þeim breytingum sem era jákvæð- astar hins vegar. I raun era flestar stökkbreytingar áhrifalausar eða neikvæðar fyrir viðkomandi lífvera. Einungis örfáar era jákvæðar, en þær auka lífslíkur og fjölgunarmátt viðkomandi lífvera og stuðla því að breytingar sem eiga sér stöðugt stað í gerlagróðrinum. Aðrar þyrp- ingar birtust síðar, eftir að gerlarn- ir höfðu reynt að nota mjólkursyk- urinn til næringar. A grandvelli tölfræðilegra röksemda, sem þróað- ar vora á fimmta áratugnum af Salvador Luria og Max Delbraeck, ályktuðu vísindamennimir að þessi síðkomnu afbrigði hefðu myndast sem andsvar við óhagstæðu um- hverfi. Luria og Delbraeck gerðu sér grein fyrir því að ef erfðaefni gerl- anna breytist einungis sem andsvar við umhverfisbreytingu (en ekki sem handahófskenndar stökkbreyt- ingar) þá er fjöldi breyttra gerla í beinu hlutfalli við heildarfjölda gerl- anna. Líkurnar á myndun stökk- breyttra þyrpinga lúta þar af leið- andi sk. Poisson-dreifingu. Það var einmitt það sem gerlaþyrpingar vísindamannanna við Harvard gerðu. Síðar framkvæmdu vísindamenn- imir fleiri tilraunir svipaðs eðlis, en þó með þeim mismun að aðlögun gerlanna krafðist breytinga á erfða- efni þeirra, sem vora svo marg- slungnar að þær gátu naumast gerst fyrir tilviljun. í eitt skiptið notuðu þeir gerla sem höfðu að geyma DNA-stubb úr svonefndri Mu-gerilætu. (Gerilætur eru veirar eftir dr. Sverri Olafsson Gerlar — Bjóða nýlegar rannsóknir á stökkbreytingum og aðlögunarhæfni gerla hefðbundnu þróunarkenningunni byrg- inn? aukinni útbreiðslu hins nýja erfða- efnis. Þróun lífvera líkist því helst leitaraðferð, þar sem ýmislegt er reynt áður en „viðunandi árangur næst“. Franski dýrafræðingurinn Lam- arck, sem var 65 áram eldri en Darwin, hélt því fram að umhverfið og áunnir eiginleikar lífvera hefðu áhrif á erfðaefni lífvera og þar af leiðandi afkvæmi þeirra. Nokkrir áhangendur díalektískrar efnis- hyggju aðhylltust svipaðar skoðan- ir, en þekktastur þeirra var erfða- fræðingurinn Trofim Lysenko sem var áhrifamikill í Sovétríkjunum á fjórða og fimmta áratugnum og jafnvel lengur. Þróun líffræðinnar eftir daga Darwins hefur höggvið að stoðum slíkra hugmynda, jafnvel þó þær séu enn ótrúlega algengar meðal almennings. Vísindamennirnir við Harvard, John Cairns, Julie Overbaugh og Stephan Miller, gerðu tilraunir með gerla sem gátu ekki nærst á mjólk- ursykri. Gerlamir gátu ekki mynd- að efnahvatann „betagalactosidasi“ sem gegnir mikilvægu hlutverki í geijun mjólkursykurs. Þegar gerlunum var komið fyrir í vökva sem hafði að geyma mjólk- ursykur mynduðust fljótlega þyrp- ingar af gerlaafbrigðum sem gátu nýtt sér mjólkursykurinn til næring- ar. Augljóst er að einhverjar af þyrpingunum hafa hafa vaxið út'frá gerlum sem mynduðust við stökk- sem bana bakteríum.) Þetta við- bótarefni kemur í veg fyrir það að gerlarnir geti framleitt efnahvata sem gerir þeim mögulegt að nýta „arabinosa" og mjólkursykur. Með tímanum mynduðust gerlaafbrigði sem gátu geijað þessar sykurteg- undir. Myndunin var hæg og hún átti sér einungis stað ef þetta vora einu sykurtegundirnar sem boðið var upp á. Niðurstöður þessar era einstakar og eins og málin standa í dag er engu líkara en þær bjóði hefð- bundnu þróunarkenningunni byrg- inn. Frekari rannsóknir era nauð- synlegar, en fyrsta skrefið er að fá úr því skorið hvort niðurstöðurnar orsakast af ónákvæmni í fram- kvæmd tilraunarinnar eða rang- færslu gagna. Hafa ber þó í huga að jafnvel þó að „erfðaaðlögun“ gerla sé raun- veruleg er engan veginn víst að fyrirbærið hafi þýðingu fyrir „æðri“ lífverar eða þróun lífsins almennt. Hvað sem öllu líður era þær athygl- isverðar og verða áreiðanlega mikið ræddar á næstunni. Einn vísinda- maður taldi að niðurstöðurnar, ef réttar, gæfu lífinu nýjan, róm- antískan blæ og tilgang, andstætt þeirri smættarhyggju (reduction- ism) sem hetjar á nútímalíffræði. Athugasemd af þessu tagi er ekki djúphyggin né fræðilega merkileg, en hún kann að bera vott um þá geðshræringu sem sumir lífvísinda- menn era nú í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.