Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 48
48 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 BAKÞANKAR Trabbiá röngunni Trunt, trunt, segja tröllin í Qöllunum og Trabantinn minn. Ég á heima rétt fyrir utan bæ og þarf mikið að keyra og keypti mér Trabant fyrir ári. En nú hefúr mér svo mikið verið strítt og blessuð börnin í bænum hafa komið það oft og sparkað í hann og sagt: hver á þessa Trabant-druslu, að mig langar stundum í Kadilakk sem segja má að sé Trabbi snúið algjörlega við. Eg á þrjá hektara lands og lítinn karltöflugarð og sjö hænsni. „Uppi“ er ég þess vegna ekki og um það var ég að hugsa hnugginn um daginn þegar ég var að taka ______________ kartöflur uppí pott. Svona sýnist mér dæmið líta út: Ég kem heim úr kartöflugarðinum og hringi í Sam- band íslenskra samvinnufélaga og panta mér dimmraddaður eftir Ólof Gunnarsson einn mjallahvítan Kadilakk og segi í símann að ég eigi þrjá hektara lands og hafí þess vegna nóg pláss fyrir bílinn. Það kemur Kadilakk eins og skot og straxá eftir rukkun og ég lít á hana hissa og borga ekki krónu. Eftir mánuð kemur ítrekun í póstin- um og þá verð ég grenjandi vondur og hringi í bæinn og panta annan Kadilakk. Þar næst fæ ég hótunar- bréf vegna bílsins og kröfu um inn- borgun á bfl númer tvö. Ég hringi í Sambandið og kalla þá kalda að vera með þessi hortugheit og panta tvo Kadilakka í viðbót og eina Chevrolet Monsu. Þeir fara þá að senda mér reikninga á reikninga ofan og loks fæ ég hringingu frá hundfúlum lögfræðingi sem segist ekki vera í innheimtu sér til skemmtunar. Ég verð alveg stein- hissa á öllum þessum látum. En nú er komið haust í sveitinni og ég er búinn að taka uppúr garðinum og vegna þess að ég er í sæmilegu skapi þá sendi ég þeim einn kart- öflusekk í bæinn sem greiðslu inn á skuldina. Þeir verða allhressir með það og langa lengi heyri ég ekki neitt. En vegna þess að þeir hafa ekki þolinmæði endalaust þá kemur lögfræðingurinn loks í heim- sókn einn daginn og ég læt hann hafa annan poka af kartöflum inn á reikninginn og panta hjá honum nokkur hundruð bíla í viðbót og drep eina hænuna mína og rétti honum hana reitta fyrir dráttar- vöxtum. Og nú sér hvergi í grasstrá á mínum þremur hektörum lands fyrir ljómandi breiðu af bílum. Bráðum koma blessuð. Ferðaskrifstofan Útsýn býður nú þeim sem vilja nota jólafríið og komast í sól, yl og ævintýri, annarsvegar ódýrustu jólaferðina og hinsvegar ævintýralegustu jóla- ferðina í ár. Styttu skammdegið og njóttu jólanna í yndislegu veðri, og fögru umhverfi. Fyrir þá sem vilja eitthvað öðruvísi. Mexíkó - Acapulco. Verðfrá kr. 92.100,- Brottför 20. desember. í beinu leiguflugi báðar leiðir. Costa del Sol — verð frá kr. 44.600, Brottför 17. desember. Lúxusjól í Acapulco. Þetta er ferðin fyrir þá sem vilja upplifa einstök jól í hinní heillandi Mexíkó þar sem mannlífið er ótrúlegt yfir jólahátíðarnar og veðrið í einu orði sagt frábært. — 20. desember er lagt af stað til New York. Flogið frá New York til Mexico City. - Gist á hinu frábæra Crown Plaza í Mexico City í 3 daga. - Komið til Acapulco, eins vinsælasta strandstaðar heims þann 25. desember og dvalið þará hinu frábæra Condesa del Mar hóteli til 5. janúar. Hér er frábær aðstaða til útiveru, gengið er úr garði hótelsins niður á strönd. Möguleiki á fjölda kynnisferða frá Acapulco. - 5. janúar, á nýju ári, er haldið áleiðis til íslands með millilendingu í New York. Möguleiki er á að stoppa í New York í útleið og heimleið, Aðeins seld út þessa viku. 18 daga ferð til Spánar þann 17. desember þar sem þú getur notið hins frábæra veðurfars og útivistaraðstöðu í stað þess að klofa hnédjúpan snjóinn heima á Fróni. Og spænsku jólin koma þér skemmtilega á óvart. - Sérstakur afsláttur fyrir eldri borgara í jólaferðina, kr. 4000,- - Kynnisferðir undir öruggri leiðsögn Þórhildar Þorsteinsdóttur aðalfararstjóra Útsýnar á Costa del Sol. - Hitastigið í desember á Costa del Sol er 22-25 gráður. - Sameiginlegt jólaborðhald og nýju ári fagnað með pompi og pragt. - Barnaafsláttur er kr. 15.000,- AÐRAR JÓLAFERÐIR Florida 22. des. Örfá sæti laus. Kanarí 16. des. Uppselt. fehb. UTSYN Ferðaskrifstofan Utsýn hf Álfabakka 16, 109 Reykjavík, sími: 91-603060 • Austurstræti 17, 101 Reykjavík, sími: 91-26611

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.