Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 44
44 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 WordFerfect I & II WordPerfect I Námskeið fyrir byrjendur, þar sem farið er í helstu skipanir MS-DOS stýrikerfisins, WP með íslenskum valmyndum, orðasafn WP og uppsetningu texta. Lögð er áhersla á að nemendur nái tökum á allri algengri notkun kerfisins. Námskeið í nóvember. Dagskóli: 14.-17. kl. 8.30-12.30. Kvöldskóli: 8. 10. 15. 17. 22. og24. kl. 20-23.40. Verðkr. 11.000,- WordPerfect II Námskeið fyrir þá er hafa farið á WP I námskeiðið eða hafa sambærilega grunnþekkingu og vilja auka við þekkingu sína og leikni á ritvinnslukerfið WordPerfect. Farið er í flóknari aögerðir t.d. neðanmálsgreinar og aftanmál, samsteypur, teiknun, reikning, fjölvar, dálka, kaflaham og kaflatölusetningar, gerð efnisyfirlita og atriðaskráa. Námskeið í nóvember. Dagskóli: 7.-9 kl. 13-17. 22.-24. og 28.-30. kl. 8.30-12.30. Verð kr. 8.800,- Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá Ásrúnu Matthíasd. Einari J. Skúlasyni hf. Grensásvegi 10, sími 686933. Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf. grunn i & II GRUNNI Námskeið fyrir byrjendur í tölvunotkun þar sem farið er f öll helstu atriði varðandi notkun PC tölva. MS-DOS stýrikerfið, allar helstu skipanir t.d. varðandi meðhöndlun skráa og leiðbeint um notkun handbóka auk æfinga og verkefna. Námskeið í nóvember. Dagskóli: 18.30. kl. 9-12 og 13-16. Kvöldskóli: 9. og 16. kl. 20-23. Verð kr. 5.400,- GRUNN II Námskeið fyrir þá er hafa einhverja reynslu af tölvum og/eða hafa farið á Grunn I. Kynnt er ritvinnslukerfið WordPerfect og töflureiknirinn PlanPerfect. Farið er í MS-DOS stýrikerfið og einnig Windows auk æfinga og verkefna. Námskeið í nóvember. Dagskóli: 9.-11. kl. 13-17 og 21.-23. kl. 8.30-12.30. Kvöldskóli: 21. 23. 28. og 30. kl. 20-23. Verð kr. 8.800,- Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá Ásrúnu Matthíasd. Einari J. Skúlasyni hf. Grensásvegi 10, sími 686933. Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf. Sleggju- dómar Pressunnar Til Velvakanda. Kristinn skrifar: Þegar þær fréttir bárust að Ing- ólfur Guðbrandsson hefði verið valinn formaður Listahátíðar fyrir skömmu heyrði ég á tali fólks að þetta þættu góð tíðindi að fá jafn reyndan og hæfan mann til að sinna því starfi að öðrum ólöstuðum. Að mínu mati og þeirra sem ég þekki er Ingólfur frábær listamað- ur, og ekki er mér kunnugt um aðra í samtíðinni, sem hafa unnið að liststarfsemi með viðlíka árangri og launalaust í 30 ár. Þess starfs verður minnst með veglegum hljóm- leikum nú á næstunni, eins og kunn- ugt er af fréttum. Því fannst mér athugasemd í slúðurdálki blaðs um daginn mjög ósmekkleg og sennilega ósönn að auki, þar sem látið er í það skína „að listamenn í stjóm listahátíðar hóti að segja af sér, ef Ingólfur verður framkvæmdastjóri hátíðar- innar“. Hvað hefur Ingólfur Guðbrands- son til saka unnið hjá íslenskum listamönnum? Ég hygg að hann hafi stutt ýmsa þeirra með ýmsu móti. Er aldrei hægt að láta menn njóta sannmælis og réttmætrar við- urkenningar? Mér finnst að birta ætti nöfn þeirra manna, sem hafa hom í síðu nýskipaðs formanns Listahátíðar með þessu ósmekklega móti. Á FÖRNUM VEGI I kulda og trekki og svokallaðri verðstöðvun að var svalt veður en bjart þegar Velvakandi lagði leið sína í Miðbæinn í síðustu viku. Fjöl- breytt mannlíf að venju og flestir klæddir skjólflíkum. Sólin var á sínum stað á himninum og fremur lágt og sýndi sig ekki nema öðm hvom. Hjólbretti Hjólbretti em mjög vinsæl hjá strákum um þessar mundir og mátti sjá nokkra á fljúgandi ferð á þessum farartækjum. Við tókum einn þeirra, Eið Þórarinsson, tali og spurðum hvort ekki væri erfitt að halda jafnvægi á brettunum. Nei, það kemur alveg með æfing- unni og þegar maður hefur náð því er enginn vandi að standa á þeim á miklum hraða, sagði Eiður. - Hefurðu aldrei fengið slæma byltu? Það hefur komið fyrir að maður hefur dottið en ég hef aldrei meitt mig neitt. Það versta er að hvergi hefur verið gerð sérstök aðstaða þar sem krakkar geta verið á hjól- brettum. Við verðum bara að nota gangstéttamar sem eru ekki nógu sléttar fyrir hjólbrettin. Það er mik- ill áhugi fyrir hjólbrettum núna og vont að hvergi sé nein aðstaða til að leika sér á þeim. Verðstöðvun? Það er mikið talað um verðstöðv- un en samt segja sumir að allt sé að hækka, nema kaupið. Við fórum inn í Verslunina í Austurstræti 17 Eiður Þórarinsson með hjólabrettið. Víkverji skrifar Ekki verður sagt að Reykvíking- ar hafi fjölmennt í kosningar eða skoðanakönnun um hundahald í höfuðborginni. Lítill minnihluti tók þátt í þeim „spurningaleik". Meiri- hluti þessa minnihluta kemur hins- vegar til með að setja svipmót á framvindu málsins, ef að líkum lætur. Sá stóri meirihluti, sem heima sat, dæmdi sjálfan sig úr leik um áhrif á þá framvindu. Reykvíkingar töluðu engu að síður sín á milli um hunda í fáeina daga, meðan á þessari skoðana- könnun stóð, og sýndist sitt hveij- um, eins og gengur. Hundurinn á sín tímabil í fjölmiðlaumræðu og skeggræðum fólks, kemur og fer eins og önnur dægurefni. Það er þessi almenna umræða fólks, bæði í borg og sttjálli byggð, um hin fjölbreytilegustu efni, sem Víkveiji staldrar við hér og nú. Umræðan getur snúizt um hin stóru málin, sem varða þjóðarheill, en ekkert síður um þau smáu, — og hvað er stórt og hvað er smátt ef út í þá sálma er farið? Eina vikuna snýst hún máske um hvali, aðra um seli, síðan um ijúpu, eða um ráðhús, jafnvel fríkirkju- prest, pólitískan hluldumann, sögu- legan fótbolta — eða nánast hvað sem er. Umræðunni er ekkert óvið- komandi, enda er hún sjálft tilveru- kryddið. Víkveija sýnist svo sem gott og blessað að fólk komi sér upp ein- hveiju umræðuefni, jafnvel eldfimu umræðuefni, ekki sízt í kuli og myrkri skammdegisins — meðan beðið er sólar og sumars. Á hinn bóginn finnst honum skondið á stundum, hve gjörvöll þjóðin getur staðið myndarlega á öndinni — nokkra daga eða nokkrar vikur — yfir einhverri mismerki- legri hugljómun, eins og til dæmis ráðningu yfirmanns við úthverfa- skóla, eða hrossaítölu á Auðkúlu- heiði, eða þessu, eða hinu. Það er ekki síður merkilegt, hve snögglega þessar eldfimu umræður detta út, eins og slökkt sé á sjónvarpstæki — og fár man lengur, hvað ósköpun- um olli. Það sem skeður er einfaldlega það að ný hugljómun tekur yfir. Hún getur til dæmis sótt eldsneyti sitt í spanskgræna kórónan Krist- jáns IX á þakskeggi þinghússins, þar sem hún hefur kúrt í friði og ró í meir en hundrað ár, án þess að valda Mörlöndum höfuðverk að ráði. Eins og hendi sé veifað verður hún svo tilefni „storms í vatns- glasi“, einhvers konar hugljómun- arfellibyls. Engu er líkara en landsfeður hafi nú fundið sjálfa frumorsök þjóðarvandans, verðbólgunnar og viðskiptahallans, að ekki sé nú talað um ríkissjóðshallann, eða hvað þeir nú heita allir þessir stjórnvizku- ávextir tölvualdar. Síðan gengur sú spanskgræna aftur inn í sitt koppalogn — og við finnum okkur eitthvert nýtt númer eitt mál tii að frelsa heiminn með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.