Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 33
Meiri áhugi erlendis Leifur Þórarinsson sagðist hik- laust taka undir það að upphefðin kæmi að utan en það ætti ekki ein- göngu við um tónskáld, heldur svo marga aðra; t.d. skákmenn. „Þetta er ekki eingöngu vottur um minni- máttarkennd smáþjóða, heldur ber einnig á þessu t.d. meðal Banda- ríkjamanna, sem þurfa helst að hljóta viðurkenningu í Evrópu. Mín reynsla er sú að meiri áhugi sé á íslenskri tónlist víða erlendis en hér heima.“ Leifur vildi taka það fram að íslenskir áheyrendur væru alls ekki neikvæðir gagnvart verkum íslenskra tónskálda. Viðtökurnar hefðu gjörbreyst til hins betra á síðustu árum og bötnuðu enn. Viðurkenning' breytir ekki öllu „Það er engin regla til um hvort viðurkenning erlendis frá skilar sér hér heima," sagði Jón Ásgeirsson, tónskáld og tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins. Hann sagði viður- kenningu að utan ekki alltaf bæta viðtökur áhorfenda, um það væru mýmörg dæmi: Mjög fáir hefðu sótt tónleika Atla Heimis Sveins- sonar, sem hlotið hefði alþjóðlega viðurkenningu á meðan Hjálmar H. Ragnarsson sem er lítt þekktur utan landsteinanna, hefði troðfyllt kaþólsku kirkjuna á kórtónleikum, sem væru sjaldan vel sóttir. „Þessi minnimáttarkennd er al- þjóðlegt fyrirbæri, ekki séríslenskt. Við íslendingar höfum helst sóst eftir viðurkenningu hjá frændum okkar á Norðurlöndum. En upp- hefðin kemur fyrst hér heima og spyrst oft út. Því má ekki gleyma að flest íslensk tónskáld búa við þau skilyrði að nærri öll þeirra verk eru flutt opinberlega.“ ■ — og að geta skapað dramatískar per- sónur og sannfærandi samtöl. Sum- ir eru frábærir handritahöfund- ar/leikstjórar en þeir eru yfírleitt bendlaðir við snilligáfu og heita nöfnum eins og Bergman, Tarkov- skí og jafnvel Woody Allen. Enginn hér hefur verið bendlaður við neina snilli á þeim slóðum og ekki nema von. ísland á nánast enga hefð í bíómyndum. Ef kvikmyndasagan er mánuður fóru íslendingar að fást við þær að ráði í seinna kaffínu í gær. Því vantar reynslu í gerð kvik- myndahandrita alveg eins og það vantar reynslu í gerð bíómynda hér almennt og sómasamlega aðstöðu til að framleiða þær. Eitthvað sem kallast sjálfsögð aðstaða úti í lönd- um. Þær eru varla mikið meiri en tuttugu myndimar sem gerðar hafa verið fyrir kvikmyndahús hér á helmingi færri árum og það er varla botnfylli. En menn eru að afla sér reynslunnar. íslensk kvikmynda- gerð hefur alltaf staðið á brauð- fótum en hún er að þreifa sig áfram, þreifa fyrir sér og er orðin sæmi- lega og jafnvel mjög tæknilega full- komin. Við eigum t.d. góða kvik- myndatökumenn. En í upphafi er orðið og orðið er hjá handritshöfundum. Það sem verður að leggja áherslu á eru góð handrit; læra um þau, kaupa þau, stela þeim en umfram allt setja þau i öndvegi. MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 33 C DJASS/Hvad þýda geisladiskarfyrir djass-geggjara Safnarar í netínu Geisladiskur er lausnarorðíð í tónlistinni. En það eru til geisla- diskar og geisladiskar. Sérí lagi er varasamt þegar fært er yfir af göml- um hljómplötum eða böndum á diska. _______________ Sé tækniliðið ekki vandanum vaxið er oft betri hljómur á gömlu skifunum — í það minnsta sann- ari. Það þýðir ekk- ert að færa tónlist- ina á milli eins og eftir Vernharð verið sé að taka Linnet uppá snældu og all- ar breytingar á upphaflegri hljóð- mynd verður að framkvæma af smekkvísi í þeim tilgangi einum að komast sem næst upprunalegum hljóm tónlistarinnar. Gott dæmi um slíkt eru BBC diskarnir með sígildum djassi sem ástralski tæknimeistarinn Robert Parker hefur unnið. Er stafræna tæknin kom til sög- unnar voru flestar gömlu Blue Note skífumar endurunnar og fengust margar þeirra hérlendis í þeim út- gáfum. Nú eru þær flestar komnar á geisladisk, en varla er hægt að ætlast til að djassgeggjaramir, sem endumýjuðu gömlu gatslitnu Blue Note skifumar með stafrænum fyrir nokkmm áram, fari að kaupa þær að nýju á diski. Þetta vissu markaðs- stjórarnir og skutu söfnuranum ref fyrir rass. Þeir bættu áður óútgefnum verkum við á diskinum og geggjar- amir sprikluðu í netinu. Ef þú ætlar að eiga allt sem Dexter Gordon eða John Coltrane hljóðrituðu fyrir Blue Note verðurðu að ná þér í diskinn. Það er nýtt lag á Dexter Calling og nýtt lag á Blue Train. Svo var ein helsta perla djasssögunnar gefin út á diski: So- mething Else með Cannonball Add- erley, Miles Davis, Hank Jones, Sam Jones og Art Blakey. Þar var aukalag sem hafði aðeins komið út í Japan áður og það í takmörkuðu upplagi. Var nokkur goðgá að borga rúman þúsundkall fyrir lagið. Það held ég varla, og alls ekki hafi maður átt gömlu slitnu Blue Note skífuna eina. Þetta nýja lag var nafnlaust þegar það var gefíð út í Japan 1982, en Nat, bróðir Cannonball, hafði þá ný- lega eignast dóttur og gaf því nafnið Allison’s Uncle. Ekki er það ýkja framlegt, ekta bíhopp-lína í anda Parkers, en einleikskaflamir skíra gull. Það er ekki ónýtt að fá óheyrð- an Miles Davis sóló frá 1958 uppí hendurnar. Það hefur tekist mjög vel að koma tónlistinni af framböndunum yfirá þennan disk. Hvert hljóðfæri nýtur sín betur en fyrr, sérí lagi bass- inn og tromman. Annað er þó eftir- tektarverðara þegar hlustað er á þessar þtjátíu ára gömlu upptökur; tónlistin hefur ekkert elst. Hún er jafn kraftmikil, fersk og ilmandi og þegar hún var hljóðrituð fyrir þtjátíu áram og miklu nútímalegri en flest það sem ungu piltarnir eru að gera nú í hefðbundnum stíl í djassklúbbum heimsins. Tímalaus snilli — sannköll- uð klassík. Á næsta vori verður Gallerí Borg fímm ára. Sem dæmi um þá fjölbreyttu starfsemi sem þar fer fram má nefna: Sala á nýjum og gömlum listaverkum: í Gallerí Borg eru stöðugt til sölu listaverk eftir marga af helstu listamönnum þjóðarinnar. f kjallaranum í Pósthússtræti 9 er ávallt upphengi á verkum eldri meistara, auk þess sem Galleríið heldur 2-3 sérsýningar á verkum þeirra árlega. Eriend sambönd: Gallerí Borg er í sambandi við helstu uppboðshús erlendis svo sem Ame Bruun Rasmussen og Kusthallen í Kaupmannahöfn og Christys og Sotherbýs í Lx>ndon, auk Bukowski í Stokkhólmi og Lempertz í Köln. Fréttabréf: Gallerí Borg hefur hafið útgáfu á „Kjallarafréttum“, fjölrituðum blöðum með upplýsingum um hvaða verk eldri sem yngri meistara eru til sölu. Auk þess gefur Galleríið út veglegt fréttabréf, „Gallerí Borg Fréttir“ sem kemur út tvisvar á ári í 5.500 eintökum. Sýningar: Arlega eru haldnar 12-14 einkasýningar í sýningarsal Gallerísins í Pósthússtræti 9; jafnt sýningar á verkum ungs fólks sem eldri myndlistarmanna. Sýningarsalur- inn er opinn alla daga vikunnar frá kl. 10-18 og kl. 14-18 um helgar. Gralíkdeild í Austurstræti 10: Á 2. hæð í húsnæði Pennans í Austur- stræti 10 hefur Gallerí Borg til umráða 150 fermetra húsnæði. Par er saman komið mesta úrval grafíkmynda í landinu; grafíkmyndir eftir fleiri en 40 myndlistarmenn. Grafíkgalleríið er opið á almennum verslunartíma. KeramikdeUd: í Austurstræti er einnig úrval af leirmunum. Sú deild verður aukin og endurbætt í þessum mánuði. Uppboð: Árlega gengst Gallerí Borg fyrir 4-5 listmuna- og málverkauppboðum. Dagana á undan eru verkin sýnd í sýningarsalnum í Pósthússtræti 9, en boðin upp á Hótel Borg. Fyrir þá sem ekki komast á uppboðið höfum við tekið upp þá þjónustu að taka við „forboðum“ sem menn skila fyrir uppboðsdag. Baltasar sýnir nýja grafík í Pósthússtræti 9 3.-15. nóvember. Kristján Davíðsson sýnir málverk í Pósthússtræti 9 17.-19. nóvember. % Pósthússtræti 9 og Austurstræti 10 • Sítni 24211 Þekking - Reynsla - Sérhæfing Sýningar - Uppboð - Endursala Innrömmun: Gallerí Borg veitir ráðgjöf varðandi meðferð og viðgerðir á listaverkum. Auk þess hefur Galleríið komið á laggimar innrömmunarverkstæði, sem nú er orðið eitt hið vandaðasta sinnar tegundar. Þetta er Listínn hf., Brautarholti 16. Myndlistarklúbbur: Á döfinni er að Gallerí Borg hleypi af stað myndlistarklúbbi. Nánari útlistun á starfsemi klúbbsins verður þó að bíða betri tíma. Ráðgjöf: Gallerí Borg veitir einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf við myndaval og uppsetningu á myndum á heimilum og vinnustöðum. Mat: Starfsmenn Gallerísins meta listaverk fyrir viðskiptamenn þess hvort heldur er vegna tryggingarmála, erfðamála, búskipta eða fyrirhugaðrar sölu verkanna. Gjafakort: VUji viðskiptamenn ekki taka ákvörðun um hvaða verk þeir ætli að gefa vinum sínum og eða starfsmönnum geta þeir einfaldlega keypt gjafakort í Galleríinu sem síðar gildir til kaupa á hvers kyns verkum bæði í Pósthússtræti og Austurstræti. Sérfræöiþekking: Starfsmenn Gallerísins eru sérhæfðir á sviði myndlistar. Auk þess höfum við samráð við listfræðinga utan þess þegar þörfkrefur. • . !'-v . . " • ••-.- ' ' ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.