Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 36
36 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988
Heimsmethafamir
í sykuráti!
Steinaldarmaðurinn lifði á ein-
tómu hollustufæði, en gat
samt ekki átt von á að verða
nema rúmlega þrítugur. Fyrir þann
aldur hrundi fólkið niður vegna alls
kyns sýkinga, áverka eða bams-
burðar. Nútíma-Íslendingurinn nær
upp undir 80 ára meðalaldri. Það
er víst afleitt. Enda verið brugðist
við eftir megni til að stytta ævilík-
umar. Steinaldarfólkið hafði hvorki
hjartasjúkdóma né krabbamein, að
því er tveir bandarískir mannfræð-
ingar frá Emory-háskóla upplýsa í
nýrri bók. Svo stutt ævi vísast ekki
veitt ráðrúm til þess. Úr þvf ráðið
verður nú sæmilega með sýklalyQ-
um, viðgerðum á skrokknum og
fæðingarhjálp við flest það sem
fyrrum deyddi, verður auðvitað eitt-
hvað annað að koma til. Til þess
brúks hefur verið komið upp svo-
kölluðum menningarsjúkdómum.
Sífellt em að koma
fram fleiri úrræði.
Birtar æ fleiri lærðar
ritgerðir um það sem
helst veldur skæðum
sjúkdómum. Eitt af
því er til dæmis sykur-
inn, sem er víst dijúg-
ur við að hlaða undir
kransæðastíflu og
hvers kyns hjartasjúkdóma aðra.
Kemur skrokknum hvergi að gagni
en gerir ótrúlega víða illt af sér.
Og auðvitað göngum við íslending-
ar af okkar alkunna dugnaði í að
nýta hann. Sláum öll met. Höfum
náð því marki að neyta árlega um
60 kg af sykri á hvert mannsbam,
ungböm og gamalmenni. Á einni
öld höfum við stöðugt aukið sykur-
neysluna úr nokkmm kílóum á ári
og ekki látið deigan síga nema
1975, er heimsmarkaðsverð rauk
upp úr öllu valdi. Enda markvisst
að unnið, þar sem sykurverð er á
íslandi þriðjungur til helmingur af
verði annarra Norðurlanda.
Að þetta mikla sykurát nær
árangri við skemmdir á líkamanum
má nú marka af rrýbirtri könnun á
tannskemmdum Islendinga miðað
við aðrar þjóðir. Þar hofum við að
sjálfsögðu miklayfirburði. Allar
líkur til að svo megi verða um
ókomna framtíð, þar sem mannslík-
aminn er tekinn svona snemma. í
könnun tannlæknanna Magnúsar
Kristinssonar og Peters Holbrooks
kemur fram að flögurra ára gömul
böm í Reykjavík em að jafnaði með
2,4 tennur skemmdar, 5% bamanna
hafa 8 skemmdar tennur og slá
frændsystkini sín á Norðurlöndum
rækilega út. Sex ára er dæmigerða
bamið þegar komið með skemmdan
fullorðinsjaxl og 12 ára enn með
4,14 fullorðinstennur skemmdar að
meðaltali, þrátt fyrir nokkum
árangur af skólatannlækningum og
áróðri um burstun. En hvað má það
sín móti mikilii og tíðri sykumeyslu
íslenskra bama, sem Stefán Finn-
bogason yfirmaður skólatannlækn-
inga telur vera orsakavald.
Orsökin sú hefur gott forskot og
vex hratt og örugglega. í úttekt
Magnúsar Gíslasonar tannlæknis,
þar sem farið var í framleiðslu- og
innflutningstölur, var út reiknað að
íslendingar hefðu látið í sig 17 kg
af sælgæti á mann á ári. Það jafn-
ast út með því að hvert mannsbam,
ungt og gamalt, hafí innbyrt hálft
annað kíló af sælgæti í hveijum
mánuði. Og skolað því niður með
einni flösku af gosdrykk á dag eða
94 lítrum yfír árið. Þama sláum
við líka öðmm við. Þetta skilar sér
allt skilmerkilega í skemmdu tönn-
unum. Og þá væntanlega í kvillum
annarra líffæra líka, svo sem
hjartabilana þar sem fylgni syk-
uráts og sjúkdóma er sönnuð.
Svo skipulegar og sígandi vamir
gegn langlífí hljóta að vega upp á
móti nýjum lyíjum og
framfömm í viðgerð-
um á mannslíkaman-
um, eða hvað? Enda
emm við kappsöm
hvað sem við geram.
Nú er vaxin upp í
landinu heil kynslóð
fóiks, sem á bams-
aldri vandist því að
fara aldrei í bíltúr með pabba og
mömmu án þess að koma við í
hverrri sjoppu og maula sælgæti
viðstöðulaust á leiðarenda. Og van-
inn er herra sem lætur hlýða sér.
Ekki út í loftið grínið um að hveij-
um þyki matseldin hennar mömmu
best. Öllum fullorðnum af öllum
þjóðum þykir bestur maturinn af
æskuslóðunum. Og með því að
venja bömin á það nógu snemma
að vilja matinn sætan, er búið að
koma upp varanlegum smekk og
því fæðumynstri út ævina. Á
æskuámm öfundaði undirrituð
frændsystkini sín frá Noregi ekki
af öðra meira en að fá að strá sykri
út á hafragrautinn sinn, sem var
harðbannað á okkar bæ. Kannski
veldur það því á fullorðinsámm að
lítt bragðast allur dísæti maturinn,
svo sem íslenskt jógúrt með 12%
sykurmagni, miklu sætara en út-
lent. Framleiðendur teljaekki ann-
að bjóðandi íslenskum neytendum.
Svosem ekkert stórmál að laga
bara sitt eigið náttúmjógúrt. Þótt
ekki sé til rafmagnshitunartækið
handhæga má bara setja svolitla
líttsæta jógúrt í G-mjólk í lokuðu
glasi og láta standa á heitum ofnin-
um í 6 tíma. Svolítið mjólkurduft
gerir það þykkara. Geyma svo lítinn
jógúrtafgang í næstu lögun. Dulítið
er samt kúnstugt að samhliða hinni
miklu ogdým auglýsingaherferð
fyrir hollustu mjólkurafurða skuli
ausið slíkum sætindum í jógúrtina.
En ræðst opinber hollustuáætlun
annars nokkuð í að hnekkja heims-
meti íslendinga í sykuráti?
GÁRUR
eftir Elinu
Pálmadáttur
MYNDAMÓT HF
Cterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
Vel heppnuð tónleika-
ferð um Þýskaland
Hörður Áskelsson frumflutti nýtt íslenskt orgelverk
Hörður Áskelsson organisti
hélt þrenna tónleika í Þýskalandi
í lok septembermánaðar. Á
fyrstu tónleikunum i Dusseldorf
frumflutti Hörður nýtt íslenskt
verk eftir Áskel Másson tón-
skáld, sónötu fyrir orgel i þrem-
ur þáttum. Verkið er hið viða-
mesta sem samið hefur verið
fyrir orgel hérlendis og voru við-
tökur áheyrenda og gagnrýn-
enda þýskra dagblaða sérstak-
lega lofsamlegar.
Tónieikaferð Harðar Áskelssonar
organista hófst í Dusseldorf þann
18. september með fmmflutningi
orgelsónötu Áskels Mássonar. A
efnisskránni vom einnig Toccata
eftir Jón Nordal, orgelverk fyrir
pedala eftir Þorkel Sigurbjömsson,
Kórall í E-dúr eftir Cesar Franck
og Gotnesk svíta eftir Léon Boell-
mann. Að loknum tónleikum í Duss-
eldorf hélt Hörður til Kölnar þar
sem hann tók þátt í norrænni orgel-
viku en til hennar var boðið helstu
organistum Norðurlandanna til tón-
leikahalds. Síðustu tónleikamir
vora síðan í Achen þar sem Hörður
lék á Klais-orgel í IGrkju heilagrar
þrenningar en það mun einmitt
ætlunin að koma upp orgeli af
þeirri gerð í Hallgrímskirkju.
Hörður Áskelsson sagði í samtali
við Morgunblaðið að orgelsónata
Áskels Mássonar væri mjög stórt
verk, „svo stórt reyndar að enn er
ekkert orgel hérlendis sem hægt
er að flytja verkið á. Verkið er
hugsað fyrir framtíðarorgel Hall-
grímskirkju svo það var sérstaklega
gaman að fá tækifæri til að flytja
það á Klais-orgelið í Achen. Eg
hyggst flytja þetta verk hér heima
í vetur. Ég er eiginlega að bíða
eftir því að orgelið í Kristskirkjunni
komist í lag. Það er reyndar alls
ekki nógu stórt en hefur samt þann
hljóm sem ég get fellt mig við,“
orgelið í Kartauserkirche í Köln.
sagði Hörður Áskelsson organisti.
Tónlistargagnrýnanda Achener
Volkzeitung, Thomas Beujean, fór-
ust m.a. svo orð um sónötu Áskels
og flutning Harðar: „Sónata Áskels
Mássonar býr yfir gripandi laglínum
sem fléttast saman á ýmsa vegu
og leitast við að sprengja utan af
sér einfaldan ramma sónötunnar ...
Hörður Áskelsson sýndi á þessum
tónleikum að hann er í fremstu röð
organista; tæknilegir yfírburðir
vom augljósir og pedalaleikur hans
sérlega hugmyndaríkur."
Áskell Másson tónskáld sagði í
samtali við Morgunblaðið að hinir
þrír þættir orgelsónötunnar _ væm
byggðir á sama stefjaefni. „Eg til-
einkaði þetta verk Herði Áskels-
syni. Verkið er mjög erfitt í flutn-
ingi en Hörður lék verkið stórglæsi-
lega. Þetta verk er samið að beiðni
Listvinafélags Hallgrímskirkju og
Áskell Másson tónskáld.
er ætlað sem vígsluverk hins nýja
orgels kirkjunnar þegar það kemur.
Verkið er samið fyrir §ögurra borða
orgel með 70 röddum og tekur 18
mínútur í flutningi. Verkið byrjar á
því að kynnt em þau þijú stef sem
verkið byggist á. Síðan er allt verk-
ið spunnið útfrá þessum þremur
laglínum. Hljómrænt og lagrænt er
það byggt á ákveðnum tónbilasam-
setningum. Annar þáttur verksins
er hraður og þriðji þátturinn bygg-
ist á brotum úr öllum þeim steflum
og hljómasamsetningum sem hafa
komið fram. Niðurlag III. þáttar
er einföldun á aðalstefínu sem
hljómar sem eins konar sálmur.
Þegar stóra orgelið í Hallgríms-
kirkju verður komið í gagnið hyggst
ég láta til skarar skríða með stóra
orgelsinfóníu sem ég hef verið með
ý skissum í allmörg ár,“ sagði
Áskell Másson tónskáld.
Leikfélag Akureyrar með
gestaleik í Þjóðleikhúsinu
SkjaldbaJkan kemst þangað líka sýnd sex sínnum á Litla sviði Þjóðleikhússins
Þráinn Karlsson og Theódór Júlíusson í hlutverkum sínum í Skjald-
bakan kemst þangað líka.
Dagana 9.-16. nóvember verð-
ur gestaleikur á Litla sviði Þjóð-
leikhússins. Þá mun Leikfélag
Akureyrar sýna rómaða upp-
færslu sína á SKJALDBAKAN
KEMST ÞANGAÐ LÍKA eftir
Árna Ibsen, í leikstjórn Viðars
Eggertssonar. Sýningar verða
aðeins sex talsins svo rétt er fyr-
ir fólk að hyggja að þessari sýn-
ingu fyrr en seinna.
Skjaldbakan kemst þangað líka
fjallar sem kunnugt er um einstæða
vináttu og hvernig henni reiðir af
á öfgakenndum ógnartímum. Per-
sónur leiksins em skáldbræðumir
Wiliam Carlos Williams og Ezra
Pound og greinir í leikritinu frá
öndverðum viðhorfum þessara jöfra
til lífsins og listarinnar, en þótt
þessir menn væm miklir vinir tók-
ust þeir hraustlega á um skoðanir
sínar.
Williams kýs að deila kjömm með
almúganum og yrkja um það smáa
í sínu nánasta umhverfi en tekst
þannig að skyggnast um veröldina
alla. Með ást sinni á sínum af-
markaða samastað umbreytir hann
honum í Paradís á jörðu. Ezra
Pound var eitt merkasta ljóðskáld
þessarar aldar, en mátti sæta illri
meðferð vegna skoðana sinna og
einkum þó vegna áróðursávarpa
sinna í útvarp fasistanna á í Ítalíu
á stríðsámnum. Pound var hand-
tekinn og geymdur í búri, pyntaður
og loks dæmdur í Bandaríkjunum
fyrir landráð. Nærri lá að Pound
yrði tekinn af lífi fyrir yfirsjón sína
en skáldbræður og vinir, Williams
þar á meðal, sáu til þess að lífi
hans var þyrmt.
í þessu leikriti er spurt um eðli
vináttunnar, um gildi listarinnar og
jafnvel um tilgang lífs okkar hér
og nú, en þótt atburðarásin gerist
fyrr á öldinni em hliðstæður hennar
við nútímann deginum ljósari.
Með hlutverkin tvö í leiknum fara
tveir máttarstólpar Leikfélags Ak-
ureyrar um árabil, þeir Theódór
Júlíusson og Þráinn Karlsson. Tón-
list og áhrifshljóð era eftir Láms
H. Grímsson, Guðrún Svava Svav-
arsdóttir hannaði leikmynd og bún-
inga en Ingvar Bjömsson hannaði
lýsingu. Fyrsta sýning á Litla sviði
Þjóðleikhússins verður miðvikudag-
inn 9. nóvember klukkan 20.30 og
síðan daglega til 16. nóvember.