Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 20
20 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988
VERULEIKINN
OG DRAUMURINN
HIÐINNRA
I TRÚNflÐLANDRI MÁRINGÓLFSSON
eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur
HANN er umtalaAur þessar vikurnar og
verður það væntanlega áfram. Hann tók
við f ramkvæmdastjórastarf i í Útsýn,
einnl stœrstu ferðaskrifstofu landsins á
dögunum, nánar tiltekið á 25 ára af-
mœllsdegi sínum. Það var faðir hans,
ingólfur Guðbrandsson sem setti Útsýn
á lagglrnar og hefur rekið hana af mikl-
um krafti þar tll hann hætti störfum sem
forstjóri um áramótln. Ingólfur hefur
unnlð mikið starf f ferðamálum, sinnt
tónlistarmálum, með ákef A hugsjóna-
mannsins og verið svo lánsamur að vera
umdelldur alla tíð. Hvernig ætli sé a A
taka við af slíkum mannl- og vera sonur
hans og ekki nema hálfþrítugur? Andri
Már Ingólfsson vlrðist hvergi smeykur;
hann kemur mór fyrir sjónlr sem sér-
stæð blanda af slóttum og felldum, ung-
um mannl á upplelð og hæglátri og hugs-
andl sál. Hann hefur ömmugleraugu, tek-
ur þau stundum af sér, víkst ekki undan
aö svara, en vill vanda sig og virðlst
dálftlð feiminn f raman af. Svarar var-
færnlslega, segir oft - hvernlg skyldi ég
nú eiga að orða það? og hallar undir
flatt. Og svarar.
E
g byijaði sem
sendill í fyrirtæk-
inu 13 ára og náði
afbragðs árangri
sem slíkur! Seinna
hef ég smátt og smátt fetað
mig upp stigann. Einhvem
veginn rann þetta inn í blóð-
ið, hvort sem mér líkaði bet-
ur eða verr. Þetta er krefj-
andi heimur og mikill hraði
í honum. Ef maður meðtekur
hann er erfitt að sleppa.
Hvað gerir hann svona heill-
andi? Kannski einmitt þessi
hraði og fjölbreytileg sam-
skipti við fólk. Starf að
ferðamálum er spennandi,
aldrei nein lognmolla. Og
mér þykir eftirsóknarvert að
leita bestu leiðanna fyrir
ferðamann - með heildaryfír-
sýn, en án þess að gleyma
nokkum tíma að það er hver
einasti einstaklingur sem
skiptir meginmáli. Hvetjar
séu skyldur mínar sem fram-
kvæmdastjóra? Sem fram-
kvæmdastjóri verð ég að
þekkja alla þætti rekstursins,
átta mig á þeim kröfum sem
ferðamenn gera. íslendingar
eru mjög kröfuharðir á þjón-
ustu, þótt þeir vilji kannski
borga sem minnst fyrir hana.
Verksvið mitt er einnig að
semja við flugfélög og hótel
og viðskiptaaðila erlendis..
Utsýn er þekkt fyrir að veita
góða þjónustu og ég vil halda
þeim orðstír. Framkvæmda-
stjóri verður að móta vöruna
sem fyrirtækið býður og það
þjónustuhugtak sem við ætl-
um að framfylgja. Nú byggj-
um við á góðum grunni.
Undirtónninn í öllu sem við
gerum er gæði. En með
breyttum timum lögum við
okkur að breyttri stöðu,
breytum strúktúr fyrirtækis-
ins og kepum að langtíma-
markmiðum okkar.
Ræður þú við þetta?
Minn styrkur er m.a. fólg-
inn í að þekkja innviði fyrir-
tækisins. Það er ákveðinn
kúltúr í Útsýn, hvemig stað-
ið er að hlutunum og það
gefur mér forskot að skynja
í hvaða átt við forum og
bestu leiðina þangað. Eg fór
mjög ungur til Spánar að
starfa við farastjórnog náði
þá tökum á málinu. Óhætt
að segja að ég varð hugfang-
inn af Spáni. Síðan var mér
falin æ meiri ábyrgð og öll
sú reynsla er mikilsverð,
veitir innsýn oggefur
reynslu í mannlegum sam-
skiptum. Fararstjórinn
skynjar hvemig farþeginn
hugsar, hvað hann vill og
þessi nánd við viðskiptavin-
inn auðveldar manni margt
þegar að því kemur að búa
til ákveðna vöru. Ég sé fyrir
mér ýmsar breytingar á
ferðalögum okkar á næstu
ámm, en þörfin fyrir ferða-
lög er afar rík I okkur. Það
i sjálfu sér breytist ekki og
við vitum að ferðalög eru
orðinn þáttur þess lífsmáta
sem við kjósum okkur. Oft
býsnast menn yfír því að
sumir fara ár eftir ár á sömu
staðina, en gleyma því að
þarfír fólks era jafn margar
og mennimir sjálfír. Ég held
að sólarlandaferðimar hafí
notið vinsælda jafn lengi og
raun ber vitni því þama er
fullnægt hvíldarþörf okkar,
og við bætist gott veður,
framandi mannlíf, tilbreyt-
ing og nýtt umhverfi. Sumir
fara í Spánarferðir eins og
aðrir í sumarbústað; fólk
verður og vill losna úr rútín-
unni, einn gerir það svona
og annar kýs aðra leið.Ég
gæti þó ímyndað mér að á
næstunni vilji fólk fara
lengra og leita nýrra landa,
í heild er þjóðin miklu viðför-
ulli en fyrir tíu áram eða
svo. En það verður ekki aftur
snúið með ferðalög og fólk
ætlar hluta af ráðstöfunar-
tekjum sínum til ferðalaga,
rétt eins og í aðrar nauðsynj-
ar. Hvemig það ver svo þess-
um peningum og hvert það
fer, það er undir hveijum og
einum komið.Ég held líka að
það sé full nauðsyn að fólk
k'omist í burtu. Ég hef tekið
eftir að erlendir kunningjar
og viðskiptaaðilar tala um
að þeir verði varir við mikla
streitu á íslandi.
Verðurþú alvöra forstjóri?
Elða strákurinn föður þfns?
Hann hlær góðiátlega.
Ja, ég ætla nú að vona ég
verði fær um að standa mig.
En það er ekkert óeðlilegt
við þótt fólk hugsi sem svo.
En þar er nú fyrst til máls
að taka að það stóð aldrei
til að égtæki við af honum.
Þegar ég hafði lokið stúd-
entsprófí var mér boðið út
til Bandaríkjannatil náms
og starfs við ferðaskrifstofu
í Los Angles. Það var ágæt
reynsla sem ég hafði gott
af. Maður þurfti að sanna
sig og mér fannst það takast
og vera mértil styrktar. Svo
að vitanlega hafði ég áhuga
á þessum málum. En ég
ætlaði ekki að taka við hér,
ég hugsaði mér að fara í
framhaldsnám í viðskipta-
fræðum í Bandaríkjunum,
vera úti nokkur ár og setja
síðan upp minn eiginn rekst-
ur. Svo var þetta boðið af
fyrra bragði og ég tók starf-
inu. Eftir að hafa hugsað
málið þúsund sinnum. Eg
leitaði auðvitað ráða hjá föð-
ur mfnum. Hann lagði ekki
að mér, sagði égyrði að eiga
það við mig. Það er í sam-
ræmi við afstöðu hans til
mín, hann hefur alltaf gert
til mín miklar kröfur, en
samtfmis því hefur hann gef-
ið mér frjálst val um hvert
ég vildi stefna. En forsenda
þess að taka við þessu starfí
eða öðra álíka er að hafa
innri sannfæringu ogtrú á
því sem maður er að gera.
výr- rt~
t«Yͧíl^®^Mg|
jjfigi
.Wi (J
69.650,
ELDHÚSINNRÉTTINGAR Á BOTNVERÐI
SPRENGJUBOÐ
ÞESSI INNRETTING
KOSTAR AÐEINS KR.
Á DÖNSKUM SYSTEM B/8 ELDHÚSINNRÉTTINGUM
í HVÍTU OG BEYKIMELAMIN.
INNVAL BÝÐUR NÚ VANDAÐARINNRÉTTINGAR
Á VERÐISEM ERFITT ER AÐ JAFNA.
KOMIÐ, SJÁIÐ OG SANNFÆRIST.
STUTTURAFGREIÐSLUFRESTUR.
SÉRVERSLUN MEÐINNRETTINGAR OG STIGA
NÝBÝLAVEGI 12. SÍMI 44011
PÓSTHÚLF 167, 200 KÓPAVOGI