Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988
C 3
Morgunblaðið/RAX
Systir Ivona, 21 árs,
hefiir verið íjóra mánuði
á reynslutíma í
Karmelklaustrinu í
Hafnarfirði. Rúmlega
hálft annað ár er þangað
til hún getur stigið
skrefið til fúlls og unnið
nunnuheit.
ir, sem tók sér nunnunafnið María
Jóhanna. Hún var fædd árið 1889,
dóttir hjónanna Marteins Erlends-
sonars á Siglunesi á Barðaströnd
og konu hans, Olavíu Astríðar Þórð-
ardóttur. Haildóra gekk ung í reglu
St. Jósefssystra, lauk hjúkruna-
rnámi hjá systrunum í Kaupmanna-
höfn og starfaði síðan til dauðadags
við St. Josefsspítalann í Landakoti.
Sigurveig Guðmundsdóttir, sem
kynntist systur Jóhönnu lítillega,
segir hana hafa verið með afbrigð-
um vinsæla hjúkrunarkonu, glað-
lega og elskulega. Systir María Jó-
hanna andaðist árið 1944.
Þriðja íslenska nunnan var Guð-
rún Una Sigurveig Gísladóttir, sem
tók sér nunnunafnið systir María
S^anislaus. Hún var fædd á Gauks-
stöðum í Garði á Suðurnesjum árið
1912, dóttir Gísla Einarssonar sjó-
manns og konu hans Steinunnar
Jonsdóttur. Systir Stanislaus var
trúhneigð og tók ung kaþólska trú.
Hún gekk í reglu St. Jósefssystra
árið 1938 og hélt stuttu síðar til
Kaupmannahafnar til að læra
hjúkrun. Þar varð hún innlyksa öll
styijaldarárin en kom hingað er
heimstyrjöldinni var lokið og starf-
aði við St. Jósefsspítalann í Landa-
koti til dauðadags 1956.
Nunnuheitið fór leynt
Sú íslenska kona sem síðust gerð-
ist nunna og margir íslendingar
muna eftir, var Svanlaug Guð-
mundsdóttir. Hún tók sér nunnu-
nafnið systir María Clementia eftir
einni þeirra fjögurra systra sem
komu fyrstar hingað til lands. Svan-
laug varfædd 1918, dóttir hjónanna
Guðmundar Sigurðssonar klæð-
skerameistara í Reykjavík og Svan-
laugar Benediktsdóttur, en hún lést
þegar Svanlaug var mjög ung. Fað-
ir hennar var kaþólskur og kom
henni í nám í Landakotsskóla. Syst-
urnar þar gengu Svanlaugu að
mörgu leyti í móðurstað og hún
ákvað ung að gerast nunna, um 16
ára gömul. Hún fór til systranna í
Kaupmannahöfn, nam þar kirkjuleg
fræði og lagði einkum stund á
barnafræðslu. Er hún hafði unnið
nunnuheiti 1939, sneri hún aftur
heim og stundaði kennslu við
Landakotsskólann það sem eftir var
ævinnar. Hún lést 1972. Sigurveig
Guðmundsdóttir, sem þekkti hana
vel, segir hana hafa unnið mikið
og fórnfúst starf í skólanum. Hún
hafi verið dugleg, lífleg og kát,
sérstaklega þegar hún var yngri.
Sigurveig segir föður Svanlaugar
hafa verið ákvörðun hennar alger-
lega sammála. „Um þetta leyti, í
kringum 1930, gætti tilhneigingar
meðal ungra stúlkna að gerast
nunnur. Fleiri stúlkur reyndu að
ganga í regluna en gáfust upp og
nokkrar höfðu mjög sterka löngun
til þess þó ekki yrði af inngöngu.
En nunnuheit Svanlaugar fór auð-
vitað mjög leynt því almenningur
tók kaþólsku kirkjunni mjög illa
fyrir heimstyijöldina síðari. Þá kom
hingað fjöldi kaþólskra og viðhorfin
breyttust."
Ein íslensk nunna væri
óvenju hátt hlutfall
Kaþólski biskupinn á íslandi,
Alfred Jolson, var var inntur eftir
því hvers vegna nunnum fækkaði
svo mjög á Vesturlöndum. Hann
sagði ástæðuna fjölþætta; sífellt
færri konur gæfu sér tóm til að
sinna köllun sinni til að þjóna guði,
nú væri meiri þrýstingur á konur
að giftast eða fara í sambúð og
viðhorf gagnvart einbúum væri nei-
kvætt. Það væri talað um að þeir
eðaþær væru „ekki giftar“. „Rekst-
ur reglanna á Vesturlöndum hefur
gengið erfiðlega og nunnum hefur
farið stöðugt fækkandi síðustu 30
árin. Þeim fjölgar afturámóti sífellt
í löndum þriðja heimsins og Austan-
tjaldslöndum. Munkum hefur einnig
fækkað en ekki eins jafnt og þétt.
Hér á landi telur kaþólski söfnuður-
inn um 2000 manns. Þó hér væri
aðeins ein nunna, væri það óvenju
hátt hlutfall. Hér eru þrír kaþólskir
prestar og það er óvenjulegt í svo
fámennum söfnuði."
Jolson biskup segir það ósk kirkj-
unnar að íslensk kona gerist nunna
og að á því sé vissulega möguleiki.
Líklegra væri þá að hún væri ung
og ógift, þar sem óalgengt er að
eldri konur gangi í klaustur. Hann
segir ákaflega erfitt að spá um
hvort vinnuregla eða lokuð bæna-
regla yrði fyrir valinu.
„Nunnur í vinnureglum í dag eru
hjúkrunarkonur, læknar, kennarar
og vinna að félagslegri aðstoð.
Ungar konur spyija sjálfar sig hvað
þær hafi fram yfir aðra. Svarið er
einfalt, systurnar hafa köllunina til
að þjóna öðrum og þær helga sig
henni algerlega. Fólk þarf að skilja
GULLVEIG SÆMUNDSDÓTTIR
RITSTJÓRI
HELGA THORBERG
LEIKKONA
íslensk kona veldi
lokaða bænareglu
íslenskar konur velja
frekar góðgerðarstörf
Trúaröfgar að ganga
í klaustur
Gullveig Sæmundsdóttir ritstjóri hefur haft töluverð kynni
af nunnunum hér á landi. Hún segist þó aldrei hafa
hugleitt það að ganga í klaustur þar sem köllunin til þess
hafi ekki verið fyrir hendi. Gullveig er kaþólsk, fædd á
sjúkrahúsi St. Fransiskusystra í Stykkishólmi. Hún gekk í
barnaskóla St. Jósefssystra í Hafnarfirði og vann sem
unglingur hjá Fransiskusystrum á sumrin. Aðspurð segist
hún vel geta trúað því að íslensk kona ætti eftir að ganga
í klaustur og þá líklega ung. Trúlega yrði lokuð bænaregla
fyrir valinu, á borð við Karmel-regluna.
„Ég spurði eitt sinn nunnu hvers vegna svo fáar konur
gengju í klaustur. Hún svaraði því til, að í amstri hverdagsins
heyrðum við ekki röddina sem kallaði okkur til þjónustu við
guð. Það er svo margt sem glepur, við höfum ekki gefið
okkur tíma til að hlusta eftir þessari rödd, sem ef til vill
hljómar innra með okkur,“ segir Gullveig.
„Áður fyrr áttu konur svo fárra kosta völ, utan hjónabands.
Vildu þær afla sér menntunar, var klaustrið einna vænlegasti
kosturinn. Ég skil vel tilvist þeirra þá en nú eru tímarnir
gjörbreyttir. Þær konur sem nú ganga í klaustur hljóta fyrst
og fremst að taka þessa ákvörðun vegna innri köllunar."
Leikkonan Helga Thorberg segir það aldrei hafa hvarflað
að sér að gerast nunna þó hún hafi vissulega hugleitt
hlutverk þeirra. Telur hún afar ólíklegt að íslensk kona
gerist nunna. Hérlendis sé engin hefð fyrir því að ganga í
klaustur og þær konur sem hafi hug á því, verði líklega
taldar bilaðar. Konur sem vilji fórna sér vinni frekar að
góðgerðar- og líknarstörfum.
Aðspurð segist Helga ekki telja að konur gerist nunnur
til að flýja raunveruleikann. Hún segist ekki mótfallin
klausturlifnaði. „Hugurinn hvarflar helst til nunnanna þegar
ég sé þær; við vinnu eða á götum úti. Starf nunna og
lífsviðhorf er fjarlægt og afskaplega forvitnilegt. Þær vinna
afar göfugt starf í kyrrþey, svo göfugt að ég held að
heimurinn geti ekki verið án þeirra í nánustu framtíð, og
má þar minna á störf systur Maríu Theresu. En ég legg
góðgerðarstörf íslenskra kvenna, m.a. safnanir fyrir skóla,
kirkjur og sjúkrahús, að jöfnu við starf nunnanna.“
Jana K. Sigfúsdóttir viðskiptafræðinemi segir að sér hafi
aldrei dottið í hug að gerast nunna. Sér finnist það
dæmi um öfgar að ganga í klaustur, en það sé ákvörðun
hvers og eins, sem ekki beri að skipta sér af. „Ég er ekki
trúuð, til þess er ég allt of jarðbundin. Mér finnst trúin oft
vera flótti frá raunveruleikanum.
íslendingar hafa það gott. Þeir eru ekki eins trúhneigðir
og aðrar þjóðir, hafa um nóg annað að hugsa. Þó eru alltaf
til þeir sem ganga í sértrúarsöfnuði og það er ekkert ólíklegra
að klaustur verði fyrir valinu en hvað annað. Ef íslensk
kona gerist nunna, held ég að viðbrögðin verði margskonar,
allt frá reiði og upp í ósvikna aðdáun. Ég yrði hissa, það er
allt og sumt.“
Jana sagði klausturlíf vera mjög fjarri þó flestir leiddu
einhvern tíma hugann að því. Nunnur væru í sínum augum
rólegri og yfirvegaðri en aðrir. Konur sem legðu rækt við
það góða, eyddu öllum sínum tíma í bænir og að hjálpa
öðrum. „Það hlýtur að vera erfitt að vera nunna. Til þess
að halda klausturdvölina út held ég að þær þurfi að hafa
köllun, ofsatrú og sjálfsaga. Mér finnst furðulegt að einhveijir
skuli vilja loka sig frá umheiminum á þennan hátt.“