Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MAIMNHFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 11 c MATUR OG DRYKKURI/íy) Gubrúnu Helgadóttur í Fjörunni Bemsku- jjara þingfor- setanna Yfirgnæfandi meiri- hluti nýkjörinna þingforseta slitu barns- skónum á Hamarkots- mölinni í _ Hafnarfirði: Matthías Á. Mathiesen var t.a.m. oft gerður ábyrgur fyrir því að Guðrún Helgadóttir dytti ekki í sjóinn þegar hún var að veiða það sem þau krakkarn- ________ ir kölluðu „marhnút í sparifötunum". Nú hefur veit- ingastaðurinn Fjaran verið starfræktur um 2ja ára eftir Jóhönnu skeið í þessu Sveinsdóttur bernskuflæð- armáli þingforsetanna, í sögu- frægu húsi að Strandgötu 55, byggðu 1841, sem eigendurnir hafa gert upp að innan og utan, sérsmíðað allar innréttingar svo yfirbragð staðarins er einfalt, upprunalegt og hlýlegt. Reyndar er Fjaran, sem trúlega er í flokki dýrari veitingahúsa, einstaklega smekklegur staður fyrir það hversu fágætt heildarsamræmi ríkir þar innanstokks. Hann býð- ur upp á blandaðan sérréttaseð- il þar sem kjöt- og fískmeti er gert nokkurn veginn jafnhátt undir höfði. Á matseðlinum eru iðulega einhverjir réttir úr hrá- efnum sem eru fremur sjaldgðef hér á landi, s.s. kanínu eða langlúru. Þar snæddum við Guð- rún saman hádegisverð rétt eft- ir að hún var kjörin forseti sam- einaðs þings: reyktan ál með eggjahræru, villiönd í appelsín- usósu og rifsbeijaís. „Ekki hefði okkur krökkunum dottið í hug að hægt væri að borða önd,“ segir Guðrún hlæj- andi, og okkur kemur saman um að þessi tiltekna önd sé full blóðug fyrir okkar smekk og að ekki sé nógu lystaukandi að fá á diskinn hálfliráan andarlegg (hér um bil með fit): dálítið mis- heppbnað sjónarspil franskrar ættar. En sósan var mjög góð, svo og állinn, ísinn og þjónust- an. Og áður höfum við báðar borðað í Fjörunni prýðilega fisk- rétti. Úr því minnst er á fisk verður Guðrúnu, sem á árum áður var lengi deildarstjóri í Trygginga- MATSEÐILL S£ &ruÁoa /uudcrúi stofnun ríkisins, hugsað til þeirrar tryggingastofnunar samfélagsins sem var við lýði á uppvaxtarárum hennar í Hafn- arfirðibnum — þeirri einu sem þá var til. Faðir hennar var há- seti á togaranum Surpríse og í hvert sinn er hann kom að landi var hún send með glænýjan fisk — að vísu með vír í gegnum augun sem henni þótti hálf óhugnanlegt — til nágrannanna sem gaukuðu síðar að þeim slátri eða rófum í staðinn. Aðrar nauðsynjar heimilisins voru teknar út í reikning í verslun útgerðarmannsins. Þegar Guð- rún var síðan send eftir kaup- uppgjöri föður síns stóðst yfir- leitt á endum að búðarreikning- urinn var jafnhár kaupinu, og henni þótti skrýtið að aldrei væru til peningar. „Enda hef ég margoft sagt við Matthías Mat- hiesen, að þetta hafi gert mig að sósíalista," segir hún og horf- ir lengi út á úfinn sjó bemsku sinnar. TRÚMáL /Hefur tcekniþróunin breytt átrúnaói mannaf Undur vorra tíma eftir dr. Sigurbjörn Einarsson Eg geri ráð fyrir að í spurning- unni hér að framan sé átt við kristinn átrúnað og þá er því að svara fyrst og fremst, að hann breyt- ist ekki. Engin þróun umbreytir m^^mmmummm þeirri staðreynd sem Jesús Kristur er • samkvæmt grundvallandi vitn- isburði Biblíunnar og endurspeglun og samhljómun aldanna við þann vitnisburð. Spyij- andinn er vafalaust með það í huga, hvort viðhorf manna til kristins átrúnaðar hafi breyst sakir áhrifa frá tækninni. Það er mjög svo raunhæf spurning og íhugunarverð. Ætli þau svið mannlegs lífs séu mörg, sem séu ósnortin af tækniþró- un nútímans, réttara sagt: Tækni- byltingu? Hver manneskja lifir í heimi, sem er mótaður af þeim stór- merkjum, sem einu nafni flokkast undir tækni. Við vinnum nær allt með vélum. Nauðsynjar daglegs lífs og tilbreytni daganna skila sér inn á okkur með margslungnum véla- brögðum, kaffið að morgni er lagað í vél, sjónvarpið að kvöldi er voldug og áleitin maskína. Dagsverkið byij- ar og endar í bílnum og fer allt úr skorðum, ef tæknin gengur úrskeið- is, t.d. ef eldingu lýstur í rafleiðslur. Slíkt gerist svo sjaldan, að það hagg- ar ekki því öryggi, sem tæknivæð- ingin veitir. Jafnvel þessar línur, sem gamall maður festir á pappír, eru ritaðar á vél. En sem ég sit hér hugsa ég til bókar, sem ég á og er fýrir aftan mig í skáp. Hana skrifaði afabróðir minn með hrafnsfjöður og blekið bjó hann til sjálfur. Það eru ekki nema níutíu ár síðan hann sat við þessa iðju. Eg man einna fyrst eftir mér hjá ömmu minni, þegar hún var að basla við eldinn í hlóðunum sínum. Loginn, sem læsti sig um sprek og skán, var baminu mikið undur. Ég er ekki frá því, að ég hafi horft í eldinn með þess háttar hughrifum, sem eru í ætt við trúarlega lotningu. Ekkert slíkt hvarflar að manni, þeg- ar nýmóðins kaffivél er sett í sam- band. Og kýrnar undir pallinum, hitagjafinn og mjólkurlindin, töluðu upp um fjalirnar, rumdu eða nauð- uðu, túlkuðu m.ö.o. lifandi tilfinning- ar, sem þær ætluðust til að mann- fólkið skildi. Og það skildi, enda kom það sér betur að skilja skepnuna. Kýrnar voru fulltrúar þeirrar náttúru, sem mað- ur var í snertingu við allar stundir. Menn vom í lífrænu sambandi við sköpunarverkið, eins og umhverfið var gjaman nefnt þá. Sköpunarverkið fól í sér allt og bar sér • vitni í öllu. Eldur á hlóð- um, dropinn úr kúnum, stráin, sem spmttu á vorin og vom tínd úr stálinu á þetta var allt sköpun, það háð vindum og regni og sól, máttug- um aflgjöfum utan mannsins. Það var alveg ljóst, að sköpunai-verkið, í senn svo nákomið og mikilfeng- legt, átti annan höfund en manninn. Áhöld og verkfæri vom fábrotin. Viðskiptin við sköpunarverkið vetrin, var Iíf, minntu stöðugt á það, að maðurinn I þessu sinni. var þiggjandi. Hann þáði björg sína af náttúmnni með því að fara nán- ast berum höndum um hana af mik- ilii elju, natni og nærfærni. Skilvinda var fyrsta vélin, sem ég sá og heyrði í. Þegar hún kom gat amma hætt að renna trogum. Svo komu kermr í sveitina, jafnvel sláttuvél á einn bæ. Þetta vom for- boðar. Það lá í loftinu, að meiri hlut- ir væm í vændum. Sú eftirvænting óx síðan stig af stigi, nærð af áþreif- anlegum og undursamlegum fram- fömm í tækni, sem hver maður mátti fagna og njóta til hagræðis sér og hagsbóta. Tæknin er undur vorra tíma, í sumra augum undrið mikla í sög- unni. Fornmenn þekktu sjö manna- sem þeir auðkenndu sem furðuverk veraldar. Nútímamenn vita enga tölu á þeim furðuverkum, sem mannleg sköpunar- gáfa hefur fætt af sér. Og almennt er fólk orðið dofið af tíðindum úr smiðjum tækninnar. Eng- in furða þaðan vekur neina furðu lengur. Tækniheimur efstu áratuga þessarar aldar væri öllum fyrri kynslóðum gersam- lega framandi, önnur, óþekkjanleg veröld. Það væri kynlegra en flest annað, ef hugsun þess fólks, sem lifir í þessum nýja heimi, yrði ekki fyrir áhrifum af honum. Um það þarf ekki að spyija. Hitt er spurn- ing, hver áhrifin eru og í hvaða horf -þau snúast. En rýmið er þrotið að verk, til Amsterdam 28.12. - 2.1. (5 NÆTUR) Dvalið á Grand Hótel Krasnapolski, 4 stjömu hóteli í hjarta Amsterdam. Verð í 2ja manna herbergi með morgunverði kr. 27.000,- Verð í 1 manns herbergi með morgunverði kr. 32.400.- lutningur til og frá flugvelli innifalinn. * lygvtfíia'skatti^f^ki innifalii^. q o 'hr « E| FERÐA.. Í!l MIÐSTOÐIIM Ctodctit Tcauet ■$%> + q c.mi oo-ioo i Aöalstræti 9 - Sími 28133.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.