Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15.-NÓVEMBER 1988 \ Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson í dag ætla ég að fjalla um tvö síðustu merki dýrahringsins, Vatnsberann (21. jan.—19. feb.) og Fiskinn (19. feb,—19. mars). Vatnsberinn Vatnsberinn er félagslyndur og hugmyndaríkur. Þrátt fyrir félagslyndi er hann sjálfstæð- ur og vill vera óháður og fara eigin leiðir. Hann er forvitinn og fróðleiksfús. I framkomu ^ er hann vingjamlegur, kurteis og þægilegur. Vatnsberinn er stoltur og lítið fyrir að bera sín persónuiegu mál á torg fyrir aðra. Hann leggur áherslu á að hafa yfirsýn og er því oft hlutlaus og óper- sónulegur. Hann er oft sér- sinna og hefur sérstakar og sjálfstæðar skoðanir á lífinu og tilverunni. Vatnsberinn er fastur fyrir og fastheldinn á skoðanir sínar og persónuieg viðhorf. Vegna þess hversu yfirvegaður hann er oft á tíðum finnst öðrum hann kaldur og afskiptalaus. Hann þarf hins vegar á ákveðinni fjaiægð að halda til að öðlast þá yfirsýn sem hann þráir. J^-Vatnsberar eru oft vísinda- lega sinnaðir, leita a.m.k. þekkingar og vilja réttlæti og úrbætur. Fiskurinn Fiskurinn er næmur og til- finningaríkur. Hann er oft listrænn, hefur sterkt ímynd- unarafl og er fjölhæfur og leitandi. Hann er víðsýnn og skilningsríkur og á auðvelt með að setja sig í spor ann- arra. Fiskurinn er sveigjan- legur og vill ekki iáta binda sig niður. Vegna sterks ímyndunarafls er hann oft utan við sig og tekur ekki alltaf eftir umhverfinu. í framkomu er Fiskurinn yfir- leitt vingjamlegur og þægi- legur, enda leggur hann sig fram um að ná til flestra. Hann getur hins vegar verið mislyndur. Fiskurinn hefur oft áhuga á því dularfulla og segja má að hann hafi ríka þörf fyrir að fást við annað en það gráa og hversdags- lega. Hann berst því oft fyrir hugsjónamálum eða ieitar á náðir lista, kvikmynda, leik- listar, tónlistar o.s.frv. til að glæða lífið lit. Þörf fyrir yfir- •Sftýn er einkennandi, einnig góð aðlögunarhæfni og hæfi- leiki til að bregða sér í ólík hlutverk. Fiskurinn er því margvíslegur í tjáningu og framkomu, eftir tímabilum og aðstæðum. Hiö dœmigeröa Eins og margoft hefur verið tekið fram er fyrst og fremst verið að fyaila um hið dæmi- gerða þegar skrifað er um merkin á þennan hátt. Þar sem hver maður á sér nokkur merki verður að tengja eðli viðkomandi merkja saman. Þó oft hafi verið minnst á þetta er ekki víst . að allir skilji hvað átt er við. Samverkandi áhrif Ef maður sem hefur Sól í Tvíbura og Tungl í Steingeit les um „merki“ sitt þá er aug- ljóst að margt sem þar stend- ur kemur ekki til með að passa. Ástæðan er sú að Tvíburi og Steingeit eru ólík merki. Sú rödd sem fylgir Steingeitinni mun því ekki leyfa Tvíburanum að komast upp með allt sem annars væri kannski upp á teningnum. Með Steingeitinni kæmi sterk ábyrgðarkennd og þörf fyrir skipulag, aga og reglu, eða þættir sem hefðu þau áhrif að auka stöðugleikann. Tvi- burinn væri samt sem áður Tvíburi að því ieyti að hann væri hugmyndalega sinnaður og félagslyndur. Fjölhæfni væri áfram til staðar en festa væri meiri en hjá hinum úæmigerða Tvíbura. GARPUR BRENDA STARR í W A TM OIV Jl\/n 1IVIIWI ■ 1 VATIMolvl YKIIMIMI :::::::::::::: FERDINAND 1 l ' cf—'r " T| II SMÁFÓLK TMI5 LÁPV 15 ABOUT TOFEEPHER P06,5E£.. IN THE MEANTIME, A 5T0RM 15 C0MIN6 UP... ------'gr' SUPPENLV, THERE5 A POtUER FAILUREÍTHE ELECTRIC CAN OPENER WON'T WORKÍ! Fannst þér þetta hryllingssaga? Konan ætlar að fara að gefa hundinum sínuin, skilurðu, en á meðan er að hvessa.. Skyndilega bilar rafmagn- ið! Rafmagnsdósaopnarinn virkar ekki!! Þetta er hryllingssaga lagi! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Á norður opnun? Guðlaugur R. Jóhannsson taldi svo vera, og lái honum hver sem vill: Vestur gefur; allir á hættu: Norður ♦ K543 ' ¥- ♦ ÁDG9843 ♦ 43 Vestur ♦ 1076 ♦ D1098 ♦ 2 ♦ KD652 Austur ♦ G8 ♦ Á765 ♦ K10765 ♦ Á9 Suður ♦ ÁD92 ¥ KG432 ♦ - ♦ G1087 Spilið kom upp í leik íslands og Suriname á OL, sem ísland vann með 78 IMPum gegn 28. 15 IMPar töpuðust í sögnum í þessu spili. í opna salnum sáu Guðlaugur og Öm Amþórsson með spil NS: Vestur Norður Austur Suður Pass 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Nokkuð eðlilegar sagnir, en samlegan er ekki upp á það besta. Legan í tíglinum bætti ekki úr skák og þegar upp var staðið hafði Guðlaugur fengið 7 slagi og andstæðingamir 300 í sinn dálk. I lokaða salnum sagði norður aldei annað en pass: Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 1 tígull Dobl Pass Pass Pass Það kom því í hlut Vals Sig- urðssonar að opna á 1 tígli. Sú sögn lofar ekki endilega tígli í kerfi har.s og Jóns Baldursson- ar, svo Valur sá enga ástæðu til að renna af hólmi með fimm- lit. Niðurstaðan: 3 niður og 800 til mótheijanna. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á sovézka meistarmótinu í sumar kom þessi staða upp í skák þeirra Anatoly Karpov, fyrrum heimsmeistara, sem hafði hvítt og átti leik, og hins stigaháa stór- meistara, Mikhail Gurevich. 47. Dxc5! (Svartur kemst nú ekki hjá liðstapi vegna klaufalegrar afstöðu léttu mannanna á drottn- ingan'æng. 47. - Hxe6 er einfald- lega svarað með 48. fxe6. Svartur reyndi:) 47. - Rd3, 48. Dxa5 - Rxel+, 49. Hxel og með tvo menn fyrir hrók vann hvítur auð- veldlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.