Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER T988 Asgerður Andrés- dóttir — Minning Fædd 12. júní 1914 Dáin 7. nóvember 1988 Ásgerður var næstyngst í fjórtán systkina hópi. Sjö voru þeir bræður og sjö voru þær systur sem fædd- ust og ólust upp á Þórisstöðum í Gufudalssveit við Þorskafjörð. Foreldrar þeirra voru hjónin Andrés Sigurðsson Jónssonar í Múlakoti og Jóhönnu Magnúsdóttur Andréssonar bónda í Veiðileysu á Ströndum Guðmundssonar sem fæddur var á Geirmundarstöðum á Skarðsströnd, 1776. Og Guðrún Sigríður frá Kleifa- stöðum Jónsdóttir Jónssonar Guðnasonar og Valgerðar Hafliða- dóttur Pétursdóttur Þórðar Magn- ússonar á Laugabóli við Djúp. Ásgerður var vorbarn fædd inn í náttlausa voraldar veröld, í einni af fegurstu innsveitum Borgar- fjarðar og hún Ása elskaði þessa sveit af sínu heita og heila hugar- fari. Þegar hún þurfti að bregða búi og flytja til Reykjavíkur, þá flutti hún sveitina sína með sér. Eins og hún minntist hennar og hún minnt- ist aðeins þess besta. Gleymdi fínn- ungsbrekkunum, gijóthörðum sem eyðilögðu allt bit úr jafnvel bestu ljáum. Gleymdi þráanum í sauðkindun- um sem oftast vildu fara aðrar leið- ir en þeim var ætlað. Ávallt minnt- ist hún þeirra með söknuði. Talaði um þær með nöfnum, teljandi upp sérkenni þeirra og lyndiseinkenni. Hún gleymdi sárum þreyttum fót- um í erfiðum smalamennskum og minntist þess betur gleðinnar yfír að hafa hjörð sína heila í húsi, en mundi þess betur kvikan leik lamb- anna vorlangan daginn og lóan var hennar fugi. Hún tók ekki bara minningamar með sér úr sveitinni heldur tók hún líka með sér siði og venjur bemsku- heimilis síns. Gestrisnin var sú sama og hvar sem Ásgerður setti saman heimili hér í Reykjavík, þá gerði hún alltaf ráð fyrir því að þurfa að hýsa fólk og gera beina. Borðið hennar var ekki stórt, en það var drifhvítur dúkur á því og pönnukök- ur og kleinur með kaffinu og flat- kökur með velhnoðaðri kæfu, alveg eins og fyrir vestan. Á snúmnum blakti fannhvítur þvottur og inni var allt tandurhreint og fullt af myndum að vestan. Ásgerður var bráðdugleg kona og leitaði ekki að léttum störfum. Um árabil var hún fletjari hjá Bæj- arútgerð Reykjavíkur og skilaði þar löngum vinnudögum og dijúgum. Hitt er annað mál að þessi stolta kona, afkomandi rótgróinna bændaætta sem þekkti ekki annað en að búa á eigin jarðnæði, eignað- ist aldrei sitt eigið þak yfir höfuðið hér í Reykjavík, þótt hún ynni allt- af hörðum höndum og eyddi aldrei eyri í skemmtanir eða munúð fyrir sjálfa sig. Örlæti hennar var slíkt, við þá sem hún tók ástfóstri við, að tekjur hennar dugðu ekki til að tryggja henni samastað. Því varð það hennar hlutskipti, þrátt fyrir dugnað og reglusemi, að margflytja milli misjafnra leiguíbúða og það var henni erfitt. Aldrei heyrði ég hana þó kvarta, sjálfsvorkunnsemi var ekki til í hennar fari en samúð og hjálpsemi þess ríkari. Síðustu árin vorum við nágrann- ar. Við sáum ljósin í gluggunum hvor hjá annarri og fylgdumst með því báðar, rétt eins og maður fylgd- ist með því í sveitinni hvenær fór að rjúka á morgnana. Mikið man ég vel þær Þórisstaða- systur ungar, sléttar á vanga með gullslit á hárinu og bæinn þeirra í grónu túni undir hamragirtu fjalli. Þar þótti Ásgerði ilma betur úr lyngholti og móa en annars staðar og öll bundu þau systkinin tryggða- bönd við sína átthaga. Baldursbráin hvíta sem óx á bæjarkömpunum á Þórisstöðum var alltaf blómið hans pabba míns, Þórðar Andréssonar, þó honum yxu önnur blóm litfegurri í görðum syðra. Eins og áður er sagt vorum við Ásgerður föðursystir mín nágrann- ar síðustu árin og milli okkar stutt- ur stígur. Erfiði og vonbrigði settu sitt mark á haha hið ytra, en and- legt þrek hennar var óbugað, skap- höfnin heit og stór, hvort sem var til ástar eða andúðar. Ég sé ekki lengur ljós í gluggan- um hennar en — ég veit að henni mun ekki ljóss vant þar sem hún dvelst núna og áreiðanlega vorar þar snemma. Hlýjustu samúðarkveðjur sendi ég systrum hennar, Fanneyju, Jensínu og Sigríði, og öllum sem greiddu götu hennar og voru henni kærir. Hjálmfríður Þórðardóttir Rakel Pálma- dóttir - Kveðja Fædd 8. október 1979 Dáin 6. nóvember 1988 Eitt af því besta sem fyrir mann kemur í lífínu er að kjmnast fólki, sem manni fer að þykja vænt um vegna eðliskosta þess. Þær mann- eskjur hafa til að bera þá eiginleika að kalla fram það besta í okkar eigin fari og gera okkur betri menn þá stundina með nærveru sinni einni saman. Návist þeirra fylgja einhveijir töfrar, kátína og gleði. Eg var harmi sleginn er ég frétti lát litlu frænku minnar, Rakelar Pálmadóttur. Enn einu sinni hefur dauðinn minnt okkur á tilvist sína. Hvemig má það vera að lítil stúlka, rétt 9 ára og er í leik með vinum, slasast svo illa að viku seinna er hún látin. Rakel, litla frænka mín, var öli- um kær og sólargeislinn sem lék um þorpið okkar. Það var gleði bamsins og hlýja sem færði litlu frænku mína nær öllum, er henni kynntust. En hinn sýnilegi alheimur, eins og við skynjum hann, er aðeins ákveðið vitundarstig okkar. Litla stúlkan lifír í huga okkar og megi minningin treysta vináttu- böndin og gera okkur betri hvert við annað og þó tárin falli eitt og eitt, megi brosin sem tengjast minningu hennar þurrka þau öll að lokum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk iyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Við vottum ástvinum samúð okk- ar og megi Guð styrkja þá í þeirra miklu sorg. Eyja og Friðrik Björgvinsson t Móðir okkar, JÓNA GUNNLAUG INGIMARSDÓTTIR, Dyngjuvegi 10, Reykjavík, lést föstudaginn 11. nóvember. - Synir hinnar látnu. t Móðir okkar, PÁLÍNA MARGRÉT GUÐJÓNSDÓTTIR húsfreyja, Hólakoti, Hrunamannahreppi, ' lést 11. nóvember í Sjúkrahúsi Suðurlands Selfossi. Börnin. t Móðir okkar og téngdamóðir, ODDNÝ HALLDÓRSDÓTTIR, Lokastíg 16, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 12. nóvember. Halldór Steingrímsson, Guðrún Jensdóttir, Gunnar Steingrímsson, Halldóra Óladóttir. t Eiginmaður minn, JÓNAS GUNNAR JÓH ANNESSON, Lerkigrund 2, Akranesl, varð bráökvaddur laugardaginn 12. nóvember. Fyrir hönd barna okkar, foreldra, systkina og annarra vandamanna Rósa Jones. t Eiginmaður minn og faðir okkar, JÓN OTTESEN, Ytra-Hólmi, Innri Akraneshreppi, varð bráðkvaddur 12. nóvember. Bryndfs Guðmundsdóttir og börn. t Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaöir og afi, KRISTINN NIKULÁS ÁGÚSTSSON, Hjallabraut 5, Hafnarfirðl, lést á heimili sinu laugardaginn 12. nóvember. Kristin Stefánsdóttir, Erla Kristinsdóttir, Halldór Svavarsson, Kristin Gunnarsdóttir, Guðjón Víðisson og barnabörn. t Eiginkona mín, systir okkar og mágkona, ÞÓRDÍS AÐALBJÖRNSDÓTTIR, Dalbraut 18, Reykjavík, verður jarðsungin frá Þjóökirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 15. nóvember kl. 15.00. Kristján Theódórsson, Ingólfur Aðalbjarnarson, Sigrún Aðalbjarnardóttir, Jón Pálmason. t Móðir okkar og fósturmóðir, BJARNÞÓRA BENEDIKTSDÓTTIR, verður jarðsungin þriðjudaginn 15. nóvember kl. 13.30 frá Foss- vogskirkju. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd aðstandenda, Valgerður Stefánsdóttir, Sigriöur Stefánsdóttir, Sigríður V. Ingimarsdóttir. t Eiginkona mín, systir okkar og mágkona, ÞÓRDÍS AÐALBJÖRNSDÓTTIR, Dalbraut 18, Reykjavík, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag þriðjudaginn 15. nóvember kl. 15.00. Kristján Theódórsson, Ingólfur Aðalbjarnarson, Sigrún Aðalbjarnardóttir, Jón Pótursson. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. lémastofa Friðfintts Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,-elnnig um helgar. Skreytingar við ðll tilefni. Gjafavörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.