Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 27 Reuter Dukakis fluttur Vaxmynd Michaels Dukakis kveður afsteypur Georg Bush og Ronalds Reagans þegar hún er flutt úr safai Madame Tussauds á dögunum. Sri Lanka: Aðskilnaðarhreyfing Tam- íla veldur dauða 27 manns Colombo. Reuter. TALIÐ er vist að aðskilnaðar- hreyfing tamíla, Tígrarnir, hafi staðið fyrir skotárás á strætis- vagn í austurhluta Sri Lanka á mánudag en i henni létust 27 manns. Að sögn heimildarmanna innan Sri Lanka-hers er talið að fórnarlömbin hafi flest verið af þjóðflokki sínhalesa. Vegna blóðsúthellinga á eyjunni hafa ferðamenn streymt þaðan að undanförnu. Skæruliðamir sátu fyrir strætis- vagninum í bænum Paniketiyawe í Trincomalee-héraði og réðust til atlögu með rifflum og sprengjum. Stjómarerindrekar sögðu að með skotárásinni á mánudag vildu Tígramir koma í veg fyrir að hér- aðsstjómarkosningar á norður- og austurhluta eyjarinnar fari fram næsta laugardag en þar em tamflar fjölmennastir. Ríkisstjóm Sri Lanka sakar Þjóð- frelsisfylkinguna um að standa að baki róstunum sem geysað hafa í suðurhluta landsins undanfamar vikur. Þjóðfrelsisfylkingin, flestir liðsmenn hennar em sínhalesar, hefur gagnrýnt forseta landsins, Junius Jayewardene, fyrir sam- komulag hans og Rajivs Gandhis, forsætisráðherra Indlands, sem undirritað var í júlí á síðasta ári og átti að binda enda á baráttu aðskilnaðarsinna tamfla. í sam- komulaginu er gert ráð fyrir að kosið verði til héraðsstjóma sem að nokkm leyti fari með völd í við- komandi hémðum. Þjóðfrelsisfylk- ingin hefur krafíst afsagnar Jayw- ardene og ríkisstjómar hans og að samkomulaginu við Indveija verði rift. Þeir krefjast þess einnig að 50.000 manna herlið Indveija verði flutt á brott frá Sri Lanka. Þjóð- frelsisfylkingin, sem em marxísk samtök sínhalesa, gerðu byltingart- ilraun á Sri Lanka árið 1971 sem fór út um þúfur og er talið að sam- tökin hafí myrt 500 stuðningsmenn ríkisstjómarinnar frá því að Ind- veijar sendu herlið inn í landið á síðasta ári. Tígramir hafa einnig hafnað samkomulaginu og beijast enn sem fyrr fyrir sjálfstæðu ríki tamfla, sem em 13% þjóðarinnar. Tígrarnir hafa hvatt tamfla til að sniðganga kosn- ingamar á laugardag. Þeir segja að tilkoma héraðsstjórna uppfylli ekki kröfur tamíla. Tekst að semja um ftíð í Súdan? Khartoum. Reuter. VONIR hafa glæðst um að friður kunni að vera á næsta leiti í Súd- an, því stríðshrjáða landi, en leiðtogi skæruliða í landinu, John Gar- ang, og Mohammed Osman al-Mirghani, leiðtogi Lýðræðislega eining- arflokksins, sem á aðild að stjórn, hafa komist að samkomulagi um að binda enda á stríðið. liða og telur þær vera hluta af sam- særi um að koma í veg fyrir, að múhameðsk lög verði tekin upp í landinu. I fyrrnefndum drögum að friðarsamkomulagi er kveðið á um vopnahlé og einnig, að neyðar- ástandinu frá 1985 verði aflétt. Þá er ákvæði um að frestáð verði sam- þykkt múhameðsku laganna og nánar ijallað um þau og önnur mál á stjómarskrárráðstefnu síðar. Borgarastyijöldin í Súdan hefur verið mest í suðurhluta landsins en þar er fólk flest kristið en múham- eðstrúar í norðurhlutanum. Sendimenn arabaríkjanna í Khartoum, höfuðborg Súdans, telja hins vegar, að mikið muni ganga á innan samsteypustjómar Sadeqs al-Mahdis áður en fallist verður á að semja um frið við skæruliða. „Ég veit ekkert um friðarást Lýðræðis- lega einingarflokksins en hitt veit ég, að súdanskt lýðræði felst aðal- lega í því, að einn flokkurinn klekki á öðmm," var haft eftir erlendum stjómarerindreka. Hinn helsti stjómarflokkurinn, Islamska þjóðfylkingin, er algerlega andvíg friðarviðræðum við skæra- Liggja peningamir þínir undir skemmdum ? Þú ert ef til vill meðal þeirra, sem bónar bílinn þinn reglulega og heldur húsnœðinu þínu vel við. Á það sama við um peningana þína? Kannski tilheyrir þú þeim hópi sem er í biðstöðu á fasteignamarkaðnum og hefuryfir fjármagni að ráða eða átt von á greiðslu. Heldur því að þér höndum, vilt ekki binda féð en geymir það ofan í skúffu eða bara á tékkheftinu. Á þennan hátt er því ekki vel við haldið. Skammtímabréf Kaupþings er bœði hagkvœm og örugg ávöxtunarleið sem á sérlega vel við í tilfellum sem þessum. Þaufást í einingum sem hentajafnt einstaklingum sem fyrirtœkjum með mismunandi fjárráð; frá 10.000 til 500.000 króna. Þau rná innleysa svo til fyrirvaralaust og án alls innlausnarkostnaðar. Bréfin eru fullkomlega örugg. Fé sem lagt er í Skammtímabréf Kaupþings er eingöngu ávaxtað í bönkum, sparisjóðum og hjá opinberum aðilum. Ávöxtun Skammlímabréfa er áœtluð 8—9% umfram verðbólgu, eða alll að fjórfalt hœrri raunvextir enfengjust á venjulegum bankareikningi. Haltu peningunum þínum vel við, með Skammtímabréfum. KAUPÞING HF Húsi vrrslunarinnar, sími 91 -686988 Kaupjring Nordurlands, Rádhústorgi 5, Akureyri, simi 96-24700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.