Morgunblaðið - 15.11.1988, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 15.11.1988, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 27 Reuter Dukakis fluttur Vaxmynd Michaels Dukakis kveður afsteypur Georg Bush og Ronalds Reagans þegar hún er flutt úr safai Madame Tussauds á dögunum. Sri Lanka: Aðskilnaðarhreyfing Tam- íla veldur dauða 27 manns Colombo. Reuter. TALIÐ er vist að aðskilnaðar- hreyfing tamíla, Tígrarnir, hafi staðið fyrir skotárás á strætis- vagn í austurhluta Sri Lanka á mánudag en i henni létust 27 manns. Að sögn heimildarmanna innan Sri Lanka-hers er talið að fórnarlömbin hafi flest verið af þjóðflokki sínhalesa. Vegna blóðsúthellinga á eyjunni hafa ferðamenn streymt þaðan að undanförnu. Skæruliðamir sátu fyrir strætis- vagninum í bænum Paniketiyawe í Trincomalee-héraði og réðust til atlögu með rifflum og sprengjum. Stjómarerindrekar sögðu að með skotárásinni á mánudag vildu Tígramir koma í veg fyrir að hér- aðsstjómarkosningar á norður- og austurhluta eyjarinnar fari fram næsta laugardag en þar em tamflar fjölmennastir. Ríkisstjóm Sri Lanka sakar Þjóð- frelsisfylkinguna um að standa að baki róstunum sem geysað hafa í suðurhluta landsins undanfamar vikur. Þjóðfrelsisfylkingin, flestir liðsmenn hennar em sínhalesar, hefur gagnrýnt forseta landsins, Junius Jayewardene, fyrir sam- komulag hans og Rajivs Gandhis, forsætisráðherra Indlands, sem undirritað var í júlí á síðasta ári og átti að binda enda á baráttu aðskilnaðarsinna tamfla. í sam- komulaginu er gert ráð fyrir að kosið verði til héraðsstjóma sem að nokkm leyti fari með völd í við- komandi hémðum. Þjóðfrelsisfylk- ingin hefur krafíst afsagnar Jayw- ardene og ríkisstjómar hans og að samkomulaginu við Indveija verði rift. Þeir krefjast þess einnig að 50.000 manna herlið Indveija verði flutt á brott frá Sri Lanka. Þjóð- frelsisfylkingin, sem em marxísk samtök sínhalesa, gerðu byltingart- ilraun á Sri Lanka árið 1971 sem fór út um þúfur og er talið að sam- tökin hafí myrt 500 stuðningsmenn ríkisstjómarinnar frá því að Ind- veijar sendu herlið inn í landið á síðasta ári. Tígramir hafa einnig hafnað samkomulaginu og beijast enn sem fyrr fyrir sjálfstæðu ríki tamfla, sem em 13% þjóðarinnar. Tígrarnir hafa hvatt tamfla til að sniðganga kosn- ingamar á laugardag. Þeir segja að tilkoma héraðsstjórna uppfylli ekki kröfur tamíla. Tekst að semja um ftíð í Súdan? Khartoum. Reuter. VONIR hafa glæðst um að friður kunni að vera á næsta leiti í Súd- an, því stríðshrjáða landi, en leiðtogi skæruliða í landinu, John Gar- ang, og Mohammed Osman al-Mirghani, leiðtogi Lýðræðislega eining- arflokksins, sem á aðild að stjórn, hafa komist að samkomulagi um að binda enda á stríðið. liða og telur þær vera hluta af sam- særi um að koma í veg fyrir, að múhameðsk lög verði tekin upp í landinu. I fyrrnefndum drögum að friðarsamkomulagi er kveðið á um vopnahlé og einnig, að neyðar- ástandinu frá 1985 verði aflétt. Þá er ákvæði um að frestáð verði sam- þykkt múhameðsku laganna og nánar ijallað um þau og önnur mál á stjómarskrárráðstefnu síðar. Borgarastyijöldin í Súdan hefur verið mest í suðurhluta landsins en þar er fólk flest kristið en múham- eðstrúar í norðurhlutanum. Sendimenn arabaríkjanna í Khartoum, höfuðborg Súdans, telja hins vegar, að mikið muni ganga á innan samsteypustjómar Sadeqs al-Mahdis áður en fallist verður á að semja um frið við skæruliða. „Ég veit ekkert um friðarást Lýðræðis- lega einingarflokksins en hitt veit ég, að súdanskt lýðræði felst aðal- lega í því, að einn flokkurinn klekki á öðmm," var haft eftir erlendum stjómarerindreka. Hinn helsti stjómarflokkurinn, Islamska þjóðfylkingin, er algerlega andvíg friðarviðræðum við skæra- Liggja peningamir þínir undir skemmdum ? Þú ert ef til vill meðal þeirra, sem bónar bílinn þinn reglulega og heldur húsnœðinu þínu vel við. Á það sama við um peningana þína? Kannski tilheyrir þú þeim hópi sem er í biðstöðu á fasteignamarkaðnum og hefuryfir fjármagni að ráða eða átt von á greiðslu. Heldur því að þér höndum, vilt ekki binda féð en geymir það ofan í skúffu eða bara á tékkheftinu. Á þennan hátt er því ekki vel við haldið. Skammtímabréf Kaupþings er bœði hagkvœm og örugg ávöxtunarleið sem á sérlega vel við í tilfellum sem þessum. Þaufást í einingum sem hentajafnt einstaklingum sem fyrirtœkjum með mismunandi fjárráð; frá 10.000 til 500.000 króna. Þau rná innleysa svo til fyrirvaralaust og án alls innlausnarkostnaðar. Bréfin eru fullkomlega örugg. Fé sem lagt er í Skammtímabréf Kaupþings er eingöngu ávaxtað í bönkum, sparisjóðum og hjá opinberum aðilum. Ávöxtun Skammlímabréfa er áœtluð 8—9% umfram verðbólgu, eða alll að fjórfalt hœrri raunvextir enfengjust á venjulegum bankareikningi. Haltu peningunum þínum vel við, með Skammtímabréfum. KAUPÞING HF Húsi vrrslunarinnar, sími 91 -686988 Kaupjring Nordurlands, Rádhústorgi 5, Akureyri, simi 96-24700

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.