Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 57 Ákært í Hafskipsmálinu; Skjalafals, fjárdráttur, rangfærsla skjala og brot á lögum um hlutafélög 16 ákærðir og saksóknari hyggst ákæra 17. manninn - Málið verður flutt í sakadómi Reykjavíkur HÉR fer á eftir í heiid ákæra sérstaks ríkissaksóknara Jóna- tans Þórmundssonar í Hafskips- málinu: Sérstakur ríkissaksóknari gjörir kunnugt: Að höfða ber opinbert mál fyrir saka- dómi Reykjavíkur á hendur eftirtöldum mönnum: A. Fyrrverandi fyrirsvarsmönnum, starfsmönnum og löggiltum endur- skoðanda Hafskips hf.: 1. Björgólfi Guðmundssyni, fv. for- stjóra Hafskips hf., Hagamel 53, Reykjavík, fæddum 2. janúar 1941 í Reykjavík. 2. Ragnari Kjartanssyni, fv. stjórnar- formanni Hafskips hf., Vogalandi 11, Reykjavík, fæddum 4. mars 1942 í Reykjavík. 3. Páli Braga Kristjónssyni, fv. fram- kvæmdastjóra fjármála- og rekstr- arsviðs Hafskips hf., Fossagötu 8, Reykjavík, fæddum 7. febrúar 1944 í Reykjavík. 4. Áma Ámasyni, fv. deildarstjóra fjárreiðudeildar Hafskips hf., Mel- haga 15, Reykjavík, fæddum 25. maí 1953 á Ákureyri. 5. Sigurþór Charles Guðmundssyni, fv. aðalbókara Hafskips hf., Fiskakvísl 5, Reykjavík, fæddum 22. nóvember 1955 í Reykjavík. 6. Þórði Hafsteini Hilmarssyni, fv. deildarstjóra skipulags- og hag- deildar Hafskips hf., Arnarhrauni 12, Hafnarfirði, fæddum 18. maí 1952 á Akranesi. 7. Helga Magnússyni, fv. löggiltum endurskoðanda Hafskips hf., Vest- urströnd 23, Seltjamamesi, fædd- um 14. janúar 1949 í Reykjavík. B. Fyrrverandi bankastjómm, aðstoð- arbankastjóra og endurskoðanda Útvegsbanka íslands: 8. Halldóri Ágústi Guðbjamasyni, fv. bankastjóra Útvegsbanka Islands, Hlíðarbyggð 3, Garðabæ, fæddum 20. október 1946 á ísafírði. 9. Lámsi Jónssyni, fv. bankastjóra Útvegsbanka Islands, Hólastekk 6, Reykjavík, fæddum 17. nóvember 1933 á Ólafsfirði. 10. Ólafi Helgasyni, fv. bankastjóra Útvegsbanka lslands, Karfavogi 41, Reykjavík, fæddum 2. desember 1924 á ísafirði. 11. Axel Kristjánssyni, fv. aðstoðar- bankastjóra og forstöðumanni lög- fræðingadeildar Útvegsbanka Is- lands, Skeggjagötu 4, Reylg'avík, fæddum 20. nóvember 1928 í Reykjvík. 12. Inga Randveri Jóhannssyni, fv. endurskoðanda Útvegsbanka fs- lands, Sævargörðum 2, Seltjamar- nesi, fæddum 5. desember 1936 í Vestmannaeyjum. C. Fyrrverandi bankaráðsmönnum í Útvegsbanka íslands: 13. Valdimar Indriðasyni, fv. formanni bankaráðs Útvegsbanka íslands, Háteigi 14, Akranesi, fæddum 9. september 1925 á Akranesi. 14. Ámbimi Kristinssyni, fv. banka- ráðsmanni í Útvegsbanka íslands, Mávanesi 9, Garðabæ, fæddum 1. júní 1925 I Vestmannaeyjum. 15. Garðari Sigurðssyni, fv. banka- ráðsmanni í Útvegsbanka fslands, Sólheimum 24, Reykjavík, fæddum 20. nóvember 1933 í Reykjavík. 16. Kristmanni Karlssyni, fv. banka- ráðsmanni í Útvegsbanka fslands, Hólagötu 40, Vestmannaeyjum, fæddum 6. júní 1945 í Vestmanna- eyjum. I. kafli Rangfærsla skjala, fjársvik og brot á lögom um hlutafélög og um löggilta endurskoðendur, allt brot tengd reikningsskilum Haf- skips hf., 31. ágúst 1984. Akærðu Björgólfi Guðmunds- syni, Helga Magnússyni, Páli Braga Kristjónssyni og Ragnari Kjartans- syni er gefið að sök að hafa í sam- einingu staðið að rangfærslu reikn- ingsskila yfir rekstur og efnahag Hafskips hf. og dótturfélaga þess fyrstu átta mánuði ársins 1984, með því að útbúa efnislega röng bókhaldsgögn, með frestun gjald- færslna og með því að gæta ekki viðurkenndra reikningsskilaað- ferða, svo sem að neðan greinir, í því skyni að villa um fyrir stjórn félagsins í skýrslum og yfirlýsing- um til hennar og til að tryggja fé- laginu áfram lánstraust og fyrir- greiðslu hjá viðskiptabanka sínum, Utvegsbanka íslands, og loks fyrir að fá bankastjórn Útvegsbankans til þess að veita félaginu fjárhags- lega fyrirgreiðslu, þar á meðal tvö lán hinn 7. nóvember 1984, alls að Jjárhæð 4.040.000 hollensk gyllini, jafnvirði kr. 41.360.308,00, þegar lánin voru veitt, og ábyrgð vegna yfírdráttarheimildar hjá erlendum banka hinn 30. október 1984 að fjárhæð 500.000 Bandaríkjadalir, er síðar var breytt í lán að sömu Úárhæð hinn 24. desember 1984, jafnvirði kr. 20.195.000,00, þegar lánið var veitt, og valda þannig bankanum fjártjóni eða verulegri hættu á slíku tjóni með því að vekja eða styrkja rangar hugmyndir bankastjómarinnar um raunveru- legan efnahag félagsins og rekstr- arhorfur á grundvelli hinna röngu bókhaldsgagna, svo sem hér segir: Með framangreindum rangfærsl- um sýndi efnahagsreikningur Haf- skips hf. og dótturfélaga þess 31. ágúst 1984 jákvæða eiginfjárstöðu að fjárhæð kr. 8.185.326,00, þegar hún í reynd var neikvæð um fjár- hæð, sem nam að minnsta kosti kr. 45.823.269,00, og hefur þá verið tekið tillit til vantalinna eigna vegna villu í reikningsjöfnuði að fjárhæð kr. 230.324,00. Ennfremur er ákærða Helga gef- ið að sök að hafa hinn 19. október 1984 sem löggiltur endurskoðandi áritað reikningsskil fyrir fyrstu átta mánuði ársins 1984 með þeim hætti, að ekki verður annað af árit- un hans ráðið en að reikningsskil þessi hafi verið endurskoðuð, þótt sú endurskoðun hafi ekki farið fram í reynd. Framangreind reikningsskil voru lögð fram á stjómarfundi Hafskips hf. 8. nóvember 1984, en höfðu áður verið send bankastjórn Út- vegsbanka íslands með bréfi, dag- settu 30. október 1984, þar sem sérstaklega var tekið fram, að reikningsskilin væm endurskoðuð. Háttsemi ákærðu Björgólfs, Páls Braga og Ragnars samkvæmt því, sem að framan greinir, telst varða við 1. mgr. 158 gr. og 248. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19/1940 svo og við 1. tl. 151. gr. laga nr. 32/1978 um hlutafélög, en til vara við 2. mgr. 152. gr. laga nr. 32/1978. Háttsemi ákærða Helga telst varða við 1. mgr. 158. gr., sbr. 138 gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 7. gr. laga i;r. 67/1976 um löggilta endurskoðend- ur, 1. tl. 151. gr. laga nr. 32/1978 um hlutafélög og 10. gr., sbr. 17. gr. laga nr. 67/1976 um löggilta endurskoðendur. II. kafli Brot á lögum um hlutafélög, tengd áætlunum um rekstraraf- komu Hafskips hf. á timabilinu desember 1984 til loka febrúar 1985. Ákærðu Björgólfi Guðmunds- syni, Ragnari Kjartanssyni og Páli Braga Kristjónssyni er gefið að sök að hafa veitt bankastjórn Útvegs- banka Islands rangar eða villandi upplýsingar um líklega rekstraraf- komu Hafskips hf. á árunum 1984 og 1985 með bréfum, dagsettum 3. og 15. október 1984, 11. og 12. desember 1984, 14. og 29. janúar 1985 og áætlunum um rekstraraf- komu félagsins á árunum 1984 og 1985, en gögn þessi voru m.a. reist á röngum eða villandi forsendum varðandi Atlantshafsflutninga fé- lagsins. Ákærðu Björgólfi og Ragnari er gefið að sök að hafa á hluthafa- fundi í félaginu hinn 9. febrúar 1985 vísvitandi flutt hluthöfunum rangar eða villandi upplýsingar um sennilega afkomu félagsins á árinu 1984 og efnahagsstöðu þess í árs- lok, sem m.a. voru reistar á hinum röngu eða villandi forsendum varð- andi Atlantshafsflutninga félags- ins. Ennfremur er ákærða Ragnari gefið að sök að hafa í tilkynningu til hlutafélagaskrár, dagsettri 20. júní 1985, skýrt vísvitandi rangt frá upphæð hlutafjár félagsins með því að tilgreina það sem kr. 95.637.761,00, þótt það væri ein- ungis kr. 92.578.261,00 samkvæmt bókum félagsins. Háttsemi ákærðu Björgólfs og Ragnars telst varða við 1. tl. 151. gr. og 2. mgr. 152 gr. laga nr. 32/1978 um hlutafélög. Háttsemi ákærða Páls Braga telst varða við 2. mgr. 152. gr. laga nr. 32/1978 um hlutafélög. III. kafli Rangfærsla skjala og brot á lögum um hlutafélög og um lög- gilta endurskoðendur, allt brot tengd ársreikningi Hafskips hf. fyrir árið 1984. Ákærðu Björgólfi Guðmunds- syni, Helga Magnússyni og Ragn- ari Kjartanssyni er gefið að sök að hafa í sameiningu staðið að rang- færslu ársreiknings Hafskips hf. fyrir árið 1984, sem dagsettur er 16. maí 1985, með því að útbúa efnislega röng bókhaldsgögn, með frestun gjaldfærslna og með því að gæta ekki viðurkenndra reiknings- skilaðaferða, svo sem að neðan greinir, í því skyni að villa um fyr- ir stjóm féjagsins, hluthöfum, bankastjóm Útvegsbanka íslands og öðrum viðskiptaaðilum um raun- verulegan efnahag félagsins og rekstrarafkomu, og til þess að tryggja félaginu áfram lánstraust hjá viðskiptabanka félagsins, Út- vegsbanka Islands, svo sem hér segir: 1. Oftaldar viðskiptakröfur vegna bókunar á flutningstekjum:.........................kr. 11.431.481,00 Vantaldarskuldir vegna beins kostnaðar afóloknumferðum:................................ 2.704.797,00 2. Oftaldar viðskiptakröfurvegna bókunar flutningstekna af ferð m/s Skaftár:............. 6.000.000,00 3. Oftaldar eignir vegna misræmis milli viðskiptareikninga:........................ 1.801.998,00 4. Oftaldareignirvegnatvíbókaðra flutningstekna:................................. 2.453.202,00 5. Vantaldar skuldir vegna rekstrartaps Hafskips Holdings Inc.:......................... 3.649.000,00 6. Vantaldar skuldir vegna rekstrartaps dótturfélaga í Þýskalandi og Danmörku...... 2.002.976,00 7. Oftaldar eignir vegna sérstakra tékka- reikninga fyrirsvarsmanna Hafskips hf...... 5.565.412,00 8. Vantaldar skuldir vegna ágóðaþóknunar stjórnarformanns og forstjóra:.................. 8.630.053,00 9. Oftaldareignirvegna eignfærðrargámaleigu: 10.000.000,00 1. Lotun flutningstekna og beins kostnaðar, sem þeim tengist: a) íslandssiglingar: Oftaldar viðskiptakröfur vegna bókunar á -flutningstekjum..........................kr. 7.291.659,0- 0.-. Oftaldar skuldir vegna beins kostnaðar af skipaferðum................................. 238.379,00 b) Atlantshafssiglingar: Oftaldar viðskiptakröfurvegna bókunar áflutningstekjum.............................. 24.053.000,00 Oftaldar skuldir vegna beins kostnaðar af skipaferðum............................... 11.852.000,00 Oftaldar viðskiptakröfur vegna bókunar áflutningstekjum............................... 6.607.000,00 Oftaldar skuldir vegna beins kostnaðar af skipaferðum................................. 4.592.000,00 2. Oftaldar viðskiptakröfur vegna upp- safnaðra tekna................................ 15.900.000,00 3. Oftaldar eignir vegna bókunar á upphafs- kostnaði...................................... 23.500.000,00 4. Oftaldar eignir vegna eignfærslu kostnaðar frá Cosmos Shipping............................ 4.872.000,00 5. Oftaldareignirvegna mismunará reikningsjöfnuði................................. 825.206,00 6. Oftaldarbankainnistæður....................... 2.979.803,00 Vantaldar skuldir vegna ágóðaþóknunar...... 9.673.843,00 7. Oftalið bókfært verð skiptastólsins ......... 40.600.000,00 8. Oftaldareignirvegnaeignfærsluágáma- 12.703.237,00 leigu..................................... 9. Oftaldareignirvegnaeignfærsluábrettum... 5.342.000,00 10. Oftaldareignirvegna Hafskips Holdings Inc. 3.698.051,00 11. Vantaldarskuldirvegna Hafskips Hamborg... 554.532,00 12. Vantaldarskuldirvegna innlends kostnaðar.. 4.948.000,00 13. Oftaldareignirvegna ýmissa mála............... 5.675.965,00 Með framangreindum rangfærsl- um sýndi efnahagsreikningur Haf- skips hf. og dótturfélaga þess hinn 31. desember 1984 neikvæða eign- arfjárstöðu að ijárhæð kr. 104.869.756,00, þegar hún í reynd var neikvæð um kr. 257.411.673,00. Ennfremur er ákærða Helga gef- ið að sök að hafa hinn 16. maí 1985 áritað ársreikning Hafskips hf. fyrir árið 1984 á þann veg, að ekki verður annað af áritun hans ráðið en að ársreikningar allra fé- laga innan samstæðunnar hafi verið endurskoðaðir, enda þótt endur- skoðun hafi ekki farið fram á árs- reikningum þriggja dótturfélaga, þ.e. Hafskips USA Inc., New York, Hafskips Holdings Inc., New York og Hafskips Nederland BV., Rott- erdam, og enda þótt á skorti, að allir þættir í rekstri félagsins hefðu verið endurskoðaðir, einkum greiðslur af sérstökum tékkareikn- ingum, þ.e. hlaupareikningum nr. 10903, 10921 og 12878 við Útvegs- banka Islands. Háttsemi ákærðu Björgólfs og Ragnars samkvæmt því, sem að framan greinir, telst varða við 1. mgr. 158. gr. almennra hegningar- laga nr. 19/1940 og 1. tl. 151 gr. laga nr. 32/1978 um hlutafélög. Háttsemi ákærða Helga telst varð við 1. mgr. 158. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 1. tl. 151. gr. laga nr. 32/1978 um hluta- félög og 10. gr., sbr. 17. gr. laga um löggilta endurskoðendur nr. 67/1976, sbr. einnig 86. gr. og 3. mgr. 97. gr. laga nr. 32/1978, allt sbr. 138. gr. almennra hegningar- laga nr. 19/1940, sbr. 7. gr. laga nr. 67/1976 um löggilta endurskoð- endur. Ákærðu Sigurþór Charles Guð- mundssyni og Þórði Hafsteini Hilm- arssyni er gefið að sök að hafa lát- íð löggiltum endurskoðanda Haf- skips hf. í té tilbúin skjöl um upp- safnaðar tekjur að fjárhæð kr. 15.900.000,00 og eignfærðan upp- hafskostnað að fjárhæð kr. „23.500.000,00 vegna Atlantshafs- siglinga félagsins til notkunar við samningu á ársreikningi Hafskips hf. fyrir árið 1984, Þórði Hafsteini fyrir að láta í té tvö blöð merkt „Minnisatriði vegna uppgjörs 1984“, bæði dagsett 15. maí 1985, og Sigurþór Charles fyrir að láta í"“‘ té bréf, dagsett 13. maí 1985. Ákærðu Sigurþór Charles og Þórð- ur Hafsteinn teljast með framan- greindri háttsemi hafa gerst sekir um hlutdeild í rangfærslu skjala og brotum á lögum um hlutafélög, er varða við 1. mgr. 158. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. tl. 151. gr. laga nr. 32/1978 um hlutafélög, sbr. 1. mgr. 22. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19/1940. IV. kafli Fjárdráttur af sérstökum tékka- reikningum, hylming og bók- haldsóregla. IV. 1. Ákærða Björgólfi Guðmundssyni er gefið að sök að hafa á tímabilinu frá byijun árs 1979 til 4. desember 1984 samfellt dregið sér úr sérstök- um tékkareikningum hjá Hafskip hf., þ.e. hlaupareikningum nr. 2878 og nr. 921, síðar 10921 við Útvegs- banka íslands, sem ákærði hafði í vörslu sinni, ýmist einn eða sameig- inlega með Ragnari Kjartanssyni, samtals kr. 6.733.020,00, en til vara kr. 2.064.510,00, umfram þá ágóðáþókunun, er kom í hlut ákærða samkvæmt samkomulagi við stjórn félagsins, upphaflega gerðu 1. júní 1978 og síðari breyt- ingum frá 14. ágúst 1980 og 15. desember 1983, en fé þetta nýtti ákærði í eigin þágu eða annarra aðila óviðkomandi Hafskip hf. IV. 2. Ákærða Ragnari Kjartanssyni er gefið að sök að hafa á tímabilinu frá byijun árs 1979 til 8. nóvember 1985 samfellt dregið að sér úr sér- stökum tékkareikningi hjá Hafskip hf., þ.e. hlaupareikningi nr. 2878 pg síðar 12878 við Utvegsbanka íslands, sem ákærði hafði í vörslu sinni, ýmist einn eða sameiginlega; með Björgólfi Guðmundssyni, sam- tals kr. 867.720,00 umfram þá ágóðaþóknun, sem kom í hlut ákærða samkvæmt samkomulagi við stjórn félagsins, upphaflega gerðu í júní 1978 og síðari breyting- um frá 14. ágúst 1980 og 15. des- ember 1983, en fé þetta nýtti ákærði í eigin þágu eða annarra aðila óviðkomandi Hafskipi hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.