Morgunblaðið - 27.11.1988, Side 8

Morgunblaðið - 27.11.1988, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 In \ /"'l er sunnudagur 27. nóvember. Fyrsti -LJx'IlVJÍ sunnudagur í jólaföstu. 332. dagur árs- ins 1988. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 8.33 og síðdegisflóð kl. 21.01. Sólarupprás í Rvík kl. 10.34 og sólarlag kl. 15.56. Myrkur kl. 17.03. Sólin er í hádegisstað_ kl. 13.15 og tunglið er í suðri kl. 4.28. (Almanak Háskóla íslands.) Drottinn er nálægur þeim er hafá sundurmarið hjarta, þeim er hafa sundurkraminn anda hjálpar hann (Sálm. 34, 19). I>ETTA GERÐIST ERLENDIS: 1703: Lundúna-fárviðrið mikla, sem varð 8.000 manns að bana. 1792: Jakobínar hrifsa völdin af Gorondínum í Frakklandi og þá innlimuðu Frakkar Savoy og Nissa. 1815: Rússakeisari, Alex- ander fyrsti, gefur út pólska stjómarskrá. 1879: Franska þingið flutti frá Versölum til Parísar. 1905: Noregur verður sjálf- staett konungsríki. 1912: Spánvetjar stofna vemdarríki í Marokkó. 1919: Undirritun Neuilly- sáttmálans og Búlgarar láta land af hendi við Grikki og Júgóslava. 1926: Tirana-friður ítala og Albana. 1940: Þjóðvetjar innlima Lothringen. 1942: Stórum hluta franska flotans sökkt í hafnarborg- inni Toulon. 1950: Herlið SÞ hörfar í Kóreu. 1962: Bretar samþykkja vopnasendingar til Indlands vegna árásar Kínvetja. 1967: De Gaulle hinn franski kemur í veg fyrir aðild Breta að EBE. 1955: Þennan dag lést leik- skáldið Eugene O. Neill. HÉRLENDIS: 1846: Reglugerðin um stjóm Reykjavíkur. 1858: Póstskipið Sölöven fórst með allri áhöfn og far- þegum við Malarrif. 1955: Lög um nýbygging- arráð samþykkt. 1956: Vilhjálmur Einarsson fær silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Mel- boume. 1972: Viðræður við Breta í landhelgisdeilunni. 1978: Forseti efri deildar Alþingis, Bragi Sigutjóns- son, segir af sér. 1896: Þennan dag lést Grímur Thomsen. Þennan dag árið 1880 fæddist Frið- rik Bjamason tónskáld. Þennan dag árið 1975 fór fram útför Gunnars Gunn- arssonar skálds. ÁRNAÐ HEILLA Q A ára afinæli. í dag, OV/ sunnudag 27. nóvem- ber, er áttræð Ingileif Þ. Steinsdóttir, Hvassaleiti 25, hér í bænum. Hún ætlar að taka á móti gestum á heimili sínu í dag, afmælisdaginn, eftir kl. 15. Q/\ ára afmæli. í dag, 27. Oi/ nóvember, er áttræður Pétur G. Jónasson, Drápuhlíð 23, hér í Reykjavík. Hann var starfs- maður Landhelgisgæslunnar í 46 ár. Eiginkona hans, Halldóra Guðmundsdóttir, lést á síðastl. ári. LÁRÉTT: 1 útfall, 5 koft, LÓÐRÉTT: 2 hátíð, 3 8 leðurreimina, 9 æki, 11 blóm, 4 almennur siður, 5 gubbaðir, 14 vond, 15 röltið, kefli, 6 fótaskemmd, 7 16 holdfúa, 17 skyldmennis, þreyta, 9 stríðsmenn, 10 19 rengir, 21 beitu, 22 skeyt- mjög slæmt, 12 piltar, 13 ingarleysi, 25 hef ánægju af, rimlagrindina, 18 hrun, 20 26 huldumann, 27 sefa. skrúfa, 21 bardagi, 23 leyf- - ist, 24, reið. LAUSN SIÐUSTU KROSSGATU: LÁRÉTT: 1 sálga, 5 sunna, 8 æftng, 9 raust, 11 aggan, 14 aur, 15 fálan, 16 akrar, 17 son, 19 agns, 21 átta, 22 nærðist, 25 iði, 26 áar, 27 aki. LOÐRETT: 1 ála, 3 gæs, 4 aftans, 5 snaran, 6 ugg, 7 nóa, 9 rofnaði, 10 ullinni, 12 görótta, 13 norpaði, 18 orða, 20 sæ, 21 ás, 23 rá, 24 ir. P7 p* ára afmæli. Á morg- I ÍJ un, mánudaginn 28. þ.m., er Friðrik Á. Jóhanns- son frá Auðkúlu í Arnar- firði, Lækjargötu 6 hér í bænum, fyrrum starfsmaður Áburðarverksm. ríkisins, 75 ára. Kona hans, Sólveig Þor- gilsdóttir frá Innri-Borg í Fróðárhreppi, er látin fyrir nokkrum árum. Nk. laugar- dag, 3. desember, ætlar hann að taka á móti gestum á heim- ili sonar síns á Brekkutanga 31 í Mosfellsbæ eftir kl. 18. AA ára afinæli. í dag, 27. övl nóvember, er sextugur Stefán Hallgrímsson mál- ari, Hábergi 10, Breiðholts- hverfi. Hann og kona hans, Edda Bjömsdóttir, ætla að taka á móti gestum á heimili sínu í dag, afmælisdaginn, kl. 17-19. FRÉTTIR Jólafastan gengur í garð í dag. Nafnið aðventa — jóla- fasta — er dregið af latneska orðinu adventus: þ.e. koma Krists, og skírskotar til jól- anna sem framundan eru, segir í Stjömufræði/Rím- fræði. í dag- er stofndagur Ferðafé- lags Islands. Það var stofnað 1927. Þetta ér líka stofnda- gur Landssambands hjálpar- sveita skáta, árið 1971. Sérfræðingar. í tilk. í Lögbirtingablaðinu frá heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu segir að Stefáni Yngvasyni lækni hafi verið veitt starfsleyfi sem sérfræð- ingur í orku- og endurhæfing- arlækningum; Boga Ásgeirs- syni iækni leyfi til að starfa sem sérfræðingur í svæftnga- læknisfræði og Baldvini Jónssyni lækni sem sérfræð- ingur í bamalækningum. SKIPIN_______________ Reykjavíkurhöfn: í gær kom Jökulfell að utan og togarinn Viðey úr söluferð. Þá kom færeyska flutninga- skipið Star Finnlandia á veg- um Nesskips. { dag, sunnu- dag, er Valur væntanlegur að utan. Hafði skipið viðkomu á ströndinni á heimleiðinni. MANNAMÓT Raufarhafiiarfél. heldur spilafund í dag, sunnudag, í kjallara húss Sparisjóðs vél- stjóra, Borgartúni 18, og verður bytjað að spila kl. 14. Fram-konur halda köku- basar í dag, sunnudag, kl. 14 í Framheimilinu við Safamýri. ITC-Irpa heldur fund í dag, sunnudag, í Kristalsal Loft- leiða-hótelsins. Er hann hald- inn í tilefni af heimsókn vara/ forseta 5. svæðis Alþjóðasatr/- taka ITC, Ednu M. Capman. Hefst fundurinn kl. 14. Málstofa í guðfræði. Nk. þriðjudag, 29. nóv., verður málstofa í guðfræði. Dr. Gunnlaugur A. Jónsson flyt- ur fyrirlestur sem hann nefn- ir: Imago Dei — vandamálið í Gamla testamentisfræðum — um leyndar og ljósar for- sendur í þeirri umræðu á tímabilinu 1882 til 1982. Málstofan er haldin í Skólabæ,- Suðurgötu 26, og hefst kl. 16. MOLAR EVRÓPUMENN lærðu hina ævafornu aðferð Kínveija við ræktun silkiormsins um 351 f.Kr. og lærðu samtim- is að spinna og vefá silki. ARKÍMEDES frá Sýrakúsu, snjallasti stærð- og eðlis- fræðingur fornaldarinnar, skrifaði á árunum 200—212 f.Kr. rit sín um stærðfræði og eðlisfræði (fljótandi hlut- ir léttast og ryðja frá sér vatni, þungamiðju hluta og vogarstangarafl). GRÍSKI vísindámaðurinn Ktesíbios gerði 150 f.Kr. merkilega vélfræðilega uppfinningu sem varð mikilvæg við smíði vatnsklukkna. Hann notaði tannhjólið til að stilla hraðann. Ennfremur fann hann upp þrýstidæluna og slökkvidæluna. BORGFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík verður með fé- lagsvist i Sóknarsalnum, Skipholti 50, kl. 14 í dag, sunnu- dag. AÐVENTUKVÖLD er í Dómkirkju Krists Konungs, Landakotskirkju, kl. 20.30 i kvöld. ORÐABÓKIN Að perdúka við einhvern Oft hljóma undarleg orð í eyrum, þegar farið er um lítt kunn héruð og rætt er við fólkið, sem þar býr. Þetta er svo sem ekki ný sannindi, um það vitna fjöl- mörg dæmi. ( Þorvaldur Thoroddsen neyrði t.d. mörg framandleg orð á Suðausturlandi fyrir hundrað árum, en sjálfur var hann af Vesturlandi. Eitt þeirra var sögnin að perdúka = hafa mikið við e-n. Samkv. heimildum í Orðabók Háskólans (OH) hefur þetta orð til skamms tíma þekkzt um allt Suður- og Austurland og svo eitt- hvað um Þingeyjarsýslur og Eyjafjörð, en þar mun það sjaldgæft, ef ekki nú með öllu óþekkt. Felst svip- uð merking í þessu sagn- orði og fyrir einni öld, þeg- ar trúlega einhver hús- freyjan á Austurlandi hefur afsakað móttökurnar við Þorvald Thoroddsen og fé- laga hans. Fyrir aldarfjórð- ungi skýrði Austfirðingur þetta á þann veg, að við væri átt að hafa meira við í framreiðslu matar við e-n en venjulegt væri og þá um leið að breiða hreinan hvítan dúk á borðið. Fólk sagði Iíka pelldúka og pardúka mun hafa þekkzt í Borgarfirði vestra. - JAJ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.