Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 Heiðhvört VERA kann að ský af ískrystöllum sem myndast yfir heimsskautunum .að-wetrarlagi flýti niðurbroti ósons. Veðrahvörf |R sem geta brotið/niður óson iteð loftstraumum iVheiðhvolfinu tsíns þar sem þær safnast fyrir, ^nþiaö^ I 15 km | U. —J o 3: cc O Uj FIKIK OIW OKklK? ■ MýógnnnviOlífnki í hafínu umhTerfls Island ■ Vísindamenn ótfast aukna ósoneyóingu yfir Horóurpólnum ■ Umfangsmiklar rannsóknir hefjast I byrjun næsla árs ci3fc ✓ \ / " \ Klorfrumeind C1 Klórflúorsameind sem komin er upp í heiðhvolflö tapar einni klórfrumeind fyrir áhrif útfjólu- blárra geisla sólarljóssins. Klórfrumeindin sem nú er laus ræöst á ózonsameind og stelur einni súrefnisfrumeind Súrefnis- sameind Klóroxíösameind myndast og eftir stendur venjuleg súrefnis- sameind. Laus súrefnisfrumeind kemur til sögunnar... ..og brýtur upp klóroxfösameind- ina. Eftir standa tvær súrefnis- sameindir og laus klórfrumeind, tilbúin í næstu átök (2) eftir Svein Guðjónsson Vísindamenn hafa nú vaxandi áhyggjur af eyðingu ósonlagsins yfir norðurpólnum, sem gæti hugsanlega haft geigvænleg áhrif á allt lífríki á norðurhveli jarðar. Hér er um að ræða sama fyrirbrigði og menn hafa uppgötvað að á sér stað í háloftunum yfir suðurheimskautinu, þar sem mikil þynning verður á ósonlaginu í tvo mánuði ár hvert. í nýlegu tölublaði Science Times, sem er vísindaútgáfa bandaríska stórblaðsins The New York Times, segir að í febrúar og mars á þessu ári hafi sérfiræðingar orðið varir við fyrstu alvarlegu vísbendingar um það, að svipað „gat“ myndaðist á ósonlagið í heiðhvolfinu yfir norðurpólnum. Þótt ekki sé það jafii stórt og ósongatið yfir suðurheimskautinu telji vísindamenn það þeim mun meira áhyggjuefni þar sem norðurhvel jarðar er mun þéttbýlla auk þess sem í norðurhöfum er mesta fiskiforðabúr jarðarinnar. Tíðindi þessi hljóta því að vekja okkur Islendinjga til umhugsunar um framtíð lands og þjóðar. Islenskir sérfræðingar, sem leitað var álits hjá, eru líka sammála um að tímabært sé að huga alvarlega að þessum málum þótt ekki sé ástæða til að fyllast örvæntingu að svo stöddu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.