Morgunblaðið - 27.11.1988, Side 22

Morgunblaðið - 27.11.1988, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ VEROLD/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 il 7/ Blómasalur eitthvað liúffenut við si Þegar þú borðar af víkingaskipinu, þá stjórnar ÞÚ þjónustuhraðanum. Jólahlaðborðið samanstendur af eftirtöldum réttum: Hreindýrapaté, graflambi, síldarsalati, kryddsíld eða marineraðri síld, blönduðu sjávarréttapatéi, sjávar- réttum í hlaupi eða súrsætum rækjum, marineruð- um hörpudisk, ostafylltum silungsflökum, reyksoðn- um laxi, gröfnum silungi, reyktum laxi, hrein- dýrabuffi, heitu og köldu hangikjöti, jafningi og hvítum kartöflum, heitu grænmeti, heitum sjávar- rétt í hvítvínssósu, eplaköku, hrísgrjónabúðing, laufabrauði, piparkökum, ostabakka, úrvali af með- læti, brauði, smjöri, ostum, kexi, ávöxtum o.fl.,o.fl. Og auk þess bjóðum við gómsæta grísasteik af silfurvagni með rauðvínssósu alla daga. Vandamálagluggar og önnur viðfangsefni HALLA Haraldsdóttir gler- og myndlistakona í Keflavík hlaut nýlega 100 þúsund króna verð- laun í samkeppni um mynd- skreytingu á sundmiðstöðina i Keflavík sem nú er verið að reisa, en alls sendu 6 listamenn inn til- lögur að hugmyndum sínum. Yerðlaunatillaga Höllu er mosa- ikmynd sem sýnir mann á sundi og er formið femingar. Mynd- in verður 10 metrar á lengd og 2,50 metrar á hæð og sagði Halla að hún hefði lagt áherslu á að myndin sem kæmi til með að snúa að Holta- skóla sýndi líf og gleði sundmanns- ins. Halla er borinn og barnfæddur Siglfirðingur og þar rákust eigend- ur eins af þekktustu gler- og listiðn- aðarverkstæðis í Vestur-Þýska- landi, Oidtmann bræðumir á verk eftir hana þegar þeir vom þar á ferð árið 1975. Myndin, sem þeir bræður hrifust svo af, er steinmynd 3x2 metrar og prýðir Sjúkrahús og heilsugæslustöð Siglufjarðar. Þeir vom ekki í vafa um hæfileika Höllu og óskuðu eftir að sjá fleiri af verkum hennar og buðu henni síðan að koma til Þýskalands. Hún þáði ekki boð þeirra bræðra, en þeir gáfust ekki upp og héldu uppi sambandi við Höllu. Það var svo árið 1979 að Halla ákvað að fara til Þýskalands og þá urðu þáttaskil í lífi hennar. „Fyrstu ferðir mínar á verkstæði þeirra Oidtmann bræðra vora til náms og síðan hef ég haft umsjón og eftirlit með þeim verkum sem þar em unnin eftir mig. Þessi list- grein á sér langa hefð og verk- stæði Oidtmann bræðranna hefur verið í ættinni í marga ættliði. Síðar átti ég eftir að uppgötva að allir af fremstu glerlistamönnum í Þýskalandi em komnir af besta aldri, ég hef kynnst mörgum þeirra og mér finnst eins og ég sé hálf- gert unglamb í þeirra hópi. Þeir eiga það allir sameiginlegt að fara ekki út í þessa listgrein fyrr en á efri árum.“ Halla sagðist ekki mála eða vinna myndir sínar eftir fyrirmyndum. „Eg vinn verk mín eftir því hvernig þau koma fram í huga mér. í gler- listinni vinn ég mikið að gerð glugga og stundum fæ ég aðeins nokkur orð sem mér er ætlað að vinna eftir. Einnig er talsvert um að fólk biðji mig að skreyta svokall- aða „vandamálaglugga“,“ sagði Halla. Halla Haraldsdóttir er nú þegar orðin þekkt fyrir list sína í Þýska- landi og um þessar mundir vinnur hún að tillögum um gluggaskreyt- ingar í kirkju í Bonn og verk eftir hana má finna í nokkram kirkjum á íslandi. Um daginn var Halla með sýningu í Reykjavík þar sem hún sýndi 30 verk í Gallerí list og seld- ust öll verkin upp og þar af 23 á fyrstu klukkutímanum. Fró Birni Blöndal í KEFLAVÍK Halla Haraldsdóttir gler- og mynd- listakona á vinnustofu sinni í Keflavík og heldur á strútsljöður sem er algengt áhald meðal gler- listamanna. Stundum hylla þeir bögubósana Brynhildur Lilja Bjarnadóttir, ljósmóðir á Húsavík, hefiir gegnt ljósmóðurstarfinu af mikilli far- sæld í áratugi og er þekkt og virt fyrir. En hún er einnig og ekki síður þekkt af því að koma Ijóðum og vísum í þennan heim, úr eigin hugskoti og annarra. Hún hefiir sent frá sér ljóðabók- ina Hraungróður og til margra ára hefiir hún haldið úti vísna- þætti í Víkurblaðinu á Húsavík, og ber þátturinn nafn hennar, þ.e. Vísnaþáttur Brynhildar. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Barnahlaðborðið, þar sem börnin velja sér að vild á sunnudögum: Heitir kjúklingar, coctailpylsur, franskar, lambakjöt, meiriháttar ís frá kokknum. Öll börnin fá óvæntan glaðning frá starfsfólkinu. Verð fyrir börn að 12 ára aldri kr. 500.- Fríttfyriryngstu börnin. Á kvöldin býður Blómasalurinn uppá fjölda sérstæðra sérrétta sem allir sannir sælkerar ættu að bragða. Borðapantanir í síma 2 23 22. ViA hóteiið, sem er í alfaraleið, er ávallt fjöldi bílastæða. P.S. Og auðvitað kynnast útlendingar ísienskum mat best af Vlkingaskipinu. Af bónleiðum í banka Menn hafa misjaftia reynslu af bankastjórum og hefur vafa- laust verið þungt niðri fyrir þeg- ar peningahirslunni var skellt í lás þegar mikið var í húfi. En þó bera flestir þá ólukku í hljóði. En ekki allir. Bankastjórinn í bænum Arnold varð fyrir óvenjulegri lífsreynslu á dögunum, eftir að hann hafði neitað viðskiptavini nokkrum um lán. Maðurinn hefndi sín rækilega með því að gereyði- Ieggja bankann.' Vinnufélagar mannsins, sem er tvítugur verkamaður í sandnámu nálægt Nottingham, sögðu að hann hefði orðið miður sín þegar hann fékk ekki Iánið. Hann var þungt hugsi ailt kvöldið, en í bítið næsta morgun fór hann inn í sandnámuna og keyrði þaðan í burtu í geysistór- um kranabíl með risadekkjum. Hann þaut í gegnum læst hlið nám- unnar og keyrði beint inn í bæinn Amold, nokkmm kílómetmm i burtu og stefndi beint inn í bank- ann. Þegar eyðileggingin var af- staðin ætlaði hann að flýja staðinn í tveggja hæða strætisvagni. En því miður höfðu aðgerðir hans kveikt á viðvömnarkerfinu í rústum bank- ans, svo lögreglan handtók mann- inn áður en strætisvagninn hafði ekið í burtu. Bankastjórinn, mr. Robert Griff- iths, gerði engar athugasemdir við þessa óvæntu árás. Hann lét ekki hugfallast, heldur opnaði bankann síðar um daginn þó að framhliðina vantaði og þykkt lag af ryki lægi yfir innréttingunni. . Maðurinn var hinsvegar ákærður fyrir að taka ökutæki án leyfis eig- andans, og fyrir óleyfilega eyðilegg- ingu. Og það hlýtur að vera auðvelt að halda úti vísnaþætti í Þin- geyjarsýslu þar sem allir þykjast vera hagyrðingar, eða hvað? „Ja, við þykjumst vera það. En það er reyndar ekki svo auðvelt og þetta gengi ekki ef maður væri ekki stöðugt á höttunum eftir vísum, það kemur lítið af sjálfu sér. Hinsvegar veit maður um fullt af fólki sem yrkir vel en sendir manni ekki vísur. Þetta hlýtur að stafa af meðfæddri hógværð Þing- eyinga, sem aldrei vilja vera að trana sér fram,“ segir Brynhildur og glottir. Hún segist hafa átt von á því að spumingaþættir Omars, þar sem hagyrðingar léku stórt hlutverk, yllu vakningu í vísnagerð, en það hefði því miður ekki gerst. En er ekki lítið um að yngra fólk yrki og sendi henni vísur?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.