Morgunblaðið - 27.11.1988, Page 29

Morgunblaðið - 27.11.1988, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 29 Jónína Salvör Helgadóttir Hún amma þín er dáin! Þessi orð hvíslaði pabbi í eyrun mín að kveldi fimmtánda þessa mánaðar. Það var sárt að missa ömmu Jónu en hún var vel að hvíldinni komin. Amma fæddist 1894 að Kvíavöll- um, Miðnesi, var hún því orðin 94 ára og á sinni löngu ævi mundi hún tímana tvenna. Ég var svo lánsöm að öll mín bernskuár var ég mikið á heimili hennar og hef því margs að minnast. Man ég vel eftir gamla húsinu við Háaleitisveg, sem var mjög fal- legt og reisulegt hús í þá daga. Þá var ég ekki há í loftinu þegar við fórum út á morgnana í hænsnahú- sið og brutum okkur leið framhjá stríðsvillta hananum til að ná í egg- in. Þá var sko gaman. Amma var falleg kona og virðuleg. Árið 1964 flutti amma í Skaftahlíðina og þangað lá oft leiðin. Alltaf var amma heima og hafði tíma fyrir alla. Efst í huga mér er sú mikla trú á himnaföðumum sem ein- kenndi líf hennar allt til enda. Og því til staðfestingar voru hennar skriflegu þakkargjörðir fyrir hvem dag. Ammá kunni svo margt. Hún kunni kynstrin öll af ljóðum, sögum og bænum. Ég minnist þess þegar við sátum á stóra gamla rúminu og hún söng og kenndi mér bænimar, það var svo yndislegt. Ég veit að hún þráði að komast heim til Jesú og ég veit að hann hefur tekið vel á móti henni. Með þessum fáu línum kveð ég elsku ömmu, með þeim versum sem hún fyrst kenndi mér og ég hef síðar kennt dóttur minni. Ég þakka þau forréttindi að hafa um- gengist hana öll þessi ár. Leiddu mína litlú hendi ljúfi Jesú þér ég sendi bæn frá mínu bijósti sjáðu blíði Jesú að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu. Hald mér fast á spori þínu að ég fari aldrei frá þér alltaf Jesú vertu hjá mér. Hildur Salvör Backman Nk. mánudag verður jarðsett hér í Reylq'avík amma mín, Jónína Sal- vör Helgadóttir, en hún andaðist í hárri elli þ. 15. nóv. sl. Dauðinn skilur alltaf eftir sig ófyllt skarð og í þessu tilviki er það mér óvenju stórt því að amma mín var mér frá unga aldri bæði sem faðir og móð- ir. Hún kom inn í líf mitt þegar ég var aðeins 2 ára gömul, þegar hún tók mig inn á heimili sitt, sem var stórt fyrir. Ég aétla ekki að rekja ævi þessar- ar stórbrotnu konu sem fór í gegn- um lífið með einstakri reisn og lét enga erfiðleika buga sig. Tilgangur þessara fátæklegu orða er fyrst og fremst að þakka henni umönnun og samfylgd á lífsleiðinni. Við átt- um margar samverustundir í gleði og sorg — og í hinum daglega hversdagsleika, og fyrir þær vil ég allar þakka nú þegar komið er að leiðarlokum. Æskuheimili mitt var við Háa- leitisveg, ekki langt frá því sem nú stendur Austurver. Þar var þá dreifð byggð með grónum túnum og til búdrýginda stunduðu amma og „afi“ búskap, en að öðru leyti stundaði maður hennar, Emst Backman, verkamannavinnu í Reykjavík. Barnahópurinn var stór, en fjölskyldan samhent og endur- minningar mínar frá þessu heimili eru einstaklega góðar. Amma mín var trúuð kona, kenndi mér snemma bænir og sagði mér frá Jesú Kristi með sínum sér- staka frásagnarstíl og fyrir unga telpu vora þessi rólegu og yndislegu kvöld með henni ómetanleg. Ég vil ljúka þessum kveðjuorðum með þeirri bæn sem hún kenndi mér fyrst og ég veit að mun fylgja henni þangað sem hún nú er komin: Hafðu guð í huga og minni hafðu guð fyrir augum þér. Hugsaðu um guð í hveiju sinni heyrir pð og til þín sér. Sonja Backman Bryndís Þórarins- dóttir - Kveðjuorð Fædd 10. desember 1899 Dáin 11. nóvember 1988 Það er erfitt að trúa því að amma, Bryndís Þórarinsdóttir, sé farin frá okkur og að við getum ekki lengur heimsótt hana á Melhagann. Við voram alltaf stolt af því að eiga langömmu. Það era ekki allir sem verða þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa langömmu sína svona l.engi hjá sér og kynnast henni jafnvel og við. Við hefðum farið mikils á mis ef við hefðum misst af því. Amma var alltaf hress og hafði alltaf tíma fyrir okkur. Við eigum margar góð- ar minningar um hana sem munu ylja okkur um ókomna framtíð. Við gleymum aldrei ömmu, hennar er sárt saknað. Barnabarnabörnin Blómastofa Friöfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið ölikvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skteytingar við öil tiíefni. Gjafavörur. Erfidrykkjur I hlýju og vinalegu umhverfi. Salir fyrir 20-250 manna hópa í Ve'itingahöllin Húsi Verslunarinnar S: 685018-33272.'*“"' 3 Metsölublað á hverjum degi! f •.........J Amsterdam tra 29.12.-2.1. 4 nætur Gist á Hótel Marriott fimmstjörnu de luxe Verð m/flugi-gist. + morgunv. 23.271;: pr.ITL. í tveggja manna herb. Gala-kvöld 3.156r pr.m. Hamborg frá 29. 12.-2.1. 4 nætur Gist á Hótel Marriott FERDASKRIFSTOFA HALLVEIGARSTlG 1 SlMAR 28388 28580 Verð m/flugi-gist. + morgunv. 26.479r pr.m. Gaia-kvöid 6.716,- pr.m. Örfá sæti iaus, hafið samband við skrifstofuna eða næsta umboðsmann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.