Morgunblaðið - 24.12.1988, Síða 14

Morgunblaðið - 24.12.1988, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGÁRDAGUR 24. DESEMBER 1988 listina. Leonardo teiknaði meðal annars stnðsvélar, fallbyssur og skotvopn sem eru svipuð þeim sem eru notuð í dag. Samtímis lagði hann stund á verkfræðilegar rann- sóknir og almenna vélfræði. Hann teiknaði meðal annars brýr, spuna- vélar, sirkla, gíra og einnig farar- tæki, sem líkist nútíma reiðhjóli. Andlitsmyndir I fyrstu Mílanódvöl sinni, sem er talið vera fyrsta og þýðingar- mesta tímabil fyrir frægð hans á Ítalíu og erlendis, málaði hann mik- ið af andlitsmyndum. A þeim tíma hafði Leonardo ekki ennþá fullmót- að stíl sinn, en þrátt fyrir að hann hafi ekki merkt sér þær, leikur ekki vafi á að þær eru eftir hann. Lombardíski og flórenski stíllinn voru ólíkir. Flórenski stíllinn var eldri og frægari og þar af leiðandi hefðbundnari, en sá lombardíski var raunverulegur, skýr og fylgdi tískunni í hárgreiðslu og öllum smáatriðum. Andlitsmyndirnar í lombardíska stílnum hafa það sam- eiginlega einkenni að bakgrunnur- inn er dökkur og stellingamar sér- stakar. Listfræðingar telja þessi málverk vera eftir Leonardo vegna þess að hann lætur bakgrunninn falla í skuggann og einungis hálfur líkaminn sést. Ekki hefur tekist að nafngreina þá einstaklinga, sem málverkin eru af, þrátt fyrir ítarlega ieit listfræðinga í skjölum í sam- bandi við starf Leonardos. Það er talið vera öruggt að þessar andlits- myndir hafi verið málaðar að beiðni hertogans af Sforza og þá í um- hverfí hans, því í málverkum þess- um kemur fram tignarleg fram- koma og sjálfstraust hjá fyrirsæt- unni. SKIPSTJÓRA- OG STÝRIMANNAFÉLAGIÐ ALDAN [vs fc i STÝRIMANNAFÉLAG ÍSLANDS SKIPSTJÓRAFÉLAG ÍSLANDS SMRISJÓÐUR VÉLSTJÓRA Sjómannafélag Reykjavíkur Félag íslenskra loftskeytgmanna Vélstjórafélag Islands Leonardo da Vinci eftir Bergljótu Leifsdóttur Leonardo da Vinci.er einn af frægustu listamönnum sem tengj- ast Flórens. Hann fæddist 15. apríl 1452 í Vinci-þorpinu í Toscana og er þaðan komið eftimafn hans (da þýðir frá). Hann var óskilgetinn og ólst upp hjá föðurfjölskyldunni. Árið 1468 flytur fjölskyldan til Flór- ens. Sökum bráðþroska Leonardos á listasviðinu ákvað faðir hans að koma honum í iæri hjá flölhæfasta og eftirsóttasta kennaranum í Fiór- ens á þeim tíma: myndhöggvaran- um, gullsmiðnum og listmálaranum Andrea Verrocchio. Árið 1482 heldur Leonardo til Mílanó á fund hertogans af Mílanó, Lodovico Sforza. Á meðan hann dvaldi í Mílanó málaði hann meðal annars „Vergine delle Rocce“ (María mey klettanna) í tveim út- gáfum, sem em í París og London. A ámnum 1495 til 1498 málaði hann „Cenacolo" (Síðustu kvöld- máltíðina) fyrir Santa Maria delle Grazie-kirkjuna í Mflanó. Árið eftir að hann lauk við verkið réðst Lúðvík XII Frakklandskonungur inn í her- togadæmið Mflanó. Leonardo hélt þá til Mantova og Feneyja. Árið 1503 kemur hann til Flórens þar sem honum var falið það verkefni að mála ásamt Michelangelo sali í Signoria-höllinni, sem í dag er köll- uð Palazzo Vecchio (Gamla höllin), þar sem borgarstjórinn hefur aðset- ur. Frá júní 1506 til september 1507 dvaldist Leonardo í Mílanó, þar sem árið 1512 tók við völdum hinn nýi hertogi, Massimiliano Sforza. Hinn 24. septenmber 1512 hélt hann til Rómar og lagði þar stund á stærðfræði og vísindalegar rannsóknir. í maí 1513 fór hann til Frakklands í boði Franks I Frakklandskonungs og dvaldi í Amboise, þar sem hann lést 2. maí 1519. Anatómían og vélfræðin Anatómían og vélfræðin em vísindagreinar, sem Leonardo da Vinci lagði meðal annars stund á. Hann taldi að hægt væri að rann- saka heiminn og manninn á sama hátt því þeir væm mjög nátengdir og jafnvel myndaðir á sama hátt og vitnaði hann þá í að heimurinn samanstæði af jörð, vatni, lofti og eldi. Landslagið tekur á sig sína mynd eftir jarðskjálfta og jarð- myndunarlög og hafði hann séð þau nákvæmlega fyrir sér og notaði útlit þeirra í málverkum sínum allt frá upphafi listamannsferils síns, og þannig hafði hann einnig séð manninn innan frá og samræmdist það ytra útliti, útlínum, tilfínning- um, hreyfíngum og rannsakaði hann þessi atriði gaumgæfilega með það fyrir augum að sérgreina innstu samsetningu mannsins, sem ræður fyrir lífsorku hans. Mikilvægustu atriðin { ana- tómískum rannsóknum Leonardos voru: Hvemig virka heymar- og sjónskynfærin, hver em þau líffæri sem gera okkur kleift að tala, hvemig' er vöðvunum sem gera okkur kleift að hreyfa okkur komið fyrir? Anatómísku teikningamar hans hafa sjálfstætt, listrænt gildi. „Adorazione dei Magi“ (Aðdáun vitringanna) og „Cenacolo" (Síðasta kvöldmáltíðin) voru fyrst teiknaðar á nöktum líkömum og anatómían teiknuð nákvæmlega. Fleiri listamenn tóku upp þessa aðferð í málverkum sínum á 16. öld, en það má ekki gleyma því að það var Leonardo da Vinci sem inn- leiddi hana. Leonardo da Vinci gleymdi ekki máltækinu „Enginn er fullkominn“, því fegurð mannsins er ekki eilíf. Það er líka til ellin með sínar hrukk- Móna Lísa. ur og lýti, og ekki eru allir fallegir og vel vaxnir. Það var sagt að hann hafí farið í fátækustu hverfin í Mflanó til að teikna svipi þeirra sem fátæktin hafði merkt óafmáanlega í huga og líkama. Það má vera að þessi „uppfylling" á neikvæðan hátt á útlínum mannsins komi frá hug- myndinni um tilvist hins illa og góða í mannkyninu. Hér koma einn- ig fram hinar heimspekilegu hugs- anir sem Leonardo taldi vera hluta af listinni og ættu þá jafnframt að koma fram í listaverkinu. Þegar hann hafði öðlast þekk- ingu á líkamsstarfseminni og nátt- úrunni, notaði hann hana við véla- teikningar sem gætu hjálpað mann- inum við að koma sér áfram í heim- inum, í metnaði sínum og valda- draumum. Á vinnustofu Verrocchio hafði hann fengið innsýn í vélfræði- Annunciazione (Boðun Maríu). V^terkurog k_/ hagkvæmur auglýsingamiöill! s JltotgtinMgifeife Jólatré Sparisjóðurvélstjóra og sjómannafélögin í Reykjavík halda jólatrésfagnað íÞórscafé, Brautarholti 20, miðvikudaginn 28. desember kl. 17-19. Jólasveinar koma í Miðasala við innganginn. heimsókn og margt fleira verður til skemmtunar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.