Morgunblaðið - 24.12.1988, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1988
23
ekki virða samningana í einu og
öllu.
I Framkvæmdanefndinni eru 17
fulltrúar sem eru tilnefndir af aðild-
arríkjunum til 4 ára í senn. Bret-
land, Frakkland, Ítalía, Spánn og
V-Þýskaland hafa 2 fulltrúa hvert,
en önnur hafa 1 fulltrúa. Nefndar-
mennimir starfa í nefndinni í eigin
nafni og eiga að hafa hagsmuni
EB að leiðarljósi en ekki gæta hags-
muna þess ríkis er tilnefnir þá.
Nefndin er ábyrg gagnvart Evrópu-
þinginu en þingið getur sett nefnd-
ina af. Hver nefndarmanna fer með
ákveðinn málaflokk og má þar
nefna; samskipti við ríki utan EB;
málefni innri markaðarins; sam-
keppni; landbúnað; flutninga;
vísindi, rannsóknar og þróunar-
starfsemi o.fl. Nefndin tekur
ákvarðanir með einföldum meiri-
hluta atkvæða.
Ráðherraráðið (The Council of
Ministers) er sú stofnun sem tekur
endanlegar ákvarðanir og mótar
pólitíska stefnu bandalagsins. Það
setur lög og reglur á grundvelli til-
lagna Framkvæmdanefndarinnar. I
ráðinu eiga sæti einn ráðherra frá
hverju aðildarríki. Ekki er um fasta
fulltrúa að ræða heldur fer það eft-
ir málefnum hvaða ráðherrar sækja
fundi hverju sinni.
Ákvarðanir eru ýmist teknar
samhljóða, með einföldum eða
auknum meirihluta, eftir því hvaða
málefni eru til umíjöllunar. Bret-
land, Frakkland, Ítalía og V-Þýska-
land hafa 10 atkvæði hvert, Spánn
8, Belgía, Grikkland, Holland og
Portúgal 5 atkv. hvert, Danmörk
og írland 3 atkv. hvort og loks
Lúxemborg 2 atkvæði eða samtals
76 atkvæði. Stundum þarf auk til-
tekins atkvæðaíjölda vissan fjölda
ríkja til þess að tilskilin meirihluti
sé fenginn.
Tvisvar á ári eru haldnir fundir
þar sem forsætisráðherrar allra
aðildarríkjanna koma saman til þess
að ræða almenna stefnumótun
bandalagsins.
Hvert ríki fer með formennsku í
ráðinu 6 mánuði í senn. Spánveijar
tóku nú um áramótin við for-
mennsku af Grikkjum.
Ráðherraráðinu til ráðgjafar er
nefnd, COREPER, sem í eiga sæti
fastafulltrúar aðildarríkjanna hjá
EB. COREPER gegnir lykilhlut-
verki í samskiptum milli ríkisstjórna
aðildarríkjanna og Framkvæmda-
nefndarinnar. Þá sér COREPER um
að skipuleggja og undirbúa fundi
Ráðherraráðsins.
Evrópuþingið (The European
Parliament) er fyrst og fremst
umsagnaraðili og hefur ekkert sjálf-
stætt löggjafarvald. Þingið fékk
nokkuð aukin áhrif þegar Einingar-
lögin tóku gildi. Þingið verður að
fá til umsagnar allar tillögur Fram-
kvæmdanefndarinnar áður en Ráð-
herraráðið tekur ákvörðun um mál-
ið. Samþykki þingsins þarf fýrir
Qárlög bandalagsins og þingið fylg-
ist með að þeim sé fylgt. Segja má
að mestu völd þingsins felist í því
að það getur með 2h atkvæða sam-
þykkt vantraust á Framkvæmda-
nefndina og þar með sett hana af.
Af þessum sökum verður Fram-
kvæmdanefndin að taka tillit til
skoðana þingsins.
Þingmenn eru 518 og eru kosnir
beint til þingsins í heimalandi sínu
til 5 ára í senn. Næst verður kosið
til Evrópuþingsins í júní 1989.
Evrópudómstóllinn (The
European Court of Justice) er sú
stofnun sem er hvað mikilvægust
og merkilegust. í dómnum sitja 13
dómarar og aðsetur hans er í Lúx-
emborg. Það sem gerir Evrópudóm-
stólinn einstæðan í sinni röð er að
lögsaga hans tekur til allra aðild-
arríkjanna að því er varðar úr-
skurði og túlkanir á lögum og regl-
um EB. Fyrir dómstólnum er hægt
að reka mál gegn bandalaginu og
stofnanir þess geta rekið mál gegn
aðildarríkjunum. Aðild að málum
fyrir dómstólnum geta' samkvæmt
þessu átt stofnanir EB, ríki, fyrir-
tæki og einstaklingar.
Segja má að dómstóllinn vaki
yfir að Framkvæmdanefndin, Ráð-
herraráðið og aðildarríkin aðhafíst
ekkert er brýtur í bága við „stjóm-
arskrána", þ.e. Rómarsamninginn.
Dómstóllinn hefur veigamiklu
samræmingar hlutverki að gegna.
Það felst í framansögðu en ekki
síður því að æðsta dómstigi hvers
aðildarríkis er skylt að skjóta til
umsagnar Evrópudómstólsins öllum
spumingum er varða lög og reglur
EB í viðkomandi dómsmáli. Þetta
verður til þess að trygging fæst
fyrir þokkalegu samræmi milli
landa á framkvæmd EB-réttarins.
Dómar Evrópudómstólsins eru
endanlegir og verður ekki áfrýjað.
Niðurlag
Vonandi hefur þessi stutta sam-
antekt um EFTA og Evrópubanda-
lagið orðið til þess að skýra örlítið
fyrir einhverjum hvers kyns samtök
þetta em eða a.m.k. vakið ein-
hveija til umhugsunar. Það er aug-
ljóst að þessi samtök em um flest
gjörólík. Þar ber að sjálfsögðu hæst
hið yfírþjóðlega vald sem EB er
fengið og hin beinu réttaráhrif sem
ákvarðanir EB hafa öfugt við
EFTA.
Evrópubandalagið og starfsemi
þess ber æ oftar á góma hér á
landi, sérstaklega vegna áætlana
um einn sameiginlegan markað fyr-
ir árslok 1992. Sumir em jafnvel
komnir svo langt í umræðunni að
þeir ræða um aðild eða ekki aðild
Islendinga að EB. Dæmi em og um
að félagasamtök séu tekin að senda
frá sér ályktanir með 'feða á móti
aðild. Ályktanir af þessu tagi em
alls ekki tímabærar því mjög skoit-
. ir á að almenn þekking okkar ís-
lendinga á Evrópubandalaginu,
starfsemi þess og markmiðum, sé
nálægt því að vera fullnægjandi.
Höfiindur er lögíræðingvr hjá
Félagi ísl. iðnrekenda á sviðial-
þjóðlegra viðskipta.
HATIÐAKDAftANA
Aðfangadagur
Jóladagur
2. jóladagur
Gamlársdagur
Nýársdagur
Alla aðra daga er opið eins
og venjulega kl. 11—23.30
lokað
lokað
lokað
lokað
kl. 18-23.30
Þökkum viöskiptin á árim
Hraóretta veitingastaður
hjarta borgarimw
o
ahorra
Tryggvagotu og Posthusstrætis
Simi 16480
KJúköngMtaóurlnn
SOUTHERN FREED
CHICKEN
Feróaskrifstofan
scqa
Vi^ landsmönnum
öllum gledilegra |óla
Viö veitum alhlióa feróaþjónustu hvar og hvert sem er.
Viöskiptaferðir, einstaklingsferöir, vörusýningar,
innanlandferðir, rútuferðir, hópferðir og leiguflug.
Leitió ekld langt yfir skammt, þvi hjá okkur
getur þú bókaó góóa feró.
FERDASKRIFSTOFAN
Sími 624040.
Þetta eru þau lönd sem vió bjóóum feróir til árió 1989.
Costa del Sol, Kýpur, Portúgal, Frakkland, Ítalía,
Túnis, Marokkó, Þýskaland, Holland, Austurríki,
Sviss, Bretland, Norðurlöndin, Bandaríkin, Thailand,
Singapore, Indónesía, Hong Kong, Japan, Brasilía,
Karabíska hafið og Kína.
<»snottv