Morgunblaðið - 24.12.1988, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1988
V estur-Húnavatnssýsla:
Féð sprautað eða
baðað með eiturefiii
Stað, Hrútafirði.
BÆNDUR í vesturhluta Vestur-Húnavatnssýslu eru þessa dagana að
baða fé sitt eða sprauta gegn kláða sem hefúr þó ekki orðið vart í
áratugi. Þar sem undanþága hefúr ekki fengist verða bændur annað-
hvort að baða fé sitt með hætturlegu eiturefni eða leggja í mikinn
kostnað við að sprauta það.
Að sögn Þórarins Þorvaldssonar,
oddvita Staðarhrepps, var sótt um
undanþágu frá þessum aðgerðum til
stjórnvalda samkvæmt heimild í lög-
um, en því synjað þótt nágranna-
svæði fyrir vestan og austan hafi
fengið undanþágu. Bændur verða því
að baða með Gamatox baðlyfi sem
er eiturefni og ætti alls ekki að nota
nema brýna nauðsyn beri til. Land-
vemd hefur til dæmis lagt til að lyf-
ið verði bannað hérlendis.
Annar kostur sem bændur hafa
er að sprauta féð með lyfí sem
Ivomec heitir, en það kostar með
sprautun um 60 krónur á kind en
70 krónur ef dýralæknar sprauta því
sjálfír. í því er einnig ormalyf að
verðgildi 20 krónur, sem þýðir að
óþarfa kostnaður á kind er 40 .krón-
ur sem bændur og sveitarfélög verða
að greiða. Hér í hólfí munu vera
rúmlega 17.000 fjár svo að óþarfa
kostnaður verður um 700.000 krón-
ur.
Líkt er ástatt víðar á landinu svo
óþarfa kostnaður fyrir bændur skipt-
ir milljónum. — M.G.
Jólahald á Hornbjargsvita:
Sleppum við búðaráp
- segir Ólafiir Þ. Jónsson, vitavörður
„ÆTLI við höldum ekki jól á svipaðan hátt og aðnr. Jólin ná hmgað
alveg eins og armur ríkisstjórnarinnar og kirkjunnar,11 sagði Ólafúr
Þ. Jónsson, vitavörður, þegar blaðamaður forvitnaðist um hvernig jól-
in væru haldin á Hornbjargsvita.
Ólafur dvelst í vitanum ásamt
konu sinni og tveimur bömum, sex
og átta ára. „Þetta er alveg eins og
maður væri í höfuðborginni, nema
maður þarf ekki að fara í búðir. Það
kemur hér varðskip færandi hendi
með þennan vaming sem til heyrir.
Ég held að jólahald sé að mörgu leyti
skemmtilegra hér en syðra, hér er
fólk meira í þessu saman og er á
heimilinu allan tímann."
í Hombjargsvita er að sjálfsögðu
jólatré og matur yfír hátíðamar er
með hefðbundnu sniði; tjúpur, hangi-
kjöt og hamborgarahryggur. Að-
spurður sagði Ólafur að vitinn væri
ekki sérstaklega skreyttur í tilefni
jólanna, enda væri ekki heimilt að
hafa á honum önnur ljós en þetta
eina sem skiptir öllu máli. Engin fjöll
skyggja á sól, sem sést nú í rúmar
tvær stundir af Hombjargi.
KAUPMÁTTUR GREIDDS TÍMAKAUPS MIÐAÐ VIÐ
VÍSITÖLU FRAMFÆRSLUKOSTNAÐAR
• IÍ5NAÐAS-
VERKAMENN VERKAKONUR MENN
Linda á heimaslóðum
Ungfrú heimur, Linda Pétursdóttir, dvelur á
heimili sínu á Vopnafirði um jólin. Segist hún
ætla að taka það rólega og safna kröftum fyr-
ir starfið framundan. Eins og fram kom í
Morgunblaðinu í gær heimsótti Linda fyrrver-
andi vinnustað sinn, frystihúsið, skömmu eftir
heimkomuna og auðvitað var ljósmyndari með
í förinni. Á hinni myndinni er Linda á heimili
sínu ásamt bróðursyni sínum Olgeiri Sigur-
geirssyni, heimilistíkinni Doppu og afkvæmi
hennar.
Aðalstjórnarfundur Borgaraflokksins á miðvikudag:
A ekki von á að skipað verði
í varaformannsembættið
120
- 90
1980=100
- segir Júlíus Sólnes formaður flokksins
JÚLÍUS Sólnes formaður Borgaraflokksins segir óvíst að skipað
verði í embætti varaformanns flokksins á aðalstjórnarfúndi nk. mið-
vikudag. Þá á að ganga formlega frá formannaskiptum í flokknum.
Albert Guðmundsson lét af störf-
um sem formaður Borgaraflokksins
20. desember sl. og tók Júlíus Sól-
nes, sem áður var varaformaður,
við formennskunni. Albert hafði
áður gert um það tillögu á fundi
þingflokks Borgaraflokksins að Ingi
Bjöm Albertsson yrði varaformað-
ur, en Guðmundur Ágústsson þing-
maður mótmælti þeirri tillögu á
þeim forsendum, að þá væri enginn
stjómarmanna flokksins úr
Reykjavík, og að samkvæmt lögum
flokksins ætti að kjósa stjóm
Línuntið sýmr þróim kaupmáttar greidds tímakaups þriggja starfe-
stétta miðað við vísitölu framfærslukostnaðar. Vísitalan fyrir kaup-
máttinn er sett á 100 fynr áríð 1980. Rómversku tölumar tákna
ársQórðunga. Línurítið er frá Kjararannsóknanefnd.
Kaupmáttur greidds tímakaups:
Iðnaðarmenn hækkuðu mest
allra launþega í góðærinu
Afgreiðslukonur, verkakonur og verkamenn hækkuðu minnst
Kaupmáttur greidds timakaups iðnaðarmanna hefúr hækkað veru-
lega undanfarin tvö ár, samkvæmt niðurstöðum sem birtast í frétta-
bréfi Kjararannsóknamefndar. Á þríðja ársfjórðungi 1986 var vísitala
kaupmáttarins hjá iðnaðarmönnum 89,4, miðað við vísitölu 100 áríð
1980. Á Qórða ársQórðungi 1986 hafði vísitalan hækkað f 102,0 og
hækkar allt árið 1987. Á fjórða ársQórðungi 1987 nær kaupmáttur
greidds tfmakaups iðnaðarmanna hámarki, vfsitalan mælist 128,6, lækk-
ar sfðan og er nú f 124,6. Á sama tfma hefúr vísitala greidds tíma-
kaups verka- og afgreiðslukvenna hækkað úr 89,2 fyrir verkakonur í
103,8 stig, og úr 82,6 í 103,3 stig fyrir afgretðslukonur.
Á fjórða ársfjórðungi 1986 og
fyrsta ársfjórðungi 1987 fer að gæt-
as góðæris, ef miðað er við vísitölu
greidds tímakaups og það nær hám-
arki í árslok 1987. Meðaltal greidds
tímakaups hækkar um 32,4% frá
þriðja ársQórðungi 1987 til sama
tíma 1988. Á sama tímabili hækkaði
framfærsluvísitalan um 28,3% og
jókst kaupmáttur því um 3,2% að
jafnaði hjá þeim hópum sem athug-
unin nær til, en það er landverkafólk
á samningssviði Alþýðusambands
íslands.
í fréttabréfínu er einnig sagt frá
hækkun tímakaups og meðalvinnu-
stundaflölda á viku. Vegið meðaltal
meðaltímakaups hefur hækkað frá
þriðja ársfjórðungi 1987 til þriðja
ársflórðungs 1988 um 31,2%. Tíma-
kaup skrifstofufólks hækkaði hlut-
fallslega mest á þessum tíma, eða
um 39,1% hjá körlum og um 40,2%
hjá konum. Tímakaup verkakvenna
hækkaði um 26,7% á þessum sama
tíma, verkamanna um 29,1%, af-
greiðslukvenna um 31,1%, iðnaðar-
manna um 31,9% og afgreiðslukarla
um32,7%
Á þessum tíma minnkaði vinnutími
á viku um tvær stundir að meðal-
tali. Á þriðja ársfjórðungi 1987 var
meðalfjöldi vinnustunda á viku 48,
en er á þriðja ársfjórðungi í ár 46.
Verkamenn vinna lengstan vinn-
utíma á þriðja árstj'órðungi 1988,
49,1 stund á viku, næst koma iðnað-
armenn með 47,5 og afgreiðslukarlar
með 46,3 stundir á viku.
Breytingar á kaupmætti heildar-
launa eru mjög mismunandi eftir
starfsstéttum á tímabilinu ffá þriðja
ársfjórðungi 1987 til þriðja ársfjórð-
ungs 1988. Kaupmáttur viku-/mán-
aðartekna verkakvenna lækkar um
5,7%, verkamanna lækkar um 5,5%,
iðnaðarmanna lækkar um 0,4%, af-
greiðslukvenna lækkar um 0,3%.
Hins vegar hækkar kaupmáttur
tekna afgreiðslukarla um 1,0%, skrif-
stofukarla um 3,2% og skrifstofu-
kvenna um 3,3%.
flokksins á landsfundi. Albert lýsti
því þá yfír að hann myndi leggja
þessa tillögu fram á næsta aðal-
stjómarfundi flokksins, en nú er
talið að ekki verði af því, og vara-
formannsstaðan verði ómönnuð í
bráð.
Aðalstjóm Borgaraflokksins hef-
ur verið kölluð saman miðvikudag-
inn 28. desember til að ganga form-
lega frá formannsskiptunum. Júlíus
Sólnes sagði við Morgunblaðið að
hann ætti ekki von á því að gengið
verði frá skipun varaformanns við
það tækifæri, og sagði hann menn
vera sammála um að flýta sér ekki
um of í því máli. Hann sagði að
annar aðalstjómarfundur yrði í lok
janúar.
í aðalstjóm Borgaraflokksins
sitja 15 manns. Það em formaður,
varaformaður og ritari sem kosnir
em landsfundi, eða þeir Albert
Guðmundsson, Júlíus Sölnes og
Ólafur Gránz. Þá em það formenn
kjördæmasambandanna 8, sem em:
Gunnar Elíasson Vesturlandi,
Gunnar Sigurðsson Vestfjörðum,
Sigurður Hansen Norðurlandi
vestra, Valgerður Sveinsdóttir
Norðurlandi eystra, Jóhanna Aðal-
steinsdóttir Austurlandi, Skúli B.
Ámason Suðurlandi, Halldór Páls-
son Reykjanesi og Þórir Lámsson
Reykjavík. Að lokum em fjórir full-
trúar kosnir á landsfundi, þeir Hilm-
ar Haraldsson, Kristján Ingvarsson,
Hörður Helgason og Guttormur
Einarsson. Varastjóm og þing-
flokkur eiga einnig seturétt og til-
lögurétt á aðalstjómarfundum en
ekki atkvæðisrétt.
Tekinn
meðhass
Tollgæslan og fikniefiua-
lögreglan grípu mann á
Keflavíkurflugvelli á
fimmtudag, sem reyndi að
smygla 100 grömmum af
hassi inn í landið.
Maðurinn var að koma frá
Kaupmannahöfn og hafði has-
sið innan klæða. Hann var tek-
inn til yfírheyrslu og síðan
sleppt.
Þá handtók fíkniefnalögregl-
an sex manns í fyrradag, sem
samtals höfðu 50 grömm af
hassi í fómm sínum.
Snælda með leik Gunn-
ars Guðmundssonar
ÚT ER komin snælda með leik
Gunnars Krístins Guðmundsson-
ar á harmonikku og hljóðgervla.
Þetta er önnur snældan sem
Gunnar gefur út og hafa þær báðar
hlotið heitið „Vinstrihandarspil".
Gunnar hefur útsett öll lögin og
annast sjálfur upptöku þeirra og
hljóðblöndun. A „Vinstrihandarspil
11“ em eingöngu vinsæl erlend lög
en á fyrri snældu Gunnars var
fmmsamið efni.
Gunnar varð fyrir því 10 ára að
missa hægri hönd og sjón í slysi.
Þrátt fyrir þessa fötlun hefur hann
náð undraverðum árangri í hljóð-
færaleik og meðferð flókinna upp-
tökutækja. 1987 kom hann fram á
tónleikum í Grieg-höllinni í Björgvin
og vakti leikur hans undmn og
aðdáun viðstaddra.
Gunnar gefur snælduna út sjálfur
og annast dreifingu hennar.
(Fréttatilkynning)