Morgunblaðið - 24.12.1988, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 24.12.1988, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUQARDAGUR 24. DESEMBER 1988 Jólasveinar á Austurvelli, við Steinbryggju og á hafi úti Kueðja frá íslandi eftirPétur Pétursson Þessar myndir, sem hér birtast, prýddu á sínum tíma jólakort er send voru fyrir 80 árum með kveðju frá íslandi. Þau voru einnig send manna á milli innanlands og ekki síður innanbæjar í Reykjavik. Kort- in eru 6 talsins. Á myndunum eru jólasVeinar að leik og starfí. Þeir fóru víða til sjós og lands. Renndu sér fótskriðu á Austurvelli. (Það gætu þeir gert enn þann dag í dag. Margur gliðnar þar í spori á hálkunni, sem borgarstjóm virðist ekki vita að hægt er að eyða með frárennslisvatni Hitaveitunnar, svo sem margur borgarinn gerir við híbýli sín). Kortin eru fengin að láni í Bene- diktsafni. Safn það er kennt við einn frægasta bókasafnara allra tíma, Benedikt S. Þórarinsson kaupmann, er ánafnaði Háskóla íslands safn sitt. Benedikt rak verslun og vínsölu á Laugavegi. Þar mun margur hafa skipt á bók og brennivíni, eða öðrum drykkjaföng- um. í jólablaði ísafoldar sem kemur út sama ár og kortin eru á boðstól- um auglýsir Benedikt, eða Bensi Þór, eins og hann hét í munni al- þýðu, vaming sinn og hvetur menn til þess að fá sér á jólapelann, „hið þjóðholla brennivín". Það féll í góð- an jarðveg hjá mörgum, en sætti einnig mikilli andúð hjá öðrum. Svo var t.d. um kvenstúkuna „Ársól“ ' sem hét á landsmenn alla að vísa Bakkusi á bug og kveða hann ræki- lega niður í eitt skipti fyrir öll. Meðal félaga í stúkunni Ársól var Gunnþórunn Halldórsdóttir leik- kona. Hún varð einnig kunn kaup- sýslukona, félagi Guðrúnar Jónas- son bæjarfulltrúa. Fróðlegt er að hyggja að orðum Gunnþómnnar um stöðu íslenskra kvenna árið 1908. Hún ritar í Minningarrit Góðtempl- ara: Kveðst hafa verið í stúkunni „Verðandi", en aldrei hafa verið tilkvödd nema þörf væri á leik eða upplestri. Taldi hún karlmenn ein- ráða í vali sínu og ganga framhjá konum, er væm þó jafnokar þeirra í starfí. Af þessum sökum tók Gunn- þómnn þann kost að ganga í kven- stúkuna „Ársól". Þar vom starfs- kraftar hennar metnir, hvort sem var í leik eða félagsstarfí. „Það hefír líka sýnt sig þar, að við kven- fólkið getum gert talsvert í fé- lagslífínu, þó ekki verið neitað, að gamall vani hefír valdið því, að kvenþjóðin hefír látið allt of lítið til sín taka.“ Síðan greinir Gunnþór- unn frá ýmsum dæmum því til stað- festingar. Það sem einkum vekur athygli nú, 80 ámm síðar, em ummæli Gunnþómnnar: „Það hefír verið fremur fátítt hér á landi, að gefnar væm út myndir af okkur kvenfólkinu; stafar það auðvitað af því að kvenfólkið hefír lítið fengist við opinber störf, en karlmenn haldið þeim í jámgreip- um.“ Séu þessi ummæli borin saman við bækur þær og blaðagreinar er nú em skreyttar með myndum verð- ur ljóst að konur eiga þar sinn deild- an verð, svo ekki sé meira sagt. Hvort það hefír greitt götu þeirra til launajafnréttis skal ósagt látið. Sé gert ráð fyrir því að listamaður- inn sem teiknaði jólasveinana á Austurvelli hafí leitt hugann að þingfulltrúum má minna á það að foreseti sameinaðs alþingis er kona. Svo ekki sé nú talað um fegurðar- drottningu með diplómatapassa og alla þá upphefð, sem konum hefir fallið í skaut á þeim tíma, sem lið- inn er. Styttan sem stendur á Austur- velli er höggmynd Thorvaldsens, sú er síðar þokaði fyrir Jóni Sigurðs- syni forseta. Svo karlmönnum sé nú ekki alveg gleymt í þessu tali má minna á kvæði kraftaskálds, er svo má kalla, er tókst að magna svo karlmennsku sína og viljakraft, á tímum kreppu og kvalræðis, að seint gleymist. Vandfundið mun erfíðara yrkisefni en það sem Steinn Steinarr valdi sér þá er hann kvað um styttu Jóns Sigurðssonar er stendur á Austurvelli. Steinn var þá auðnulítið skáld er reikaði um götur borgarinnar með visna hönd er vann honum ei til matar. Samt sem áður ávarpar hann brautryðj- andann og frelsishetjuna með svo kumpánlegum hætti, að jaðrar við veisluspjöll, ef borgaralegur mæli- kvarði þeirra tíma er notaður. „Jón Sigurðsson forseti standmynd sem steypt er í eir hér stðndum við saman í myrkrinu báðir tveir." Mynd Steins Steinarr á frímerki því er póststjómin gaf út á liðnu ári prýðir sjálfsagt mörg jólabréf í ár. Steinn var einfari í dagsins mergð og manngrúa. Kunni þó að velja sér fylgd og föruneyti. Var gagnorður og mælti ekki fleiri orð en þurfti til samskipta. Þó kann að vera orðum aukið sumt er sagt var um knöpp orð hans og tilsvör, eða ávarpsorð. Kunnur íslenskur heims- borgari er dvaldist langdvölum er- lendis kvaðst hafa verið samtíða Steini í París. Báðir voru þeir þekkt- ir fyrir hnittin tilsvör. Heimsborgar- inn sagði: Steinn Steinarr var tvö ár í París. Hann lærði bara tvö orð í frönsku. Þau nægðu. Meira þurfti ekki. Hann sagði bara: „Deux cognac." Á þessu herrans ári 1988 er leit að bifreiðastæði í höfuðborginni eitt helsta vandamál borgarbúa. Bif- reiðastjórar aka bannsyngjandi hring eftir hring í leit að stæði. Gangandi vegfarendur tauta líka í barminn þegar hvergi er fært eftir gangstéttum fyrir bílaörtröð. Sé borið saman við ár jólasveinanna á myndunum verður annað uppi á teningnum. Bifreiðar ekki komnar til sögunnar. Hinsvegar skortir við- legupláss skipa og báta í Reykjavík- urhöfn. Kveður svo ramt að því að tveir kunnir kaupsýslumenn sjá sig tilneydda að auglýsa í jólablöðunum og banna stranglega afnot af bryggjum sínum. Þetta eru Th. Thorsteinsson, langafi Hallgríms fréttamanns á Bylgjunni og Björn Kristjánsson kaupmaður, banka- stjóri og ráðherra, afi Halldórs Hansens barnalæknis. Þeir voru athafnasamir og umsvifamiklir kaupmenn í byijun aldar. Það var ekki að tilefnislausu sem þeir kvört- uðu undan átroðningi annarra kaupmanna er lögðu skipum og bátum að bryggjum þeirra í algjöru heimildarleysi. Engan þarf því að undra að bæjarstjóm Reykjavíkur samþykkir á fundi sínum eftir til- mælum frá kaupmannaráðinu að veija 4.000 krónum „handa að- fengnum manni (frá Noregi eða Skotlandi), sérfróðum er legði eitt- hvað til um endurbætur á höfninni hér“ „Hafnfróður" þarf hann að vera og „rannsaka hafnarstæði". Af þessu má sjá hvert gagn hef- ir verið að Steinbryggjunni, eða Tryggvaskeri, eins og mannvirkið var einnig kallað, þar sem jólasvein- ar okkar hafa lagt fleyi sínu, en farþegar standa með þjönkur sínar í fjörunni, Tryggvi Gunnarsson hinn kunni athafnamaður, stóð fyrir þeirri framkvæmd, eins og svo mörgu öðru nytsamlegu í bæjar- og þjóðlífí. Ekki var þörfin minni fyrir hafn- armannvirki þegar þess er gætt að fjöldi vörutegunda og afurða sem unt hefði verið að flytja landveg eða sjóleiðis innanlands, kom erlendis frá. Hyggjum t.d. að auglýsingu Geirs Zoéga kaupmanns á Vestur- götu (þar sem nú er Naustið) er hann birtir í jólablaði ísafoldar árið 1908. Hvílíkt furðuverk. Að flytja íslenskt kjöt sjóleiðis frá Norður- landi til Kaupmannahafnar og síðan til Reykjavíkur til sölu þar. Það var orðið „siglt“ eins og sagt var um stúdentana sem komu heim með láði. í jólakauptíð árið 1908 auglýsa margir kaupmenn jólakort er þeir bjóða viðskiptavinum. Egill Jacobs- en selur þá kort í vefnaðarvöru- verslun sinni. Þar voru hæg heima- tökin því Egill gaf sjálfur út kort. Svo eru ýmsir er auglýsa að þeir selji kort heima hjá sér milli kl. 4 og 7. Stærstu verslun í Reykjavík, Thomsensmagasín stýrir þá Karl Nikulásson lengi konsúll Frakka. Svo skemmtilega vill til að einn ötulasti kortasafnari landsins, Jón Halldórsson húsgagnabólstrari á í fórum sínum póstkort sem ritað er á aðfangadag 24.12 1908. Karl og Valgerður kona hans senda það frú Geirþrúði og Helga Zoéga kaup- manni. Þau voru þekktir og vinsæl- ir borgarar í Reykjavík. Á heimili þeirra hefír vissulega verið í mörg hom að líta um þessar mundir, þegar hátíðin fór að höndum. Böm þeirra vom 8, sitt á hveiju ári. Öll þeirra kunnir Reykvíkingar er settu svip á bæinn. Jósefína Hobbs, Guð- rún, Ásta, Geir, Hildur, Einar, Kristján og Helgi. Nærri má geta að í nógu hefir verið að snúast á svo mannmörgu heimili í Bröttu- götu 3a. Helgi H. Zoéga er fæddur í júlímánuði árið 1905 og er hinn emasti. Gengur daglega um götur borgarinnar á fomum slóðum. Á þessum degi fyrir 80 árum hefír verið annríkt í Thomsensmag- asíni. Verslunarstjórinn þar gaf sér þó tóm til þess að senda þetta jóla- kort til vinar síns í reykvískri versl- unarstétt. Myndin sýnir jólasveina í nýkeyptum togara. Það gefur á bátinn, eins og yrr og síðar. Á þessum jólum birti ísafold jóla- söng: „Bráðum koma blessuð jólin bjart er allt og þjóðin prúð. Alltaf signir unaðssólin nu.juii dli (rtl3UUU . Þetta er auglýsing frá kaup- manni sem þá verslaði í Austur- stræti 4. Svona vom kaupsýslu- menn skáldmæltir í upphafi heima- stjórnar. Gleðileg jól. Höfundur er þulur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.