Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1988 41 Nú erég klæddurog kominn á rokk og ról /Sverrir Stormsker: Barnaplata fyrir fullorðna m marn. flB SIÐ AN Sverrir Stormsker er skemmti- legur flippari, sem erfitt er að taka alvarlega og þess vegna kemst hann upp með ýmislegt, sem öðrum myndi ekki líðast. Nú hefur hann gefið út barnaplötu, sem hann sjálfur kallar svo, og Góðir Íslendingar/Valgeir Guðjónsson: Stuðmannaþelið þokar fyrir nýjum tón Þeir sem búast við að finna Stuðmanninn Valgeir Guðjónsson á nýj- ustu plötu hans, „Góðir íslendingar", verða líklega fyrir einhverjum vonbrigðum. Að vísu hefur söngrödd Valgeirs ekkert breyst, en yfir- bragðið á þessari plötu hans er annað en venjulega, - eins og honum sé meira niðri fyrir og þess vegna virkar platan kannski þyngri en búast mátti við, ef tekið er mið af fyrri afrekum Valgeirs á tónlistar- sviðinu. Enginn má þó skilja þessi orð svo, að Valgeiri sé farið að förlast, þvf sú er alls ekki raunin. Hann er hér aðeins að sýna á sér nýjar hliðar og hefur þar farið skynsamlega að ráði sínu að mínum dómi. I gegnum árin hefur Valgeir oft glatt geð guma með tónlist sinni og þægilegu viðmóti. Gildir þar einu hvort hann hefur verið einn á ferð eða með Stuðmönnum. Þegar menn verða hluti af svo geysivin- sælu fyrirbrigði sem Stuðmenn eru, er sú hætta ávallt fyrir hendi að ákveðin ímynd festist við þá og hvað Valgeir snertir er það ímynd hins léttlynda rythmagítar- leikara Lars Himmelbjerg. Fyndnir og skemmtilegir textar hans á öðrum vettvangi svo og hnyttin tilsvör við ýmis tækifæri hafa einn- ig styrkt þessa ímynd. Ég setti því Góða íslendinga á fóninn með því hugarfari að nú kæmi einn skammturinn enn af léttleika Val- geirs. Þess vegna var það sem mór, brá svolítið, og varð jafnvel fúll eftir fyrstu hlustun. Mér fannst þá flest lögin leiðinleg nema „Ekkl segja góða nótt" og blúslagið „Frændi". Menn verða hins vegar að gera sér grein fyrir því að Valgeir er fyrst og fremst tónlistarmaður, en ekki spaugari og því er út í hött að vera sífellt að gera þá kröfu til hans að vera fyndinn og skemmti- legur. Það er eðlilegt að hann vilji á þessari fyrstu eiginlegu sóló- plötu sinni sýna á sér fleiri hliðar og það hefur honum tekist. Enda er það svo að platan vinnur á við hverja hlustun og til viðbótar þeim tveimur lögum, sem mér fannst góð í fyrstu umferð, má nú bæta við lögunum: Kramið hjarta, Eins og er, Eitt af þessum andlitum og Hvað get óg gert?, í hóp hinna betri sem Valgeir hefur sent frá sér. Önnur lög á plötunni eru lak- ari, en kannski þurfa þau bara líka að venjast. Hljóðfæraleikur á þessari plötu er með því betra sem heyrst hefur fyrir þessi jól og hið sama er að segja um hljómgæði plötunnar. Útsetningar eru blessunarlega lausar við alla yfirhlaðningu, og eru yfirleitt nettar og smekklegar. Auk höfundar, sem leikur á gítar og hljómborð eru skrifaðir fyrir hljóð- færaleiknum þeir Ásgeir Óskars- son á trommur, slagverk og hljóm- borð og Björgvin Gíslason á gítar og hljómborð. Auk þeirra koma lítillega við sögu Mike Sheppard á fender-jassbassa, Kristinn Sva- varsson á saxófóna og Ómar Ragnarsson blístrar í laginu „Ekki segja góða nótt". Hvað hljóðfæraleikinn varðar finnst mér áberandi hvað Ásgeir nýtur sín vel, enda samleikur tromma og bassa með miklum ágætum, ekki síst í þeim lögum þar sem Ásgeir sjálfur hefur forrit- að bassaleikinn. Björgvin Gíslason er með mildari tón í gítar sínum en oftast áður og sýnir enn og aftur hvílíkur afburðagítarleikari hann er. Um þátt höfundar sjálfs í hljóðfæraleiknum er erfiðara um að dæma, enda er verkaskipting á plötunni ekki skilgreind nánar á plötuumslagi og er það svolítill galli, a.m.k. fyrir þá sem hafa gam- an af aö pæla í framlagi hvers og eins. Þó má ganga út frá því sem vísu, að Björgvin eigi alla gítarsóló- þætti plötunnar og þar bregst hann ekki frekar en fyrri daginn. Þegar á heildina er litið er þessi plata vel heppnuð. Hún rífur Val- geir að vissu marki frá Stuðmanna- ímyndinni og þótt hún virki kannski svolítið bragðdauf í fyrstu kemur kryddið smátt og smátt í Ijós og slíkar plötur verða oft eigulegri gripir þegar til lengri tíma er litið. Sveinn Guðjónsson. kannski er þetta barnaplata þótt mér sé ekki grunlaust um að fuli- orðnir eig'i eftir að hafa miklu meira gaman af henni en börnin. Allavega skemmti ég mér ágæt- lega við að hlusta á hana, en varð hins vegar var við að sonur minn sjö ára var ekki eins hrifinn. Sverrir hefur fyrir löngu sannað að hann er góður lagasmiður og þessi plata breytir áreiðanlega ekki þeirri ímynd hans, þótt hins vegar megi segja að hann bæti hér engu við sig frá fyrri afrekum í tónsmíðum. Lögin eru flest létt og grípandi eins og vera ber á „barnaplötu". Textarnir eru hins vegar í grófari kantinum, þrungnir illkvittni og nöpru háði, en um leið þrælskemmtilegir eins og Storm- skersins var von og vísa. Ég er þó ekki viss um að þeir séu allir við hæfi barna enda hefur það sjálf- sagt aldrei verið tilgangur höfund- ar að höfða til blessaðra barnanna á þessari plötu. Hins vegar gæti margt fullorðið fólk haft gaman af þessum textum, enda eru þeir hnyttilega orðaðir og bera glöggt vitni meðfæddum kvikindisskap höfundar. f myndatextum á texta- blaðinu og plötuumslagi getur Stormsker heldur ekki stillt sig um að skjóta svolítið á sjálfan sig og aðstoðarmenn sína og er þetta allt hin skemmtilegasta lesning fyrir þá sem hafa gaman af mátu- legum gálgahúmor. Þótt hér hafi verið reynt að færa rök fyrir því að „Nú er ég klæddur og kominn á rokk og ról" sé fyrst og fremst barnaplata fyrir full- orðna er ekki loku fyrir það skotið að einhver börn, einkum hin eldri, kunni að hafa gaman af henni. Rödd hinnar ungu söngkonu, Ra- kel Axelsdóttur, og stúlknakór gefa plötunni vissulega yfirbragð hinnar hefðbundnu barnaplötu og svo er þarna lagið Socrates, sem börn á öllum aldri elska enn þann dag í dag. Þar fyrir utan er platan merki- leg heimild um ákveðinn áfanga á ferli „Júróvisjonhetjunnar", eins og Sverrir kallar sig sjálfur, og þvi ómissandi í safn allra sannra aðdá- enda hans. Sveinn Guðjónsson. ÞÚ NÆRÐ SETTU MARKI í VERÐ- BRÉFAVIÐSKIPTUM HJÁ OKKUR. ■ Við veitum þér faglega og persónu- lega ráðgjöf, hvort sem þú þarft að ávaxta fé eða afla þess. ■ Viljir þú ávaxta fé bjóðum við þér örugg verðtryggð skuldabréf með góðum og öruggum raunvöxtum. Lánstími skuldabréfanna getur verið frá nokkrum mánuðum til nokkurra ára. Við bjóðum þér einnig varðveislu og innheimtu keyptra skuldabréfa án endurgjalds. ■ Þurfir þú á fé að halda veitum við þér góð ráð og aðstoð við öflun þess. ■ Þú getur verið viss um að ná settu marki í verðbréíaviðskiptum hjá okkur. ■ Vertu ávalit velkominn í afgreiðslu okkar að Suðurlandsbraut 18. _fíármáleruokkarfag! © UIRÐBRÉFflUIÐSKIPTI SAMUINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18 • SÍMI 688568 EGGERT feldsfari Efstd Skdavörðustígrmm vinatta husbónda og hunds. Saga um tryggð, sem hvorki tími né rúm 'ðu að hefta. Ií|.á £ r t ( —4--L—J -J-1 __I Hnfaitdi mynd sem Hercule Poirot. Vefur leyndar- dóma, blekkinga og vélráða eins og meistari spennu- sagnanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.