Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 55
«er i MORGUNBLAÐŒ) íÞRórmt »1 "osWSI oriíía. irr/tTOHOM LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1988 55 KNATTSPYRNA / ÞJALFUN Ber saman þjálfun þriggja 1. deildar- liða í knattspymu BJARNIS. Konráðsson útskrifast fljótlega sem íþróttakennari — með knattspyrnu sem sérgrein — frá íþróttaháskólanum í Köln í Vestur-Þýskalandi. Hann vinnur nú að lokaritgerð sinni, þar sem hann ber saman æfingar þriggja íslenskra knattspyrnuliða á undirbúnings- og keppnistímabilinu 1987. Bjarni, sem erfrá Frostastöðum f Skagaf irði, lauk námi sínu í Köln, ef ritgerð þessi er undanskilin, í fyrrahaust og kom til landsins í október það ár. Þess má geta að hann þjálfaði lið Reynis frá Árskógsströnd í 3. deildinni sl. sumar. Bjarnl Konráðsson vinnur nú að því hörðum höndum að leggja lokahönd á ritgerð sína. Bjami sagðist í samtali við Morgvnblaðið ekki vita til þess að slíkur samanburður á þjálfun íslenskra liða hefði verið gerður áður. Þau lið sem hér um ræðir eru IA, Fram og KA. Þjálfarar liðanna sumarið 1987, Guðjón Þórðarson, Ásgeir Elíasson og Hörður Helga- son, létu Bjama í té upplýsingar um allar æfingar liðinna á ákveðn- um tímabilum og vann hann úr þeim upplýsingum. „Þama er ég með lið sem ávallt hefur verið í efri kanti deildarinnar, ÍA, Fram sem topplið og KA sem kom upp úr 2. deild haustið áður. Ég skrifa stutt söguágrip, segi frá manna- breytingum frá því árið áður, að- stæðum til æfinga, hvort lið hafi titil að verja og svo framvegis — en aðalatriðið er síðan að ég ber mjög nákvæmlega saman æfingar liðanna," sagði Bjarni. Á undirbúningstímanum bar hann saman öll liðin í einn mánuð, en síðan bar hann aftur saman æfingamar hjá Fram og KA í einn mánuð á sjálfu keppnistímabilinu. Bjami ber saman heildartíma æfinga á viku og öllu tímabilinu, einnig æfingafjölda. Hann bar sam- an upphitun; hve mikill tími fer í hana að meðaltali — einnig innihald upphitunaræfinganna; hvaða æf- ingar þjálfaramir nota og svo fram- vegis. Eins ber hann saman „aðal- hlutann", hve stór hundraðshluti æfingatímans fer í þann hluta, og hvert innihaldið er — hvemig það skiptist í æfingu leikskipulags (taktík), tækni og þrek, og síðan í hvað þessir hlutar skiptast, þar sem hann skoðar innihald, tíma og frek- ari stóptingu. Þannig mætti lengi telja, en það ætti að vera óþarfi. Bjami játaði því að þetta væri gífur- leg vinna, mun meiri en hann hefði órað fyrir og mikið nostur við að koma þessu öllu heim og saman. „Ég ræð síðan um þjálfunina út frá þeim árangri sem liðin náðu. Það er ljóst að þessi þrjú lið eiga margt sameiginlegt hvað þjálfun snertir, en býsna margt er líka ólíkt hjá þeim,“ sagði Bjami. En hvemig stóð á því að hann valdi þetta efni til að skrifa ritgerð sína um? „Knattspyrna er leikin á mörgum stigum um allan heim og alls staðar em menn að reyna að vinna titla. Ég vildi komast að því hvemig þjálfarar á íslandi reyna að ná þessum markmiðum — án þess þó að leggja mat á hvort þeir séu að gera rétt eða rangt. Ég legg alls engan dóm á það í ritgerðinni, hún er algjörlega vísindaleg að því leyti, aðeins samsafn upplýsinga en enginn dómur um störf þjálfar- anna.“ Geturðu notað þetta eitthvað í framtíðinni — er þetta hagnýtt efni sem þú ert með í höndunum? „Já. Ég vonast til að fá einhvern til að gefa þetta út þannig að menn geti nýtt sér það sem þama kemur fram. Þeir þrír þjálfarar sem ég fékk upplýsingar hjá halda allir nákvæma dagbók og tímaseðla yfir það hvað þeir eru að gera, og þetta gæti ef til vill orðið til þess að aðr- ir, sem ekki gera það, taki upp þessi vinnubrögð og skipuleggi þannig starf sitt betur,“ sagði Bjami S. Konráðsson. ÍÞRÖmR FOLK ■ FRIÐRIK PáU Ágústsson vann gullverðlaun i kumite á sterku móti í borginni BUnde í Vestur-Þýskalandi fyrir skömmu. Friðrik keppt með þýsku liði sem er frá Lemgo. I UNGU drengimir úr Aftur- eldingu, sem settu drengjamet í 4x100 m fjórundi, syntu á 4:47.87 mín., en ekki á 1:47.87 mín. eins og sagt var frá í gær. Gamla metið var 4:55.60 mín. , ■ JOHN Brophy, sem þjálfað hefur kanadíska ísknattleiksiiðið Toronto Maple Leaf, hefur verið rekinn frá félaginu eftir slakt gengi liðsins. George Armstrong tók við liðinu, en hann hefur verií lengi í stjóm félagsins. B PÓLSKA knattspymusam- bandið hefur sett Andrzej Rudy, sem hefur veirð einn besti knatt- spymumaður Pólveija, í 5 ára keppnisbann fyrir að flýja, land. Rudy, sem er 23 ára, hefur ekki snúið heim til Póllands frá því að pólska landsliðið lék gegn úrvalsliði ítölsku 1. deildarinna í Mílanó í nóvember. Rudy lék með Katowice og var seldur þangað frá Wroclavt í ágúst fyrir 110 þúsund dollara, sem er hæsta upphæð sem greidd hefur verið fyrir leikmann innan félaga í Póllandi. Ef Rudy hyggst leika með liði utan Póllands í framtíðinni er líklegt að hann fái ekki að spila fyrr en eftir eitt ár frá undirskrift. TENNIS Jakob Hlasek: „Bflslysið breytti mér“ - segir Jakob Hlasek hefurtekið ótrú- legum framförum eftir bOslys SVISSNESKI tennisleikarinn Jakob Hlasek var 23. besti tennisleikari heims í janúar í fyrra þegar hann sofnaði und- ir stýri á leiö í æfingabúðir hjá þjálfaranum Georges Denieau í Nimes í Frakklandi. Hann keyrði á fullri ferð á vöruflutningabfl en slapp með brot á hægri handlegg. Hann gerir sér grein fyrir að slysið hefði getað farið miklu verr og telur að sér hafi verið veitt nýtt líf sem hann er þakklátur fyrir. „Bflslysið breytti mór,“ segir Hlasek. Hann var úr leik í fjóra mánuði. Síðan hann losnaði úr gifsi hefur hann sigrað hvern leikinn á fætur öðrum og er nú 8. besti tenn- iskappi heims. Hann komst í úrslitakeppni á tennismótum í Gstaad, Basel og Brussel í haust, sigraði Grand Prix-mót í London og Jóhannesar- borg og hafði unn- ið Ivan Lendl, Tim Mayotte og André Agassi á Masters- mótinu í New York í byijun þessa mánaðar þegar Þjóðveijinn Boris Becker stöðvaði hann — Svisslendingum til sárrar gremju. Hlasek tekur velgengninni með ró og ætlar sér hærra á tennislist- anum. Hann hefur verið að klifra upp hann síðan 1982. Hann var þá 18 ára og 227. besti tennisleik- ari heims. 1983 komst hann í 179. sæti, 1984 í 88., 1985 í 33., 1986 í 32. og 1987 í 23. sæti. Sigramir á Masters-mótinu komu dálitið á óvart. Agassi, ungi bandariski tennisleikarinn sem er þriðji besti í heimi, vissi til dæmis ekkert um Hlasek og hélt að hann væri Frakki eftir leik þeirra í New Anna Bjamadóttir skrifarfrá Sviss York. Þekktir þjálfarar og um- boðsmenn segja að Hlasek hafi farið fram en þakka auknu sjálfs- öryggi fyrst og fremst fyrir vel- gengnina að undanfömu. Lendl vann Hlasek á opna bandariska meistaramótinu í september og sagði eftir Masters-mótið að hon- um hefði ekki farið fram síðan þá. Hlasek segist ekki hafa trúað að hann gæti unnið Lendl á opna bandaríska mótinu. „En það gegndi öðru máli í þetta sinn. Lendl var besti tennisleikari heims í september en er nú í öðru sæti á eftir Mats Wilander. Það er auðveldara að trúa á sigur gegn hinum næst besta en hinum besta,“ sagði Hlasek. Foreldrar Hlaseks fluttust til Sviss frá Tékkóslóvakíu haustið 1968. Snáðinn var þá fjögurra ára og nefndur Jakub. Hann fékk fljótt áhuga á fótbolta og íshokkí. Vinir hans hvöttu hann ákaft og kölluðu hann Kúba. Gælunafnið hélst við hann þótt skímamafninu væri breytt í Jakob. Faðir hans er gamall íshokkílandsliðsmaður. Hann skildi íþróttaáhuga sonar síns og studdi við bakið á honum þegar hann heillaðist af hæfni Bjöms Borg. Hann fékk strax fyrsta flokks tilsögn og hæfíleikar hans lofuðu góðu. Faðirinn fékk forstjóra Diners Club í Sviss til að styrkja soninn til ferða á tenn- ismót út um allan heim og for- stjórinn útvegaði áreiðanlegan umboðsmann. Hlasek helgaði sig tennisíþróttinni og nú hefur komið í ljós að það borgaði sig. Hann vann sér inn 4,5 milljónir ísl. kr. um eina helgi á Masters-mótinu og er með um 67,5 milljónir í árslaun í ár. Engin furða þótt hann hafi flutt lögheimili sitt frá Sviss til Monte Carlo í Mónakó. Jakob Hlasok hefur staðið sig mjög vel eftir að hafa sloppið naumlega úr alvarlegu bflslysi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.